Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERIIMU
Hólmaborgin SU 11 komin heim til Eskifjarðar eftir 14 metra lengingu í Póllandi
Morgunbiaðið/Benedikt Jóhannsson SKIPSTJÓRINN Þorsteinn Ki'istjánsson tekur við gjöf frá Gunn-
HÓLMABORGIN kom til heimahafnar á Eskifirði sl. laugardag eftir fjórtán metra lengingu. Þar ari Felixsyni, forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar.
með eykst burðargetan úr 1.600 í 2.500 lestir.
Langstærsta
loðnuskip flotans
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
HÓLMABORGIN hét áður Eldborg og var eitthvert glæsilegasta
skip íslenska flotans, þegar hún kom ný til landsins. Nú hefur
um það bil einu meðal loðnuskipi verið bætt inn í miðjuna á upp-
runalega skipinu, sem þá var stærst íslenskra nótaskipa.
GÁRUNGARNIR á Eskifirði köll-
uðu Hólmaborgina lengi vel Gull-
borgina, en eftir að hún sigldi inn
Eskifjörðinn að viðstöddu fjöl-
menni á bryggjunni sl. laugardag
var nafngiftinni snarlega breytt í
Gullstöngina enda hefur þetta
flaggskip loðnuflotans nú verið
lengt í Gdynia í Póllandi svo um
munar eða um tæpa fjórtán metra.
Með því eykst burðargeta skipsins
úr 1.600 tonnum í 2.500 tonn.
Hólmaborgin er eftir sem áður
stærsta loðnuskip íslenska flotans.
Nú er það bara orðið langstærsta
loðnuskipið.
Sannkölluð hátíðarstemmning
ríkti á Eskifirði um klukkan 15 á
laugardag er skipið sigldi inn
fjarðarkjaftinn og bæjarbúar fjöl-
menntu niður á bryggju til að
fagna þessum tímamótum enda
hafði höfðinginn sjálfur, títtnefnd-
ur Aili ríki, boðið til myndarlegrar
veislu um borð fyrir þá, sem þiggja
vildu. Babb kom hinsvegar í bátinn
þegar til átti að taka þar sem
„svarta gengið“ svonefnda úr
Reykjavík var mætt í plássið, öll-
um að óvörum, með þeim afleið-
ingum að veislunni varð að fresta
þar til laganna verðir höfðu lokið
sér af, alls fjórum klukkustundum
síðar. Útgerðarkóngur þeirra Esk-
firðinga, Aðalsteinn Jónsson, var
ekki par hrifinn af þessum móttök-
um og minnti á að tvö skip, bæði
Súlan frá Akureyri og Guðmundur
Ólafur frá Ólafsfirði, væru nýlega
komin heim eftir breytingar af
sama toga í Póllandi án þess að
hafa hlotið ámóta viðtökur af hálfu
hins opinbera.
200 milljóna
króna verk
Auk lengingar skipsins, eru
breytingarnar fólgnar í því að sett-
ur var á það nýr hvalbakur, ný
kraftblökk, afturgálgi hækkaður,
nýr krani á dekk, auk ýmissa
smærri verka. Einnig var sett um
borð sjókæling til þess
að geta komið að landi
með manneldisfisk með-
al annars og betra hrá-
efni til loðnuvinnslunn-
ar. Kostnaður við verkið
nemur um 200 milljónum króna,
þar af nemur kostnaður við sjó-
kælinguna eina og sér um 50 millj-
ónum króna, að sögn Þorsteins
Kristjánssonar, skipstjóra á
Hólmaborginni, sem verið hefur
minna og meira yfir verkinu ytra.
Að sögn Þorsteins réðu fyrst
og fremst tveir þættir því að
ákveðið var að fara út í svo viða-
miklar breytingar á skipinu. „Ann-
ar var sá að við höfum lent í því
undanfarið að þurfa að skilja eftir
talsverðan loðnukvóta í hafi, kvóta
sem fyrirtækið hefur ekki náð að
veiða, en burðarmeira skip hefði
getað náð. Hinn er sá að með því
að setja sjókælingu í skipið, gefur
það okkur möguleika til þess að
koma með manneldisvöru, serrrvið
Hólmaborgín SU 11
kom til heimahafnar á
laugardaginn eftir
gagngerar breytingar
í Póllandi og er nú án
efa orðin flaggskip
loðnuflotans. Jóhanna
Ingvarsdóttir var í
hópi þeirra fjölmörgu
sem fögnuðu heim-
komunni í veislu hjá
Alla ríka á Eskifirði
erum að beijast við að frysta m.a.
á Japansmarkað, alla leið sunnan
úr Faxaflóa. Það hefur verið nán-
ast útilokað fyrir okkur hingað til
því loðnan gengur mjög hratt hér
fram hjá Austfjörðunum og alltaf
versnar hráefnið með hveijum
deginum sem líður. En með sjó-
kælingu eigum við nú að geta
veitt vestur af Faxaflóa og komið
með hráefnið að landi eftir allt að
sólarhringssiglingu til heimahafn-
ar alveg jafngott og ef landað
væri á Faxaflóasvæðinu eftir sex
tíma siglingu. Sjókælingin virkar
þannig að við erum að kæla sjó
niður í mínus tvær gráð-
ur og svo er fískinum
dælt niður í þennan sjó
með þeim afleiðingum
að hann snöggstirðnar
og á að vera eins og nýr
eftir tvo til þijá sólarhringa.
Ferskleikinn á að haldast út í
gegn.“
Kvótinn skilinn
eftir í hafinu
Þorsteinn segir Hraðfrystihús
Eskifjarðar ekki eitt um það að
hafa þurft að skilja eftir hluta að
kvótanum óveiddan undanfarin ár.
Flest öll loðnuskipin hafí lent í
hinu sama. „Undanfarin tvö til
þijú sumur hefur þokkaleg veiði
verið í júlí og ágúst. Þá hefur
botninn gjörsamlega dottið úr
veiðunum og ekki glæðst á ný að
ráði fyrr en í febrúar. September,
október, nóvember, desember og
janúar hafa nánast verið stein-
dauðir þannig að við höfum þurft
að ná loðnunni á mjög skömmum
tíma enda hafa febrúar- og mars-
mánuðir á undanförnum árum
verið uppistaðan í vertíðinni og
þá hefur skipið kannski verið að
fiska allt upp í 30 þúsund tonn á
tveimur mánuðum.“
Hólmaborgin er fjölveiðiskip að
því leyti að geta bæði fískað með
troll og nót. „Til að mynda núna
tökum við bæði nótina okkar um
borð og flottroll og við komum til
með að fiska loðnu, eins og málin
standa núna, eingöngu í flottroll.
Þorsteinn gerir ráð fyrir að
jómfrúarferðin hefjist um eða upp
úr næstu helgi. Eftir er að prufu-
keyra nýja kælikerfið, sem sett
hefur verið um borð í skipið. „Það
kemur nú til af því að ég hrein-
Iega nennti ekki að hanga úti í
Póllandi lengur til þess að klára
það verkefni. Eg vildi frekar gera
það hérna heima. Það eru Norð-
menn, sem selja okkur þetta kerfi
og koma til með að keyra það.“
Sigldum frá Póllandi
með hreint borð
Hólmaborgin lagði af stað úr
heimahöfn áleiðis til Póliands þann
8. ágúst sl. og segir Þorsteinn að
mánaðarseinkun hafi orðið á verk-
inu, miðað við upphaflega áætlun.
Ætlunin hafi verið að vera 60
daga ytra, en reyndin hafí orðið
90 dagar. „Að mínu mati vanmátu
pólsku verktakarnir verkefnið, en
að þeirra mati bættum við við
verkefnum. Þessi skoðanaágrein-
ingur er allur fullfrágenginn og
allt er í góðu. Við komumst að
ákveðinni málamiðlun, sem lýsir
sér í því að skipasmíðastöðin ytra
tók á sig hluta kostnaðar og við
hluta. Við sigldum þar af leiðandi
með hreint borð frá Póllandi.“
„Nýja“ skipið sigldi af stað frá
Póllandi á mánudagskvöld fyrir
rúmri viku með viðkomu í Noregi
til að taka um borð ný flottroll
fyrir Hólmaborgina og Jón Kjart-
ansson. Heimferðin gekk þokka-
lega, að sögn kapteinsins, þrátt
fyrir að skipið hafí lent í afleitu
veðri, 10-12 vindstigum, frá Fær-
eyjum til íslands sem orsakaði sex
til átta klukkustunda seinkun frá
áætluðum komutíma til
heimahafnar. „En sjó-
hæfni skipsins reyndist
mjög góð og mun betri
en við höfðum þorað að
vona. Við hefðum ekki
keyrt skipið svona, eins og við
gerðum á heimsiglingunni, fyrir
breytingar. Við vorum að rokka
þetta frá átta og hálfri mílu og
upp í ellefu mílur sem er mun
meira heldur en var í svona veðri
fyrir breytingar.“
8% loðnukvótans
eru á Eskifirði
Um 8% af heildarloðnukvótan-
um eru hjá Hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar. Auk Hólmaborgarinnar
eru tvö önnur loðnuveiðiskip í flota
fyrirtækisins, Jón Kjartansson SU
með burðargetu upp á 1.100 lestir
og Guðrún Þorkelsdóttir, sem nú
er verið að lengja um átta metra
úti í Póllandi. Það skip er væntan-
legt til landsins í janúarmánuði
og eftir breytingar verður burðar-
geta þess um 1.000 lestir.
Þorsteinn segist vera afar bjart-
sýnn á loðnuvertíðir komandi ára
og hann segist ekkert vera einn
um það. „Vaxtarbroddur sjávarút-
vegsins undangengin ár hefur ver-
ið í uppsjávarfiski. Það þarf ekki
að líta nema bara hratt yfir sög-
una. Þau fyrirtæki, sem hafa veðj-
að á uppsjávarfiskinn, hafa borið
af. Hrikt hefur í stoðum annarra
sjávarútvegsfyrirtækja. Samheiji
hefur verið að vinda sér yfir í þessa
grein. Það segir ákveðna sögu því
þar stjórna strákar, sem eru mjög
duglegir og fylgjast grannt með.“
Höfðum geysilega
trú á þessu skipi
Skrokkur Hólmaborgarinnar
var upphaflega byggður í Svíþjóð
1978 og hann síðan fluttur til
Danmerkur þar sem skipið var
innréttað. Skipið kom nýtt til Is-
lands sem Eldborgin í eigu mætra
og stórhuga manna í Hafnarfirði,
en síðan segir Þorsteinn Hrað-
frystihús Eskifjarðar hf. hafa orð-
ið svo lánsamt að hafa keypt skip-
ið af þrotabúi árið 1988. Á síðari
árum hefur skipið verið kallað
„gullmoli“ fyrirtækisins enda
dregið margan verðmætan farm-
inn að landi.
„En í þessu sem öðru, er skammt
stórra högga á milli því áður en
þessi nafngift festist við skipið,
vildu allir selja það í burtu. Skipið
var ómagi á fyrirtækinu, bæjaifé-
laginu, bankanum og öllu. Við töp-
uðum miklum peningum á því að
eiga þetta skip. Manna á meðal
var talið að það stæði fyrirtækinu
fyrir þrifum og hér gekk maður
undir manns hönd til þess að telja
okkur á að selja skipið. Það voru
erfíðleikar hjá fyrirtækinu, en fyrst
og fremst ég og tengdafaðir minn,
Aðalsteinn Jónsson, vildum fyrir
alla muni ekki selja þetta skip enda
höfðum við geysilega trú á því.
Þetta var kvótagott skip,
fyrst og fremst í uppsjáv-
arfiski, en við vorum bara
tveir um þessa afstöðu
okkar.
Við gengum á fund
bæjarráðs og báðum það um að
hjálpa okkur við að eiga skipið
með því að setja hlutafé í það, en
fengum þvert nei. Lyktir urðu þser
að við þumbuðumst auðvitað við
og þraukuðum erfiðleikana á enda.
Núna má auðvitað enginn heyra á
það minnst að skipið verði selt úr
byggðarlaginu. Það hvarflar ekki
að nokkrum heilvita manni í dag,“
sagði Þorsteinn Kristjánsson í
samtali við blaðamann um borð í
skipinu skömmu eftir komuna til
hafnar, en þar með var friðurinn
líka úti í skipstjóraklefanum.
Veislan var byijuð. Það vantaði
bara kapteininn. „Farðu nú að
hætta þessu masi, Steini minn,“
sagði andlit í dyragættinni. „Það
bíða allir eftir þér niðri í borðsal.“
„Farðu nú að
hætta þessu
masi“
Hólmaborgin
kölluð Gull-
borgin