Morgunblaðið - 19.12.1996, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 51
i
i
i
I
I
I
)
)
)
>
>
>
>
I
I
>
I
>
I
>
I
)
I
+ Sigríður Helga
Skúladóttir var
fædd á Hornstöðum
í Laxárdal í Dala-
sýslu 17. mars 1911.
Hún lést á Landspít-
alanum 9. desember
siðastliðinn. For-
eldrar Sigríðar
Helgu voru Skúli
Guðbrandsson,
fæddur árið 1867,
dáinn árið 1951, og
Helga Markúsdótt-
ir, fædd árið 1875,
dáin 1955. Sigríður
var þriðja í röð 9
systkina. 4 dóu á unga aldri en
þau sem upp komust eru Aðal-
steinn, fæddur 9. sept. 1904,
dáinn 3. mars 1986, Guðjón,
fæddur 9. október 1908, dáinn
12. janúar 1986, María Sigur-
rós, fædd 23. júní 1914, Guð-
mundur, fæddur 16. mars 1917,
dáinn 1993.
Sem barn og unglingur starf-
aði Sigríður við störf heima við
og stundaði nám einn vetur við
Kvennaskólann á Staðarfelli.
Þá lá leiðin suður til Reykjavík-
ur þar sem hún vann við heimil-
ishjálp og á Kleppsspítalanum.
Arið 1944 giftist Sigríður
Konráði Þorsteinssyni, fæddur
26.3. 1914, dáinn 8.10. 1973.
Eignuðust þau 6 börn, fyrir
átti Sigríður eina dóttur, Unni
Valdimarsdóttur, fædd 19.8.
1935, dáin 31.12. 1959. Fyrir
átti Konráð 5 börn sem Sigríður
gekk flestum í móðurstað. Þau
eru Jóhannes, fæddur 13.11.
1937, kvæntur Þóru Kristjáns-
Sigríður Helga Skúladóttir
tengdamóðir mín er látin. Frá því
ég kynntist henni fyrst hefur líf
hennar einkennst af því að þjóna
öðrum. Hvar sem hún gat aðstoðað
og rétt hjálparhönd var hún boðin
og búin og fékk ótrúlega miklu
áorkað á skömmum tíma þó ekki
væri hávaðinn við verkin. Þegar ég
var að líta yfir þann tíma sem við
höfum verið samferða, bæði í fjöl-
skyldunni og í söfnuðinum okkar,
Orð lífsins, komu mér strax í hug
hvatningarorð Páls postula í upp-
hafi annars kaflans í Filippíbréfinu.
Þriðja versið segir: „Gjörið ekkert
af eigingirni eða hégómagirnd. Ver-
ið lítillátir og metið aðra meira en
sjálfa yður.“ Þessi orð lýsa lífi henn-
ar mjög vel.
Þegar við bjuggum í Vestmanna-
eyjum 4 ár og í Svíþjóð 5 ár, kom
hún nokkrum sinnum í heimsókn
til okkar öllum til mikillar ánægju.
Einnig eftir að við fluttum heim
fyrir 9 árum var alltaf mjög gaman
að fá „ömmu í Arahólum" í heim-
sókn.
Kristniboð var það sem hjarta
hennar brann fyrir. Fram á síðasta
dag vr hún virk í starfi fyrir Drott-
in. Það er mikil gæfa að hafa feng-
ið að ganga með Guði í marga ára-
tugi eins og Sigríður gerði og mik-
il reynsla og þekking sem safnast
saman. Eg tel það mikil forréttindi
að hafa fengið að ausa af þeim
brunni. Ýmsum spurningum sem
maður var að velta fyrir sér hafði
hún svör við á reiðum höndum.
Einnig viðvíkjandi vakningum á
árum áður. Það er mikill söknuður
hjá okkur í fjölskyldunni og í söfn-
uðinum þegar hún er farin og erfitt
verður að fylla það skarð.
Ýmsir stormar hafa blásið á
langri göngu hennar gegnum lífið,
en með hjálp drottins hefur hún
staðið allt af sér. Nú hefur hún,
hálfníræð að aldri, „gengið inn til
fagnaðar Herra síns“ (Matt. 25, v21
& 23).
Asmundur Magnússon.
Elskuleg tengdamóðir mín, Sig-
ríður Helga Skúladóttir, er látin 85
ára að aldri. Fréttin um andlát Sig-
ríðar kom ekki svo mjög á óvart.
dóttur, Lóa Karen,
fædd 23.12. 1938,
Leví, fæddur 24.7.
1940, Þorsteinn,
fæddur 22.10. 1941,
kvæntur Margréti
Sigurðardóttur, og
Guðrún, fædd 14.6.
1943. Börn Sigríðar
og Konráðs eru
Sigríður, fædd
19.3. 1945, gift
Gylfa Óskarssyni,
Ósk, fædd 22.2.
1946, Helgi, fædd-
ur 7.10. 1948, dáinn
13.10. 1976. Anna,
fædd 2.11. 1949, gift Gísla H.
Árnasyni, Ebeneser, fæddur
10.7. 1953, og Jódís, fædd 13.5.
1956, gift Asmundi Magnús-
syni. Auk þess ólu þau upp dótt-
urson Sigríðar, Unnar Reynis-
son, fæddur 30.12.1959, kvænt-
ur Guðrúnu Gunnarsdóttur.
Börn, barnabörn og barna-
barnabörn Sigríðar og Konráðs
eru 65.
Sigríður og Konráð fluttu
heimili sitt vestur til Isafjarðar
og þaðan á Sauðárkrók og loks
til Reykjavíkur aftur. Sigríður
var virk í kristilegu starfi
Hvítasunnusafnaðarins á
ísafirði og á Sauðárkróki. Eftir
að þau flylja til Reykjavíkur
hóf hún að starfa í Kristniboðs-
félagi kvenna sem hún gerði til
dauðadags. Þá starfaði hún
lengi við sumarbúðirnar í Öl-
veri.
Útför Sigríðar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Hún hafði legið veik í nokkra daga
á hjartadeild Landspítalans. Það er
þó ætíð svo, þegar kær ástvinur er
kvaddur á brott, að þá er okkur
brugðið. Söknuður og hryggð fylla
hug okkar, tómið tekur við. En í
sorginni býr líka þakklætið. Þakk-
læti fyrir ástríka móður sem bar
umhyggju fyrir sínum og vildi öllum
svo vel. Á þann máta mun ég ætíð
minnast Sigríðar. Sigríður var um
margt sérstök manneskja. Sem ung
kona eignaðist hún lifandi trú á
frelsarann Jesúm Krist og má með
sanni segja, að trúin hafi mótað
allt hennar líf í orði og verki.
Hún var kröftugur boðberi fagn-
aðarerindisins sem lét þess aldrei
ófreistað að minna á kærleika Guðs
til allra manna. Líf hennar allt var
sem prédikun þar sem við sem hana
þekktum og unnum, voram stöðugt
minnt á náðarverk Drottins. Kær-
leikur Sigríðar skein hvað skærast
í trúboði hennar. Hún trúði því af
öllu hjarta að það besta, sem hent
gæti hveija lifandi sál, væri að
mæta frelsara sínum Jesú Kristi og
meðtaka fyrirgefningu hans.
Liðlega þrítug giftist Sigríður
Konráði Þorsteinssyni frá Litlu-
Hámundarstöðum í Eyjafirði. Kon-
ráð var sem Sigríður mikill trúmað-
ur og prédikari í fremstu röð. Þessi
sameiginlega köllun þeirra hjóna
setti sterkan svip á fjölskyldulífið
sem og líf þeirra allt. Með stóran
barnahóp var ekki alltaf auðvelt að
sjá fjölskyldunni farborða. En með
miklum dugnaði og þrautseigju
þeirra beggja tókst þeim að hafa
svo að ekki skorti.
Það var alla tíð mjög gestkvæmt
á heimili þeirra hjóna enda stóð það
opið öllum þeim sem þangað vildu
sækja. Kom þar til alþekkt greiða-
semi þeirra og mikil gestrisni. Ekki
mátti Sigríður vita af neinum í neyð,
þá var reynt að rétta hjálparhönd
og eitthvert barnið jafnvel sent með
matarbita eða kökubox til viðkom-
andi. Fullorðna konu, sem var ein-
stæðingur, tóku þau inn á heimilið
og dvaldi hún hjá þeim í 12 ár.
Kona þessi hét Guðmunda og
reyndist hún Onnu konu minni sem
besta amma.
Mér er enn í fersku minni undrun
mín þegar ég sem ungur maður og
væntanlegur tengdasonur flyt inn
á heimili þeirra hjóna. Umræður
um trúmál og trúboð voru þeim svo
sjálfsagðar og eðlilegar, en fyrir
mér var þetta svo nýtt og fjarlægt
- jafnvel feimnismál. Trúarsann-
færing og viðhorf Sigríðar og Konr-
áðs til lífsins og tilgangs þess gerði
það að verkum að maður skynjaði
sterkt hið innra ríkidæmi og þann
styrk sem þau bjuggu yfir.
Eitt sinn, þá ung að aldri, lentum
við Anna í mjög hörðum árekstri
úti á landi. Miðað við aðstæður töldu
kunnugir að við hefðum sloppið
undravel frá þessu slysi. Þegar heim
kom sagði tengdafaðir minn við
okkur: Ætli bænirnar hennar móður
ykkar hafi ekki hjálpað til að ekki
fór verr. Það var á þeirri stundu
sem ég skildi að þannig var Sigríð-
ur. Hún bar fjölskyldu sína uppi á
bænarörmum hveija stund því hún
trúði því og treysti að fyrir bænina
fengjum við leiðsögn og vernd í
gegnum lífið.
Sigríður vann mikið í kyrrþey.
Þótt einhveijum væri rétt hjálpar-
hönd þá fór það hljótt. Hún bar
ekki góðverk sín á torg, það var
ekki hennar háttur. Allt til síðustu
stundar var Sigríður virk á trú-
boðsakrinum og vann þar sín verk
af þeirri trúfestu og kærleika er
einkenndi hana alla tíð. Við trúum
því að nú sé Sigríður komin heim
og fái að hvíla í náðarfaðmi Drott-
ins. í gegnum hryggð og eftirsjá
skín minningin um góða móður, sem
vildi öllum aðeins það besta. Þær
minningar verða ekki raktar hér en
þær munu lifa með þeim sem Sig-
ríði þekktu.
Við Anna og börnin okkar þökk-
um kærleiksríkri móður allt sem
hún gaf okkur á langri ævi. Blessuð
sé minning hennar.
Gísli H. Árnason.
í dag kveðjum við tengdaömmu
mína en ég kallaði hana stundum
því nafni því hún var jafnframt sú
kona sem maðurinn minn þekkti
sem sína móður. Hún var mér mik-
ils virði, ekki síst vegna þess hversu
gott var að ræða við hana um allt
milli himins og jarðar. Aldrei lét
hún falla styggðaryrði um nokkum
mann. Hún reyndist börnunum okk-
ar sú besta langamma sem völ er
á, ófáar stundirnar gætti hún þeirra
og ekki síst síðastliðinn vetur er
Sara Rut dóttir okkar dvaldi hjá
henni í hádeginu meðan mamma
var að vinna og leikskólinn ekki
byijaður hjá henni. Þar átti hún
margar dýrmætar stundir og sakn-
ar hún nú ömmu sinnar mikið. Það
sem mér fannst mest áberandi við
Sigríði var hversu vel hún fylgdist
með öllum fréttum bæði innlendum
sem erlendum og af sínu fólki. Það
var sama hvar var borið niður í
samræðum í veislum alltaf var hún
með á nótunum alveg fram á síð-
ustu stundu. Kæra Sigríður, við
kveðjum þig með söknuð í hjarta
en vitum jafnframt að þú ert komin
til hans sem var þér kærastur af
öllum, Jesú Krists.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
- augun spyija eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar bijósti sætt og rótt.
Amma er dáin - amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
- lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir - amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
Breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum)
Guðrún, Helga Kristrún,
Sara Rut og Gréta Björg.
„Því að lífið er mér Kristur og
dauðinn ávinningur." Þessi orð
Páls postula í Filippíbréfinu komu
í huga minn, þegar mér var flutt
andlátsfregn góðrar vinkonu
minnar, Sigríðar Skúladóttur. Eins
lengi og ég hafði þekkt hana, voru
líf hennar og framkoma mótuð af
trú hennar á Drottin. Þegar hún
hvarf svo skyndilega yfir landa-
mæri lífs og dauða, er ég þess
fullviss, að hinum megin þeirra
beið Jesús hennar. Þar fékk hún
að sjá hann eins og hann er.
Haustið 1964 kynntist ég Sigríði
fyrst. Ég hafði að vísu séð hana
áður með eiginmanni sínum, Kon-
ráði Þorsteinssyni, svo að ég vissi,
hver hún var. En þetta haust geng-
um við báðar samtímis í Kristni-
boðsfélag kvenna í Reykjavík
ásamt fleiri konum.
Fyrsta árið var samstarf okkar
ekkert nánara en annarra félags-
kvenna. En haustið 1965 tókum
við að okkur að annast fundi fyrir
telpur í kristniboðshúsinu Betaníu,
sem nú er ekki lengur til. Þetta
starf okkar var aldrei auglýst í fjöl-
miðlum. Það voru því aðeins nokkr-
ar telpur úr sunnudagaskóla
kristniboðsfélaganna, sem mættu
fyrst, enda voru það þær sjálfar,
sem spurðu, hvort hægt væri að
hafa slíka fundi.
Við Sigríður sáum fyrst í stað
einar um þessar samverustundir,
þó með aðstoð eiginmanna okkar,
þegar þeim hentaði. Síðar, þegar
telpnahópurinn var orðinn svo stór,
að húsið rúmaði hann varla, feng-
um við fleiri til liðs við okkur.
Betri samstarfskonu en Sigríði
var ekki hægt að finna. Hún var
hlý, glaðleg, jafnlynd og ákaflega
trúföst. Greind og ráðagóð var hún
líka, þolinmóð, velvirk og handlag-
in, sem kom sér vel á föndur-
fundunum. Frá þessu fyrsta sam-
starfí hefur vinátta okkar haldist
og aldrei orðið nein breyting á.
Fórnfýsi hennar fyrir Kristni-
boðsfélag kvenna hefur birst á
ýmsum sviðum. Alltaf hafði hún
tíma, ailtaf var hún jafn róleg.
Aldrei lét hún ógætileg orð falla,
hvorki um náungann né þann, sem
hún ræddi við. Alltaf var hún þakk-
lát, hlý og í jafnvægi. Jafnframt
þessu bar hún mikla umhyggju
fyrir kristniboðsstarfinu í heild
sinni og vann að framgangi þess
bæði í orði og verki til hinstu stund-
ar.
Sigríður var mikil bænakona.
Gott var að leita til hennar, þegar
á þurfti að halda. Hún gleymdi
heldur ekki vinum sínum. Ef ég
gat ekki mætt á samkomum þeim,
sem eru í Kristniboðssalnum hvert
miðvikudagskvöld, hringdi hún
ætíð til mín, er heim kom, til að
leyfa mér að fylgjast með því, sem
fram hafði farið. Þessi samtöl okk-
ar á miðvikudagskvöldum urðu því
að vana. Þá ræddum við saman
um margt, sem aðeins við sjálfar
og Guð vissi um. Mér bregður við,
er þessum símtölum er nú lokið.
En lögmáli lífsins verður ekki
breytt. Þegar árin eru orðin mörg
að baki, hverfa stöðugt fleiri sam-
+ Sigurvin B. Jóhannsson
fæddist á ísafirði 27. júlí
1927. Hann lést í Hveragerði
2. desember síðastliðinn og fór
útför hans fram í kyrrþey.
Elsku Sigurvin.
Mig langar til að kveðja þig með
nokkrum orðum. Ég vil þakka þér
fyrir alla þolinmæðina og allar
gleðistundirnar sem við áttum sam-
an þegar ég kom að heimsækja þig
og það óð á mér svo þú komst ekki
orði að á ská og ég mun aldrei
gleyma þér, þegar þú sagðir svo
oft: „Ég er nú ekki fæddur í gær,“
og svo tókstu hressilega í nefið á
eftir.
Þú varst mér traustur vinur á
hveiju sem gekk. Ég man vel eftir
ferðamenn og vinir sjónum okkar.
Ég veit að Sigríður óskaði þess,
og var eflaust líka búin að biðja
um, að hún fengi að hverfa héðan
með skömmum fyrirvara, þegar
ævidagurinn væri að kvöldi kom-
inn. Svo varð líka.
Miðvikudaginn 4. desember síð-
astliðinn var hún á samkomu í
Kristniboðssalnum. Á eftir bar hún
fram kaffi handa þeim, sem þess
óskuðu, og gekk síðan frá öllu í
eldhúsinu ásamt annarri konu. Þar
með var frá hennar hendi lokið
trúföstu og frábærlega vel unnu
starfi, sem hún og Helga Jakobs-
dóttir hafa séð um í Kristniboðs-
salnum í mörg ár. Sigríður veiktist
alvarlega aðfaranótt 6. desember
og andaðist á Landspítalanum 'i
þrem dögum síðar.
Þegar máttarstólparnir hverfa,
spyijum við: Hver kemur í þeirra
stað? Svarið veit ég ekki. En Guð
hlýtur að hafa áætlanir og ráð.
Þó að söknuður fylli hjarta mitt,
er það líka fullt þakklætis. Ég
þakka fyrir að hafa átt Sigríði að
vini öll þessi ár. Ég þakka líf henn-
ar og störf. Um leið samgleðst ég
henni að vera komin heim til Drott-
ins síns og frelsara.
Frá félagssystrunum í Kristni-
boðsfélagi kvenna hef ég verið
beðin að flytja einlægar þakkir
fyrir samfylgd liðinna ára, fyrir
margvísleg störf hennar í þágu M
félagsins og þann fúsleik og þjón- '
ustulund, sem einkenndi allt dagfar
hennar.
Allar vottum við hinni stóru fjöl-
skyldu hennar einlæga samúð okk-
ar.
Guð blessi minningu þessarar
elskulegu, trúföstu og heilsteyptu
konu.
Lilja S. Krisfjánsdóttir.
í dag kveðjum við ömmu, sem ~
var mér miklu meira en bara
amma. Ég átti því láni að fagna
að hafa alist frá fæðingu upp hjá
henni ömmu. Minningar hrannast
upp í hugann, minningar um elsku-
lega, þolinmóða, jákvæða og þakkl-
áta konu. Minningar um konu sem
hvatti mann áfram. Hvatti mann
til að læra, eitthvað sem hún hafði
ekki fengið mikið tækifæri til að
gera í sinni æsku. Hvatti mann til
góðra verka og að láta gott af sér
leiða. Aldrei bugaðist hún þótt á
móti blési. Hún hafði alltaf eitthvað
að stefna að og var aldrei verkefna-
laus, því hún var kristniboðskona.
Alltaf var hún starfandi fyrir
kristniboðið. Hennar ósk var að-t
allir fengju að heyra fagnaðarer-
indið um Jesú Krist. Ekki fór hún
alltaf fremst í flokki en fús var
hún að leggja hönd á plóginn.
Starfsgleðin, áhuginn og kraftur-
inn eru aðdáunarverð.
Elsku amma, ég þakka þér fyrir
allt sem þú hefur kennt mér og
þá hlýju sem þú veittir mér og í
hjarta mínu veit ég að þú ert kom-
in heim til Guðs eftir langan starfs-
dag.
Unnar.
því þegar þú reiddist mér í eina og
síðasta skipti og svo skellihlógum
við að þessu á eftir. Það er svo
margt sem ég vildi sagt hafa en
ég ætla að geyma þær minningar
með mér.
Ég veit að ljósið þitt er slokknað
hérna megin en það lýsir skært þar
sem þú ert.
Takk fyrir allt.
Ég fel í forsjón þína,
Guð faðir, sálu mina,
því nú er komin nótt.
Um Ijósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
611 bömin þín svo blundi rótt.
Þín vinkona,
Jóhanna.
SIGRIÐUR HELGA
SKÚLADÓTTIR
SIGURVINB.
JÓHANNSSON