Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 60

Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 60
30 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hvernig er skatt- geiðslum erótískra dansara háttað? Frá Hildi Svavarsdóttur: í TILEFNI af Kastljóssþætti sjón- varpsins 13. nóvember sl. langar mig til að velta fyrir mér nokkrum tölum. Nefnt var að hver „erótísk- ur dansari og listamaður" sem hingað til lands kemur mánaðar- lega án atvinnuleyfis vinni sér inn um 400.000 krónur á þeim mán- uði sem hann dvelur hér. Nefnt var einnig að þeir staðir sem hafa slíka „listamenn" á sínum snærum væru þrír og að hver þeirra hefði um átta slíka í senn. Samkvæmt framansögðu eru því hér á landi mánaðarlega 24 slíkir „listamenn" sem hver um sig vinnur sér inn um 400.000 krónur á mánuði og fer síðan úr landi, væntanlega með peningana sína með sér. Alls eru þetta um 9.600.000 kr. (tæpar tíu milljónir) á mánuði. Þetta verða því 115.200.000, eitthundrað og fimmtán milljónir og tvöhundruð, þúsund á einu ári sem fyrrnefndir „Iistamenn" taka með sér úr landi, þ.e.a.s. eitt stórt Skeiðarárhlaup á 10 ára fresti ef svo heldur fram sem horfir. Ofannefndir „menn- ingarviðburðir" virðast alltjent hafa fest sig allvel í sessi í ís- lensku samfélagi og fer stöðunum fjölgandi svo ofannefndar tölur eru varlega áætlaðar. Ég hef áhuga á að vita hvort ráðamönnum og ís- lensku þjóðinni og þá sérstaklega þeim hluta hennar sem lætur þetta fé af hendi rakna, að því er virð- ist með afar glöðu _ geði, finnst þessu fé vel varið. Ég man ekki betur en að Skeiðarárhlaupið hafi verið þó nokkurt áfall fyrir þjóðina þótt betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og voru þó brýrnar búnar að standa í 20 ár. Ég hef líka áhuga á að vita hvernig skattgreiðslum af þessum upphæðum er háttað. Flestir aðrir sem þiggja laun fyrir sína frammistöðu í lífinu þurfa að borga skatt hér á landi og það nokkuð ríflegan að mér finnst fyrir okkur sem þurfum að standa straum af húsnæðiskostnaði og framfærslu ungra bama. Maður ætti kannski að gerast „listamað- ur“, svona til að drýgja tekjurnar. HILDUR SVAVARSDÓTTIR, Grænukinn 23, Hafnarfirði. Flokkur með ekkert fylgi Frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni: VEGNA skoðanakönnunar DV mánudaginn 7. október sl. um fylgi stjórnmálaflokka hér á landi vildi ég segja eftirfarandi. Þjóðvaki var flokkur sem mikið ætlaði að gera, tældi til sín fylgi í síðustu kosningum og sveik kjós- endur því ekkert hafa þessir menn gefið í arf eftir sig, standa ekki undir nafni nú, eru sem sagt nær aldauða flokkur. Líkt er með þess- um flokki og manninum sem reif niður hlöðu sína og byggði aðra stærri. Nýbyggingin nær nú yfir fjóra þingmenn með nær ekkert fylgi. Þetta er frægt til eftir- breytni nú á tímum í öngþveiti óheiðarleika og sundrungar í sam- félagi manna, sem virðist hafa verið löngu ákveðið af forsprakka þessa flokks. Atti ég síst von á þvýfrá Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég segi bara það, hefði Sjálf- stæðisflokkurinn hagað sér svona og unnið sér inn nokkra þingmenn með þessum hætti hefðu vinstri- menn rekið upp sárt ramakvein um að nú ætti að vera nóg komið í flokksklíkunni. Hvernig er hægt að halda úti á þingi fjórum þingmönnum og hafa ekkert fylgi á landsvísu? Alveg sama þó þeir væru kosnir fyrir rúmu ári, á ákveðnum kosninga- degi, til þings. Ymislegt hefur verið brallað af vinstriflokkunum hér áður fyrr en aldrei jafn slæmt til að rugla fólk og nú. Virðist hér komið fram á víð- tæku sviði eðli vinstriflokkanna. ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON, Nökkvavogi 33, Reykjavík. Hvað skal segja? 74 Væri rétt að segja: Jón og ég vorum þar? Svar: Þetta mun þykja útlenskulegt í meira lagi. Oftast færi best að segja: Við Jón vorum þar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Þá byrjum við! Skella, smella! Heilmikið af skellum en engir smellir . . .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.