Morgunblaðið - 19.12.1996, Síða 49

Morgunblaðið - 19.12.1996, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 49 - MYNDIN fræga þar sem Hermann og Vigdís ganga frá bryggju eftir rauða dreglinum en Friðrik Danakóngur og Ingiríður drottning hans utan dregilsins. Þannig varð til orðatiltækið „haltu þig á mottunni". HERMANN og Vigdís á lögreglustjóraárum Hermanns. voru á ferðalaginu kom mikið flóð í allar ár á Norðurlandi og varð að flytja konungshjónin með skipi frá 9 Sauðárkróki til Akureyrar, líka | vegna þess að þá gátu konungs- hjónin komið við í síldarbænum Siglufirði. Búist var við erfiðleikum við að koma tómri bílalestinni áfram vegna vatnavaxtanna, en það gekk vonum betur. Vigdís fylgdi kon- ungshjónunum til Siglufjarðar en Hermann fór með bílalestinni henni til hjálpar ef eitthvað henti hana við þessar aðstæður. Vatnagangur var á Öxnadalsheiði þessa júnídaga 1936, en bílalestinni gekk bærilega | yfir. Hermann og bílstjórarnir héldu að þeir væri sloppnir yfír það versta, en þegar þeir komu niður fyrir Bakkasel að brúnni yfir Öxnadalsá var vesturendi brúarinnar siginn niður og brotinn. Talið var að hægt væri að krönglast yfir með tóma vagna og eftir nokkrar lagfæringar var haldið af stað. Ferðin gekk síð- | an vel til Akureyrar, þar sem beðið Bvar eftir konungshjónunum og gest- um. Ákveðið hafði verið að halda til Húsavíkur og Mývatnssveitar, en minnstu munaði að vegurinn yfir Eyjafjarðarósa væri allur undir vatni. Það dró heldur úr vatnavöxt- um meðan stansað var á Akureyri. Síðan hélt hin langa lest á tæpa vegi og gekk vel. Friðrik krónprins og Ingiríður prinsessa komu svo hingað 24. júlí 1937. Vegna atburða í Evrópu og síðan heimsstríðsins var hér um að ræða síðustu heimsókn úr konungs- * fjölskyldu Danmerkur til íslands áður landið varð lýðveldi. Hermann og Vigdís voru því síðustu íslend- ingarnir, sem kvöddu þetta ágæta kóngafóík á meðan það stóð enn til erfða yfir íslandi. Þau ferðuðust eins og konungur og drotting höfðu gert með Dronning Alexandrine hingað og komu um kvöld til Reykjavíkur. Forsætisráðherra- hjónin tóku að sjálfsögðu á móti þeim og fylgdu þeim upp bryggjuna við húrrahróp viðstaddra. Rauður viðhafnardregill hafði verið lagður á bryggjuna í virðingarskyni við prinsinn. Nú tóku viðstaddir eftir því að Hermann gekk eftir dreglin- um upp bryggjuna, vísast í ógáti. Af þessu atviki spratt málsháttur- inn: Haltu þig á mottunni. Að öðru Ileyti var þetta táknræn tilviljun, eins og nokkurs konar punktur yfir sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sem nú var brátt á enda með fullum sigri. Prinsinn og prinsessan voru aufúsugestir. Forsætisráðherra hjónin fylgdu þeim til ísafjarðar og fóru með þeim norður að Mývatni. Vegir voru í fínu standi svona um mitt sumar, en á hverju ári var unnið ötullega að viðhaldi þeirra og lagningu. Til marks um hvað vegir og vegamál voru ofarlega í huga þingmanna og almennings má geta þess að á myndum sést að Geir Zoega vegamálastjóri var I föruneyti ráðherra í fylgd kónga- fólksins. Árið 1938 stýrði Hermann minni- hlutastjórn Framsóknarflokksins, sem sat að völdum það ár, en Al- þýðuflokkurinn varði hana falli. Fjárhagur ríkisins var naumur sem löngum fyrr, en fólk hafði vanist þröngum kjörum í kreppunni, sem stóð enn. Eins og margar efnahags- legar holskeflur í heiminum, virtist ' kreppan ekki hafa djúpstæð áhrif á Islandi. Við vorum fátæk fyrir og höfðum ekki úr háum söðli að detta þegar kreppan kom. Þetta strjálbýla land hafði haft aðeins fábrotna vegi um 1930. Hermann hafði látið það verða sitt fyrsta verk 1934 að hækka kaup vega- vinnumanna. Vegavinna varð síðan mikilsverður þáttur í atvinnulífinu og á hveiju sumri þangað til Breta- vinnan kom. Margir voru þeir ungu menn sem kostuðu nám sitt með vegavinnu á kreppuárunum, einnig síldarvinnu sem gat verið mikil. Þannig stikaði þjóðin áfram inn í nýja öld þótt hún ætti varla fyrir grautnum ofan í sig. En hún átti eftir að rumska svo um munaði. Hermann og ráðherrar hans gerðu sér einna fyrstir grein fyrir því, að stórvægilegar breytingar væru í vændum. Og þegar leið á árið 1938 fannst Hermanni Jónassyni full ástæða til þess að byija að tala fyrir þjóðstjórn, þ.e. stjórn Fram- sóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Að vísu var þriggja manna þingflokkur kommúnista á þingi, en þeim var ekki boðið upp á þjóðstjórnarmunstrið. Þeir gerð- ust sífellt athafnameiri í verkalýðs- hreyfíngunni, þar sem þeir reyndu að einangra Alþýðuflokkinn sem mest þeir máttu. Þegar Vetrarstríð- ið hófst milli Rússa og Finna fylgdu kommúnistar Rússum. Þá varð heiftin á þingi til þess að þingmenn borgarflokkanna neituðu samneyti við þá. Það gerðist hvorki fyrr né síðar þrátt fyrir að kommúnistar flyttu jafnan skoðanir Sovétstjórn- ar. Hermann var í aðstöðu til þess að stýra myndun þjóðstjórnar og hann neytti þess. Hann varð því forsætisráðherra áfram. Skúli fór úr stjórninni, en hann var vel hag- mæltur og batt í rímuð ljóð tillögur og greinargerðir með frumvörpum síðar á farsælum þingferli sínum. Hann sagði að loknum ráðherra- ferli: Ég sat eitt ár, en sumir voru skemur, því sæti það er regni og vindum háð, þó er ég fús að þoka fyrir þremur, sem þrá að komast upp í Stjómarráð. Þeir þrír, sem komust upp í Stjórnarráð, voru Ólafur Thors, sem fór með atvinnu- og samgöngumál, Jakob Möller, sem varð fjármála- ráðherra og Stefán Jóhann Stefáns- son, sem fór með félagsmál og utan- ríkismál. Það er þó ljóst af Luft- hansa-málinu, að í því fór Hermann fyrir stjórninni. Skammur tími var eftir þegar þjóðstjórnin var mynduð þangað til dró til stórtíðinda. Þjóð- veijar voru mikil viðskiptaþjóð og vildu fá lendingarleyfí á íslandi út af póstflugi. Vegna stríðshættunnar var slíkt lendingarleyfí óhugsandi eins og allt var í pottinn búið. Her- mann sýndi mikinn kjark og festu í þessu máli og hlaut lof alþjóðar fyrir síðar meir. Hingað kom beiti- skipið Emden í kurteisisheimsókn, en álitið var að það hefði átt að ægja í augum. Einnig höfðu þýskir kafbátar komið. Þar sem um kurt- eisisheimóknir var að ræða fór for- sætisráðherra um borð í þessi skip enda þess vænst og hann eða ríkis- stjórnin boðin sérstaklega. Luft- hansa-málinu lauk 23. mars 1939. Hermann sagði síðar, að þá hefði hann unnið þjóð sinni best, þegar hann neitaði Þjóðveijum um lend- ingaleyfi. Ella hefðu Bandamenn orðið að hrekja Þjóðverja á brott með miklum og blóðugum átökum. Agnar Kofoed-Hansen, flug- málafulltrúi, þá tuttugu og fjögurra ára, kom mikið við sögu undirbún- ings málsins. Hermann gerði hann skömmu síðar að lögreglustjóra í Reykjavík. Þetta virðist mörgum hafa þótt undarlegt dálæti á jafn ungum manni og kom upp sá kvitt- ur að Agnar væri sonur Hermanns. Það er hins vegar íjarri lagi, því Hermann kom fyrst til Reykjavíkur til að setjast í Menntaskólann haustið 1917. Þá var Agnar tveggja ára. Foreldrar Agnars voru gift og bjuggu í Reykjavík. Brátt kom að því sem lengi hafði verið álitið óhjákvæmilegt, að nas- istar hófu tilefnislausa innrás í Pól- land og Bretar lýstu vegna þess stríði á hendur Þýskalandi. Fyrsta verk íslensku ríkisstjómarinnar var að lýsa yfír ævarandi hlutleysi og vísa um leið í yfirlýsingu um hlut- leysi sem gefín var út samtímis af ríkisstjórnum Norðurlanda. Þessar yfírlýsingar voru sjálfsögð pólitísk aðgerð en dugðu skammt. Vorið eftir sat Hermann Jónasson í Stjómarráðinu og tók á móti sendi- manni Breta, sem höfðu þá einn morgun komið til landsins og her- tekið það. Á þeirri stundu hófst nýr kafli í sögu okkar, en áhrif her- námsins urðu mikil og varanleg. Hermann flutti ávarp og bað þjóð- ina að gæta hlutleysis og halda ró sinni meðan þetta ástand (þ.e. her- námið) varaði. Af þessu orðum Hermanns var síðan dregið orðið „ástand“ í merkingunni djarflegur lifnaður eða jafnvel ólifnaður. Ríkis- stjórnin, undir verkstjórn Her- manns, bjó þjóðina undir komandi stríðsár. Sjálfkrafa var skorið á við- skiptin við Þjóðveija og sat íslensk sendinefnd lengi í London fýrsta vetur stríðsins við að leita eftir og ganga frá sölusamningum við Breta. Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing í mars 1941. Þar var því lýst yfir sem markmiði flokks- ins, að Island yrði fullvalda ríki. Landið var hernumið þau ár sem þjóðin hélt ótrauð í átt til frelsis. Þegar tekist hafði að sameinast um lýðræðið og lýðveldi var stofnað á Þingvöllum 1944, hafði þjóðstjórn Hermanns Jónassonar kvatt fyrir tveimur árum og við tekið utan- þingsstjórn. Hermann varð forsæt- isráðherra skamma hríð í vinstri stjórn 1956-1958. Erfítt reyndist að koma henni saman og hún varð Hermanni til lítillar ánægju. Þótt Hermann Jónasson hafí helst kosið að halda landi sínu utan hernaðarumsvifa og eflaust verið á móti skapi að Bretar hertóku landið á öðru ári heimsstríðsins, var hann og Iangflestir Islendingar þeirri ráð- stöfun ekki andvígir eftir að hildar- leikurinn var hafínn. Til marks um þann kvíða sem setti að mönnum við margvíslegan stríðsrekstur var sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta þingkosningum, sem áttu að verða árið 1942 að öllu óbreyttu. Þýska orrustuskipið Bismarck hafði brotist út á Atlantshaf og haldið norður fyrir ísland, þar sem það hafði í maí um vorið sökkt breska herskipinu Hood. Fréttimar af Bis- marck norðvestur af Islandi höfðu meðal annars þau áhrif hér að þing- heimur var fúsari til að fresta kosn- ingum en ella. Á þessum tíma voru siglingar fiskiskipa okkar til Eng- lands hafnar og á þeim slóðum átt- um við um sárt að binda. Eftir því sem dró úr kvíða fólks út af tíman- legri velferð samfara minnkandi hættu á aðgerðum nasista gegn íslandi varð þjóðstjórnin lausari í sessi. Hún hafði verið sjálfsögð varnaraðgerð á miklum óvissutím- um. Við urðum að halda áfram að þola mannfall á hafínu, en á fasta- landinu var allt með kyrrum kjör- um. Eftir stjórnarslitin sneri Her- mann sér að innri málum flokksins, en vaxandi klofnings hafði gætt í forustunni vegna þess að Jónas frá Hriflu gerði lítið með málagerninga Hermanns og Eysteins og skrifaði jafnvel á móti þeim á meðan hann var enn formaður flokksins. Þeir félagamir sögðu gjaman í léttum tón, þegar þessa misklíð bar á góma, að þeir hefðu Jónas í bandi. Er augljóst mál að það voru engir aukvisar sem stjórnuðu ráðuneytum og ríkisstjórn og höfðu Jónas frá Hriflu í bandi að auki í lengri eða skemmri tíma. Eftir mikil átök og töluverð sárindi gekk flokksþing frá þessum málum á þann veg, að það kaus Hermann Jónasson fýrir for- mann flokksins. Eflaust hefði Jónas getað sætt sig við hvern sem var í formannsstöðuna, annan en Her- mann, sem hann sagði að hefði svikið sig með því að gefa kost á--- sér. Svona eru þið, þessir helvískir Skagfírðingar, sagði Jónas við und- irritaðan, þegar formannskjör Her- manns bar á góma. Sem forsætisráðherra hafði Her- mann sinnt störfum sínum af alúð og fyrirhyggju. Fjölskyldan hafði búið á Þingvöllum á sumrin, en Hermann kom um helgar, eða þeg- ar hann hafði tíma fyrir önnum. Var það börnunum mikið tilhlökk- unarefni þegar von var á honum niður Almannagjá, þar sem vegur- inn lá til Þingvalla í þá tíð. Sátu þau gjarnan fyrir honum í Al- mannagjá. í æsku hafði Hermann verið kjarkmikill strákur, sem sögur fóru af fyrir áræði og líkamlega færni. Hann lét þá engan eiga hjá sér á síldarplönunum á Siglufirði og fór eins og brimbijótur fyrir skólafélögum sínum, þegar því var að skipta. Allt mildaðist þetta með árunum þótt hann ætti til að taka vini sína glímutökum, ef hann vissi að þeir voru glímnir, eins og Karl Kristjánsson, alþingismann á Húsa- vík. Gekk þá eitt og annað úr skorð- um í heimaskrifstofu flokksfor- mannsins. Hermann Jónasson var mikill útilífsmaður, stundaði bæðl*' skíðagöngu og skotveiði. Hann hafði mikið yndi af laxveiði og átti trygga veiðifélaga. Má þar nefna Skúla Guðjónsson, prófessor og Valtý Blöndal, bankastjóra. Eitt- hvað var skrifað um Hermann og laxveiðina og reyndu sjálfstæðis- menn að varpa vafa á veiðisamn- inga. Einkum kom þetta upp um kosningar. Ef þetta átti að fara að verða eitthvað langt og þreytandi, þá tók Hermann kannski blað upp úr vasa sínum, þar sem þrír eða fjórir kunnir Sjálfstæðismenn und- irrituðu yfírlýsingu um að þeir væru meðleigjendur Hermanns að um- getnu veiðivatni. Bað Hermann rit- stjóra Tímans að birta skjalið eí' þetta hætti ekki og hló svo við og strauk hægri hendi yfír hárið, eins og hann gerði stundum þegar vel lá á honum. Hermann var mjög gamansamur eins og margir alvörumenn geta verið. Eitt sinn sem oftar sat sá er þetta skrifar á fundi með Hermanni og voru mál Tímans til umræðu. í blaðstjórn voru margir af úrvals- mönnum flokksins en nú átti Her- mann að hafa framsögu í ákveðnu máli. Hann hafði verið í þönkum út við glugga að reykja sígarettu, eflaust að hugsa ræðuna, þegar einn viðstaddra gerðist óþolinmóður og byijaði að ræða mál blaðsins, það sama og búið var að boða að Hermann reifaði. Hermann sneri nú til sætis með brosi í breiðara lagi. Þá stoppaði ræðumaður og sagði: Æ, fyrirgefðu, Hermann. ÞiV áttir að tala. Hermann ►

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.