Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Máttur til að lifa Á faraldsfæti BOKMENNTIR M i n n i n g a r ÉGSKAL Fimm fatlaðir og framsæknir segja frá. Eftir Onund Björnsson. Bókaút- gáfan Skjaldborg. Rvík 1996.304 síður. ÞEGAR litið er útum glugga á ísiandi bregst ekki að við manni blasi hlaupandi manneskja í hlaupa- galla, hlaupaskóm og með húfu og vettlinga. Einu sinni heimsótti út- lenskur gestur karlmann hér í bæ og hékk síðan útí glugga hjá honum og spurði loksins afhvetju allir væru svona ofsalega hraustir á íslandi. íslenski gestgjafinn sagði að það væri vegna þess að hér væri svo kalt og ómögulegt annað en að vera mjög hraustur ef maður ætl- aði að fara eitthvað á milli. Þó kuldinn eigi það til að ríkja á íslenskum götum er alveg óþarfí að hleypa kuldanum inná sig og inn í sálina. Það sannar bókin Ég skal eftir Önund Bjömsson sem talar þar við fimm fatlaða einstaklinga. Þá: Gylfa Baldursson, Leif Helga Magn- ússon, Arnþór Helgason, Jón H. Sig- urðsson og Guðmund Magnússon. Þessir menn, þrír þeirra eru bundnir við hjólastól og tveir þeirra eru blindir, hafa allir þurft að beij- ast við óhæft veðurfar en átt og eignast mátt til að lifa vel og skemmtilega innan takmarka sinna. Það er lærdómsríkt og gott að fá að líta inn í þennan glugga sem þessi bók er inn í heim fatlaðra hér á landi. Höfundur lætur mennina fímm segja ævisögu sína í fyrstu persónu og hver saga hefur sína sérstöðu og hefði engin þeirra mátt missa sín. Þær skapa heild sem er hvetj- andi og mannbætandi. Bókin hefur þess vegna margþætt gildi. Sögur mannanna eru uppörvandi og já- kvæðar og hljóta því að gefa öðrum sem lenda í svipuðum aðstæðum margt. En hún veitir líka hinum sem ekki hafa lent í svipuðum aðstæðum innsýn í heim sem ógerningur er að ímynda sér að óreyndu. Fóik sem ekki er fatlað fær hér tækifæri til að leggja frá sér hrokafullar hug- myndir sínar þess efnis að ekki sé hægt að lifa án eiginleikanna sem það nú þegar er gætt. Svo hefur bókin skemmtana- og afþreyingar- gíldi við hliðina á lærdómnum sem má af henni draga. Bókin er skrifuð á þægilegu og léttu máli sem með anda sínum byij- ar strax í upphafi lestrar að koma Iesandanum, án þess að útskýra það, í skilning um eitthvað sem áður var honum óskiljanlegt. Þó má benda á tæknileg atriði sem lýta textann. Orðum er stundum skipt á milli lína á óvenjulegan hátt: hræðs-lu (133), óhap-pi (183), grei-dd (201), beit-ti (201), þeir-ri (274). Nokkur dæmi eru um að orðum sé skipt þegar þau standa inni í miðri iínu, kannski er við tölvu að sakast í því máli. í frásögn Arnþórs Helgasonar hefði mátt byija strax í fýrstu per- sónu en ekki á ópersónulegan hátt, í þriðju persónu: „Árið 1952 ... fæddist hjónunum ... tvíburar.“ En höfundurinn snýr yfir í fyrstu per- sónu nokkrum línum síðar. Þetta ruglar dálítið lesturinn sem yfirleitt rennur áfram árekstralaust. Annað atriði sem má setja útá er ekki tæknilegt heldur hugmynda- legt. Eftirfarandi klausa finnst mér skyggja á tóninn í bókinni: „Því miður er það svo að ótíndur glæpalýður hefur lagst á ýmsa sem búa í þessu fjölmenni fatlaðra og geta þeir illa varið sig. Skýringarnar eru ýmsar. Sumt fatlað fólk á sér fárra kosta völ þegar um félagsleg tengsl er að ræða og tekur því nær hveiju sem er. Aðrir hafa orðið ör- yrkjar vegna misnotkunar áfengis og eiturlyQa og draga því með sér þann óaldarlýð sem hefur fylgt þeim og leggst síðan á aðra. Gegn þessu verður að spoma...“ (s. 201). Eins og allir vita eru orsakir slysa óteljandi og stundum er hægt að finna orsakirnar og stundum er það ekki hægt. Það getur reynst fólki lífshættulegt að borða of mikið smjör og það getur reynst fólki lífs- hættulegt að neyta áfengis og eitur- lyfja. Þegar fólk er orðið fatlað getum við ekki látið fordómafullan huga okkar stjórna áliti okkar á fötlun þess; hvort það er betra ef það varð fyrir bíl en ef það tileink- aði sér hættulegar lífsvenjur. Eins má ekki gleyma því að fatlað fólk á sín vandamál nákvæmlega eins og ófatlað fólk og ekki hægt að gera þær kröfur að fatlað fólk hætti að vera mannlegt og breyskt. Og einmanaleiki og varnarleysi er mannlegt vandamál, ef vandamál skyldi kalla, og því verður ekki bjargað með útskúfun eða fordóm- um. Enginn getur komið fötluðum né ófötluðum fyrir í húsinu þar sem allt er slétt og fellt og fullkomnun- in ein ríkir. Og það gerir heldur ekki þessi bók og fannst mér þess vegna ofannefnd klausa standa í hróplegri andstöðu við hinn uppörv- andi og jákvæða anda hennar. Kristín Ómarsdóttir BOKMENNTIR Fcrðasögur Á FERÐ eftir Andrés Guðnason, höfundur gefur út, 1996 - 204 bls. ANDRÉS Guðnason ritar minn- ingabrot og ferðasögur í bók sem hann nefnir Á ferð. Þetta eru stuttir þættir og samdir í tengslum við ýmsar ferðir höf- undar innanlands og utan. Höfundur kemur víða við, segir frá he- staferðum um Suður- land jafnt sem heims- hornaferðum til Kína. Hann dregur enn frem- ur upp myndir af ferðalögum sínum um Norðurlönd, Bret- landseyjar og Vestur- heim. Margir fróðleiks- molar fylgja með frá- sögninni enda temur höfundur sér nákvæmni i anda Þór- bergs Þórðarsonar. Gildir þá einu hvort verið er að tína til fróðleiks- mola um hestagötur í Svínahrauni eða Golden Gate brúna miklu við San Fransisco. í stöku frásögn dregur Andrés upp svipmyndir af fólki. Þó beinist mestur áhugi hans að landslagi, staðháttum, lifnaðarháttum og ekki síst sögulegu baksviði þeirra staða sem hann heimsækir. Oft einkenn- ist frásögn hans af frásagnargleði, einkum þegar kemur að því að rekja sögu staðanna og hann á jafnvel til að draga sérkennilega og óvænta sögulega lærdóma af umíjöllunar- efni sínu. Til dæmis kastar hann stríðnislega fram í lok umijöllunar um eitt mesta hnignunarskeið kín- versku þjóðarinnar, tímabil þar sem Chxi keisaraekkja hélt um valda- taumana: „Og segi svo hver sem vill að konur séu betri stjórnendur en karlmenn." Ef til vill kemur þó sögulegur áhugi Andrésar gleggst fram í frásögnum hans af frændþjóðum okkar, Norðmönnum og írum, enda er að sjá að ferð- ir hans þangað hafi beinlínis verið sprottn- ar af sögulegum áhuga. Andrés kastar gjarnan fram stökum eins og tii að ljúka frá- sögnum sínum. Ekki þarf þó tilefnið _að vera svo merkilegt. Á einum stað segir frá því að austfirskir hagyrðing- ar hafi verið með hon- um í rútu og látið ijós sitt skína. Sunnlenski sveitamaður- inn hugsaði þá sem svo: Austfirðingar eru víst að yrkja um eigin hagi um konur ekki kveða síst kurteislega bragi. Stundum verður þó frásögn Andrésar dálítið ágripskennd enda þótt það verði ekki til verulegra lýta. Að ósekju hefði einnig mátt leggja meiri vinnu í prófarkalestur. Ljóst er þó að lesandi verður nokkru fróðari um staði þá sem sagt er frá að lestri bókarinnar loknum og sá er tilgangur höfundar. Skafti Þ. Halldórsson Andrés Garðarsson Mjakast mitt fley Guðs útvalda þjóð BOKMENNTIR Lj óð ÚR HÖLL BIRTUNNAR eftir Kristin Kristjánsson. Bókaút- gáfan Pöpull, 1996 - 73 bls. TIL eru skáld sem hirða lítt um að birta ljóð sín. Þau yrkja fyrir tækifærið og skúffuna og stundum er það best. Aftur á móti eiga sum þessara skálda erindi við okkur og það er ánægjulegt þegar ljóð þeirra líta dagsins ljós í bók. Kristinn Krist- jánsson (Diddi í Bárð- arbúð) sendir frá sér safn ljóða, rétt rúm- lega sjötugur að aldri, sem hann nefnir Úr höll birtunnar. Þótt kvæðasafn hans skeki ef til vill ekki undir- stöður bókmennta- stofnunarinnar er margt af því laglega ort enda er hann hag- yrðingur góður og á sér ljóðrænan streng. Mörg ljóða Kristins hygg ég að flokka megi sem alþýðlegan kveð- skap. Hér er um að ræða tækifæris- ljóð af ýmsu tagi; stökur, afmælis- kvæði og minningarljóð. Annað rist- ir að ýmsu leyti dýpra hvort sem ort er um atvinnulíf, æskuminning- ar, ástir, sorgir eða náttúru. En yfir þessu öllu vakir hin stórbrotna náttúra Snæfellsnessins; jökullinn, Hellnar, Hellissandur og hafið. Þar að auki á Kristinn sér gamansaman og dálítið kaldhæðinn tón og hikar ekki við að gefa samtímamönnum sínum og samsveitungum selbita. Bragarlist hefur Kristinn ágæt- iega á valdi sínu og yrkir þá gjaman ljóst og af ágætri myndvísi eins og lesa má í stökunni Nektarsýningu: Það enga vekur eftirtekt þótt öll í röðum standi. Fram á sviðið í fullri nekt fjöll á ísalandi. Kristinn á sér sinn fegurðarheim og kvæði hans einkennast öðrum þræðinum af „látlausri leit / að ljósi sem kviknaði forðum.“ í ljóðum hans kemur þó fram að lukkan hafi ekki alltaf verið förunautur hans. Þótt ekki gæti verulegrar beiskju ræðir hann þetta þó opin- skátt, m.a. í kvæðinu Lagskona. Þar segir ljóðmælandi frá lags- konu sinni, fátæktinni: Sú lagskona er lasta- full lítil á hún fingurgull. Hún vakir eins og vargur yfir veginum sem ég geng. Ég undir niðri á mér þrá mig langar betri heim að sjá en hún vakir eins og vargur yfir veginum sem ég fer. En Kristinn á sér, sem fyrr getur, einnig ljóðrænan streng sem hljómar einna skærast í óbundnum ljóðum hans. i smá- kvæðinu Mjakast verður honum æviferðin að yrkisefni og þar finnur hann forgengileikanum laglega mynd: Hægt og þunglega mjakast mitt fley inn í óravíddir tómleikans. Hægt sígur strönd í sæ þar blóm mitt óx. Skáldskapur Kristins er að sönnu hertur í dagsins amstri og raun. Hann er eigi að síður ljóðrænn og hlýr. Bókaskreytingar Björns Roths byggja á skemmtilegri hugmynd og eru til prýði. SkaftiÞ.Halldórsson BÆKUR Spádómsfræöi NOSTRADAMUS OG SPÁDÓMARNIR UM ÍSLAND eftir Guðmund S. Jónasson. Reyk- holt 1996.380 bls. GRUNAÐI ekki Gvend. Reykja- vík, hin „merka sjávarborg í Atl- antshafi" (sem „greinilega" er átt við með „La grand cité d’Occean maritime"!), er „einstök borg [...] kjörin af guði í andlegum tilgangi." Ekki nóg með það: Islandi er ætl- að, og þetta kemur engum íslend- ingi á óvart, að bjarga heiminum. Hinn Nýi Leiðtogi Évrópu (Fúhrer?) sem kemur til með að redda öllu fyrir horn verður frónskur í húð og hár, af íslenskri „yfirmannkyns- þjóð.“ Því miður fáum við ekki að vita mikið meira en ofangreint um framtíð og ætlunarverk landsins og landans í Nostradamusi og spá- dómunum um Island. Þrátt fyrir titilinn kemur ísland lítið við sögu í þessari löngu bók en það hlýtur að teljast undarlegt þegar jafn merkilegt land og stórbrotin þjóð á í hlut. Eitthvað virðist hafa geng- ið brösulega að fá vísurnar hans Nostra til að vísa í réttar áttir. Höfundi hefur reyndar ekki tekist að finna vísanir í Island í mikið fleiri ferskeytlum en telja má á fingrum annarrar handar og verð- ur ekki séð annað en að í þeim tilfellum sé um vægast sagt um- deilanlegar túlkanir að ræða. Önn- ur umfjöllun um ísland, á u.þ.b. 8 blaðsíðum, er spádómum Nostradamusar óviðkomandi. Þar fá þó lesendur m.a. að vita að sam- kvæmt fornum kínverskum spá- dómi er ísland „hinn ákjósanleg- asti uppeldisstaður mikiimenna" og þangað „munu þjóðirnar leita um framfarir." Varla saga til næsta bæjar. í formála kemur fram að höf- undur hefur áður gefið út tvær bækur um spádóma Nostradamus- ar og eitt af markmiðum með út- gáfu þessarar þriðju bókar er að endurvinna spádómana, með hlut- deild íslands og íslensku þjóðarinn- ar í huga. Fyrir utan þetta mark- mið, sem ekki stenst, er kosturinn við nýju bókina sagður sá að spá- dómsferskeytlum Nostra fylgir frumtexti svo og orðaskýringar, þannig að nú getur lesandi gert samanburð og gengið úr skugga um rétta þýðingu. Sá hængur er á að til að ráða af nákvæmni úr spá- dómsljóðunum þarf til sérfræði- kunnáttu í miðaldafrönsku og orðs- ifjafræði. Það kemur reyndar ekki fram hvort höfundur þýðir beint úr miðaldafrönsku, frönskum nú- tímaþýðingum eða jafnvel enskum. Þýðingarfræðin sem notuð eru orka alltént tvímælis: Stundum eru ljóð þýdd nokkuð beint en túlkun sýnd í fyrirsögn og í eftirmáli en oft er meint líkingarmál spámanns túlkað beint inn í þýðinguna á spá- dómsljóðinu. Þannig er t.d. „her- floti bandamanna" kominn inn í eitt ljóðið, í öðru er talað um „hug- myndafræði sameignarinnar“ (fyr- ir „La loi commune"), í því þriðja eru „Bandaríkin" sett í staðinn fyrir orðið „Mabus“ í frumtexta sem sagt er feluorð og stafavíxl fyrir U.S.A!. En nákvæmni í þýðingum á spá- dómsljóðunum er ef til vill ekkert aðalatriði. Aðferða- og stílfræðin sem Nostri notaði við ljóðagerðina (t.d. brottföll, innskot, styttingar, úrfellingar, hljóð- eða stafavíxl) er slík að hægt er að túlka og þýða býsna frjálslega; sumir mundu segja eftir vild. Túlkunardæmi: „Þjóðskörungur fæðist á íslandi. Alþingi sett á Þingvöllum. Styijöld í Áusturlöndum." En þessi útlegg- ing er fengin úr eftirfarandi: Þar sem þrjú höf liggja að landi fæðist sá/ sem gerir Þórsdag að hátíðis- I degi. Frægð hans,/ völd og vegs- auki mun vaxa þegar Asía/ riðlast vegna styijaldar á sjó og landi. Augljóst, ekki satt? Nostradamus og spádómarnir um Island hafa á sér yfirbragð fræðirit- gerðar; sbr. nákvæmar kaflaskipt- ingar, neðanmálsgreinar, tilvísana- skrá og ritaskrá. Bókinni er skipt í 3 hluta og 28 kafla. í upphafi hvers hluta og sumra kaflanna er vitnað J. í ýmsa andans jöfra, eða þannig, og eina konu: þ.á m. Einstein, Ævar Kvaran, Nehru, Hitler, Dr. Helga Pjeturs, Pétur postula, Maó, íslenska alþýðukonu og Aleister Crowley yfirkuklara. Gállinn við þessar tilvitnanir er sá að þær eru hver úr sinni áttinni og oft alger- lega ósamstæðar. Þetta og margt í sambandi við túlkun á ljóðunum er dæmigert fyrir þann synkret- isma, eða hugmyndasamsull, sem ■ einkennir „nýaldarbókmenntir.“ * Með slíkri „nýaldarfræðimennsku“ er skynsemishyggju og rökstuddum vinnubrögðum varpað fyrir róða og ýmiskonar bábilja sett í fyrirrúm á hæpnum forsendum. Því miður er undirliggjandi tilgangur oft sá að halda á lofti skringilegum, ef ekki hættulegum, messíanisma þar sem | „yfírmannkynsþjóðarhugmyndir" liggja til grundvallar. Þó bókin ; standi ekki við loforð sitt um að | hafa ísland í brennidepli er engu líkara en boðskapurinn sé af þessu tagi. Næst síðasti kafli bókarinnar heitir Leiðtoginn frá íslandi en sá síðasti í dögun nýrrar aldar. í þeim seinni er Nostri látinn boða komu nýs vitrings og „hina nýju heims- skipan": Þar mun væntanlega, svo notuð séu orð Dr. Helga Pétursson- r ar sem vitnað er í, „heimur allur fá að sjá hið sanna merki íslands." u Æ, æ. 1 Geir Svansson Kristinn Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.