Morgunblaðið - 19.12.1996, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 39
LISTIR
BOKMENNTIR
F r æ ð i r i t
AÐ HUGSA Á ÍSLENZKU
eftir Þorstein Gylfason.
Mál og menning 1996 - 247 síður.
ÉG EFAST um að nokkur íslensk-
ur fræðimaður hafi eins óbilandi trú
og jafn fölskvalausa ást á látlausri
og alþýðlegri íslensku - þeirri sem
„klappar yndisþýtt eins og barn á
vanga“ - og Þorsteinn Gylfason
prófessor við Háskóia íslands. Þessi
trú skín út úr nánast hverri setningu
í ritgerðum þeim sem mynda Að
hugsa á íslenzku. Hún er einlæg og
þjóðleg en um leið studd fjölmörgum
rökum sem sótt eru í flestar þær
greinar mennta og lista sem höndla
tungumálið, einkum rökfræði og
sérgrein Þorsteins, málspekina. Þor-
steinn trúir því að málrækt bæti
mannlífið, betri stíll leiði til betri
siða, og heimspekileg rannsókn á
mannlegu máli skipti sköpum fyrir
skilning okkar á mannlegu sálarlífi
(„mál og sál eru systkini" segir
hann) og tengsl hugar og heims.
Auðvelt er að hrífast af eldmóði
Þorsteins og áhuga jafnvel þegar
maður er honum ósammála um hvers
vænta megi af heimspekilegri rann-
sókn á mannlegu máli. Ritgerðirnar
eru fjórtán talsins. Sjö þeirra hafa
birst áður á íslandi, þar á meðal
greinin „Að hugsa á íslenzku" sem
er löngu klassísk. Fjórar þeirra hafa
verið gefnar út í erlendum fræðirit-
um en þijár birtast hér í fyrsta sinn.
Þótt ritgerðirnar séu skrifaðar á ólík-
um tímum og tilefnin séu margvísleg
mynda þær merkilega sjálfstæða
heild. Flestar þjóna þær meginhug-
sjón höfundar sem kallar í senn á
niðurrif og uppbyggingu. Öðrum
þræði er það markmið Þorsteins að
grafa undan löghyggju- eða reglu-
kenningum um merkingu, „þeirri
hugmynd að merking máls lúti
ströngum reglum og takmark merk-
ingarfræðinnar sé að lýsa þeim“.
Þessi gagnrýni er róttæk og sérdeil-
is víðfeðm því eins og Þorsteinn
bendir sjálfur á býr andi löghyggj-
unnar að baki allri málspeki 20. ald-
Um systkinin
mál og sál
ar. Rök gegn hugmynd-
um fremstu málspek-
inga Bandaríkjanna,
svo sem Davidson, Qu-
ine og Chomsky, eru
víða í ritgerðasafninu.
Itarlegustu rökin og
þau sem eru mest sann-
færandi hverfast um
þann greinarmun sem
Þorsteinn gerir annars
vegar á hvörfum og lík-
ingum og hins vegar á
innhyggju og úthyggju.
En Þorsteinn nýtir sér
síðari greinarmuninn til
að útskýra hugmynd
sína um rök fyrir líking-
um (sjá síður 216-17.).
Gegn löghyggju tefl-
ir Þorsteinn fram brigðhyggju um
merkingu sem afneitar allri lög-
hyggju og leggur höfuðáherslu á
margræðni og fjölkynngi tungu-
málsins. Að dómi Þorsteins birtist
fjölkynngi í því „að hvert einasta
eitt af orðum tungunnar má nota á
marga vegu.“ í greininni „Tóniist,
réttlæti og sannleikur" kynnir Þor-
steinn þessa hugmynd með því að
ræða um fjölkynngi þeirra orða sem
lýsa viðfangsefni hans, þ.e. orðanna
„fjölkynngi“, „brigðhyggja“ og „lög-
hyggja". Þannig tekst honum að
tvöfalda áhrif röksemdafærslu
sinnar. Viðlíka öfluga framsetningu
má víða sjá í bókinni enda veit Þor-
steinn að til að glæða rheð mönnum
tilfinningu fyrir margræðni tung-
unnar, fjölkynngi málsins og þeim
hversdagslega sköpunarmætti sem
býr í hveijum manni nægja rökin
ekki ein. Hér þarf að sýna mönnum
ekki síður en að segja þeim. Og sýna
þeim það aftur og aftur með fjöl-
breytilegum dæmum.
Þorsteinn hefur mikið dálæti á
Þorsteinn
Gylfason
Alþingi og
alþingismenn
BÆKUR
Tal
ALÞINGISM ANNATAL
1845-1995
Skrifstofa Alþingis gaf út,
1996, 688 bls.
ALÞINGISMANNATAL kom síð-
ast út árið 1978 og náði yfir tímabil-
ið 1845-1975. Síðan hafa bæst við
117 þingmenn og þar sem fyrra tal-
ið var auk þess uppselt þótti við
hæfi að gefa á ný út Alþingismanna-
tal í tilefni af 150 ára afmæli Alþing-
is.
Þeir sem sett hafa saman þetta
myndarlega rit eru starfshópur sem
þessir skipuðu: Björgvin Kemp,
Helgi Bernóduson, Jóhannes Hall-
dórsson, Solveig K. Jónsdóttir og
Vigdís Jónsdóttir, „sem hafði for-
ystu fyrir hópnum“ og telst því efa-
laust ritstjóri. Sjálft talið var sam-
vinnuverkefni. A undan því fara
nokkrir kaflar sem einstakir höfund-
ar skráðu. Heimir Þorleifsson ritaði
um fyrsta hús og húsbúnað Alþing-
is, þ.e. í Lærða skólanum. Solveig
K. Jónsdóttir skrifaði um Alþingis-
húsið og Alþingisgarðinn. Helgi
Skúli Kjartansson samdi ritgerð um
flokka og flokkaskiptingu á Alþingi
frá upphafi til 1930. Og loks ritaði
Jóhannes Halldórsson um kjör-
dæmaskipun og kosningarétt. Allir
eru þessir kaflar stuttir nema grein
Helga Skúla sem er sýnu lengst og
efnismikil. Hana tel ég einkar grei-
nagott yfirlit yfir flókið málefni.
Þess má geta fyrir þá, sem fýsir að
lesa fyllra yfirlit um Alþingisgarðinn
og tilurð hans, að það er að finna í
5. hefti ritsins Landnám Ingólfs sem
tónlist, ljóðlist og
stærðfræði og fer ekki
leynt með það. Á einum
stað ber hann saman
tónlist Bachs og galdur
stærðfræðinnar. Bæði
„byija á hugsun sem
látin er í ljós og síðan
skoðuð frá ólíkum sjón-
armiðum; þá þarf
stundum að beita
brögðum til að hún sjá-
ist alls staðar að, oftar
en ekki með óvæntum
árangri. Svo snýr mað-
ur sér hægt í hring og
það er yfirstaðið; allt
er komið á sinn stað,
allt gengur upp.“ Segja
má eitthvað svipað um
þær ritgerðir þar sem Þorsteini tekst
best upp. Hann byijar oft sjálfur á
því að kynna ákveðna hugsun, leiða
fram stef og tilbrigði sem virðast
sundurlaus og stefna í ólíkar áttir -
stundum er jafnvel eins og eitt og
eitt hljóðfærið ruglist og rölti eitt-
hvert út í buskann algerlega úr takti
við hin hljóðfærin. En í bestu grein-
unum, svo sem „Að hugsa á ís-
lenzku", og „Orðasmíð", er allt kom-
ið á sinn stað, allt virðist ganga upp
áður en yfir lýkur. Sjálfur hafði ég
sérlega gaman af „Orðasmíð" en þar
fellur form og efni snilldarvel saman
á köflum og þar tekst höfundi oft
stórvel að sýna og segja í sömu
andrá.
Viðameiri ritgerðir í þessu safni
eru yfirleitt traustar en safnið í
heild sinni er þó vitaskuld ekki
gallalaust. Vil ég einkum nefna
þrennt sem hefði mátt skoða betur.
Fyrsta atriðið lýtur að sálarfræð-
inni. Þorstein klæjar í gikkfingurinn
í hvert sinn sem sálfræðingar eða
sálfræðikenningar eru í sjónmáli.
Greinin „Teikn og tákn“ endar til
dæmis á þessum dómi: „En það
hugsar enginn hugsandi maður eft-
ir reglum, og sálfræðingar mundu
ekki gera það heldur ef þeir færu
að hugsa eftir ailan bægslaganginn
í meira en hundrað ár.“ Staðhæfing-
ar Þorsteins um sálarfræðina eru
mjög í ætt við þessa og væri fróð-
legt ef rökstuðningur fylgdi stór-
yrðunum. Annað sem ég vil nefna
er að nokkrar ritgerðanna eiga tæp-
ast heima í þessu safni. „Snilld og
bijálæði" og „Hvað er sköpun?" eru
t.d. efnisrýrar en þó er sýnu verra
að þær eru efnislega mjög sam-
hljóða. Hefði verið yfirdrifið nóg að
birta annan greinarstúfinn. Loks
vil ég nefna að Þorsteinn er stund-
um sleginn skákblindu í mati sínu
á röksemdafærslum. í greininni
„Tónlist, réttlæti og sannleikur"
vísar hann t.d. á bug þeirri út-
breiddu og augljósu hugsun að tón-
list láti tilfinningar í ljósi, að veldi
tónlistarinnar spretti af tilfinning-
um. Rök Þorsteins eru þau að til-
finningar eða geðshræringar séu
skoðanir og því í eðli sínu annað-
hvort sannar eða ósannar. Tónlist
sé hins vegar hvorki sönn né ósönn.
Þorsteinn minnist ekki einu orði á
hinn möguleikann í stöðunni (sem
Geoffrey Madell ræðir t.d. mjög ít-
arlega í nýlegri grein sinni „What
Music Teaches us about Emotions11)
að augljós tengsl tónlistar og geðs-
hræringa gefa okkur ærið tilefni til
að draga í efa hugmyndir nútíma-
heimspekinga um að tilfinningar
feli nauðsynlega í sér skoðanir,
dóma eða gildismat.
Þessar fáeinu aðfinnslur breyta
engu um þá meginskoðun mína að
hér sé á ferðinni vandað fræðirit sem
er á köflum brillíant.
Róbert H. Haraldsson
EINI DJUPSTEIKINGARPOTTURINN
MEÐ HAILANDI SNÚNINGSKÖRFU:
* Olíunotkun aðeins 1,2 Itr. í
stað 2,5 Itr. í venjul. pottum.
* Styttri steikingartími, jafnari
steiking og 50% orkusparnaður.
* Einangrað ytrabyrði og
sjálfhreinsihúðað innrabyrði.
* Gluggi á loki og 20 mín.
tímarofi með hringingu.
FALLEGUR FYRIRFERÐARLITILL FLJOTUR.
Verð aðeins frá kr. 7.690,-
til kr. 16.990,- (sjá mynd).
jFOrax
HÁTÚNI6A REVKJAVÍK SlMI 552 4420
út kom á þessu hausti eftir Einar
E. Sæmundsen.
Æviskrár alþingismanna eru alls
604 og eru þá meðtaldir þjóðfundar-
menn 1851 og 14 varaþingmenn sem
setið hafa þing frá setningu þess til
þingloka. Æviskrámar eru í stafrófs-
röð. Þær eru með nokkuð hefðbundn-
um hætti að öðru leyti en því að fýrst
er greint frá hvenær viðkomandi sat
á þingi, fyrir hvaða flokk og hvenær
hann gegndi ráðherraembætti hafí
svo verið. Ritaskrár fylgja ekki nema
einstakra bóka er stundum getið og
ritsjórnarstarfa. Mynd fylgir lang-
flestum æviskránum.
Á eftir þingmannatali fer skrá
yfir varaþingmenn, 274 alls. Hvers
varaþingmanns er getið í örfáum lín-
um. Þá kemur skrá yfir þjóðfundar-
menn 1851 (nöfn ein), konungsfull-
trúa og landshöfðingja. Þá er greint
í nokkrum línumn frá þeim sem
kjörnir voru alþingismenn en tóku
aldrei sæti á Alþingi, ráðherrum sem
aldrei voru alþingismenn (5) og skrif-
stofustjórum Alþingis. Yfirlit er um
alþingismenn allt frá upphafi. Það
er löng skrá eins og vænta mátti og
margvíslega sundurliðuð. Skrá er um
tölu þinga, um forseta Alþingis, um
ráðherra og ráðuneyti og um for-
menn fastanefnda Alþingis. Skýrt
er frá þeim fjölþjóðlegu samtökum
sem Alþingi á aðild að. Loks koma
22 ættarskrár sem sýna skyldleika
alþingismanna. Skammstafanaskrá
er í bókarlok.
Þetta er því sem sjá má mikil bók,
barmafull af hvers kyns upplýsingum
og því nauðsynlegt og gagnlegt upp-
flettirit fyrir marga.
Greinilega hefur verið lögð áhersla
á að vanda sem best til þessa verks.
Sigurjón Björnsson
LISTMUNAUPPBOÐ
í Gullhömrum, Hallveigarstíg I
í kvöld kl. 20.30.
Málverk og persnesk teppi.
Verkin sýnd í dag íAðalstræti 6 kl. 12-18.
JÓLASÝNING
Föstudaginn 20. desember kl. 20.30 opnum við
samsýningu á verkum nokkurra listamanna.
Meðal þeirra, sem eiga verk á sýningunni eru:
Pétur Gautur, Valgarður Gunnarsson,
Helgi Þorgils, Magnús Kjartansson,
Karólína Lárusdóttir, Jóhannes Geir,
Hafsteinn Austmann ogjón Reykdal.
ANTIK í KRINGLUNNI
Erum að taka inn nýjar vörur
HÚSGÖGN - GJAFAVARA - MYNDLIST
BORG