Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SIGURÐUR
BJARNASON
+ Sigurður Odd-
ur Bjarnason
húsasmíðameist-
ari, Suðurgötu 13,
Hafnarfirði, var
fæddur í Hafnar-
firði 6. nóvember
1932. Hann varð
bráðkvaddur að-
faranótt 17. nóv-
ember síðastlið-
inn. Foreldrar
hans voru Stefanía
Magnúsdóttir frá
Skuld í Hafnar-
firði og Bjarni Jó-
hannesson skip-
stjóri frá Hesti í Onundarfirði.
Sigurður ólst upp á heimili for-
eldra sinna á Suðurgötu 13 og
þar átti hann heimili lengst af
ævinnar.
Þau Bjarni og Stefanía eign-
uðust níu börn. Tvær dætur
misstu þau og hétu báðar As-
laug Þóra, aðra átta ára en
hina í frumbernsku. Hin systk-
inin, hér talin i aldursröð, eru:
Jóhannes og Magnús, búa báðir
í Reykjavík, Guðlaug býr I
Pennsylvania í Bandaríkjun-
um, Gunnar Hafsteinn á Sel-
tjarnarnesi, Jónína Margrét í
Kópavogi, Margrét Dagbjört í
Hafnarfirði og yngstur var Sig-
Þó þær séu um flest ólíkar syst-
urnar gleði og sorg er á tíðum
stutt á milli þeirra. I vikunni höfð-
um við gleði af því að skipuleggja
hestaferð sumarsins 1997, en í dag
sorgina af því að stórt skarð hefur
verið höggvið í hóp væntanlegra
ferðafélaga. Sigurður Bjarnason,
sem undanfarin ár hefur ekið
„trússbílnum" ásamt því að gleðja
með návist sinni og skemmtilegum
sögum hefur kvatt okkar jarð-
neska líf.
Það eru nú liðin allmörg ár síðan
við kynntumst honum Sigga. Faðir
okkar og hann eiga uppruna sinn
í Hafnarfirði. Saman gengu þeir
götu unglingsáranna og bundust
þá miklum vinaböndum sem héldu
ævina alla þó á stundum hafi verið
lengra á milli þeirra en þeir hefðu
kosið. Þeir stunduðu sjómennsku
saman og kynntust þar framandi
þjóðum og oft mátti sjá þá sitja
saman og rifja upp ævintýri lang-
ferða um suðurhöf eða ísavetur í
Rússlandi. Þá kom hann fram þessi
skemmtilegi glampi í augunum
hans Sigga og við hin í hópnum
fengum þá oftar en ekki að njóta
urður Oddur sem hér
verður minnst.
Sigurður Oddur
kvæntist Amdísi
Jónasdóttur, sjó-
manns og verka-
manns í Olafsvík og
k.h. Lydiu húsmóður
Kristófersdóttur.
Þau skildu en höfðu
þá eignast fjögur
böm: 1) Jónas, f.
12.2. 1958, kvæntur
Elísabetu Óladóttur.
Börn þeirra eru:
Arndís, Árný, Óli
Hrafn og tvíburamir
Brynjar og Andri. 2) Stefanía
Birna, f. 20.5. 1959, gift Snorra
Rafni Snorrasyni, f. 14.2. 1958.
Þeirra börn em: Lydia Bima,
Bryndís, Steinunn og Sigurður
Gísli. 3) Kristrún Ásta, f. 4.6.
1968. Sambýlismaður hennar
var Stefán Ásmundsson, f. 3.1.
1965, þau slitu samvistir. Böm
þeirra em: Stella Björg og
Aron. 4) Bjarni, f. 22.2. 1970,
kvæntur Helgu Sveinsdóttur.
Börn þeirra eru Elsa Hrafnhild-
ur og Svala Björg.
Útför Sigurðar Odds fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
hans skemmtilegu sagna og oft
sérkennilegu kímnigáfu.
Þegar Siggi kvaddi sjómennsk-
una átti ekki við hann að sitja með
hendur í skauti. Hann hóf nám í
smíðum hjá Bimi Ólafssyni í Hafn-
arfirði og byggði samhliða upp eig-
ið fyrirtæki sem hann rak af miklum
myndarbrag fram á seinustu ár. Það
var á þessum árum sem pabbi bauð
Sigga fyrst á hestbak og þá varð
ekki aftur snúið. Siggi heillaðist af
hestamennskunni og í þessu sam-
eiginlega áhugamáli tengdust þeir
pabbi enn sterkari böndum. Þeir
hafa ferðast saman á sumrin í ára-
tugi og saman byggðu þeir ásamt
sínum nánustu samfélag á Apa-
vatni, sem ég held að hafi ekki átt
neina samlíkingu í íslensku sam-
félagi hestamanna. Siggi átti því
láni að fagna að börn hans og fjöl-
skyldur þeirra tóku þátt í hesta-
mennskunni og daglegum störfum
í fyrirtækinu. Þannig gat hann
fylgst með gleði þeirra og sorgum,
sigrum þeirra og ósigrum og á viss-
an hátt endurlifað það sem hann
hafði misst af fyrr þegar sjómennsk-
an hélt honum fjarri fjölskyldu. Það
var ánægjulegt að fylgjast með
samstarfi þeirra í hrossaræktinni
og þar var ánægður athafnamaður
sem sagði okkur nú fyrir nokkrum
árum að krakkamir hefðu tekið yfir
rekstur fyrirtækisins.
Vegna veikinda varð Siggi að
hætta útreiðum fyrir nokkrum
árum. Það varð þó ekki til þess að
hann hætti í hestamennskunni,
heldur hélt hann áfram að mæta í
hesthúsið og hann hélt áfram að
koma með í sumarferðimar. Hann
hafði einstakt lag á að sinna okkur
ferðalöngunum enda vanur maður
og vissi hvað til þurfti. Og ekki
vom nú vandræðin þó bömin vildu
sitja í bílnum hjá honum. Alltaf ein
saga til eða moli úr pokanum til
að gleðja. En aldrei gaf Siggi upp
vonina um að hann ætti eftir að
setjast aftur í hnakkinn og taka
minnst einn sprett enn.
Við eram vissir um að nú þegar
Siggi hefur haldið á stað þar sem
grasið er grænna en á jörðu hér
og gæðingarnir betri en við eigum
að venjast þá muni ósk hans ræt-
ast. Ástvinum Sigga vottum við
okkar dýpstu samúð. Megi Guð
veita þeim styrk í sorginni.
Þorsteinn og Sveinbjörn
Eyjólfssynir.
'Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að þakka þér, Siggi
minn, fyrir það hvað þú varst góð-
ur við hana mömmu mína, en lengi
hafði ég heyrt um hann „Sigga
minn“. Þegar ég svo loksins hitti
þig og þú og maðurinn minn tilvon-
andi sátuð saman og spjölluöuð í
stofunni eins og þið hefðuð þekkst
í mörg ár, á meðan ég og mamma
lögðum á borð, hélt ég að þetta
væri bara fyrsta matarboðið af
mörgum sem við ættum eftir að
eiga saman, en ekki það eina, en
vegir Guðs eru órannsakanlegir.
Fyrir hönd Ijölskyldu minnar
votta ég aðstandendum þínum alla
okkar samúð. Megi Guð vera með
þeim á þessari erfiðu stundu. Börn-
um þínum þakka ég sérstaklega
fyrir hlýhug til móður minnar.
Elsku mamma mín, ég á engin
orð nógu stór handa þér á þessari
stundu svo ég verð bara dugleg að
halda utan um þig og elska þig
eins og ég hef alltaf gert og mun
alltaf gera.
Magnea Magnús.
Dauðinn gerir stundum engin
boð á undan sér og kemur öllum í
opna skjöldu. Enginn átti von á því
að svo brátt yrði um Sigurð Odd
Bjamason, húsasmíðameistara,
sem raun ber nú vitni. Hann hafði
að vísu átt við sjúkleika að stríða
síðustu árin, en hafði að mestu náð
sér og horfði nú fram á veginn
- kjarni málsins!
KRISTINN
EYJÓLFSSON
+ Kristinn Ey-
jólfsson, bif-
reiðarsljóri á Hellu,
fæddist í Hvammi í
Landsveit 24. febr-
úar 1942. Hann lést
á heimili sínu 13.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá
Skarðskirkju í
Landsveit 23.
.nóvember.
Kristinn Eyjólfsson
frændi minn frá
Hvammi í Landsveit
hefur nú kvatt þennan heim, hann
fór hratt og snöggt og langt um
aldur fram. Fyrir hans nánustu
fjölskyldu, ættingja og vini sem
eftir sitja máttvana af sorg og
söknuði er þetta óskiljanlegt.
Ég var svo heppin að kynnast
Kristni þegar ég var lítil stelpa í
sveit hjá foreldrum hans, frænda
mínum Eyjólfi Ágústssyni og
konu hans Guðrúnu
Kristinsdóttur eða
Dúnu eins og hún er
kölluð.
Þau reyndust mér
sem aðrir foreldrar og
bömin þeirra sem
bestu systkini. Á þeim
tíma var margt um
manninn í Hvammi, líf
og fjör svo ævintýri
var líkast og átti
Kristinn stóran þátt í
því.
Kristinn var falleg-
ur maður, svipsterkur,
hár og grannur svo
eftir honum var tekið.
Hann var skapmikill og gat sagt
skoðanir sínar umbúðalaust og af
hreinskilni sem fáum er gefin.
Hræsni þoldi hann illa og það var
eitt af því fyrsta sem við lærðum
um Kristin en öragglega einn sá
eiginleiki af mörgum, sem við sem
kynntumst honum, kunnum best
að meta.
með auknu trausti til sjálfs sín og
framtíðarinnar. Enn það er enn sem
endranær að örlög sín veit enginn
fyrir.
í lífs- og starfsferli Sigurðar
Odds Bjarnasonar vora tveir megin-
þættir: Annar var sjómennskan,
sem hann stundaði á fyrri hluta
starfsævi sinnar, en hinn var tré-
smíðin. Á báðum þessum sviðum
var hann liðtækur vel umfram með-
allagið, enda fullur atorku og áhuga,
- vel verki farinn og útsjónarsamur,
jafnlyndur og góðlyndur, greiðvik-
inn maður með afbrigðum og nutu
þess margir, skyldir sem óskyldir.
Sigurður var þrekmenni að burðum,
vinnusamur og stundvís og hlífði
sér ekki í erfiðisverkunum, hvorki
í eigin fyrirtæki né annars staðar,
heldur vann með verkmönnum sín-
um að hveiju sem gekk.
Sigurður ólst upp í foreldrahúsi
innarlega á Suðurgötunni. Þaðan
er spölkorn til sjávar út á Hafnar-
fjörðinn. Faðir hans var skipstjóri
og þessar aðstæður hafa ef til vill
átt þátt í því að hann gerðist sjómað-
ur. Eftir nám í Flensborgarskólan-
um fór hann á togara, réðst svo
háseti til Eimskips; byijaði á Lagar-
fossi, en var þar skamma hríð og
flutti sig á Tröllafoss. Hugði þá á
skólanám í sjómannafræðum, fór í
Sjómannaskólann, lauk fiskimanna-
prófi 1955 og farmannaprófí árið
eftir. Eftir þetta var hann í sigling-
um stýrimaður um nokkurra ára
skeið á Tröllafossi og fór vítt um
heimsins höf, stundaði bóklestur á
frívöktum og varð vel læs á enska
tungu.
En þar kom að breyting varð á
lífsgöngu hans. Fyrir tilstilli atvik-
anna lét hann af farmennskunni
og fluttist með fjölskyldu sína til
Ólafsvíkur og hóf samstarf við svila
sinn, Rafn Þórðarson skipstjóra;
var hann með honum stýrimaður á
fiskibátum í níu vertíðir. Farnaðist
þeim afburða vel, urðu aflamenn í
fremstu röð og aflakóngar á línu
og netum, en stunduðu síldveiðar
í hringnót á sumrum.
Sá var lokaþátturinn í sjó-
mennskuferli Sigurðar að hann
gerðist skipstjóri á flutningaskipinu
Gijótey og sigldi með skreiðar-
farma til Nígeríu.
Þetta var á dögum Biafrastríðs-
ins og ástand mála þar syðra í
herfilegum ólestri. Lenti hann þar
í miklum erfiðleikum og fékk sig
fullsaddan af sjómennskunni og
ákvað að snúa sér að verkefnum í
landi. Hóf hann þá nám í húsa-
smíði, kominn vel til fullorðinsára,
hjá Birni Ólafssyni sem þá var
einna umfangsmestur í þeirri iðn
hér í Firðinum. Iðnskólanáminu
lauk Sigurður vorið 1971 og er
hann fékk sveinsprófið haustið
1973 bauð Björn til fagnaðar og
Samband þeirra hjóna, Kristins
og Önnu, var eitt það einlægasta
og sterkasta sem ég hef nokkru
sinni kynnst og ég veit að hér er
ekki of sterkt að orði kveðið. Þau
voru ótrúlega samrýnd og máttu
vart hvort af öðru sjá.
Ég kynntist Önnu þegar þau
byijuðu að búa í Norðurbænum í
Hvammi og ég á alltaf mynd af
þeim í huganum þegar Kristinn
kom í hlað á hvítum Volkswagen
og út kom falleg ljóshærð kona
með bros á vör handa öllum, líka
ókunnugri stelpu sem strax varð
einlægur aðdáandi og hrifningin
varð ekki minni þegar út stukku
tvær litlar stúlkur sem eru lifandi
eftirmynd þeirra beggja. Nokkram
árum seinna bættist Eyjólfur, son-
ur þeirra, í hópinn og fullkomnaði
þeirra fallegu fjölskyldu og í seinni
tíð bættust við tvö myndarleg
barnabörn, Kristinn Reyr og Anna
Kristín, og tengdasynir tveir,
Þórður og Baldvin, sem vora þeim
sem synir.
Þau vora samhent fjölskyldan
og stóðu saman sem einn maður
þegar erfiðleikar steðjuðu að og
þrátt fyrir styrk og stolt voru þau
aldrei of stór í sér til að viðurkenna
vanmátt sinn þegar þess þurfti.
sagði þá að nú hefði hann útskrifað
22 lærlinga og hefðu margir þeirra
reynst nýtir, en Sigurður hefði bor-
ið af og spáði honum frama og
góðs gengis í iðninni. Þetta reynd-
ist orð að sönnu.
Hóf nú Sigurður rekstur eigin
trésmíðaverkstæðis, fyrst í leigu-
húsnæði, en tók þó fljótt að huga
að eigin byggingu undir starfsem-
ina. - Og að Dalshrauni 17 reis
Glugga- og hurðasmiðja Sigurðar
Bjarnasonar og þar óx og dafnaði
starfsemin undrafljótt uns svo var
komið að hjá honum störfuðu um
og yfír 20 manns þegar flest var.
Þarna var vinnusamt starfslið og
viðmótið einkar gott, enda gerði
hann vel við sitt fólk. Samdráttur
kreppunnar á fyrra helmingi þessa
áratugar olli þó að sjálfsögðu erfið-
leikum og umfang rekstrarins
minnkaði. Árið 1991 fór Sigurður
að finna fyrir gigtarsjúkdómi í lið-
um og lét þá reksturinn í hendur
sonar síns og tengdasonar; vann
þó að jafnaði við smíðarnar eftir
því sem aðstæður leyfðu og allt þar
til að verkstæðið brann til kaldra
kola snemma á yfirstandandi ári.
Nærri má geta að bruninn varð
Sigurði sem fleirum mikið áfall, en
hann lét ekki deigan síga. Hann
var náttúrubarn að eðlisfari og í
honum bjó bóndi sem unni skepnum
og gróðri. Þegar hann hætti sjó-
mennskunni fór hann að stunda
hestamennsku í samstarfi við fé-
laga sinn, Eyjólf Þorsteinsson, og
„fáir eru þeir fjallvegir sem þeir
hafa ekki ferðast um á hestum“
segir í bókinni Hestar í norðri,
bls.14. En fleiri tóku þátt í þessum
ferðum, sem þeir félagar voru upp-
hafsmenn að, og eiga um þær góð-
ar minningar og ljúfar. Á reiðleið-
um um fjöll, dali og öræfi landsins
átti Sigurður margar unaðsstundir
og þær voru honum uppspretta
umræðuefnis og skemmtilegra
minninga.
Við Silungatjörn í Mosfellsheið-
inni átti Sigurður Iand sem undirrit-
uðum þótti hijóstrugt og bert er
hann leit það fyrsta sinni, en þar
leynir fegurðin á sér. Við þennan
stað tók hann miklu ástfóstri og
lunganum úr liðnu sumri eyddi
hann við gróðursetningu og rækt-
unarstörf i heiðinni; það var undra-
vert að sjá í haust umskiptin sem
orðið höfðu á landinu hans á
skömmum tíma. Elja hans og út-
sjónarsemi nutu sín við ræktunar-
störfin og árangurinn lét ekki á sér
standa. Þarna í heiðinni þótti hon-
um gott að dvelja og þar naut hann
sín við umönnum á gróðri og fegr-
un landsins sitt síðasta sumar hér
í heimi. Nú er góður þegn genginn
og kvaddur með eftirsjá - Gefi nú
góður Guð honum raun lofí betri.
Snorri Jónsson.
Heimilið þeirra er fallegt, hlý-
legt og tilgerðarlaust og áttu þar
margir athvarf.
Þau höfðu öll þá hæfileika að
láta öðrum líða vel í návist sinni.
Kristinn hafði einstaka kímnigáfu
og notaði hana oft til að nálgast
fólk sem annars var einrænt og
fór sínar eigin leiðir og tókst hon-
um það einstaklega vel, alvarleg-
ustu manneskjur veltust um af
hlátri og gleymdu allri feimni ná-
lægt honum.
Kímnigáfuna þekktum við öll
sem kynntumst honum. Það var
oft glatt á hjalla á heimili þeirra
hjóna, rökrætt um allt mögulegt
og ekki síst um hesta sem voru
hans aðal áhugamál alla tíð og
fáir vissu meira eða höfðu meiri
tilfinningu fyrir þessum virðulegu
dýrum en hann.
Það er svo margt sem hægt er
að segja þegar farið er að rifja
upp kynnin við Kristin og svo
margt sem ég get verið þakklát
fyrir og ég vil þakka góða sam-
fylgd. Minningarnar eiga eftir að
verma okkur öll. Innilega samúð
votta ég öllum sem syrgja nú
Kristin Eyjólfsson.
Helga Ásgeirsdóttir.