Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ
rS 3SHnoAfHwnfl
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996
NEYTENDUR
Nýtt
Morgunblaðið/Júlíus
Kjúkling-ur
í karrý
NÓATÚN hefur hafið innflutning á
kjúklingi í karrýsósu. Um er að
ræða danska vöru og kemur kjúkl-
ingurinn í 300 gramma pakkningum
og kostar 189 krónur. Kjúklinginn
má hita upp í örbylgjuofni eða venju-
legum ofni.
Morgunblaðið/Júlíus
99% fitulaus
kalkúnaskinka
NÓATÚN hefur hafið sölu á 99%
fitulausri kalkúnaskinku sem kemur
frá Bandaríkjunum. Skinkan kemur
í 200 gramma pakknigum og kostar
hún 369 krónur.
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!
Flateyringar byrjaðir að kæsa skötu fyrir Þorláksmessu
Nýtt
Hnoðmörinn hrærður
saman við skötuna
SUMUM finnst jólaundirbúningurinn
ekki fullkominn nema þeir fái skötu
á Þorláksmessu. Lionsmenn í Önund-
arfirði hafa notað verkun á skötu sem
ijaröflunarleið til að styrkja góð mál-
efni. Um þessar mundir eru þeir á
fullu við að standsetja hús í bænum
undir starfsemina. Að sögn Guðna
A. Guðnasonar er skata herramanns-
matur og margur sem hlakkar til að
setjast að snæðingi á Þoriáksmessu
og njóta hennar.
„Fyrst er skatan börðuð, þ.e. börð-
in eru skorin frá. Þvínæst er skatan
sett í kös og látin liggja í henni í
tíu daga. Hún er síðan þvegin og
látin liggja á rá í tvo daga. Að því
loknu er hún roðrifin. Það veltur á
hitastigi hversu lengi hún liggur í
kös. Æskilegt hitastig er 10-12
gráður á Celsíus. Skatan er fljótari
að verkast eftir því sem hún er heit-
ari. Þó má ekki vera of heitt, þann-
ig að hún fari að soðna. Síðan er
skatan soðin stutt og borðuð með
góðu mörfloti og brennivíni." Þá
hafa sumir þann háttinn á að sjóða
skötuna uppúr hangikjötssoðinu á
Þorláksmessu.
Bræða hnoðmör í gufu
Guðni segir að það sé
mjög gott að bræða hnoð-
mörinn í gufu, þannig að
hann brenni ekki. Þegar búa
á til hnoðmör er nýrnamör
og netja úr kind hnoðað
saman í trogi. Eftir að búið
er að hakka og hnoða er
búin til úr þessu tafla. Hún
er síðan brædd í potti og
hrærð saman við skötuna.
Best er að þurrka töfluna vel fyrst
í hjalli, passa að ekkert vatn komist
að, því þá verður hnoðmörinn fúll.
Hægt er að borða stöppuna heita,
Morgunblaðið/Egill Egilsson
GUÐNI A. Guðnason með
þorláksmessuskötuna.
BÖRÐIN skorin frá.
en einnig er hægt að skera hana
niður og borða kalda. Hvað varðar
„ilminn" af skötunni, þá er skatan
best þegar hún er orðin vel kæst.
Menn hafa oft haldið því fram að
skatan lykti eins og migið hafi verið
á hana. Að sögn Guðna er skatan
ekki verri vegna lyktarinnar og hann
tekur skýrt fram að lyktin stafi af
verkuninni og engu öðru!
Morgunblaðið/Kristinn
EGGERT Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Kéxverksmiðj-
unnar Fróns.
Nýtt kex
frá Fróni
KEXVERKSMIÐJAN Frón hefur
sett íjórar nýjar kextegundir á
markað. Meðal nýjunganna er tekex
sem ekki hefur verið framleitt hjá
Fróni í liðlega 40 ár.
Hinar kextegundirnar eru tvær
gerðir af jólasmákökum sem heita
prakkarakökur, smákökur með kanil
og engifer, og skopparakökur, smá-
kökur með súkkulaðidropum og
höfrum. Kexverksmiðjan Frón hefur
einnig hafið framleiðslu á hafrakexi
sem inniheldur minni sykur en annað
kex frá fyrirtækinu.
Nýju tegundirnar eru allar komn-
ar í verslanir og fyrir jólin verður
Kexverksmiðjan Frón í samstarfi við
aðra íslenska framleiðendur um
vörukynningar í verslunum.
Jólabækurnar
í Bónus
BÓNUS hefur hafið sölu á nýút-
komnum bókum. Gefinn er 15% af-
sláttur af leiðbeinandi söluverði bók-
anna og síðan verða vikuleg aukatil-
boð á einhvetjum jólabókum. Það
er bókin Z ástarsaga eftir Vigdísi
Grímsdóttur sem er á tilboði fram á
fimmtudag. Veittur er 30% afsláttur
af verði hennar.
Lágmúla 9 • Símí 581 3730
Litlu matreiðslubækurnar
Jólaskórnir komnir
4 gerðir af uppreimuðum
síelpuskóm í s(. 28-37.
Smáskór
í bláu húsi við Fákafen.
Mexíkósk og ítölsk matseld,
pasta og kínversk matreiðsla
NÝLEGA komu út fjórar litlar mat-
reiðslubækur hjá Skjaldborg. Ein
bókanna fjallar um mexíkóska mats-
eld, næsta um ítalska matseld, þá
er ein um kínverska matreiðslu og
að lokum pastabók. Fleiri bækur í
sama flokki koma á markaðinn á
næsta ári. Uppskriftirnar í bókunum
eru þýddar en aðlagaðar íslenskum
eldhúsum og í bókunum er lögð
áhersla á að hafa uppskriftirnar ein-
faldar og fljótlegar. Bækurnar kosta
970 krónur.
Burritos
Þessa uppskrift er að finna í mexí-
kósku matreiðslubókinni.
___________6 hveititortillur________
1 laukur, saxaður
Setjið blönduna með skeið í miðju
hverrar tortillu sem þarf að vera
volg og mjúk. Setjið salatblað, ost,
tómatsneið og graslauk ofan á.
Btjótið jaðrana átortillunni inn
þannig að úr verði ferhyrndur pakki.
Gætið þess vel að böggullinn sé
tryggilega lokaður.
Raðið bögglunum í eldfast mót,
setjið lok yfir og bakið í forhituðum
ofni við 180°C í u.þ.b. 20 mínútur.
Ausið heitri tacosósunni yfir,
skreytið með sýrðum ijóma og söx-
uðu kóríander. ■
1 msk olía
okkar eru sniðin að
venna á öllum aldri.
við að byggja
viðhalda góðri
r>ir imifi
460 g (dós) niðursoðið baungmauk
6 salatblöð, rifin
1 20 g rifinn ostur
2 tómatar, sneiddir
2 msk saxaður graslaukur
1 skammtur tacosósa
1 40 ml sýrður rjómi
söxuð kórlanderlauf
Kaupi fólk ekki tilbúnartortillur
eða tacosósu er að finna uppskrift
að hvörutveggja í bókinni.
Vefjið tortillurnar í álpappír og
hitið í ofni til að mýkja þær.
Sjóðið laukinn í olíunni, mjúkan
én ekki brúnan. Bætið baununum
við og gegnhitið.
Brúðhjón
Allur boróbiinaður Glæsilcg gjdfavara Br líðarlijöna lislar
5V)//V\\\i\V VERSLUNIN
Laugetvegi 52, s. 562 4244.