Morgunblaðið - 26.11.1996, Síða 62

Morgunblaðið - 26.11.1996, Síða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GULLSMIÐJAN c PYRIT-G15 'cb V C,“/ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 15 • SiMI 5511505 ó Vandaðar yfirhafnir frá von » Oðumv tískuverslun V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 ÍDAG BRIDS llmsjón Guömundur Páll Arnarson AV HAFA orðið á mistök í sögnum - þeir hafa leyft suðri að spila fjögur hjörtu, þegar fjórir spaðar vinnast í þeirra átt. En við því er ekkert að gera. Spurningin er hins vegar: Geta þeir hnekkt fjórum hjörtum? Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ D64 ▼ 94 ♦ ÁDG96 ♦ ÁD9 Vestur ♦ KG1052 V 2 ♦ 1042 ♦ 10654 Austur ♦ Á9873 ¥ ÁK6 ♦ K5 ♦ KG2 Suður ♦ - ¥ DG108753 ♦ 873 * 873 Vestur Norður Austur Suður - 3 hjörtu Pass Pass 4 hjörtu Pass Dobl Pass Útspil: Spaðagosi. Á vörnin einhveija möguleika eftir þetta mis- heppnaða útspil? Hlutlaus vörn dugir skammt. Eftir að hafa trompað fyrsta slaginn, spilar suður hjarta yfir á kóng austurs. Áustur kemst ekki langt á því að spila spaða. Sagnhafí trompar, sækir hjartaásinn, trompar spaðann sem kem- ur til baka, tekur síðasta tromp austurs og svínar fyrir tígulkóng. Austur fær sinn þriðja slag, en suður á enn eitt tromp til að ráða við spaðann og getur síðan fleygt tveimur laufum niður í frítígul. Austur verður að spila ágenga vöm. Strax þegar hann kemst inn á hjarta- kóng er nauðsynlegt að skipta yfír í lauf, beint upp í gaffal blinds. Austur kemst svo tvisvar aftur inn og hefur því tíma til að sækja laufslaginn og njóta hans. Óvenjuleg vörn, en rök- rétt miðað við sagnir og fyrsta slag. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Slæm dagskrá SIGRÍÐUR Johnsen hringdi og vildi kvarta yfir sjónvarpsdagskrá Ríkis- sjónvarpsins. Henni finnst óþolandi að horfa á sjón- varpsþætti sem eru teknir þannig að myndavélin virðist vera á hreyfingu allan tímann. „Manni verður flökurt af að horfa á þetta,“ sagði Sigríður og nefndi sérstaklega þýska þáttinn Félaga. Þá finnst henni alltof mikið af „amerískum dellu- myndum", þá voru þætt- irnir Taggart og Derrick skemmtilegri. Sigríður vildi endilega að fræðslu- myndir væru textaðar svo heyrnarskertir gætu betur notið þeirra. Læknar ákveða hvert þeir senda lyfseðlana MIG LANGAR að fá svör við spumingu sem brennur á mér. Fyrir nokkru þurfti ég að leita til sérfræðings sem vinnur á læknastöð- inni í Kinglunni. Hann ávísaði á lyf fyrir mig og bað ég hann að símsenda lyfseðilinn í apótek sem er rétt hjá heimili mínu. Þá fékk ég þau svör að læknar í Kringlunni sendu lyfseðla sem þeir gæfu út einungis í Ingólfs Apótek í Kringlunni. Nú leikur mér forvitni á að vita hvort læknum sé stætt á því að neita að senda lyfseðla nema í eitt ákveðið apótek? Þetta get- ur komið fólki illa, sér- staklega ef það er veikt og getur ekki ferðast lang- ar leiðir til að ná í lyfin sín. Valdís Bjarnadóttir Dóminíska lýðveldið ÉG FÓR í ferð til Dómin- íska lýðveldisins 4. maí sl. Þetta var stórkostleg ferð í alla staði og eyjan hafði upp á að bjóða svo mikla náttúrufegurð að orð fá vart lýst. Ég vii þakka Samvinnu- ferðum/Landsýn og flug- félagiriu Atlanta fyrir að gera íslendingum kleift að ferðast á þennan ódýra máta. Ég vil sérstaklega þakka flugfélaginu Atlanta fyrir frábæra þjónustu. Ég vona að þessi samvinna ykkar verði til frambúðar. Með þökk. Elín V. Guðmundsdóttir Tapað/fundið Óskilamunir í Staðarskála SKÓFATNAÐI og rúm- fatnaði í svörtum plast- pokum var skilað í Staðar- skála í Hrútafirði í sumar, af fundvísum vegfaranda. Kannist einhver við að hafa tapað þessu dóti má hinn sami hafa samband við Staðarskála í síma 451-1150. Gæludýr Hundar í óskilum ÞEIR hundaeigendur sem týnt hafa hundum sínum eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Dýra- spítalann í Víðidal í síma 567-4020. Með morgun kaffinu Farsi Víkverji skrifar... AUKIN samkeppni kemur neyt- endum til góða á æ fleiri sviðum viðskipta og þjónustu. Nýj- asta dæmið um það er auglýsing, sem birtist hér í blaðinu frá Raf- tækjaverzlun íslands hf. sl. laugar- dag en í henni svo og í frétt, sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag kemur fram, að fyrirtækið hefur tekið upp samstarf við raftækja- verzlunarkeðju í Evrópu. Samstarf þetta þýðir, að fyrirtækið getur boðið raftæki frá helztu framleið- endum á lægra verði en tíðkazt hefur hér. Ganga má út frá því sem vísu, að umboðsaðilar svari þessari nýju samkeppni og að verð- stríð geti verið í uppsiglingu á þessum markaði. Þetta er annað dæmið á nokkr- um mánuðum um, að aukin sam- keppni leiði til lægra verðs. Fyrr í haust tilkynnti Félag ísl. bifreiða- eigenda, að náðst hefðu samningar við brezkt tryggingafyrirtæki um bílatryggingar, sem þegar hefur leitt til þess að iðgjöld af bílatrygg- ingum hafa stórlækkað. Miðað við þær upplýsingar, sem Morgunblaðið birti fyrir viku um kostnað við bankakerfið hér samanborið við kostnað í nálæg- um löndum er augljóslega æski- legt, að einhver erlendur banki hefli virka starfsemi á markaðn- um hér. Þá er að stóraukast samkeppni í verzlun með geisladiska og skylt efni, með opnun „Virgin Mega- store“ plötubúðarinnar í Kringl- unni og er þegar ljóst, að sú aukna samkeppni mun tryggja neytend- um hagstæðara verð. Það kemur alltaf betur og betur í ljós, að skortur á samkeppni hef- ur verið íslenzkum neytendum dýr á undanförnum áratugum. xxx HIN nýja bókaverzlun Ey- mundssonar í Kringlunni verður að teljast töluverð tíðindi á bókamarkaðnum hér. Verzlunin er stór og rúmgóð og flokkun bóka í verzluninni auðveidar viðskipta- mönnum leit að bókum. Úrval virð- ist vera býsna mikið af innlendum og erlendum bókum. Með þessari verzlun hefur bókaverzlun Máls og menningar á Laugavegi fengið verðugan keppinaut en hún hefur á síðari árum náð sérstöðu meðal bókaverzlana. Eitt af því, sem á hefur skort í bókaverzlunum hér er einfaldlega, að þær hafi á boðstólum eldri bæk- ur, en þær, sem út hafa komið á allra síðustu árum. Nú er að koma fram á sjónarsviðið keppinautur við hefðbundnar bókaverzlanir, þar sem eru bókaverzlanir á alnetinu. Þar geta viðskiptavinir leitað að bókum og pantað þær. Er hugsan- legt að koma upp slíku kerfi á alnet- inu yfír íslenzkar bækur? Að rekin sé bókaþjónusta á alnetinu, þar sem á lista eru allar íslenzkar bækur, sem á annað borð eru til, þótt þær séu ekki á boðstólum í verzlunum? xxx AÐ ER ánægjulegt, þegar gömul fyrirtæki sýna svo mik- inn lífskraft, sem Eymundsson gerir. Bókaverzlunin var stofnsett árið 1872 og er því 124 ára göm- ul. Nú er verzlunin í eigu Penn- ans, sem er gamalgróið íjölskyidu- fyrirtæki í eigu annarrar kynslóðar stofnandans, sem var Baldvin Dungal og rak verzlun sína framan af í litlu húsnæði á horni Hafnar- strætis og Pósthússtrætis, þar sem nú er Landsbankinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.