Morgunblaðið - 19.12.1996, Síða 53

Morgunblaðið - 19.12.1996, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 53 ÁSBJÖRN VIGNIR HJALTASON + Ásbjörn Vignir Hjaltason fædd- ist á Eskifirði 14. mars 1939. Hann varð bráðkvaddur á Eskifirði 8. desem- ber. Foreldrar hans voru hjónin Hjalti Guðnason, trésmið- ur og organisti, og Jónína Guðmunds- dóttir húsmóðir. Hinn 14. mars 1965 kvæntist Ásbjörn Huldu Sigurbjörgu Gunnþórsdóttur frá Borgarfirði eystri. Börn þeirra eru: 1) Jónína, f. 1.10. 1965, sambýlismaður hennar er Jesper Ronnie Christensen. 2) Hilmir Þór, f. 23.6. 1967, sambýliskona hans er Svava Hlín Hákonardóttir og þeirra sonur Ásbjörn Huld- ar, f. 20.4. 1994. 3) Lára Dögg, f. 16.12. 1973. Að loknu gagnfræðaprófi lagði Ásbjörn stund á nám í málaraiðn og starfaði við iðnina í nokkur ár. Hann stundaði einnig sjómennsku í mörg ár. Ásbjörn verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er komið að hinstu kveðju- stund, kallið kom óvænt og allt of snemma. Aldrei hefði mig grunað að samverustundir okkar væru tald- ar þegar ég hélt utan til náms í Danmörku í ágúst síðastliðnum. Þú varst svo stoltur og ánægður fyrir hönd okkar systra, að við værum nú loksins búnar að ákveða hvað við viidum læra. Ég var farin að hlakka svo mikið til að koma heim í jólafrí og hitta ykkur mömmu, símtölin urðu fleiri eftir því sem nær dró jólum og þú varst alltaf að segja mér hvað þú hlakkaðir mikið til, og við vorum bæði farin að telja dag- ana. En nú er ég komin heim tveimur vikum fyrr en ætlað var, og heimkoman var allt öðruvísi en mig hafði dreymt um. Mér finnst vanta svo mikið hérna heima núna, þú varst alltaf til staðar þegar við þurftum á að halda, skilningsríkur og hvetj- andi, og svo var hú- morinn líka í góðu lagi og uppátækin þín voru oft ótrúleg. Já, minningarnar um þig eru margar og góðar, og þær er gott að eiga núna til að ylja sér við. Það er svo margt sem mig lang- ar að segja, en orð fá ekki lýst því hvað mér þykir vænt um þig og hvað ég sakna þín mikið. En lífið verður að halda áfram þótt mér finnist það nær óhugsandi á þess- ari stundu. Hann litli nafni þinn sem þú elsk- aðir svo mikið og þú varst svo stolt- ur af, lýsir upp þetta mikla myrkur og styrkir okkur öll, og við ástvinir þínir huggum líka og styðjum hver annan. Elsku pabbi minn, ég kveð þig nú í hinsta sinn. Minninguna um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Guð geymi þig. Þín, Lára. Elsku pabbi. Nú er komið að kveðjustund, miklu fyrr en mig hefði órað fyrir. Ég hugsa til þín, pabbi minn, og æskuminningarnar streyma fram og lýsa upp þessa dimmu daga. Nú þegar hátíð Ijóssins gengur í garð munum við öll, ástvinir þínir, halda saman jól og styrkja hvert annað. Hugurinn verður hjá þér og minningin um þig lifir í hjörtum okkar. Vertu sæll, elsku pabbi, og hvíl þú í friði. Þín Jónína. Hann Búbbi er dáinn. Þannig hljóðaði svarið við spurningu minni þegar ég spurðist fyrir um ferðir sjúkrabílsins inn í land. Vinur minn Ásbjörn Vignir Hjaltason (Búbbi) er horfmn okkur. Getur þetta virkilega verið rétt, hann á besta aldri alltaf tilbúinn að spauga og veita gleði meðal vina og vinnufélaga sinna og hafði kast- að á mig glaðlegri kveðju í lok vinnudagsins kvöldið áður? Búbbi hafði um morguninn brugðið sér til ijúpnaveiða inn í brekkurnar innan Eskifjarðar eins og svo oft áður, þegar kallið kom. Okkur setur hljóð. Síðan segjum við: Verði guðs vilji - og þökkum fyrir minningu um góðan og sérstakan mann. Eftir barna- og unglingaskóla hér á Eskifírði lá leið Búbba í Al- þýðuskólann á Eiðum þar sem hann lauk gagnfræðaprófi. Um það leyti er Eiðadvölinni lauk var útgerð nýsköpunartogaranna þeirra Aust- firðings og Vattar hvað lífvænleg- ust hér á Austfjörðum, og ekki laust við að þessi skip hefðu talsvert að- dráttarafl fyrir unga drengi. Þar var Búbbi engin undantekning og þar var hann virkur þátttakandi í nokkur ár. Samhliða því að stunda almenn störf til sjós og lands var Búbbi málarameistari að mennt, sem hann var farinn að vinna meira við í seinni tíð, af lipurð og smekk- vísi. Búbbi hafði mikið yndi af lestri góðra bóka, reyndar get ég sagt að hann hafi verið alæta á allt prentað mál. Hann hafði líka gaman af að ræða um það sem hann hafði lesið og vakið hafði athygli hans. Hann var sér þess meðvitandi að gróðurinn á láglendinu gefur landinu gildi en ekki aðeins fyöllin sem hillir undir og marka svipmót þess. ODDUR DANÍELSSON + Oddur Daníels- son fæddist I Reykjavík 20. ágúst áríð 1927. Hann lést á heimili sínu föstu- daginn 13. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar Odds voru Jóhanna Júl- íana Friðriksdóttir, f. 1895, d. 1979, og Daníel Krístján Oddsson, f. 1890, d. 1941. Oddur var næstyngstur af átta systkinum og eru sex þeirra enn á lífi. Frá tveggja ára aldri var Oddur í fóstrí hjá Steinunni Jónsdótt- ur og Gísla Einarssyni. Oddur kvæntist Báru Sigur- jónsdóttur, 17. júni 1960, eign- uðust þau þrjú börn, Unnstein, f. 6.3.1960, Lindu, f. 13.8.1961, og Sigdísi, f. 29.7. 1975. Fyrir átti Bára Jón Rúnar Hart- mannsson, f. 28.11. 1957. Oddur verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það verð ég að viðurkenna að þó að ég hafi samglaðst mínum kæra vini, Oddi, að vera leystur frá þeim sjúkdómi sem hann var búinn að ganga með svo lengi og frá þeim þrautum sem hann svo æðrulaus bar, vantar mig mikið, og ég veit að ég er ekki ein um það. En við mennirnir erum eigingjamir, og ég tala ekki um ef við missum þá sem eru einstaklega góðir vinir manns. Það voru okkur sérstök forréttindi, sem fengum að verða samferða þér á lífsleiðinni, Oddur. Góða skapið þitt og húmorinn þinn, það var ein- hvern veginn ekki hægt að vera annað en kát og glöð í návist þinni. Þú gast nefnilega gert þennan gráa hvers- dagsleika svo skemmtilegan. Allaf munu ferðimar okkar í Þórsmörk lifa í minn- ingunni. Oddur var náttúrubarn í eðli sínu. Hann hafði mjög gam- an af að ferðast um landið sitt, sérlega þótti honum gaman að koma á afskekkta staði og ganga á fjöll. Einu sinni sagði hann við mig: Hefur þú tekið eftir því, Sonja, að það er alveg sama hve margar ferðir maður fer í Þórsmörkina, maður sér alltaf eitthvað nýtt í hverri ferð. Eins og einhverju nýju sé bætt í náttúmna í hvert skipti. Einnig átt- um við yndislegar og skemmtilegar stundir þegar við vorum heima í Skinnum, þar sem þér þótti alltaf svo gott að vera. Og þegar þú varst orðinn helsjúkur var áhuginn á að reyna að gera eitthvað þar jafnmik- ill, en getan orðin minni. Svona var einnig um heimilið þitt. Þar var þinn staður. Það eru ekki nema tvö ár síðan þú varst að smíða, þá orð- inn ansi veikur. Þá smíðaðir þú sólpall sem var þannig að þú varst að búa í haginn fyrir Báru. Ég spurði þig af hveiju þú hefðir lausar grindur í botninum, þá sagðist þú gera þetta til þess að Bára gæti sett þær inn í bílskúr á veturna. Þá þyrfti hún sjaldnar að bera á þær og mála. Það var einmitt svona sem þú varst. Það var einu sinni aldraður maður sem var mikill viskubrunnur. Hann skrifaði ein- hvers staðar að flestir menn gætu orðið feður, en aðeins fáir góðir pabbar. Það var hlutskipti og for- réttindi bamanna þinna að eiga góðan pabba. Og maður sá best hveiju þú hafði sáð í hjarta þeirra þegar þau sátu við sjúkrabeð þinn, héldu í hönd þína og sýndu þér alla þá ást sem þau báru til þín. Svo sannarlega áttu bömin þín góðan pabba. Elsku Bára mín, þú sýndir það í verki í öllum hans veikindum, öll þessi ár, hvernig þú vildir verða við óskum hans um að vera heima. Það voru ekki margir dagar sem Oddur var á spitala. Svo sannarlega átt þú heiður skilinn fyrir allt það sem þú lagðir á þig til að hjúkra honum. En ég veit líka að þú færð það allt til baka. Og ég veit líka hvað þú ert þakklát fyrir að hafa, með góðri hjálp bama ykkar, gert þetta svona vel. Ég er ekki búin að gera það upp við mig hvemig ég á að bregð- ast við á aðfangadag. Síðan ég flutti í Hafnarfjörð fyrir sextán ámm hefur enginn aðfangadagur liðið án þess að Oddur kæmi. Og nú þegar enginn Oddur kemur með pakkana, og sækir pakka, og þegar enginn sérstakuijólapakki kemur til mín, sem ég opnaði alltaf síðast og sem ég vissi aldrei hvort ég ætti að þora að opna eða ekki, þá hugsa ég það þannig, að einhvers staðar í nýjum heimkynnum fær einhver annar skrítinn jólapakka. Og ef, í þessum nýju heimkynnum, hefur vantað grínista, smið eða gleðigjafa af einhveiju tagi, þá er hann kom- inn til þeirra núna. En það verður að segjast að við sem eftir emm, emm fátækari. Það er þannig, að vin eins og þig eignast maður bara einu sinni á ævinni. Elsku Bára mín, Steini, Þórdís, Linda, Sigmar, Sigdís, Nonni og barnabörnin í Grindavík, ég veit að allar góðu og ljúfu minningarnar munu græða sárin ykkar. Hann var gimsteinn sem þið geymið í hjarta ykkar. Guð blessi ykkur. Búbbi var ungur drengur þá er sorgin kvaddi dyra, er hann missti móður sína. Slíkur missir hlýtur að marka barnssálina og móta mann- inn. En Búbbi var líka gæfumaður, hans mesta gæfa var er hann kynntist eftirlifandi konu sinni, Huldu Gunnþórsdóttur frá Borgar- firði eystri, sem hefur verið hans skærasta sól alla tíð. Þau eignuðust þijú mannvænleg börn, elst er Jón- ína, þá Hilmar Þór og Lára Dögg, og eitt barnabarn, augasteinninn þeirra Ásbjöm Huldar (Búbba litla) sem er sonur Hilmis og Svövu Há- konardóttur. Hulda mín. Það eru tuttugu og sjö ár síðan við Jónína fluttum hing- að í Hátúnið þannig að við höfum búið sitthvorum megin götunnar jafn langan tíma. Margs er að minn- ast og fyrir margt að þakka, efst er þá alltaf hvað spaugilega út- færslan var ofarlega er komið var saman. Við eigum eftir að sakna okkar góða vinar. Við vottum Þóru móðursystur hans einlæga samúð okkar. Elsku Hulda mín, við biðjum góðan guð að gefa þér og bömunum styrk í sorg ykkar. Megi minningin um góðan dreng lifa. Allir lífsins lögum hlíta, ljúft er að eiga góða vini. Og mega þeirra myndir líta í minninganna endurskini. Unnar og Jónína. PALLINGIMARSSON + Páll Ingimars- son, eftirlits- maður og verk- stjóri, var fæddur að Laugarási í Reykjavík 25. nóv- ember 1928. Hann lést 11. desember síðastliðinn á Hrafnistu í Reykja- vík. Foreldrar: Sól- veig Jóhanna Jóns- dóttir, d. 1982, Ingi- mar ísak Kjartans- son, d. 1973. Páll var einn af tíu systkinum, tvö þeirra eru látin, Ingimar og Guðrún. Eftirlifandi eru Kjart- ann, Garðar, Kristín, Þórunn, Auðbjörg, Erla og Guðfinna. Fyrri kona Páls var Gróa Árnadóttir, þau áttu tvö börn, Árna og Ingibjörgu. Seinni kona Páls var Kolbrún Ragn- arsdóttir, þau áttu tvær dætur, írisi og Krístínu. Útför Páls fór fram 17. des- ember. Páll Ingimarsson, hann Palli, er einn af systkinunum úr Laugarási í Laugardal í Reykjavík. Þau voru tíu systkinin, en nú eru eftir sjö, Ingimar, Guðrún og nú Palli eru fallin frá. Laugarásfólkið er sér- stakt fólk sem ólst upp á tímum erfiðis og krappra kjara í seinna stríðinu. Foreldrarnir Ingimar og Sólveig í Laugarási voru dugleg með hópinn sinn, og töldu ekki eft- ir sér að annast alla sem að garði komu. Krakkamir úr Laugarási, sem margir þekkja, hafa komið sér vel og eru öndvegis mannskapur. Palli vinur minn sem nú kvaddi þennan heim, hefur átt við erf- iðan sjúkdóm að glíma í mörg ár og auðvitað hlaut að koma að lok- um þessa lífs. Ég kynntist Palla Ingi- mars í kringum 1955 þegar systir hans Erla og ég undirritaður fór- um að stinga saman nefjum. Þá var Palli giftur Gróu Ámadótt- ur, þau eignuðust sam- an tvö indælis böm. Seinna slitu Palli og Gróa samvistum. Síðar giftist hann Kolbrúnu Ragnarsdóttur og eignuð- ust þau tvær dætur. Öll þessi göl- skylda kveður nú bróður sinn og ástvin. Palli Ingimars var vinmarg- ur og vinsæll náungi. Hann starfaði í fjölda ára hjá Bifreiðaeftirliti ríkis- ins og var ökukennari um árabil. Síðustu árin var hann verkstæðis-- formaður hjá Garðabæ, þar til sjúk- dómurinn tók yfirhöndina. Mjög gott var að leita til Palla, ég minn- ist ótal tilfella þegar ég leitaði til hans sem var mér eldri og reynd- ari, alltaf var hann tilbúinn að i hjálpa. Hjálpsemi hans við aðra var með ólíkindum og nutu hennar margir í gegnum tíðina. En svona er nú lífið, mennirnir koma og fara. Ég mun minnast Palla Ingimars með hlýju og virðingu. Vertu sæll Palli minn, Guð geymi þig. Þú munt lifa í bijósti okkar, sem besti vinur og kær bróðir. Við sendum okkar samúðar- kveðjur til ástvina og skyldfólks við fráfall þessa ágæta drengs, Páls< Ingimarssonar frá Laugarási. Haraldur Stefánsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, BENEDIKT BERGMANN, Tyttebærvej 28, Odense, Danmörku, lést 16. desember. Útförin fer fram í Odense í Danmörku 21. desember. Inga Bergmann, Annette Bergmann, Olav Bergmann og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GRÉTAR ERLINGSSON fiskverkandi og útgerðarmaður, Hólagötu, Sandgerði, lést á heimili sínu föstudaginn 13. desember. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju laugardaginn 21. desember kl. 14.00. Jóhanna Ingigerður Sigurjónsdóttir, Jóna G. Bjarnadóttir, Egill Olafsson, Erlingur Jónsson, Sigurjón Finnsson, Margrét J. Magnúsdóttir, Eyþór Jónsson, Hólmfrfður Skarphéðinsdóttir, Eygló Jónsdóttir, Thorbjörn Andersen, Vfðir Jónsson, Bryndfs Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 4 Soiya.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.