Morgunblaðið - 19.12.1996, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BARNASTIGUR
BRUM’S 0-14 SÍÐAN 1955
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461
Reykvíkingar!
Reglulegum fundi
Borgarstjórnar Reykjavíkur
sem haldinn verður í dag,
fimmtudag kl. 17:00, verður
útvarpað á Aðalstöðinni FM 90.9.
Skrilstofa
||I korgarstjóra
MrtM SP0RTV(»»M«l"N
H , Otrulegt vöruúrvai
%
m ^ 20 \
12
■%.w'
19 3 17
Dartpílur 3 stk.
verð frá kr. 490
Dartskífur
verðfrá
kr. 990
Dart-
skápar
verð frá
kr. 3.595
Rafmagnsdart
telur sjálfvirkt með 12 pílumf. 220 volt, . . .
plastoddar, 4 leikir með 40 leikafbrigðumVGfSlUflI/T
Verð aðeins kr. 9.900, stgr 9.405
morgunverkum Hermanns Jónas-
sonar, sem forsætisráðherra, var
að koma skipulagi á afurðasölumál
bænda, sem höfðu lengi verið í
hálfgerðum ólestri til tjóns fyrir
landbúnaðinn. Átti Hermann þátt í
því með afurðasölulögunum að gera
bændasamtökin í iandinu voldug,
svo að aðrar stéttir gagnrýndu þau
og gera enn. Hermann var mikill
vinur Sigurðar Jónassonar, sem
ýmist vann með Framsókn eða Al-
þýðuflokknum. Sigurður var virkja-
namaður. Það má heyra á áramóta-
ræðum forsætisráðherra frá þess-
um tíma, að hann hefur oft rætt
við Sigurð, vegna þess að í ræðun-
um bar mikið á hugmyndum um
virkjanir og önnur framtíðarplön,
sem þá voru kannski viðruð í fyrsta
sinn og þeir létu sig báðir miklu
skipta. Það sagði stöðugt til sín,
að erlendir fiskmarkaðir voru erfið-
ir. Spánvetjar keyptu af okkur salt-
fisk en við áttum að kaupa af þeim
fyrir jafnvirði vörur á móti. Spánar-
vinin voru einn vöruflokkurinn, sem
kunnugt er. Sum árin var ekkert
til að kaupa fyrir afgangs frá Spán-
arversluninni. Þá voru góð ráð dýr.
En á árinu 1937 skýrði Eysteinn
Jónsson, fjármálaráðherra, svo frá,
að viðskiptajöfnuðurinn væri hag-
stæðari en mörg undanfarin ár.
Kveldúlfsmálið kom líka við sögu,
um það bil sem fór að togna á
stjórnarsamstarfinu. Var deilt um
aðgerðir innan stjórnarflokkanna,
en Alþýðuflokkur vildi þjóðnýta
Kveldúlf. Framsóknarfiokkurinn
hafði tilkynnt eins og fyrr er saqt,
að hann myndi aidrei styðja þjóð-
nýtingarstefnu Alþýðuflokksins. Nú
var þessi yfirlýsing flokkins endur-
tekin. Stjórnarslit voru óhjákvæmi-
leg og efnt var til kosninga 1937.
Skömmu eftir að Hermann Jón-
asson varð forsætisráðherra flutti
hann með fjölskyldu sína í ráðherra-
bústaðinn við Tjarnargötu og þar
bjó hún fram á árið 1943, þegar
þjóðstjórnin var failin. Engum blöð-
um þarf um það að fletta, að mikið
mæddi á Vigdísi Steingrímsdóttur
við þær breytingar, sem urðu á
högum Hermanns og fjölskyldu
hans við stjórnarmyndunina 1934.
Börnin voru tvö sem upp komust;
Steingrímur og Pálína. Þau hjón
bjuggu fyrst í húsi foreldra Vigdís-
ar að Amtmannsstíg 4. í þessu
húsi fæddust börn þeirra hjóna.
Vigdís var mikil húsmóðir og veitti
heimili sínu forstöðu með glæsi-
brag. Því fylgdu ýmsar skyldur að
vera húsmóðir á heimili forsætis-
ráðherra, en það leysti hún allt vel
af hendi. Sjálf mun hún ekki hafa
talið eftir þá miklu vinnu sem hún
þurfti að sinna sem kona forsætis-
ráðherra um langt árabil, þótt hún
hefði stúlkur sér til aðstoðar. Síðar
sagði Vigdís að það hefðu verið
barneignimar sem hefðu farið verst
með sig. Þau hjón eignuðust fjögur
börn. Fyrsta barnið var Herdís,
fædd vorið 1927. Hún lést aðeins
vikugömul. Síðan komu Steingrím-
ur, seðlabankastjóri, fyrrverandi
þingmaður og forsætisráðherra og
Pálína, sem átti tvíburasystur sem
lést í fæðingu. Hermann og Vigdís
byggðu tvisvar yfir sig. Fyrst
byggðu þau hús syðst á Laufásvegi
við horn Barónsstígs, og áttu þar
heima í stuttan tíma áður en þau
fluttu í ráðherrabústaðinn. Úr ráð-
herrabústaðnum fluttu þau síðan í
Tjarnargötu 42, en það hús hafði
Hermann byggt á meðan hann var
ráðherra.
Fyrrverandi samstarfsflokkar
gengu óbundnir til kosninga 20.
júní 1937. Ljóst var að Alþýðuflokk-
urinn yrði að geta hugsað sér sam-
starf við Framsóknarflokkinn án
þjóðnýtingarstefnu. Þeim áformum
Héðins og félaga hafði verið vísað
staðfastlega á bug. Ráðherrar sátu
áfram fram yfir kosningar og var
það almenn skoðun að flokkarnir
myndu halda áfram óbreyttu sam-
starfi. Kosningabaráttan stóð eink-
um á milli Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Kommúnistar
buðu fram í ellefu kjördæmum.
Þeir komu manni á þing í fyrsta
sinn og fengu tvo uppbótarþing-
menn. Alþýðuflokkurinn tapaði hins
vegar tveimur þingmönnum.
Stjórnin frá 1934 hafði verið ötul
og kjarkmikil. Alþýðuflokkurinn
uppskar svo þakklætið í kosningun-
um. Stutt var í helför Héðins yfir
til kommúnista og er líklegt að all-
ur sá klofningsþytur hafi haft áhrif
á fylgi krata. Hermann Jónasson
var varla einhamur á meðan kosn-
ingabaráttan stóð. Hann tók áskor-
un Ólafs Thors um að mæta honum
á Hólmavíkurfundi. Fékk hann
áskorunina þannig, að maður sat
fyrir honum í vegarkanti við Borð-
eyri með áskorunarskeyti frá Ólafi.
Þannig voru nú fjarskiptin i þá
daga. Tilefni þessara kappræðna
var Gúttó-slagurinn 9. nóvember
1932, en kosningabaráttan snerist
síðustu vikur mest um þetta fimm
ára gamla mál. Framsóknarflokk-
urinn bætti við sig atkvæðum i nær
öllum kjördæmum landsins, en
mestur var þá sigur Hermanns í
Strandasýslu. Þar fékk hann nærri
tvöfalt fleiri atkvæði en 1934. Hvað
stjórnarsamstarfið snerti var enn
meirihluti fyrir hendi, en Ásgeir
Ásgeirsson var genginn í Alþýðu-
flokkinn um þessar mundir.
Ríkisstjórnin sat áfram eftir
kosningar án þess að nýr stjórnar-
samningur væri gerður. Hið næsta
umhverfi íslands tók örum breyt-
ingum og þjóðir deildu um ítök og
áhrif eins og jafnan áður. í ára-
mótaávarpi Hermanns fyrir kosn-
ingar mátti heyra að hann legði
næmt eyra við samskiptum Evrópu-
ríkja og hefði áhyggjur af landi sínu
yrði um frekara umrót að ræða,
eins og allt stefndi til. En hann var
einn þeirra, sem sagt var um af
öðru tilefni, að kvæði líf í freðnar
þjóðir. Hann benti hlustendum sín-
um á, að hér væri gerð tilraun til
að lifa lifi menningarþjóðar og
miklu kostað til þess. Þessi tilraun
hundrað þúsund manna vekti at-
hygli erlendis. Kannski meinti hann
ekki þá athygli, sem nú er sóst eft-
ir, en hann áleit að þjóðin ætti að-
dáun annarra vísa fyrir að hafa lif-
að af marga harða vetur og þrauk-
að, eignast okkar skáldskap og
okkar frægu rit. En vopn smjúga
slíka varnarveggi og huliðshjúpa
auðveldlega. Og sú varð raunin.
En þá var Hermann enn við stjórn-
völinn til að koma í veg fyrir ónauð-
synlegt tjón. Kannski vegna þeirrar
varðstöðu. í byijun árs 1938 var
samþykkt á miðstjórnarfundi
flokksins að hefja viðræður við Al-
þýðuflokkinn um endurnýjun
stjómarsamnings, var á þessum
sama fundi samþykkt eftirfarandi:
Flokkurinn fordæmir alveg sérstak-
lega pólitíska starfsemi þeirra
manna, sem leita til erlendra vald-
hafa eftir fyrirlagi um íslensk
stjórnmál. Viðræður við Alþýðu-
flokkinn komust aldrei af stað, enda
sagði Haraldur Guðmundsson sig
úr stjórninni eftir að gerðardómur
hafði verið samþykktur á togarasjó-
menn. Skúli Guðmundsson varð þá
ráðherra og gegndi embætti í rúmt
ár. Við vantraust sem Sjálfstæðis-
flokkurinn flutti á ríkisstjórnina
kom fram í ræðu Hermanns Jónas-
sonar, að vegna vaxandi óróleika
hér heima og erlendis hefði hug-
mynd um þjóðstjórn borið á góma.
Alþýðuflokkurinn varði stjórn Her-
manns falli.
Hermann og Vigdís höfðu tvisvar
staðið fyrir móttöku á konungbornu
fólki Danmerkur. Fyrst til að heim-
sækja landið í ráðherratíð Her-
manns voru Kristján tíundi og Alex-
andra drottning. Konungshjónin
ferðuðust um landið í fylgd Her-
manns og Vigdísar og fyrirfólks
bæði dansks og íslensks. Meðan þau
Jit
pro-shop
sIðomúla 1. ■ ii® revkjavík
Fleece undirfatnaður
fyrir dömur oq herra
kr. 12.500,
Goritex vöðlujakki
5 ára ábyrgð.
kr. 29.900,
Battenkill
fluguhjól
frá kr. 11.980
Orvis vöðlur,
frá kr. 14.900,
Handklæðasett
í veiðina
kr. 5.900,
/ / 1 \
/ / 1 1 \ \ i I I
% \ M I k \ K \ / I
1 lV o/—J