Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 Stríð og sálarstríð KVIKMYNPIR Laugarásbíó og Rcgnboginn HETJUDÁÐ „COURAGE UNDER FIRE“ ★ ★ Xh Leiksljóri: Edward Zwick. Aðalhlut- verk: Denzel Washington, Meg Ryan, Lou Diamond Phillips, Michael Mor- iarty. 20th Century Fox, 1996. BANDARÍSKI leikstjórinn Edward Zwick er rómantíker af gamla skólanum. Hann gerir stríðsmyndir sem hafa göfugan til- gang. Hetjudáðir bandarískra her- manna baðaðar í ljóma ættjarðar- og frelsisástar eru honum ákaflega hugleiknar og í nýjustu mynd hans, Hetjudáð eða „Courage Under Fire“, sameinar hann hvoru tveggja í dæmisögu úr Flóabar- daga þegar aiþjóðlegur her sendi fremur máttlítinn her íraka til síns heima frá Kúveit. Höfuðsmaður lætur lífið í bardaga og hann á að vera fyrsti kvenmaðurinn í hernum sem hlýtur æðstu orðu Bandaríkj- anna. Foringi hersins, sem settur er í að rannsaka hetjudáðina, á í miklu sálarstríði því sem yfirmaður skriðdrekadeildar í sama stríði sprengdi hann upp skriðdreka fé- laga síns. Svo hér er á ferðinni mikið efni í melódrama og Zwick þekkir ná- kvæmlega skotmarkið. Hann mið- ar á hjartað og tárakirtlana og hittir sjálfsagt í mark hjá mörgum með fallegum lúðrablæstri um dyggð og hugrekki og þetta að sigrast á mótlætinu og halda sína leið. Sérstaklega ætti myndin að höfðatil Bandaríkjamanna. Gallinn er sá að leikstjóranum hættir til að ofgera tilfinningasemina og dragast út í væmni. Markið mætti gjarnan vera annað og háleitara því framleiðslan er prýðilega af hendi leyst, ágætlega leikin og stýrt af kunnáttusemi og skynsemi mestan part. Denzel Washington er ábúðar- mikill og taustvekjandi sem foring- inn er stjórnar rannsókninni og maður sem á líka í erfiðleikum heima fyrir vegna nagandi sektar- kenndar ekkert síður en í hernum þar sem leyndarmálið um skrið- drekaárásina er falið. Saga hans er fléttuð snyrtilega inní rannsókn- ina þar sem Meg Ryan fer með aðalhlutverk yfirmanns björgunar- sveitar sem hrapað hefur niður á óvinasvæði. Sá atburður er skoðað- ur út frá nokkrum ólíkum sjónar- hornum eftir því hvert vitnanna úr björgunarliðinu segir frá og smámsaman fæst heilsteypt mynd af því sem gerðist. Ryan fer í raun með lítið hlutverk þegar gripið er til endurlitsins en er skemmtilega röggsamur hermaður; hún er fín í hlutverki sem maður hefði ekki að óathuguðu máli getað ímyndað sér hana sleppa frá með góðu móti. Michael Moriarty gefur örlitla inn- sýn í óbilgirni hersins og Lou Diamond Phillips er yfirspenntur hermaður og vitni. Það er margt gott í myndinni sem snýr að hinum mannlega þætti stríðsrekstrar og getur átt við hve- nær sem er í rauninni. Hetjudáð hefur talsvert afþreyingargildi en að lokum ber tilfinningasemin hana næstum því ofurliði þegar hver hnúturinn á fætur öðrum er bundinn á lausu endana. Arnaldur Indriðason MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ELDRI ungliðar LF frumsýndu Krimmann. Leikfélag Fljótsdalshéraðs 30 ára Egilsstöðum. Morgunblaðið. FÉLAGAR úr Leikfélagi Fljóts- dalshéraðs voru með skemmti- dagskrá í tilefni af 30 ára félags- ins. Var hún haldin í Valaskjálf en einnig eru 30 ár síðan félags- heimilið var vígt en þá sýndi LF Skugga-Sveinn. Rakin var saga félagsins i stórum dráttum, sýnd voru fjölmörg atriði úr þeim verkum sem félagið hefur sett upp. Frumsýnt var verkið Krimminn af eldri ungliðum fé- lagsins. Minnst var Aðalsteins Halldórssonar félaga sem nú er látinn og voru sýndar myndir úr verkum sem hann lék í. Hall- dór Sigurðsson frá Miðhúsum var gerður heiðursfélagi en hann var ein af driffjöðrum fé- lagsins á fyrri árum þess. Núver- andi formaður LF er Guðlaug Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir HALLDÓR Sigurðsson frá Miðhúsum var gerður heiðursfélagi LF. Sálin skal inn Merk heimild HANS Clausen (faðir kerlingar), Klemens Jónsson (presturinn) og Sigríður Guðmundsdóttir (móðir kerlingar). LEIKUST Nafnlausi lcikhópur- inn í Kópavogi GULLNA HLIÐIÐ eftir Davíð Stefánsson Leiksljórn: Þórir Steingrímsson. Leikmynd: Gunnar Bjamason. Lýsing og hljóð: Helgi Páll Þórisson og Bjami Bald- ursson. Förðun: Svala Olafsdóttir og Harpa Hauksdóttir. Búningaráðgjöf: Elín Jónsdóttir. Aðalleikendur: Rósa Ingólfsdóttir, Guðbrandur Valdi- marsson, Amhildur Jónsdóttir, Þor- geir Jónsson, Hjálmar Bjamason, Valdimar Lámsson. Fmmsýning, Félagsheimili Kópavogs, 23.11. NAFNLAUSI leikhópurinn í Kópavogi samanstendur af áhugafólki um leiklist sem komið er á sextugsaldurinn eða þar yfir. Bæði ungir sem aldnir hafa lagt þessari sýningu lið eins og sést af því að u.þ.b. sjötíu ára aldurs- munur er á yngsta og elsta leikar- anum. Leikhópurinn vinnur sam- kvæmt þeirri siðvenju að lærðir og leikir starfi saman og er það sannarlega góð venja, því lærðir eldri leikarar miðla þeim sem yngri eru af gnótt reynslu sinnar og þekkingar á list leiksins og hafa þeir örugglega gagn af og allir nokkurt gaman. Enda gætir þessa í viðamikilli uppsetningu hópsins á Gullna hiiðinu. Rósa Ingólfsdóttir (já, sú eina og sanna) er í hlutverki kerlingar og sýnir öruggan leik og góða fram- sögn. Rósa nær vel að túlka mæðu kerlingar en mætti leggja meiri áherslu á einbeitni hennar og einurð: Kellu er nefnilega ekki fisjað saman. Guðbrandur Valde- marsson er einkar skemmtilegur sem Jón og tekst vel að vera hort- ugur, bíræfinn og „sveitalegur" í senn. Framsögn þeirra beggja, og reyndar flestallra í sýningunni var til fyrirmyndar, en þó ber þar hæst Hjálmar Bjarnason sem fór mjög vel með rímaðan texta og sýndi þrótt og ógnun sem Kölski. Evert Ingólfsson skilaði hroka- fullum, utangátta sýslumanni með glans, og aðrir í minni hlut- verkum gerðu sínu góð skil. Held- ur þótti mér sýningin hæg á köfl- um og stundum langdregin. Verk- ið er hnitmiðaðra og dramatískt sterkara ef það er sýnt í styttri leikgerð. Þó nokkuð hefur verið lagj; í vandaða leikmynd og bún- inga sem stefna að ímynduðu sögulegu raunsæi. I Hátúninu í Reykjavík sýnir Halaleikhópurinn Gullna hliðið um þessar mundir og nær góðum tök- um á inntaki verksins í styttri gerð og mun þrengri húsakynnum. Það væri lærdómsríkt fyrir leik- hópana að fara í gagnkvæmar heimsóknir, og mikil skemmtun. Þá sést glögglega hve margar leið- ir eru til að túlka eitt leikverk og sumar gjöfulli en aðrar, eins og gengur. Að finna þær bestu er einmitt mesta áskorun leikhússins, bæði fyrir lærða og leika. Guðbrandur Gíslason TONLIST Gcisladiskur SÖGULEGARUPPTÖKUR Sögulegar upptökur af píanóleik Ragnars Björnssonar. Verkin eru píanósónata í D-dúr K 576 eftir Wolfgang A. Mozart, La Campanella eftir Ferencz Liszt, Fantasía í f-moll og Etýða í Ges-dúr eftir Fréderic F. Chopin og Ondine eftir Maurice Ravel. Upptökur fóru fram í Land- símahúsinu um 1950. Verkin á diskn- um eru afrituð af gömlum plötum í eigu Ríkisútvarpsins og hreinsuð þar. SkrEf gefur út, Japis dreifir. 39,38 mín. RAGNAR Björnsson er löngu þjóðkunnur fyrir störf sína að tón- menntum og sem einn fremsti org- elleikari þjóðarinnar. Það kemur því kannski sumu yngra fólki á óvart að heyra þessar nánast hálfrar ald- ar gamlar upptökur sem Ragnar gerði í Landísmahúsi ungur maður og bráðfimur píanóleikari. Eins og glöggt má heyra á disknum voru upptökuaðstæður vægast sagt frumstæðar á þessum árum, en merkilega vel hefur tek- ist að búa þessar upptökur undir stafræna útgáfu. Víða má reyndar heyra suð, en eins og þeir vita sem á annað borð unna tónlist gleymist allt slíkt um leið og vel er spilað sem er víða á þessari plötu. Hún hefst á síðustu píanósónötu Moz- arts, D-dúr sónötunni K 576, sem hann samdi fyrir elstu dóttur Prússakonungs 1789. Upphaflega áttu sónöturnar að verða sex og þá í léttari kantinum en aldrei kom nema þessi eina og þá ein af erfið- ustu píanósónötum Mozarts. Ragn- ar spilar sónötuna bráðvel og þó hann fari hratt yfir sögu í allegro- kaflanum nær hann áttum í adagioinu og lokakaflinn, allegr- etto, er spilaður af tilfinningu. La Campanella Liszts er kjörið verk til að sýna hvað í píanóleikar- anum býr og vinsælt verk. Upp- tökugæði eru nokkuð lakari í því en Mozart-sónötunni, en kemur ekki að sök. Ragnar er ekki feim- inn við að hleypa á sprett og þó glannalega sé farið kemst hann vel frá verkinu; vert er að hafa í huga að á þeim tíma var ekki um það að ræða að fara að laga hluta af upptökunni eða jafnvel staka tóna eins og nú tíðkast. F-moll fantasía Chopins er öllu veigameira verk og leikin af yfir- vegun; einn hápunktur þessarar sögulegu útgáfu á upptökum Ragnas Björnssonar, og örstutta etýðu Chopins fer hann einnig vel með. Einnig er vert að geta Ondine Ravels sem Ragnar leikur vel. Áður er getið að upptökutækni var harla frumstæð á íslandi á þeim tíma sem Ragnar Björnsson tók upp í Landsímahúsinu og hljómur í píanóinu er á stundum heldur þunnur, aukinheldur sem hljóðnemar ráða ekki vel við þegar hamagangurinn er hvað mestur. Þrátt fyrir það er þessi diskur Ragnars Björnssonar merk heimild um ungan tónlistarmann sem átti eftir að setja mark sitt á íslenska tónlistarsögu og vonandi að þessi útgáfa SkrEfs vísi á gott; af nógu af að taka í upptökusafni Ríkisút- varpsins. Árni Matthíasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.