Morgunblaðið - 19.12.1996, Page 41
40 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 41
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KRÖFUR ÍSRAELS
UM LANDRÝMI
OBILGJÖRN STEFNA ríkisstjórnar Benjamíns Netanya-
hus í samskiptum við Palestínumenn virðist á góðri
leið með að spilla friðarferlinu í Miðausturlöndum. Nýjasta
yfirlýsing stjórnarinnar um fjárstyrki til Gyðinga, sem vilja
byggja íbúðarhúsnæði á vesturbakka Jórdanár, gengur í
berhögg við anda Óslóarsamkomulagsins og getur ekki leitt
til annars en frekari átaka ísraelsmanna og Palestínu-
manna. Framferði harðlínustjórnar Netanyahus getur kost-
að ísrael stuðning helztu vinaríkja á Vesturlöndum, sem
hafa unnið hörðum höndum við friðarumleitanir milli ísra-
ela og Araba. Þar skiptir þó mestu máli afstaða Bandaríkj-
anna.
Bandaríkjastjórn hefur verið ómyrk í máli vegna ætlunar
Netanyahus um eflingu byggðar ísraelsmanna á hernumdu
svæðunum. Clinton forseti hefur látið svo ummælt, að
byggðir ísraela þar væru hindranir á leið til friðar. Ljóst
er, að Clinton ætlar sér að hafa svipaða stefnu í þessum
efnum og forveri hans, George Bush, sem beitti Israela
fjárhagslegum þrýstingi til að fá þá til að láta af áætlunum
um nýjar byggðir á hernumdu svæðunum. Clinton átti erf-
itt með að beita sér í deilum Israelsmanna og Palestínu-
manna fyrir forsetakosningarnar vegna vonar um stuðning
bandarískra Gyðinga. Aðstaða hans er allt önnur nú eftir
kosningasigurinn. Israelsmenn þurfa að átta sig á J>ví.
Ljóst er af ummælum varnarmálaráðherra Israels,
Yitzhak Mordechai, að ríkisstjórnin hefur ekki í hyggju að
sveigja af markaðri stefnu. Ráðherrann sagði, að Israel
þyrfti aukið landrými vegna mannfjöljgunar. Þessi orð hefðu
betur verið ósögð af forustumanni Israelsríkis, því sagan
sýnir, að það eru einmitt kröfur um aukið landrými, sem
eru uppskriftin að grimmilegum átökum og styrjöldum.
Engum á að vera það betur ljóst en Gyðingum, svo litlu
sem munaði að þeim yrði útrýmt fyrir fáum áratugum af
þeim einræðisherrum, sem mestar kröfur hafa gert til land-
rýmis á þessari öld, þeim félögum Hitler og Stalín.
Netanyahu og stjórn hans verða að gera sér grein fyrir
því, að yfirgangur við Palestínumenn verður dýrkeyptur.
Hagsmunir Ísraelsríkis feiast í friðsamjegri sambúð við
nágranna þess. Friðarsamningarnir frá Ósló vísa þar veg-
inn og þá ber að halda.
VOÐAVERK í
TSJETSJNÍJU
SEX STARFSMENN Rauða krossins í Tsjetsjníju voru
myrtir af vopnuðum, grímuklæddum mönnum aðfara-
nótt 17. desember og einn særður lífshættulega. Hinir
myrtu voru tveir norskir hjúkrunarfræðingar, spænsk
hjúkrunarkona, kanadískur stjórnandi, hollenzkur tækni-
fræðingur og nýsjálenzk hjúkrunarkona. Hinn særði er
svissneskur sendifulltrúi. Af hinum látnu eru 5 konur.
Rauði krossinn er sem kunnugt er líknarstofnun þjáðra,
þar sem ósérhlífið fólk hjálpar bágstöddum og tekur þá
áhættu að fara inn á ófriðarsvæði. Yfirleitt hafa stríðsaðil-
ar virt starfsemi Rauða krossins og starfsmenn hans hafa
getað unnið störf sín í sátt við stríðandi aðila. Morðin í
Tsjetsjníju eru því svívirðileg árás á starf samtakanna og
rof á friðhelgi starfsmanna þeirra. Talið er að þau séu fram-
in af aðilum, sem viðji spilla friðarumleitunum í þessu
stríðshijáða landi, en þar eiga forseta- og þingkosningar
að fara fram hinn 27. janúar næstkomandi. Alþjóðaráð
Rauða krossins hefur fordæmt morðin, sem eru alvarleg-
asta áfall, sem samtökin hafa orðið fyrir í áratugi.
Morðin í Tsjetsjníju eru hryllilegur og lítilmótlegur glæp-
ur, en því miður vill svo verða að ávallt er það nokkur
áhætta að takast á hendur störf á vegum Rauða krossins.
íslendingar hafa því miður ekki farið varhluta af þeim
ógnunum, sem slíku hjálparstarfi fylgja, því að fyrir tæpum
fjórum árum féll íslenzkur hjúkrunarfræðingur við Rauða
kross-störf í Afganistan. Hann hét Jón Karlsson og féll er
hann var að sinna störfum sínum.
Erfitt er að sætta sig við slíkar fregnir. Rauði krossinn
á að vera friðhelgur. Hann kemur á vettvang sem líknandi
hönd, sem flestir taka fagnandi, en því miður slá aðrir á
hana og lítilsvirða, svo sem þessi morð í Tsjetsjníu bera
vitni um.
Nautið seldist
en merín sat eftir
Uppboð á búvörum hjá Afurðamarkaði Suðurlands á Selfossi virðast vera far-
in að hafa óbein áhríf á verðmyndun búvara þó ákaflega lítill hluti afurðanna
fari þar í gegn. Mest hefur verið selt af svínakjöti fyrir jólin. Opinber verðlagn-
ing ákveðinna kjöttegunda og samningar bænda við afurðastöðvar hafa haml-
að þróuninni. Helgi Bjarnason fylgdist með uppboði og kynnti sér starfsemina.
Morgunblaðið/Þorkell
ÓLAFUR Björnsson, stjórnandi afurðauppboðsins, fylgist með niðurtalningu verðs á tölvuskjá. Við
borðið sitja: Helgi Haraldsson, fulltrúi KA, lengst til vinstri, Pétur Hjaltason, fulltrúi Hafnar-Þríhyrn-
ings, Kolbeinn Kristinsson og Sigurður Sigurjónsson lögmaður.
UPPBOÐ búvara hjá Afurða-
markaði Suðurlands á Sel-
fossi hafa farið ágætlega
af stað, að sögn Ólafs
Bjömssonar lögmanns sem stendur
fyrir þeim. Mest hefur verið selt af
svínakjöti á vegum Hafnar-Þríhyrn-
ings og hafa afurðir 30-40 svína selst
í hverri viku, oft fyrir gott verð. Einn-
ig hefur selst nokkuð af lambaframp-
örtum og öðru kjöti. Seldar hafa verið
kartöflur, grænmeti og fleiri matjurt-
ir, harðfiskur, hey og gripir á fæti,
svo nokkuð sé nefnt. A uppboði í fyrra-
dag virtist þó botninn detta úr svína-
kjötssölunni og töldu menn sem við-
staddir voru uppboðið á Selfossi að
komið væri of nálægt jólum og kaup-
endur væru búnir að birgja sig upp.
Aftur á móti seldist lifandi naut.
Gamall draumur
Lögmenn Suðurlandi, íslands-
markaður og Fiskmarkaðurinn í Þor-
lákshöfn standa saman að Afurða-
markaði Suðurlands til að byija með.
Þetta er tölvuuppboð og er uppboðs-
forritið Boði notað. Þannig er hægt
að bjóða í vörurnar á fimmtán fisk-
mörkuðum víðsvegar um landið. Vör-
urnar eru hjá seljandanum en oftast
er miðað við að afhending fari fram
á Selfossi eða í Reykjavík.
„Þetta er gamail draumur hjá mér.
Ég er úr sveit, frá Úthlíð í Biskups-
tungum, og hef hugsað um það frá
unga aldri hvernig hægt væri að selja
búvörurnar á sem bestan hátt,“ segir
Ólafur Björnsson um tildrög þess að
farið var að reyna þessa nýju söluað-
ferð búvara nú í vetur. Hann segist
ávallt hafa verið í miklum samskiptum
við bændur í gegn um starf sitt, með-
al annars selt mikið af bújörðum og
mjólkurkvóta. „Þegar ég fór að ræða
þessa hugmynd við bændur og hugs-
anlega kaupendur og seljendur á slík-
um uppboðum sá ég fljótt að mikil
þörf væri á að koma þeim upp,“ segir
Ólafur. Hann segist hafa fylgst með
þróun fiskmarkaðanna og fengið góð-
ar viðtökur hjá íslandsmarkaði þegar
hann nefndi þessa hugmynd. Það hafi
síðan verið jákvæð viðbrögð landbún-
aðarráðuneytisins sem gerðu það að
verkum að talið var óhætt að byija.
Opinber verðlagning hamlar
Þrennt hefur hamlað þróun þessa
sölufyrirkomulags, að mati Ólafs
Björnssonar: Opinber verðlagning
ákveðinna búvara, andstaða stærstu
dreifíngarfyrirtækja grænmetis og
garðávaxta og samningar stórmark-
aða við afurðastöðvar og sölufyrir-
tæki búvara.
Ekki er mögulegt að selja á upp-
boði afurðir sem opinberar verðlags-
nefndir fjalla um, eins og til dæmis
nautakjöt og lambakjöt í heilum og
hálfum skrokkum. Einnig egg og
kjúklinga. Verðlagsákvæði lamba-
kjöts verða afnumin í áföngum og
falla alveg niður eftir tæp tvö ár.
Ólafur segir að það sama muni vafa-
laust gerast með nautgripakjöt og
verðskráning á afurðum alifugla sé
aðeins að nafninu til. Þegar
opinbert verð er á búvörum
má hvorki selja þær við
iægra né hærra verði en
því sem verðlagsnefndin
hefur ákveðið. Þó frjáls
verðlagning sé á meira unnum kjöt-
vörum er svigrúmið lítið á uppboðum
því seljandinn hefur aðeins úr eigin
álagningu að spila.
„Það er ekkert að óttast á þessum
uppboðum. Seljendur hafa fullt vald
á sinni vöru. Þeir geta sett lágmarks-
verð eða keypt vörurnar sjálfír ef þær
fara niður fyrir það verð sem þeir
sætta sig við. Þeir þurfa ekki ríkið
til að vetja sig,“ segir Ólafur.
Verðskráningin nær ekki til gripa
á fæti og eru dæmi um að bændur
hafi látið bjóða upp lifandi nautgripi
og hross á tölvuuppboðunum. Kaup-
andinn verður þá að semja við slátur-
hús um slátrun gripanna. Ólafur telur
að á næstu árum verði stofnuð lítil
sláturhús, óháð sölusamtökum, til að
þjóna þessum markaði.
Þá er fijáls verðlagning á svína-
kjöti. Ólafur segir að svínabændur
hafí sýnt uppboðunum mikinn áhuga
og vilji koma sem stærstum hluta
framleiðslunnar þar í gegn. Með því
séu þeir að horfa til þess að fá mark-
aðsverð á afurðirnar og einnig til þeirr-
ar greiðsluábyrgðar sem kaupendur
verða að leggja fram til þess að fá
að bjóða í vöruna. Segir hann að svína-
bændur leggi mikið upp úr þessu því
þeir hafí tapað verulegum fjárhæðum
við gjaldþrot viðskiptavina.
Grænmetisgeirinn bundinn
Frjáls verðlagning er á matjurtum
en Ölafur segir að erfiðlega hafi
gengið að fá bændur til að bjóða fram
vöru sína á uppboðunum. „Grænmet-
isgeirinn er bundinn með samningum
bænda og stórra dreifingarfyrirtækja
og bændur standa vörð um fyrirtæk-
in sín. Þetta hefur gengið svo langt
að bændur sem hafa komið hingað
hafa dregið vörur sínar til baka vegna
hótana stóru sölufyrirtækjanna um
að þau muni að öðrum kosti hætta
að taka við vörum þeirra. Þetta er
að mínu mati fullkomlega óðeðlilegt
og verið að halda uppi einhveiju öðru
verði en markaðsverði," segir Ólafur.
Með þessum orðum er hann að vísa
til Sölufélags garðyrkju-
manna og Ágætis. „Ég held
að bændur séu leiksoppam-
ir. Þeir fá afganginn og
taka á sig afföllin.“
Ólafur segir að einstaka
bændur séu óbundnir af samningum
við stóru sölufyrirtækin og þeir séu
farnir að koma með sínar afurðir á
uppboðin. Þá séu fleiri á leiðinni,
meðal annars stórir kartöfluframleið-
endur, og segir hann að töluvert
framboð verði af grænmeti eftir ára-
mótin.
Svínakjötið komið best út
Búvömmar em boðnar upp viku-
lega, um miðjan dag á þriðjudögum.
Dræm sala var á uppboðinu í fyrra-
dag en það var síðasta uppboð fyrir
jól. „Þetta hefur verið viðunandi til
þessa en uppboðið í dag var það lak-
asta,“ sagði Pétur Hjaltason hjá
Höfn-Þríhyrningi í spjalli eftir upp-
boðið á þriðjudag. Höfn-Þríhyrningur
hefur verið langstærsti seljandi á
uppboðunum til þessa. Pétur segir
að svínakjötið hafi komið best út en
tilraunir hafí einnig verið gerðar með
sölu lambaframparta, úrbeinaðs nau-
takjöts og ungkálfa. Erfitt sé að eiga
við afurðir sem séu háðar opinberri
verðlagningu, í þeim tilvikum hafi
fyrirtækið ekki úr öðru að spila en
sláturkostnaði og þar sé svigrúmið
ekki mikið.
Ekki vill Pétur taka undir þau orð
að lágmarksverðið sé of hátt og bend-
ir á að lítið hafí selst á uppboðinu
nú þó lágmarksverðið hafi verið fært
mikið niður á einstökum afurðum.
Höfn-Þríhyrningur ætli að reyna að
vera áfram með á uppboðunum en
Pétur segir að það farið auðvitað eft-
ir því hvernig þau gangi.
„Við höfum keypt svínakjöt,
lambaframparta og grænmeti á upp-
boðunum,“ segir Helgi Haraldsson
hjá verslunum KÁ. Hann var á upp-
boðinu á þriðjudag en var ekki í inn-
kaupahugleiðingum. „Stórmarkað-
irnir eru yfirleitt með góða samninga
við afurðastöðvar og verða aldrei
stórir kaupendur hér. Við munum þó
að sjálfsögðu fylgjast með og kaupum
ef við dettum niður á góða hluti.
Aftur á móti geta vinnslustöðvar,
mötuneyti og smærri verslanir gert
góð kaup,“ segir Helgi.
Þó viðskiptin hafi verið
dauf í fyrradag fóru svína-
afurðir meðal annars til
kjötvinnslu í Reykjavík,
veisluþjónustu í Vest-
mannaeyjum og fiskvinnslufyrirtækis
á Snæfellsnesi. Tvö naut voru boðin
upp á fæti og ein sextán vetra meri.
Fiskbúð í Reykjavík keypti annað
nautið en hitt nautið og merin héldu
tryggð við eiganda sinn að þessu
sinni.
Beinn aðgangur að afurðunum
Ólafur segist vera að mörgu leyti
ánægður með fyrstu mánuði afurða-
uppboðsins. Framboð hafi verið fjöl-
breytt þótt það hefði gjarnan mátt
vera meira og salan gengið ágæt-
lega, sérstaklega á svínakjöti. Helstu
kaupendur eru veitingahús, mötu-
neyti og minni verslanir og kjöt-
vinnslur. Verslanakeðjurnar eru ekki
meðal kaupenda en fulltrúar þeirra
hafa þó fylgst grannt með.
Ólafur segir að vissulega geti verið
erfitt að fá kaupendur til að koma á
uppboð þegar vöruframboðið sé svo
mikið að þeir hafi engan frið fyrir
sölumönnum sem bjóði hver niður
fyrir öðrum. „Ég bendi þeim hins
vegar á að það er mikill kostur að
hafa beinan aðgang að þessum afurð-
um og smám saman geta menn farið
að velja sér vörur frá ákveðnum fram-
leiðendum til að tryggja gæðin, fram-
leiðendum sem þeir hefðu annars
kannski ekki komist í tæri við. Ég
hef heyrt að kaupendur hafi viljað
geta gert reyfarakaup af og til, eins
og stundum gerist á uppboðum. Hins
vegar hefur framboðið til dæmis af
svínakjöti ekki verið mikið og seljand-
inn því fengið gott verð. Hér ráða
markaðslögmálin, verðið ræðst af
framboði og eftirspurn. Ég á til dæm-
is von á því að verð á svínakjöti lækki
eftir áramótin vegna minnkandi eftir-
spumar eftir hátíðimar. En aðrar
vöru munu hækka.“
Á uppboðunum til þessa hefur
söluverð afurðanna yfirleitt verið
rétt yfir lágmarksverði seljandans.
Segir Ólafur það eðlilegt á meðan
framboð búvara sé umfram eftir-
spurn. Þetta muni breytast ef skort-
ur verði á einstökum tegundum.
Nefnir hann að það hljóti
til dæmis að gerast í
lambakjötinu. Framleiðsl-
an hafi verið minnkuð svo
mikið á undanförnum
árum og útlit sé fyrir eftir-
spurn umfram framboð á grillkjöti
næsta sumar og á fersku kjöti um
haustið. Þá hljóti verðið að hækka.
Telur hann að þá verði uppboðsmark-
aður vænlegur kostur.
Ólafur viðurkennir að verðmyndun
á uppboðsmarkaðnum sé ekki raun-
hæf þegar svona lítill hluti afurðanna
fari þar í gegn. Hins vegar telur hann
að markaðurinn hafi meiri áhrif en
nemur sölu á uppboðunum, því kaup-
endur og seljendur fylgist vel með
og hafi verðið stundum til viðmiðunar
í samningum sín í milli.
Verðið ræðst
af f ramboði og
eftirspurn
Þeir þurfa
ekki ríkiðtil
að verja sig
A’
RAUFARHÖFN, Reyðar-
firði og Seyðisfirði benda
menn á, að síldarævintýr-
ið hafi gerst þar, en sveit-
arfélögin setið eftir með sárt ennið
þegar síldin hvarf. Sveitarfélögin
létu vinna fyrir sig lögfræðilega
álitsgerð, sem styður kröfu þeirra.
Formaður sjávarútvegsnefndar Al-
þingis kveðst vera fylgjandi
byggðakvóta, en skrifstofustjóri
Landssambands íslenskra útvegs-
manna er honum andvígur.
Vísa til reynslu,
hefða og sanngirni
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur
samþykkt að óska eftir því við ís-
lensk stjórnvöld að þau úthluti
Seyðisfjarðarkaupstað hlutdeild í
aflaheimildum úr norsk-íslenska
síldarstofninum. Þessi ósk bæjar-
stjórnarinnar um byggðakvóta er
byggð á greinargerð sem kaupstað-
urinn, ásamt Raufarhafnarhreppi
og Reyðarfjarðarhreppi lét Jónas
A.Þ. Jónsson hdl. vinna fyrir sig.
Þar er saga síldveiða við ísland
rakin. Fjallað er um hegðun síldar-
innar, veiði hennar og verkun og
tekið saman yfirlit um helstu lönd-
unarstaði síldar á árunum 1960-
1967. Þar kemur fram að á Seyðis-
firði var landað 14,10% heildarsíld-
veiðinnar á landsvísu og fullyrt
jafnframt að hlutfallið gagnvart
norsk-íslenska síldarstofninum sé
miklu hærra. Krafan um byggða-
kvóta byggist á þrenns konar rök-
um, sögulegri hefð, sanngirnis-
sjónarmiðum og veiðireynslu.
Skýrsluhöfundur telur rök um
sögulega hefð eiga fullkomlega
rétt á sér þar sem byggðarlögin
byggja mestalla lífsafkomu sína á
sjávarútvegi og rökin séu náskyld
þeirri viðmiðun sem beitt sé í lögum
um veiðireynslu skipa, sem grund-
völl úthlutunar á fiskveiðiheimild-
um.
Áfallið vegna
síldarbrestsins var mikið
Sanngirnissjónarmiðin eru talin
þau að viðkomandi staðir byggðust
að verulegu leyti upp vegna síld-
veiða og að áfallið vegna síldar-
brestsins var mikið. Þar segir einn-
ig: „Ósanngjarnt er í meira lagi að
útgerðarmenn, serrt nánast aldrei
hafa veitt síld úr þessum stofni
(norsk-íslenska) fái úthlutað kvóta
á sama tíma og byggðarlög sem
hafa byggst upp og þrifist á vinnslu
síldarafurða sitja uppi með að fá
enga úthlutun úr norsk-íslenska
síldarstofninum. Ekki verður sagt
að með þessu sé beinlínis verið að
verðlauna þá staði sem sköpuðu
þjóðinni á sínum tíma gífurlegan
gjaldeyri."
Um veiðireynslu segir að gerð
hafi verið út nokkur nótaveiðiskip
frá Seyðisfirði og Reyðarfirði. Þau
skip hafi verið seld þegar síldin
hvarf og keypt togskip í stað þeirra
enda menn tilneyddir vegna afla-
brestsins. Á stöðunum sé nú ekk-
ert nótaveiðskip gert út og að
óbreyttu muni aðrir, sem aldrei
hafi veitt úr norsk-íslenska síldar-
stofninum, fá hlutdeild meðan þeir
sem neyddust til að hætta veiðum
hafi engan rétt á hlutdeild úr sama
stofni.
Einnig er rakin túlkun laga um
Síldarverksmiðjur ríkisins og leidd-
ar líkur að því að tilvist þeirra hafi
orðið til þess að síður voru
keypt nótaveiðiskip á
þeim stöðum sem bræðsl-
urnar voru.
Niðurlag Jónasar A.Þ.
Jónssonar hdl
hljóðandi:
Vilja kvóta
fyrir síldina
sem hvarf
Sveitarstjórnir Raufarhafnar, Reyðarfjarðar
og Seyðisfjarðar vilja að tekið verði tillit til
fyrri reynslu sveitarfélaganna af síldveiðum
og þeim verði veitt sérstök hlutdeild í norsk-
íslenska síldarstofninum, byggðakvóti.
SVEITARFÉLÖG, þar sem síldarævintýrið gerðist á árum áður,
vRja fá sérstaka úthlutun úr norsk-íslenska síldarstofninum.
Byggðustupp
vegna síld-
veiðanna
er svo-
Það er skoðun undirrit-
aðs eftir ítarlega skoðun á sögu
síldveiða við íslandsmið og þeirra
réttarheimilda sem njóta við á
þessu sviði, að það sé fullkomlega
réttlætanlegt fyrir byggðarlög þau
sem að þessari greinargerð standa,
að leita eftir því að byggðarlögun-
um verði úthlutað hlutdeild í afla-
heimildum vegna norsk-íslenska
síldarstofnsins. Hafa verður í huga
að hér er um pólitísk mál að ræða,
þar sem miklir hagsmunir eru í
húfi. Ljóst er að útgerðarmenn eru
ekki hrifnir af þessum hugmynd-
um, enda engin furða í ljósi þess
að í formi aflaheimilda sem fram-
seljanlegar eru hafa þeim verið
færð gríðarleg verðmæti. Það er
löggjafarvaldsins að ákveða hvort
eðlilegt sé að halda áfram á þeirri
braut sem mörkuð hefur verið með
framseljanlegum aflaheimildum.
Með hliðsjón af orðum stjórnmála-
-------- manna undanfarið má
álykta sem svo að ekki
sé ólíklegt að ýmsir vilji
staldra við og huga að
einhvers konar breyting-
um á fiskveiðilöggjöfinni.
Meðal þeirra álitaefna sem hljóta
að koma til skoðunar er hvernig
skuli farið með aflaheimildir í
norsk-íslenska síldarstofninum."
SR-staðir fái úthlutun
Haft var eftir Gunnlaugi Júlíus-
syni, sveitarstjóra á Raufarhöfn, í
Morgunblaðinu í gær að úr því að
íslensk stjórnvöld vitnuðu mjög
gjarnan í sögulega reynslu og hefð-
ir í samningaviðræðum um kvóta
úr sameiginlegum stofnum, vildu
þessi sveitarfélög umfram allt nota
sömu hugmyndafræði og kanna
möguleika á því að hluta, að
minnsta kosti, yrði úthlutað í formi
byggðakvóta. Ekkert lægi enn fyrir
um það hvað menn teldu hæfilegan
kvóta, en formaður sjávarútvegs-
nefndar Alþingis hafí nefnt 15-20%
í viðtali fyrir skömmu. „Ef það
næðist fram, yrði það feikilegur
ára_ngur.“
Á fundi hreppsnefndar --------
Reyðarfjarðarhrepps fyr-
ir viku var samþykkt
samhljóða tillaga oddvit-
ans, Þorvaldar Aðal- _____
steinssonar. í tillögunni
var lagt til að fela sveitarstjóra,
ásamt bæjar- og sveitarstjórnum
annarra SR-staða að vinna að því
að SR-staðirnir fái úthlutað byggð-
akvótum úr norsk-íslenska síldar-
stofninum.
Þegar vitnað er til SR-staða í til-
lögunni er átt við þau byggðarlög,
þar sem Síldarverksmiðjur ríkisins
reistu verksmiðjur. Auk þeirra
þriggja sveitarfélaga, sem óskuðu
greinargerðarinnar, er því einnig
vísað til Siglufjarðar. Siglufjörður
tekur hins vegar ekki þátt í kröfu-
gerð sveitarfélaganna. Björn Valdi-
marsson, bæjarstjóri Siglufjarðar,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að málið hefði verið rætt í
bæjarstjórninni og álit lögmannsins
skoðað, en engar tillögur hefðu *'
komið fram um byggðakvóta. Hann
vildi ekki tjá sig um málið að öðru
leyti.
Réttmætar kröfur
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður sjávarútvegsnefndar Alþing-
is, sagði að sveitarfélög sem færu
fram á byggðakvóta hefðu sum
verulega mikið til síns máls. Nú
stæði til að útdeila aflaheimildum
vegna stofns, sem væri í raun ný
viðbót við sjávarútveginn og þá
væri fullkomlega réttmætt að ein-
hver hluti þessara aflaheimilda nýtt-
ist til að byggja upp atvinnu á þeim
stöðum, sem verst urðu úti þegar
síldin hvarf. „Ég hef nefnt að
15-20% af aflaheimildum íslendinga
úr norsk-íslenska stofninum mætti
útdeila með þessum hætti, enda
þyrfti þetta að vera eitthvað sem
munaði um. Það mætti líka hugsa
sér að sveitarfélögin fengju ákveðið
magn núna, sem myndi ekki endi-
lega aukast þótt íslendingar fengju
aukinn heildarkvóta í síldinni. Þann-
ig væri þessum sveitarfélögum
tryggður ákveðinn grunnur að
byggja á.“
Aðferðinni hefur
verið beitt áður
Steingrímur sagði að andstæð-
ingar hugmynda um byggðakvóta
virtust horfa framhjá því að þess-
ari aðferð hefði í raun verið beitt
áður, til dæmis hvað varðaði inn-
fjarðarveiðar á rækju og skelfiski.
„Ég sé heldur engan mun á því að
taka frá ákveðinn hlut fyrir sveitar-
félög eða því, að í fyrra var hluti
síldarkvótans tekinn frá fyrir
frystitogara." -*í
Aðspurður hvort hann myndi
leggja fram tillögu um byggðak-
vóta í síldinni, kvaðst Steingrímur
ekki hafa velt því fyrir sér. „Það
þarf breiða pólitíska samstöðu til
að koma slíku fram og það verður
ekki gert i andstöðu við fram-
kvæmdavaldið, sem fer með úthlut-
unina. Mér finnst hins vegar eðli-
legt að líta til þess, að fáir staðir
höfðu mikil umsvif í síldveiðum og
vinnslu á árum áður og fóru hroða-
lega út úr því þegar hún hvarf.“
Á að úthluta á þá sem veiða
Jónas Haraldsson, skrifstofu-
stjóri Landssambands íslenskra*
útvegsmanna, kvaðst algjörlega
mótfallinn hugmyndum um
byggðakvóta. „Kvótinn aflast af
veiðireynslu skipa og er skipt niður
á þau og jafnast niður á byggðar-
lög eftir skipaeign þeirra. Þrátt
fyrir að miðað .sé við veiðireynslu
gegnum tíðina þegar heildarkvóti
Islendinga er ákvarðaður, þá hefur
það ekkert að gera með hvar aflinn
er lagður að landi á hveijum tíma.“
Jónas kvaðst ekki vita hvort
sveitarstjórnarmenn vildu að síld-
arkvótinn gengi upp í sorphirðu og
vísaði þar til þeirra orða Gunnlaugs
Júlíussonar í Morgunblaðinu, að
þegar síldin hvarf hafi gróðinn ver-#
ið hirtur og sveitarfélagið setið
uppi með drasl. Jónas sagði að
kvótinn væri ekki sorphirðugjald.
„Það hlýtur að eiga að úthluta á
þá sem veiða og það virðist gleym-
---------- ast að sveitarfélögin
höfðu geysilegan gróða
af rekstrinum á meðan
hann var og hét. Þarna
var mikil vinna og miklar
tekjur, en atvinnutækin
urðu eftir þegar síldin hvarf og
enginn getur ráðið við það.“
Jónas sagði að hann myndi enp,
eftir því að fyrir 20 árum kom til
tals að Suðurlandssíldin ætti að
skiptast á Grindavík, Þorlákshöfn,
Vestmannaeyjar og Hafnarfjörð,
sem veiddu síldina og verkuðu.
„Þá benti útgerðarmaður, sem
sat í sveitarstjórn, á að hann myndi
lenda í að úthluta kvóta innan síns
sveitarfélags og þann kaleik yrðf
að taka frá honum.“
Kvótinn er
ekki sorp-
hirðugjald