Morgunblaðið - 19.12.1996, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
fHr L. I.f UUstgr
Ferðatæki m/geislaspilara
AZ 8052
Úvarpsvekiaraklukka
RM 5080
Hárblásari 1650 w
HP 4362
Supertech-vekjaraklukka
AC 2300
PHILIPS
SA%VO
Krl&.uHrUsigr
Rafmagnsrakvél m/hleðslu
Pk HQ 4850
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500
Umboðsmenn um land allt.
______LISTIR___
í hnattferð í
leit að Guði
BOKMENNTIR
Skáldsaga
í LEIT AÐ GUÐI
Eftir Pétur Guðjónsson, Eyvindur
Erlendsson íslenskaði. Útg. bókaút-
gáfan Nexus 1996 - 237 bls.
ÞAÐ VERÐUR ekki sagt að
höfundur ráðist á garðinn þar sem
hann er lægstur. í þessari bók sem
kölluð er „eins konar skáldsaga"
ákveður aðalpersónan John að
ieggja upp í hnattferð: tilgangur-
inn er að finna guð. Hvorki meira
né minna.
John er bandarískur kaupsýslu-
maður sem vaknar
sem sé upp við það
einn morguninn að
hann langar að vita
hvort guð er til, hvern-
ig hann er og hvar
hann er. John hefur
að sögn höfundar ekki
velt trúmálum mikið
fyrir sér og guð hefur
ekki skipt hann miklu
máli fram að þessu.
Þó hefur hann
gluggað í heimspeki
og trúarbrögð austur-
landa Qær. Hann
kveður grátbólgna
vinkonu sína með
þeim orðum að hann
viti ekki fyrir víst hvað
að sér gangi en hvað svo sem það
sé skipti það miklu máli og hann
verði að ráða fram úr því á eigin
spýtur. Samt er honum ekki alls
kostar rótt, hugsar: „Hvað ef Guð
væri til í raun og veru? Hvað nú
ef ég gæti komist í samband við
þann máttuga anda? Hvað nú ef
ég gæti orðið tengdur honum, hvað
sem hann nú er; kærleikur, kraftur
og viska, býst ég við ...? Hvað ef
ég helgaði líf mitt honum?“
Og hann er ekki að tvínóna við
neitt, pantar sér farmiða og leggur
af stað og fyrsti viðkomustaður
hans er Indland, enda er þar vinur
hans og spekimaður mikill Linesh
sem hann bindur vonir við að geti
hjálpað sér við leitina. Mjög af-
drífaríkur fundur milli hans og
Tönju flugfreyju verður á leið
þangað.
Það væri of langt mál að rekja
ferðalag Johns, en hann kemur við
á Sri Lanka líka, Hong Kong, Jap-
an, Haiti, Brasilíu og Argentínu.
Hann er gagntekinn af leit sinni
og er svo lánsamur að allir virðast
meira og minna vera að bíða hans
og hvert sem hann snýr sér eru
sálufélagar sem dreymir um það
eitt að tala og hugsa um guð og
tilgang lífsins og eru þessar sam-
ræður og íhuganir afar fyrirferðar-
miklar. Lífsreynslu sem hann verð-
ur fyrir á hveijum stað hvort sem
er hjá galdramönnum á Haiti, við
musteri í Hong Kong eða fjöllum
Argentínu leiða til þess að John
sér að leitin er að skila árangri.
Draumfarir hans eru ekki síður
tilþrifamiklar og allt verður þetta
tilefni til hástemmdra þenkinga.
Undir lokin er hann kominn
heim aftur til Bandaríkjanna, nýr
maður og tilbúinn að miðla af
reynslu sinni við miklar undirtekt-
ir, ásamt öllum vinum sínum sem
hann kynntist í ferðinni. Sögunni
lýkur á því að Tanja kemur til
skjalanna á ný og „hann fann fyr-
ir guðdóminum allt í
kringum sig, í henni
og þeirra í millum.
Allt var fullgert. Hann
var kominn heim.“
Pétur Guðjónsson
hefur skrifað nokkrar
bækur áður en þær hef
ég ekki lesið. Þessi
eins konar skáldsaga
er skrifuð af innlifun
og ákafa og mikilli
þörf til að leysa lífs-
gátuna - þ.e. að finna
guð. En þó viljinn sé
ótvíræður hjá höfundi
og margt gott og göf-
ugt sé hugsað og sagt
er hér farið langt yfir
markið. Sögupersónan
John og allir sem hann hittir á
leiðinni eru bara skissur sem virð-
ast þjóna því einu að koma því,
sem höfundur vill sagt hafa, á
framfæri.
Uppbygging er einhvers staðar
út í móa og einlægnin er svo ein-
feldningsleg að mér er ekki ljóst
hvað vakir fyrir höfundinum með
þessum skrifum.
Á kápu segir að bækur Péturs
hafi verið gefnar út á mörgum
tungumálum. Þessi er sýnilega
ekki skrifuð á íslensku því Eyvind-
ur Erlendsson þýðir hana.
Þýðing Eyvindar er víða mjög
sérkennileg. Stundum lætur hann
ógert að þýða ensk orð, kallar
Bandaríkin til dæmis USA, annars
staðar er talað um átfitt - þ.e.
klæðnaður - segir að fötin fitti
við, orðið fílingur er oft notað og
eins „fattar maður ekki upp á e-u,
og enn má nefna ranga notkun
orða og orðasambanda svo sem
setningin „trúfélagið var sem him-
inn höndum tekinn" og er þá fátt
talið. Sums staðar virðist þýðandi
hafa vandað sig ágætlega en í
heild þótti mér hún afar skrykk-
jótt og ekki til þess fallin að hjálpa
textanum.
Jóhanna Kristjónsdóttir
Pétur
Guðjónsson
Umboðsmenn:
Fljótlegt úr frystinum...........og ó aSeins *7 mínútum, safarík og mjúk með stökkum botni
Örbylgjuofninn
... hreint frábær nýjung!
‘ miðað við 3(X
Reykjavík: Byggt & Búiö, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfiröinga, Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni E. Hallgrímsson, Grundarfirði.Verslun Einars Stefánssonar, Búöardal. Vestfiröir: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi.
Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauöárkróki.KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. KEA Siglufiröi. KEA, Ólafsfiröi. Kf. Pingeyinga,
Húsavík. Lóniö, Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson.Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK Höfn. Suöurland: Án/irkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell,
Keflavík. Ljósboginn, Keflavík. Rafborg.Grindavík.