Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Milosevic lætur ógilda kosningaúrslit 200.000 manns á mótmæla- fundi í Belgrad Reuter SERBNESKIR stúdentar hrópa vígorð gegn stjórn sósíalista á lóð háskólans í Belgrad í gær og mótmæla ógildingu úrslita bæjar- og borgarstjórnakosninga. Áætlað er að 200.000 manns hafí tek- ið þátt í mótmælunum í Belgrad. Belgrad. Reuter. LEIÐTOGAR serbnesku stjórnar- andstöðunnar hvöttu kjósendur til að sitja heima í þriðju umferð umdeildra bæjar- og borgarstjóm- arkosninga, sem fram eiga að fara í Serbíu á morgun, miðvikudag. Slobodan Milosevic forseti hefur látið dómstóla ógilda úrslit, þar sem stjórnarandstöðuflokkar höfðu fengið meirihluta, m.a. í höfuðborginni Belgrad, um fyrri helgi. Áætlað er að 200.000 manns hafi mótmælt þessari ákvörðun í höfuðborginni í gær og eru þetta Stjórnvöld vilja selja sænsku húsnæðismálastofnunina Hafna kauptilboði Skandia Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞEGAR forsvarsmenn sænsku tryggingasam- steypunnar Skandia og Statshypoteket, sænsku húsnæðislánastofnunarinnar, tilkynntu i gær að fyrirtækin yrðu sameinuð sagði í fréttatilkynn- ingunni að fjármálaráðuneytið hefði ekki viljað ræða sameiningu hingað til, en vonast væri eftir blessun þess. Sú von varð að engu þegar Erik Ásbrink fjármálaráðherra lýsti undrun sinni og reiði með yfírlýsinguna og sagðist ekki bera traust til stjómar Statshypoteket eftir þessa uppákomu. Statshypoteket virðist því enn vera til sölu og ríkisstjómin leita betri kaupanda. Það hefur lengi iegið í loftinu að sænska fjár- málaráðuneytið væri á höttunum eftir kaupanda að Statshypoteket. Þar hafa ýmsir bankar og aðrar fjármálastofnanir verið nefnd sem kaup- endur, en þrálátastur hefur orðrómurinn verið Ásbrink fjármálaráðherra undrandi og reiður vegna ótímabærrar yfirlýsingar um sameiningu stofnunar- innar við Skandia um áhuga Norrbanken á kaupunum. Með tilkynn- ingunni í gær virtist þó svo sem Skandia hefði boðið best og kaupin væru ráðin. Kaupverð var ekki gefið upp heldur tilkynnt að eigandi Stats- hypoteket, sænska ríkið, fengi hlutabréf í Skand- ia í sinn hlut. Samkvæmt áætlunum átti nýja fyrirtækið að ná til tveggja milljóna viðskiptavina í Svíþjóð og styrkja stöðuna á alþjóðamarkaði, þar sem Skandia hefur sótt fram undanfarin ár. Kosturinn fyrir Skandia var talinn fjármagn, sem ríkisfyrirtækið færði með sér, auk tengingar við fyrirtæki, sem ekki væri keppinautur, og aukinn styrkur erlendis. Fyrir Statshypoteket var talinn ávinningur að tengjast jafn vel stæðu fyrir- tæki og Skandia, sem minnkaði kröfur um hag- ræðingu og uppsagnir. Samanlagður fjöldi starfs- manna átti að verða tíu þúsund. Þunginn í ummælum fjármálaráðherra kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti og gjör- breytti sigurgleði forsvarsmanna fyrirtækjanna. Ásbrink sagði þá hafa verið í sambandi við emb- ættismenn í fjármálaráðuneytinu, sem glögglega hefðu gefið þeim til kynna að samruninn væri ekki litinn velþóknunaraugum á þeim bæ. Það væri eiganda að ákveða afdrif Statshypoteket. Qölmennustu mótmælin í borginni frá árinu 1991. „Þessi gjörð staðfestir einungis þann grun kjósenda, að ekki verði skipt um stjórn í Serbíu með kosn- ingum eða öðrum löglegum aðferð- um, heldur einungis eftir öðrum leiðum - ólöglegum; svo sem upp- reisn, verkföllum, ofbeldi," sagði Zoran Djindjic, einn af leiðtogum Zajedno, kosningabandalags stjórnarandstöðuflokka. Sósíalistar höfðu viðurkennt ósigur sinn í Belgrad fyrra sunnu- dag þar sem Zajedno hlaut 60 borgarstjómarsæti af 110. Þau úrslit ógilti dómstóll í borginni, og sömuleiðis höfðu dómstólar eða kjörstjómir annars staðar í land- inu, þar sem Zajedno hafði farið með sigur af hólmi, ógilt úrslit undanfarna daga og úrskurðað, að kosið skyldi að nýju á morgun. Þessi ráðstöfun serbeskra stjórnvalda þykir hafa rýrt trú- verðugleika Milosevics bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Er- lendir sendiherrar í Belgrad gengu á fund Milans Milutinovics utanrík- isráðherra í gær og fyrradag og lýstu megnri vanþóknun ríkis- stjórna sinna á því hvernig Sósíal- istar ógiltu kosningaúrslit sem væru þeim óhagstæð. „Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa gerst með þessum hætti, ekki síst þegar haft er í huga, að það era yfirvöld sem stjóma því hvern- ig kosið er og þau stjórna atkvæða- talningunni," sagði sendiherra, sem ekki vildi láta nafn síns getið. Viðræður um fisk- vernd út um þúfur Brussel. Reuter. Reuter CARLO Ciampi, fjármálaráðherra Ítalíu (fyrir miðju), kemur ásamt embættismönnum sínum af löng- um og ströngum samningafundi um endurnýjaða aðild lírunnar að ERM. Líran fær á ný aðild að ERM Brussel, Stokkhólmi. Reuter. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRUM aðildarríkja Evrópusambandsins mistókst eina ferðina enn að ná samkomulagi um samdrátt í sjávarafla á fundi í Brussel á föstudag. Ráð- herrarnir sögðu að málamiðlun- artillaga ír- lands, sem fer með forsæti í ráðherraráðinu, þyrfti frekari skoðunar með. Efazt er um að samkomulag um niðurskurð til verndar fiskstofnunum náist á þessu ári. Ráðherramir tóku hvorki á til- lögum um niðurskurð aflaheimilda né um úreldingu fiskiskipa til að draga úr veiðigetu flotans. Bret- land, Frakkland og Holland lögðu til að núverandi áætlun um úreld- ingu yrði framlengd um eitt ár til bráðabirgða. Málamiðlunartillaga íra gerir ráð fyrir að á þremur árum verði veiðar á verst stöddu stofnunum, til dæmis síld og þorski í Norð- ursjó, skornar niður um 20%. Hins vegar verði sveigjanleiki aukinn í kerfinu, þannig að ríki geti valið á milli þess að skera veiðarnar meira niður eða minnka flotann frekar. Áður hafði framkvæmdastjórn ESB lagt til 40% niðurskurð fisk- veiðiflota sambandsins á sex árum. Einkum átti að úrelda báta, sem veiða úr verst stöddu stofnunum. Portúgal, sem á einn stærsta fiskveiðiflota í ESB, setti sig upp á móti tillögu íra og sagði að 20% niðurskurður afla væri of mikill og nóg væri komið af niðurskurði flotans. Spán- veijar tóku í sama streng. Löndin tvö lögðu áherzlu á að þau væru einu aðild- arríkin, sem hefðu staðið við markmið um fækk- un fiskiskipa síðastliðin fjögur ár. Bretar gera afnám kvótahoppsins að skilyrði Tony Baldry, sjávarútvegsráð- herra Bretlands, sagðist neita að ræða nokkrar niðurskurðartillögur fyrr en tryggt hefði verið að bund- inn yrði endi á „kvótahoppið“, eins og það er kallað þegar fyrirtæki í einu ESB-ríki skráir skip sín í öðru aðildarríki til að fá aðgang að kvóta þess. Tillögur Breta um þetta mál era nú til umfjöllunar á ríkjaráð- stefnu ESB. Tillögur um gervihnattaeftirlit með fískiskipum voru ekki útrædd- ar, frekar en annað sem fyrir fund- inum lá. Öll aðildarríkin, að Dan- mörku undanskilinni, eru hlynnt tillögunum í meginatriðum. Spán- veijar eru hins vegar ósáttir við að eftirlitið eigi aðeins að ná til skipa, sem eru lengri en 24 metr- ar, og benda á að þriðjungur af öllum skipum af þeirri stærð sé spænskur. FJARMÁLARÁÐHERRAR ríkja Evrópusambandsins samþykktu á átta klukkustunda löngum fundi í Brassel á sunnudag að ítalska líran fengi á ný aðild að gengissamstarfí Evrópu, ERM. Hins vegar gerðu ráðherrar annarra ríkja ítölum ljóst að ef líran veiktist, yrði ákvörðun- inni snúið við. ítalir fóru upphaflega fram á að líran yrði tekin inn í gengissamstarf- ið á genginu 1.000 til 1.050 gagn- vart þýzka markinu. Þjóðveijum fannst það alltof lágt gengi og fóru fram á 970. Niðurstaðan varð sú að_990 lírur eru í markinu. I yfirlýsingu fjármálaráðherranna segir að gengishækkunin endur- spegli þær efnahagsumbætur, sem ítölsk stjórnvöld hafi beitt sér fyrir. Hins vegar leggja þeir áherzlu á að aðildin að ERM sé ekki staðfesting á því að Ítalía eigi vísa aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu árið 1999. Tveggja ára aðild að ERM er eitt af skilyrðunum, sem sett eru fyrir aðild ríkja að EMU. Þannig á að vera tryggt að gengi gjaldmiðils viðkomandi ríkis sé stöðugt, en sam- kvæmt skilmálum ERM má gengi aðeins sveiflast innan ákveðinna marka. ítalir drógn lírana út úr samstarf- inu árið 1992, þar sem þeir treystu sér ekki lengur til að veija gengi hennar. Hið háa gengi, sem ESB samþykkir nú, þrýstir mjög á ítölsk stjómvöld að fylgja aðhaldssamri stefnu í peningamálum. Svíþjóð að einangrast? Nú eru aðeins þijú ríki ESB eftir, sem standa utan gengissamstarfsins, Bretland, Svíþjóð og Grikkland. Erik Ásbrink, fjármálaráðherra Svíþjóðar, sagði aðspurður á blaðamannafundi í Brassel að aðild lírunnar að gengis- samstarfinu yki ekki þrýsting á sænsk stjórnvöld að sækjast eftir aðild sænsku krónunnar. Sænsk blöð og ýmsir fjármálasérfræðingar telja hins vegar að Svíþjóð einangrist æ meir frá peningamálasamstarfi hinna ESB-ríkjanna og verði að fara að gera upp hug sinn. Dagens Nyheter segir í leiðara að innganga í ERM muni lækka vexti og styrkja krónuna. Dagens Industri er þeirrar skoðunar að þrýstingur muni nú aukast á Svía að sækja um aðild fyrir krónuna. Aðeins Svíþjóð og Grikkland standi utan ERM án þess að hafa fengið undanþágu frá EMU-aðild eins og Bretland og Danmörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.