Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 22

Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ^IEMISISrEMC HILLUKERFI ÓDÝRARI LAUSN FYRIR LAGERINN OQ GEYMSLUNA Nýtt öflugt og ódýrara hillukerfi, auövelt í uppsetningu, engar skrúfur. Fagleg ráögjöf - leitiö tilboöa ísold ehf[ Umboðs-& heildverslun Faxafen 10-108 Reykjavík Sími 581 1091 - Fax 553 0170 Fundur APEC, Efnahagsráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja Stefnt að einu fríversl- unarsvæði fyrir 2020 Subic Bay. Reuter. LEIÐTOGAR Asíu- og Kyrrahafs- ríkja ákváðu á fundi sínum á Filipps- eyjum um helgina að koma á fót heimsins stærsta fríverslunarsvæði og í gær lýstu þeir yfir stuðningi við tillögur Bandaríkjastjórnar um algert frelsi í viðskiptum með upp- iýsingatækni. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, fagnaði niðurstöðu fundarins og sagði hana mundu ýta undir bandarískan útflutning og at- vinnusköpun og talsmenn atvinnu- lífsins í Japan sögðu hana marka tímamót og stuðla að frjálsum við- skiptum og stöðugleika í þessum heimshluta. Ríkin 18, sem eiga aðild að Efna- hagsráði Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, samþykktu að kom á sam- ræmdu efnahagskerfi við Kyrrahaf fyrir árið 2020 en íbúar í APEC-ríkj- unum eru helmingur jarðarbúa. Þau standa nú undir 56% heimsfram- leiðslunnar og meira en helmingi heimsviðskiptanna. Voru samtökin stofnuð fyrir aðeins sjö árum í Ástralíu en á fundi þeirra í Osaka í Japan í fyrra voru lögð fyrstu drög- in að áætlunum um að afnema alla tolla af viðskiptum og fjárfestingum fyrir 2020. Stórmál fyrir Bandaríkin Clinton Bandaríkjaforseti sagði í Manila á Filippseyjum í gær, að sam- þykkt APEC-ríkjanna um algert frelsi í viðskiptum með upplýsinga- Vilja algert við- skiptafrelsi á sviði upplýsing-atækni tækni boðaði mikil tíðindi og ekki síst jyrir Bandaríkjamenn. „Árleg sala upplýsingaiðnaðarins í Bandaríkjunum er meira en 6.600 milljarðar kr. og hann veitir nærri tveimur milljónum manna atvinnu. Það er því auðvelt að gera sér í hugarlund hvað það þýddi fyrir okk- ur ef allir tollar í þessum viðskiptum yrðu afnumdir um heim allan,“ sagði Clinton á fundi með starfsmönnum bandaríska sendiráðsins í Manila. Á sunnudag átti Clinton fund með Jiang Zemin, forseta Kína, og urðu þeir ásáttir um að bæta samskipti ríkjanna, sem hafa verið heldur stirð í áratug. Var ákveðið, að Jiang kæmi til Washington á næsta ári og 1998 ætlar síðan Clinton að verða fyrstur bandarískra forseta til að heimsækja Kína eftir morðin á Tian- anmen-torgi 1989. Leiðtogar APEC-ríkjanna voru mjög ánægðir með fund þeirra Clint- ons og Jiangs en eftir sem áður greinir Kínveija og Bandaríkjamenn á um margt. Eitt af ágreiningsmál- unum er til dæmis ósk Kínveija um aðild að Alþjóðaviðskiptastofnun- inni, WTO, og Clinton lagði á það áherslu við Jiang, að Bandaríkja- stjórn gæti ekki stutt hana fyrr en Kínveijar hefðu opnað markaði sína miklu meir en nú væri raunin á. Telja samþykktina oftúlkaða Talsmaður Keidanren-hópsins í Japan, sem öll stórfyrirtækin í land- inu eiga aðild að, fagnaði í gær niðurstöðu APEC-fundarins og sagði hana marka tímamót. Ýmsir hag- fræðingar í Suðaustur-Asíu telja þó, að of mikið sé úr henni gert. Benda þeir á, að í fyrsta lagi sé verið að tala um dálítið fjarlæga framtíð, í öðru séu APEC-ríkin misjafnlega vel á vegi stödd efnahagslega og í þriðja lagi sé þróunin almennt í átt til fijálsari viðskipta hvað sem líði APEC. Sumir hagfræðingar á Vest- urlöndum hafa einnig tekið undir þetta og telja, að hætta sé á, að þróunin muni ráðast mikið af þeim ríkjum, sem hægast fara. Nokkuð var um, að vinstrisinnar á Filippseyjum efndu til mótmæla vegna APEC-fundarins, sem þeir sögðu vinna gegn hagsmunum fá- tæks fólks, en ekki kom til neinna verulegra átaka. Ný aðildarríki Mahathir Mohamad, forsætisráð- herra Malasíu, tilkynnti í gær, að Víetnam og Perú fengju aðild að APEC 1998 eða fyrr en búist hafði verið við. Hafa engin ný ríki verið tekin inn í þijú ár og liggja nú fyrir aðildarumsóknir frá 11 ríkjum. Reuter LEIÐTOGAR APEC-ríkjanna brugðu sér allir í filippeyska Barong-skyrtu þegar þeir sátu fyrir hjá ljósmyndurum að fundinum loknum. Clinton Bandaríkjaforseti er hér með hægri höndina á öxl Koo Chen-Fu, formanns tævönsku sendinefndarinnar, en fyrir framan þá takast í hendur þeir Goh Chok Tong, forsætisráðherra Singapore, og Banharn Silpa-Archa, forsætisráðherra Tælands. 40 prestum og nunn- um hleypt til Kúbu Havana. Reuter. ÁHEYRN Fidels Castros, forseta Kúbu, hjá Jóhannesi Páli páfa II. fyrir viku er þegar farin að hafa áhrif. Yfirvöld á Kúbu til- kynntu á sunnudag að leyfa ætti 40 rómversk-katólskum prestum og nunnum að koma til starfa á eyjunni, að því er haft var eftir heimildum innan kirkjunnar. Mesti fjöldi I þrjá áratugi Fleiri erlendum prestum og nunnum hefur ekki verið leyft að koma til Kúbu í þijá ára- tugi. 80 prestar og nunnur voru á biðlista um að fá að komast til starfa á Kúbu og hefur listinn því styst um helming. Á listan- um er meðal annars prestur, sem fór frá Kúbu þegar hann var barn að aldri og hefur beðið þess í 20 ár að fá að snúa aftur Jóhannes Páll II Fidel Castro og boða Guðs orð í heimaland- inu. Páfagarður hefur gagnrýnt seinagang í afgreiðslu umsókna kirkjunnar manna um að fá að koma til Kúbu. Á fundi Castros og páfa var ákveðið að sá síðarnefndi heim- sækti Kúbu á næsta ári. Castro lofaði páfa og sagði að honum yrðu veittar höfðinglegar viðtök- ur. Skipasmíðastöðin í Gdansk --------- i Krefjast ríkisaðstoðar Gdansk. Reuter. UM 300 starfsmenn skipasmíða- stöðvarinnar í Gdansk, sem var vagga andófshreyfingarnnar Sam- stöðu, lögðu í gær undir sig skrif- stofu héraðsstjórans til að leggja áherslu á kröfur um að vinnustað þeirra verið bjargað frá hruni með ríkisábyrgð á lánum. Talsmenn starfsmanna sögðu I eftir árangurslausar viðræður við héraðsstjórann að 70 þeirra myndu vera yfir nóttina á skrifstofunni. Stöðin varð gjaldþrota í júní og hefur ekki tekist að fá erlenda fjár- festa til að koma til aðstoðar, Bent hefur verið á að stjórnvöld hafi komið öðrum, illa stöddum stórfyr- irtækjum til hjálpar. Ráðamenn í | Varsjá segja að stjórnendur skipa- smíðastöðvarinnar hafi ekki lagt fram raunhæfa áætlun um endur- ' reisn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.