Morgunblaðið - 19.12.1996, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ
60 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
ý/L ^Matvinnsluvél 400 W?^
með ávaxta- og j}*
grænmetispressu Z 0
f>KENWOOD>
^^Matvinnsluvél 400W*'**-
Jj*t Z0
f íKENWOOD* ¥
* j^Matvinnsluvél 500W3:-#r
Kennslumyndband**-
¥‘Z á íslensku fylgir. »w
ífKENWOOD*'
** Handþeytari ***
*
»JfKENWOODv.
^t^Handþe^g standif
EL.ECT'R
li" I wr.>Lwa*.<»imnagnl
> HIKIUHÚSINU • IMIOAVIOI 17* • 10» UVIjAVlK • SlAU J4t
* * W** '
AÐSENDAR GREINAR
Lánasjóður íslenskra náms-
manna stefndi í gjaldþrot 1991
Lánasjóðnum var, segir
Steingrímur Ari Ara-
son, forðað frá ijár-
hagslegu öngþveiti og
gjaldþroti.
í NÝÚTKOMINNI skýrslu for-
ystumanna íslenskra námsmanna-
samtaka, sem nefnd er „Áhrif og
afleiðingar breyttra laga um Lána-
sjóð íslenskra námsmanna", er m.a.
fjallað um fjármál LÍN. Lengsta
kafla skýrslunnar er astlað að sýna
fram á að fjárhagur LÍN hafi stað-
ið í blóma árið 1991 en nú hin síð-
ari ár sé farið að syrta í álinn og
sjóðurinn að komast á vonarvöl.
Þessi umfjöllun segir sína sögu um
það með hvaða pólitískum formerkj-
um þessi skýrsla er skrifuð, sem
gefin er út í nafni námsmannasam-
taka í landinu.
„Björgunaraðgerðir óþarfar"
árið 1991?
í skýrslunni er fullyrt að sjóður-
inn „hafi staðið mjög sterkt 1991“
og að „björgunaraðgerðir hafi verið
óþarfar". Þetta eru hrein öfugmæli
eins og hér verður gerð gein fýrir.
Því miður heggur hér sá er hlífa
skyldi. Engum hefði komið verr en
námsmönnum. ef sjóðurinn hefði
verið rekinn og fjármagnaður með
lántökum eins og gert var árin
1989-91. Fjárþörf sjóðsins í heild
hefði orðið um það bil 7-8 milljarð-
arkróna árið 1992 til þess að standa
straum af útlánum og greiðslum
af teknum lánum. Þessi fjárþörf
hefði síðan augljóslega farið stór-
lega vaxandi á hveiju ári. Þann
vítahring varð augljós-
lega að stöðva, ef kom-
ast átti hjá gjaldþroti
sjóðsins. Öllum ætti að
vera ljóst, ekki síst for-
ystumönnum náms-
mannasamtakanna, að
gjaldþrota lánasjóður
veitir engum náms-
manni stuðning.
Ráðstafanir nýrrar
ríkisstjómar
Þegar ríkisstjóm
Davíðs Oddssonar tók
við vorið 1991 skorti
um það bil 975 milljón-
ir króna til þess að
hægt væri að greiða
námsmönnum út lánin sín skv. fjár-
lögum og reglum sjóðsins. Þetta er
talsvert á annan milljarð króna á
núverandi verðlagi. Heimild til lán-
töku hafði þó verið hækkuð frá
árinu áður og nam 3.000 milljónum
króna. (Sjá mynd.) Framlag ríkisins
hafði hins vegar verið skorið niður
og nægði aðeins fyrir um 40% útl-
ána í stað 66% sem ríkisendurskoð-
un taldi kostnað við lánakerfið.
Gífurleg þensla útlána
Með þessu er þó ekki öll sagan
sögð um viðskilriað þeirra Svavars
Gestssonar og Ólafs Ragnars, sem
voru ráðherrar menntamála og fjár-
mála árin 1989-91. Gífurleg þensla
var í útlánum sjóðsins á þessum
árum. Þannig hækkuðu útlán um
2.600 milljónum króna frá 1988 til
1991. Á árinu 1991 stefndi í að
útlán yrðu rúmlega 4.500 milljónir
króna m.v. um 1.900 milljónir 1988.
Þessi þensla stafaði öðru fremur
af einhliða ákvörðun þáverandi
menntamáiaráðherra, sem hækkaði
námslán um 20% um-
fram verðlag á árunum
1989 og 90 og stór-
felldri fjölgun lánþega,
þótt námsmönnum í
Íánshæfu námi fjölgaði
lítið á þessu tímabili.
Vaxtalaus útlán
fjármögnuð með því
að taka dýr lán
Ríkisendurskoðun
mat það svo að fjár-
framlög ríkisins þyrftu
að nema 66% af útlán-
um til þess að eiginfjár-
staða sjóðsins rýrnaði
ekki og var þá reiknað
með að sjóðurinn tæki
lán með 6% vöxtum að meðaltali. Á
árunum 1989-1991 skorti um 1.500
milljónir króna til þess að framlögin
næmu 66% miðað við útlán skv.
gildandi reglum. Auk þess voru há
lán tekin til sjóðsins á 6,8-9% vöxt-
um á þessu tímabili. Til þess að
bæta gráu ofan á svart var hluti
þessara lána sem sjóðurinn tók not-
aður til þess að veita vaxtalaus
námslán. Samtals voru af þessu
lánsfé notaðar um 4.500 milljónir
króna á núgildandi verðlagi til þess
að veita vaxtalaus lán (sjá mynd).
Komið I veg fyrir gjaldþrot
Sjóðnum var því augljóslega
stefnt þráðbeint í gjaldþrot að
óbreyttum lögum og reglum. Það
kom í hlut ríkisstjórnar Davíðs
Oddssonar og þáverandi mennta-
málaráðherra Ólafs G. Einarssonar
að koma í veg fyrir þetta. Ráðstaf-
anir voru gerðar til að lækka haust-
lán á árinu 1991 og aukafjárveiting
veitt til sjóðsins að upphæð 700
Steingrímur
Ari Arason
Fjárlög 1991
Greiðslugrunnur. Fjárvöntun.
Innstreymi
Lántökur 3.000
* Raunveruleg útlán eins og horfði í skv. óbreyttum reglum
milljónir króna. Þá var lögum um
sjóðinn breytt á vorþingi árið 1992
og úthiutunarreglum í framhaldi
af því. Skv. þeim lögum og reglum
hefur ríkisendurskoðun talið að
framlög ríkisins þurfi að nema
52-54% af útlánum í stað 66% skv.
fyrri lögum.
Gagnger umskipti
Þrennt einkennir fyrst og fremst
atburðarásina á gildistíma nýrra
laga og reglna um LÍN: 1) Útlán
hafa árlega verið rúmlega 2.000
Hvað eru nemend-
umir sem tóku þátt
í TIMSS að læra og
hvað geta þeir?
NEMENDUR stóðu sig nokkuð
misvel í efnisþáttum. Sá efnisþáttur
sem nemendur stóðu sig einna verst
í (og ekki einvörðungu þeir íslensku)
var hlutfallareikningur. En kannske
er það ekki svo óeðlilegt. E.t.v. er
víðar pottur brotinn í þjóðfélaginu á
þessu sviði eins og eftirfarandi saga
er eitt fjölmargra dæma um. Nýlega
birtust greinar um áttatíu ára af-
mæli Framsóknarflokksins og var
þar minnst á að á þingi væru nú 16
konur í röðum 63ja þingmanna en
aðeins 3 konur af 12 þingmönnum
Framsóknarflokksins. Þetta er eitt
fjölmargra dæma um að rætt sé um
hlutföll af nokkurri vanhugsun eða
reynt að villa fyrir þeim sem á hlýða.
Það skal þó tekið fram að vissulega
finnst mér að hæfum konum eigi að
flölga úr fjórðungi þingmanna í hærri
tölu bæði innan raða Framsóknar-
manna og á þingi yfirleitt!
Einhveijir kunna að spyija sig að
því hvað nemendur séu að læra og
í rannsókninni átti sér stað ítarleg
greining á innihaldi námskráa
grunnskóla og framhaldsskóla og á
því námsefni sem mest er notað á
hveiju aldursstigi. I ljós kom 'að
hvergi er í námsefni 8. bekkinga jafn
mikil áhersla á talnaskilning og brot
og hér á landi en yfir 60% efnisins
er á þessu sviði. Onnur lönd gefa
þessum þætti mun minna rými og
má nefna Singapúr með um 20%,
Tékkland með um 30% og Suður-
Kóreu með um 10%. Þrátt fyrir þessa
miklu áherslu í 8. bekk eru íslenskir
nemendur 8. bekkjar aftar í röð 8.
Varðandi almenning er
eðlilegt, segir Anna
Kristjánsdóttir í síð-
ustu grein sinni, að fjöl-
miðlar sameinist okkur
og gefí þessum mála-
flokki gaum.
bekkinga í þessum þætti (32. sæti
af 41) en íslensku 7. bekkingamir
eru í sínum flokki (26. sæti af 39).
Og almennt fer, eins og þegar hefur
komið fram, nemendum lítið fram
hér á landi frá 7. í 8. bekk. Þetta
er ein fjölmargra vísbendinga sem
gögnin vegna TIMSS gefa nú þegar
en verður að sjálfsögðu skoðað nán-
ar.
Utanbókarlærdómurinn
Ein tilgátan sem hefur komið fram
í umræðum undanfarinna daga er
að ástæður lélegs árangurs megi
rekja ti! þess að fyrir nokkrum árum
hafi dregið úr svonefndum utanbó-
karlærdómi. Þessi spurning hefur oft
komið upp og kannske ekki að
ástæðulausu. En lítum á það hvað
íslensku nemendumir í 8. bekk töldu
að skipti máli. Þegar spurt var um
atriði sem þeir teldu nauðsynleg til
að ganga vel í stærðfræðináminu
kom í ljós að 94% nemenda í 8. bekk
eru sammála eða mjög
sammála því að þar sé
nauðsynlegt að leggja
á minnið efni kennslu-
bókar og það sem þeir
skrifa niður. Í aðeins
tveimur löndum var
sannfæring 8. bekkjar
nemenda sterkari á
þessu sviði. Nú spyr
kannske einhver sig
hvort ráðin um að
draga úr þulukenndum
utanbókarlærdómi en
leggja þess í stað
áherslu á skilning hafi
e.t.v. aldrei skilað sér
til íslenskra nemenda.
Er hægt að gera
eitthvað meðan beðið er nánari
úrvinnslu á TIMSS
rannsókninni?
Já, margt! Á síðasta aldarfjórðungi
hefur skrifum um niðurstöður rann-
sókna á stærðfræðinámi og kennslu
fleygt fram. Þótt ekki hafi verið
mörgum til að dreifa á Islandi til að
þýða og skrifa er nokkuð til á okkar
máli og mjög mikið á tungum ná-
grannaþjóða. Fyrir kennara er skyn-
samlegt að byija á að kynna sér
þetta og ræða saman um það.
Varðandi almenning er eðlilegt að
fjölmiðlar sameinist okkur og gefi
þessum málaflokki gaum. Það er
reyndar löngu tímabært. Fyrir
nokkrum árum bar ég, vegna greina-
skrifa, saman Morgunblað frá árinu
1933, 1963 og 1993. í því elsta var
afar fátt sem gaf tilefni til stærð-
fræðilegra íhugana jafnvel ekki af
allra einföldustu gerð. í næsta blaði
var talsvert meira en blaðið 1993 var
fullt af tölulegu efni. Ég verð hins
vegar ekki vör við að nokkur maður
geri athugasemd þótt þessar tölur
eða umsagnir um þær séu stundum
í meira lagi broslegar og á tíðum
kolrangar. Eg tel að fjölmiðlar gætu
ráðið prófarkalesara sem eru læsir á
slíkt efni og íhugað hvort hægt er
almennt að gera þetta efni aðgengi-
legra og tryggja að fólk
misskilji ekki eða afsali
sér sjálfsögðum rétti
borgarans til að skilja
það sem fram er borið.
Það mætti einnig stíga
skrefi lengra og fræða
almenning meira um
viðfangsefni á sviði
stærðfræði. Þar er af
mörgu áhugaverðu að
taka og mætti e.t.v. eiga
samráð við fagfólk um
leit að efni og val á því.
Fyrir foreldra kann
ég það ráð best að hlusta
á bömin sín og ungling-
ana, athuga hvernig þau
skilja hlutina, liðsinna
þeim við að sjá hve
margt í umhverfi okkar kallar á
stærðfræðilegar úrlausnir og hvetja
þau til að ráðast óhrædd í glímu við
viðfangsefni en bíða ekki alltaf eftir
því að vera mötuð á aðferðum. Bó-
kaútgefendur gætu e.t.v. lagt þarna
lið vegna þess að til eru mjög áhuga-
verðar bækur sem mætti þýða fyrir
nemendur á mismunandi aldri. Einn-
ig gætu sjónvarpsstöðvar lagt lið því
að sumar erlendar stöðvar hafa gert
ágæta þætti til að vekja áhuga bama
og unglinga og auka skilning þeirra
á þessu sviði.
Lítum á þessi mál í samhengi
Fyrir skömmu sagði Hjálmar H.
Ragnars forseti Bandalags íslenskra
listamanna í viðtali: „Eina menning-
arstefnan sem ríkir á Islandi, er að
hér skuli áfram vera íslensk þjóð-
menning og töluð íslensk tunga. Að
öðru leyti er íslensk menningarstefna
ekki til.“ Svo skörp vom þau orð en
í þeim er fólginn sannleikskjami. Orð
mín hér á undan em lóð á vogarskál-
ar þeirra sem segja að menning okk-
ar og menntir verði að rúma meira
en það sem kalla má sérmenningu
okkar. Þær námsgreinar sem rann-
sakaðar voru í TIMSS eiga vissulega
að vera veigamikill hluti mennta
okkar og að því þurfum við að vinna
sameiginlega.
Anna
Kristjánsdóttir
<
<
€
í
i
i
i
i
i
<
<
i
i
i
i
I