Morgunblaðið - 19.12.1996, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
*
FRÉTTIR
Endurmat tekjuáætlunar ríkissjóðs
700 milljóna
hærri skatttekjur
Morgunblaðið/Ásdís
SÖGUSVIÐIÐ er þýska sendiráðið við Túngötu aðfaranótt 10.
mai 1940. Þar var verið að taka upp atriði í heimildarmynd
Elínar Hirst, Fangarnir á Mön, í gærmorgun.
Heimildarmynd um Þjóð-
verja á íslandi við upphaf
heimsstyrjaldarinnar síðari
SAMKVÆMT endurmati tekjuá-
ætlunar fjárlaga fyrir næsta ár er
gert ráð fyrir 600-700 milljóna kr.
hærri skatttekjum ríkissjóðs á ár-
inu 1997 en reiknað hafði verið
með í fjárlagafrumvarpinu eins og
það var lagt fram í haust. Reiknað
er með um eins milljarðs hærri tekj-
um ríkissjóðs af tekjuskatti ein-
staklinga, en um 300 milljóna lægri
tekjum af skattgreiðslum fyrir-
tækja.
Endurmatið var unnið af fjár-
málaráðuneytinu og rætt í þeim
fagnefndum Alþingis sem málið
varðar í gær, þ.e. efnahags- og
viðskiptanefnd og íjárlaganefnd,
en nefndirnar vinna að undirbún-
ingi þriðju umræðu Ijárlaganna,
sem hefst á morgun, föstudag.
Að sögn Jóns Kristjánssonar,
formanns fjárlaganefndar, er for-
senda þess að reikna megi með
auknum tekjuskattstekjum ríkis-
sjóðs á næsta ári einkum sú, að á
þessu ári urðu skatttekjur ríkisins
miklum mun hærri en gert hafði
verið ráð fyrir á fjárlögum ársins
1996 og miðað við hagspá næsta
árs megi reikna með að framhald
verði á aukinni veltu, sem muni
skila sér í auknum skatttekjum.
Hallalaus fjárlög áfram
markmiðið
Við aðra umræðu fjárlaganna var
rúmlega 700 millj. kr. útgjaldaauki
samþykktur og nú er gert ráð fyrir
að útgjöld til sjúkrastofnana hækki
um samtals 400 millj. kr. Á móti
þessu kemur sá 600-700 millj. kr.
tekjuauki, sem reiknað er með á
næsta ári, og með frestun sam-
gönguframkvæmda á að nást 240
milljón kr. spamaður til viðbótar.
„Markmiðinu um hallalaus fjár-
lög höldum við,“ segir Jón Krist-
jánsson, en milljarðs tekjuafgang-
urinn, sem stefnt var að eins og
fjárlagafrumvarpið var sett upp í
upphafi, segir hann ekki munu
nást að standa við. Hann bendir
hins vegar á að í þessum útreikn-
ingi sé ekki gert ráð fyrir þeim
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar
hefur samþykkt fjárhagsáætlun árs-
ins 1997. Samkvæmt henni er gert
ráð fyrir að ráðstöfunarfé verði
rúmir 3,9 milljarðar, sem saman-
standa af rúmum 2,7 milljörðum í
skatttekjur og rúmum 566,5 millj-
ónum i tekjur af málaflokkum.
Skuldir bæjarsjóðs í árslok 1996 eru
áætlaðar 3,6 milljarðar.
2,5 milljarðar
í laun og rekstur
í greinargerð með fjárhagsáætl-
un bæjarsjóðs 1997 kemur fram
að meginmarkmiðið sé að rekstrar-
gjöld verði ekki hærri en 70% af
heildarskatttekjum þrátt fyrir að
ráðist verði í ýmsar nauðsynlegar
framkvæmdir en auk þess er miðað
við að greiða langtímalán niður um
260 milljónir umfram lántökur.
Bent er á að kostnaðarauka í áætl-
uninni vegna yfirfærslu grunnskól-
ans en áætlaður kostnaður er um
500 millj. og mun sveitarfélagið fá
stærsta hlutann endurgreiddan frá
ríkinu.
tekjuauka sem muni skila sér í rík-
issjóð verði af byggingu nýs álvers
og virkjunarframkvæmdum og því
sé ekki útséð um hver endanleg
niðurstaða ríkissjóðsrekstrarins
verði á næsta ári.
Aukinn tekjuskattur
einstaklinga
Ágúst Einarsson, varaformaður
efnahags- og viðskiptanefndar,
bendir á að tekjuskattur einstakl-
inga hafi verið að hækka að
undanförnu og sé orðinn annar
stærsti skattstofn ríkisins á eftir
virðisaukaskatti. Að viðbættu út-
svari var samanlagður tekjuskatt-
ur einstaklinga á þessu ári um 43
milljarðar kr., eða álíka og allur
virðisaukaskatturinn, sem var um
45 milljarðar.
Á þessu ári nam tekjuskattur
einstaklinga til ríkisins um 21 millj-
arði kr., sem er um fjórum milljörð-
um meira en reiknað hafði verið
með. Samtals jukust tekjur ríkis-
sjóðs á þessu ári umfram forsendur
fjárlaga um 6,3 milljarða kr., á
meðan útgjöld jukust um 4 millj-
arða kr. Halli ríkissjóðs á þessu ári
varð þannig tveimur milljörðum
lægri en reiknað hafði verið með,
eða um tveir milljarðar kr. í stað
fjögurra, og er það fyrst og fremst
að þakka auknum tekjuskatti ein-
staklinga.
Samkvæmt endurmati tekjuá-
ætlunar ríkissjóðs er reiknað með
að tekjuskattur einstaklinga verið
um 23 milljarðar, þótt þá muni um
6 milijarðar af þessari upphæð
renna til sveitarfélaganna vegna
yfírfærslu grunnskólanna til þeirra.
Ágúst bendir á, að á sama tíma
sé tekjuskattur af fyrirtækjum að
lækka; hann hafí verið áætlaður
4,6 milljarðar kr. á þessu ári, en
orðið 4,1 milljarður kr. Samkvæmt
endurmati tekjuáætlunar næsta árs
er gert ráð fyrir að fyrirtækin
muni greiða um 4,5 milljarða í
tekjuskatt, 300 milljónum kr.
minna en fjárlagafrumvarpið gerði
ráð fyrir.
Fram kemur að af rúmum 3,9
milljörðum í ráðstöfunarfé verður
varið rúmum 2,5 milljörðum í laun
og almennan rekstur, um 14 millj.
til greiðslu skammtímavaxta, rúm-
um 475 milij. til niðurgreiðslu lána
og rúmlega 215 millj. í vexti af
langtímalánum.
Ráðgert er að veija 11,6 millj.
til Hafnarfjarðarkirkju og ljúka við
frágang á samkomusal safnaðar-
heimilisins. Loks er gert ráð fyrir
að 882 þús. fari til hækkunar á
hreinu veltufé.
Tekjur frá ísal
í greinargerðinni kemur fram
að við áætlun tekna ársins 1997
er gert ráð fyrir að miðað verði við
óbreytt útsvar og að fasteignagjald
verði óbreytt. Gert er ráð fyrir að
tekjur vegna ísal verði 140 millj.
árið 1997 og áætlaðar tekjur úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru 121
TÖKUR á heimildarmynd Elínar
Hirst, Fangarnir á Mön, eru
langt komnar, en myndin verður
sýnd í Sjónvarpinu á næsta ári.
I gærmorgun voru Elín og
samstarfsmenn hennar við tökur
á Túngötu 18, þar sem þýska
sendiráðið var áður til húsa.
„Þarna erum við að setja á
svið atburði sem áttu sér stað í
þýska ræðismannsbústaðnum
aðfaranótt 10. maí 1940. Bretar
eru um það bil að hernema land-
ið og í baðkari innandyra flýta
Þjóðverjar sér að brenna og eyða
mikilvægum skjölum sem ekki
mega koma fyrir augu óvinar-
millj. Þegar hækkun tekna vegna
yfirtöku grunnskóla eða 438 millj.
hefur verið dregin frá heildartekj-
um verða sameiginlegar tekjur um
2,2 milljarðar sem er um 10,6%
hækkun frá fyrra ári.
Fram kemur að áætlað er að
verja 85 millj. til byggingar Hval-
eyrarskóla, 6 millj. til kaupa á bún-
aði, 5 millj. til undirbúnigs næsta
skóla, 70 millj. til byggingar tón-
listarskóla og 5 millj. til búnaðar-
kaupa í Setbergsskóla. Ennfremur
10 millj. til lagfæringar á lóð við
Lækjarskóla, 4,5 millj. til kaupa á
búnaði til skóla og 4 millj. til átaks
í tölvumálum skólanna. Gert er ráð
fyrir 50 millj. til byggingar nýs
leikskóla í Mosahlíð og áætlað er
að laga lóð leikskólans Hlíðarberg
fyrir 450 þús. auk þess sem áætlað
er að veija 4,5 millj. til búnaðar-
kaupa í leikskólum bæjarins.
Til nýs bókasafns er áætlað að
ins,“ segir hún. Að sögn Elínar
koma fram í myndinni nýjar
upplýsingar um hvað gerðist
innan veggja þýska sendiráðsins
umrædda nótt, en þær hefur hún
frá fólki sem þá var að vinna í
sendiráðinu.
Myndin fjallar um afdrif hinna
rúmlega fimmtíuþýsku þegna
sem búsettir voru hér á landi við
upphaf heimsstyijaldarinnar síð-
ari og voru handteknir af Bretum
vorið 1940 og flestir færðir til
eyjarinnar Manar í írlandshafi,
þar sem margir þeirra voru í
allt að sex ár. Afi Elínar, Karl
Hirst, var einn af þeim.
veija 30 millj. auk þess sem gert
er ráð fyrir að veija 40 millj. til
kaupa á húsnæði fyrir bókasafnið.
Gert er ráð fyrir að veija 9 millj.
til menningarstyrkja og verður síð-
ar gerð nánari grein fyrir með
hvaða hætti það verður. I Hafnar-
borg er gert ráð fyrir að standsetja
gamla Apótekið og er áætlað að
veija til þess 10 millj. Ein millj.
verður greidd til Kvikmyndasafns
íslands samkvæmt samningi milli
bæjarins og safnsins. Til byggingar
íþróttamannvirkja og skátaheimilis
er áætlað að veija 80 millj. sem
skipt verður nánar síðar.
Til nýbygginga gatna er áætlað
að veija 60 millj. og til nýbygginga
útrása verður varið 75 millj. Til
uppbyggingar grænna svæða verð-
ur varið 13 millj. Gert er ráð fyrir
að veija 74,5 millj. til Almennings-
vagna. Þá er gert ráð fyrir að selja
eignir fyrir 160 millj. en kaupa
eignir fyrir 40 millj. Helstu eignir
sem hugmyndir eru uppi um að
selja eru eignarhlutar í Fjarðargötu
13-15 og Aðalstræti 6.
Laugavegs-
apótek til
sölu
ODDUR Thorarensen,
apótekari í Laugavegsapóteki,
hefur auglýst apótekið til sölu.
Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að ástæðan
væri sú að hann væri kominn
á eftirlaun og vildi draga sig
í hlé frá rekstrinum.
Salan hefði ekkert með
aukna samkeppni í lyfsölu að
gera, að öðru leyti en því að
sala á apótekum hefði ekki
verið möguleg fyrr en eftir að
nýju lyfsölulögin tóku gildi.
Hann sagði að margir hefðu
sýnt áhuga á að kaupa apótek-
ið. Hann sagðist hins vegar
ekki vilja fara sér hratt í þessu
máli.
Teknir með
fíkniefni
og* tæki til
neyslu
LÖGREGLAN í Reykjavík
handtók tvo menn á þriðjudag
og fundust fíkniefni og tæki
til neyslu í fórum þeirra.
Lögreglan fylgdist með húsi
við Hverfisgötu vegna gruns
um að í íbúð þar færi fram
sala og dreifing á fíkniefnum.
í kjölfarið var maður handtek-
inn skammt frá húsinu og var
hann með fíkniefni og neyslu-
tæki á sér. Annar maður var
handtekinn skömmu síðar og
fékk lögreglan heimild til hús-
leitar í íbúð hans. Þar fundust
fíkniefni og tæki til neyslu.
Andlát
JON ERL-
INGSSON
JÓN Erlingsson, útgerðarmaður og
fiskverkandi, lést 13. desember síð-
astliðinn. Jón fæddist í Sandgerði
10. júní 1933 og þar bjó hann alla
tíð síðan. Foreldrar hans voru Erl-
ingur Jónsson og Helga Eyþórs-
dóttir og áttu þau sex börn önnur.
Jón stundaði sjómennsku frá
fimmtán ára aldri en tók síðar vél-
stjórapróf frá Fiskifélaginu og
einnig var hann með próf í pípu-
lögnum.
24 ára gamall hóf hann fiskverk-
un í bílskúr við heimili sitt og varð
fljótt umsvifamikill. Árið 1972
stofnaði hann fiskverkunina Jón
Erlingsson hf. og átta árum síðar
útgerðarfyrirtækið Valbjörn sem
gerir út samnefndan togara og
bátana Erling og Jón Erlings.
Jón var kvæntur Jóhönnu Ingi-
gerði Siguijónsdóttur, en hún er
fædd 6. nóvember 1932. Þau áttu
fimm börn; Erling, Sigurjón, Ey-
þór, Eygló og Víði. Auk þess ólst
upp hjá þeim Jóna Bjarnadóttir,
dóttir Jóhönnu.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 1997
Aætlaðar heildartekj-
ur rúmir 3,9 milljarðar
Áætlaðar skuldir í árslok
1996 3,6 milljarðar
:
i
i
I
i
i
:
i
i
i