Morgunblaðið - 19.12.1996, Page 63

Morgunblaðið - 19.12.1996, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 63 koma til fullnustu. Eins og að framan greinir gr-eiddu lífeyrissjóðirnir lífeyri að fjárhæð samtals um 10 milljarða króna á árinu 1995. Sú tala gæti legið ná- lægd 11 milljörðum á árinu 1996. Á því ári greiddi Tryggingastofnun ríkisins um 14 miiljarða í lífeyri þannig að lífeyrisgreiðslur í heild hafa numið um 25 milljörðum króna. Það má ljóst vera að séu þessar skuldbindingar reiknaðar til allrar framtíðar fyrir þá sem nú eru á lífí kemur líklega út nokkuð há taia, sem einhver kann að gera sér til dundurs að reikna út. Þessum skuld- bindingum er skipt milli lífeyrissjóð- anna og almannatryggingakerfisins og eru skuldbindingar vegna sjóðfé- laga í LSR aðeins hluti þeirra skuld- bindinga sem þjóðfélagið hefur bundið sér vegna lífeyrisþega og öryrkja. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr verður þessum skuldbindingum mætt á hveijum tíma með því að skerða þann hluta þjóðarframleiðslunnar sem rennur til annarra á sama tíma. Því verður ekki breytt með sjóðsöfnun eða færsium í bókhaldi. Slíkt hefur að- eins áhrif á það hvaða form er á færslu neysluréttarins milli þeirra sem hafa tekjur af vinnu og eignum sínum og þeirra sem þiggja lifeyri úr lífeyrissjóðum eða almannatrygg- ingum. Útreikningur á skuldbindingum lífeyrissjóða og túlkun hans á þann veg sem gert hefur verið að það sé afgerandi fyrir kostnað og byrði þjóðfélagsins í framtíðinni hvort sjóður er nú til staðar til að mæta þeim hefur því enga merkingu. Skuldbindingarnar skipta hins veg- ar máli þegar fjallað er um stöðu einstakra sjóða, þ.e. hvort staða þeirra sé þannig að tryggt sé að þeir geti greitt þann lífeyri sem þeir hafa lofað sjóðsfélögum sínum. I því efni skiptir miklu hvort aðrar tryggingar eru til staðar eða ekki. Það er svo annað mál hvers vegna kapp er lagt á að reikna út framtíð- arskuldbindingar vegna framfærslu aldraðra og öryrkja en láta aðrar óskoðaðar. Ef grannt er skoðað eru samfélagslegar skuldbindingar bundnar í löggjöf á fleiri sviðum svo sem í menntakerfinu, heilbrigðis- kerfinu, félagslegri þjónustu o.s.fr. Munurinn er e.t.v. helstur sá að þessum skuldbindingum er ekki haldið til haga með verðbréfum eða öðrum slíkum pappírum. Það þýðir hins vegar ekki að unnt sé að hlaupa frá þeim og víst er að yrði það gert Jólagjpfin nennar Fallegt sett í mörgum litum. Indigo Blue nýkomið. Verð kr. 2.300 settið. Firábært úrval af undiifatnaði verða lífeyrisskuldbindingamar harla lítils virði. Það væri æfingar- innar virði fyrir einhvern reikni- meistara að einhenda sér í að reikna út allar þær framtíðarskuldbinding- ar sem felast í iögum. Útkoman yrði líklega svo há að henni yrði ekki einu sinni lýst með fasteigna- mati og fermetrum og ætti að nægja sem efni í hryllingssögur langt fram á næstu öld. Ótryggur fjárhagur LSR Ofurskuldbinding LSR hefur leitt til þess að stórar áhyggjur hafa lagst á suma menn um hag og af- komu sjóðsins. Leitt er getum að því að þessar ofurskuldbindingar hafi myndast án þess að nokkur hafi tekið eftir þeim eða þá að gleymst hafi að senda skattborgur- unum reikninginn. Spurt er hvers vegna hafi ekki, þrátt fyrir ákvæði laganna um tryggingsfræðilega rannsókn á sjóðnum, verið bætt úr með því að hækka framlagið og hver sé ábyrgð stjórnenda sjóðsins í því. Sá sem svona spyr þekkir auðsjá- anlega ekki nógu vel lög um LSR né sögu hans og virðist m.a. ekki gera sér grein fyrir að til eru lífey- ristryggingar og lífeyrissjóðir, sem ekki byggja á sjóðsöfnun heldur á gegnumstreymi eða á blöndu af þessu tvennu. Slíkir sjóðir eru víða til og veigamikil rök standa til þess að slíkt fyrirkomulag sé hagkvæmt og geti átt vel við þegar um er að ræða sjóði, sem opinberir aðilar tryggja starfsmenn sína í. Kjarni málsins er einfaldlega sá að LSR er ekki og hefur aldrei verið söfnun- arsjóður. Ekkert ákvæði laga hans bendir til þess að nokkurn tíma hafi verið gert ráð fyrir að LSR hefði á hveijum tíma í fórum sínum sjóði til að standa undir öllum fram- tíðarskuldbindingum. Slíkt hefði ekki verið hagkvæmt fyrir ríkissjóð og ekki sparað skattborgurum nokkurn hlut. Það er nóg með að ekki sé gert ráð fyrir því í lögum að LSR safni digrum sjóðum heldur hafa stjórn- völd nokkru sinnum á síðari árum beinlínis gert ráðstafanir í þeim til- gangi að koma í veg fyrir of mikla sjóðssöfnun hjá LSR. Verðtrygging útlána varð almenn um 1980. Það og sú staðreynd að ábyrgð launa- greiðenda á lífeyrishækkunum var sjóðnum mjög hagstæð í mikilli verðbólgn leiddi til þess að mikill vöxtur var fyrirsjáanlegur á eignum LSR. Til að draga úr þeim vexti var lögum um sjóðinn breytt og tekjur hans skertar um vexti og verðbætur af 30% og síðar 40% af íjárfesting- um sjóðsins. Þessi skerðing hefur hingað til lækkað tekjur sjóðsins og eignir um rúmlega 7 milljarða króna. Þessu til viðbótar voru tekjur sjóðsins skertar um nokkur hundruð milljónir króna á árunum 1989 og 1990 með því að lögbundnar tekjur hans skv. lögum voru skertar með ákvæðum í fjárlögum. Þetta var gert þótt fullljóst væri að eignir sjóðsins voru lægri en skuldbinding- ar hans. Það var einfaidlega litið svo á að sjóðnum nægði að standa undir lífeyrisgreiðslum með tekjum sínum á sama tíma en ekki talið hagkvæmt að safna fé í sjóðinn á sama tíma og halli var á ríkissjóði. Tryggingafræðilegar athuganir hafa oft verið gerðar á LSR. Úttekt var gerð á stöðu sjóðsins í árslok 1978 af Guðjóni Hansen trygginga- fræðingi. Jón Erlingur Þorláksson tryggingafræðingur gerði á árunum 1983 til 1986 athugun á ýmsum þáttum í starfsemi sjóðsins og heild- arúttekt á stöðu hans í árslok 1989 og 1992. Á grundvelli þeirra úttekta voru skuldbindingar og staða sjóðs- ins framreiknuð árlega þau ár sem úttekt var ekki gerð. Talnakönnun hf. gerði úttekt á stöðu sjóðsins miðað við árslok 1995. Ekki hefur því skort á tryggingafræðilegar at- huganir og í þeim hefur staða sjóðs- ins komið fram, m.a. mismunur áfallinna skuldbindinga og eigna sjóðsins. Þessum upplýsingum hefur verið skilmerkilega komið á fram- færi við fjármálaráðuneytið svo og bankaeftirlit Seðlabankans hin síð- ari ár. Ástæðan til að stjórn sjóðsins hefur ekki gert tillögu um að hækka iðgjöldin til sjóðsins er einfaldlega sú að lög sjóðsins gera alis ekki ráð fyrir að eign sjóðsins standi undir skuldbindingum heldur að lífeyris- greiðslur séu fjármagnaðar með tekjum sjóðsins á hveijum tíma, þ.e. iðgjöldum til sjóðsins, verðtryggingu launagreiðenda og vaxtatekjum. Stjórnin hefur fylgst grannt með þróun þessara stærða með það fyrir augum að gera tillögur um ráðstaf- anir væri hætta á að gengið yrði á eignir sjóðsins, sem hafa farið vax- andi ár frá ári. Á árinu 1995 voru lífeyrisgreiðslur eins og fram hefur komið um 2,9 milljarðar króna. Ið- gjöld, framlög og vaxtatekJur að frádreginni lögbundinni skerðingu á þeim voru um 3,6 milljarðar króna eða 700 m.kr hærri en lífeyris- greiðslurnar. Þrátt fyrir það gerði stjórnin þá tillögu til fjármálaráðu- neytisins í framhaldi af síðustu út- tekt að fallið yrði frá núverandi skerðingu á vaxtatekjum sjóðsins. Þannig myndi staða hans styrkjast og dregið yrði úr hættu á að skuld- bindingar annarra launagreiðenda en ríkissjóðs lentu á honum. Þá til- lögu er að finna í því frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi. Umframréttindi opinberra starfsmanna I umræðu um lífeyrismál opin- berra starfsmanna er algengt að heyra fullyrðingar um umframrétt- indi þeirra á þessu sviði og nauðsyn þess að þau verði skert. Ekki er því að neita að lífeyristrygging op- inberra starfsmanna hefur verið betri en yfirleitt hefur þekkst hjá öðrum starfsstéttum. Það eitt á hins vegar ekki að geta verið réttlæting fyrir því að réttindin beri að skerða. Slíkt hlyti að byggjast á því að rétt- indin væru í sjálfu sér of mikil. Lífeyristrygging annarra laun- þega hefur farið batnandi á undan- förnum árum. Stofnun sjóðanna á sínum tíma og upptaka skylduaðild- ar 1974 var mikið framfaraspor. Það varð þó ekki fyrr en með verð- tryggingu fjárskuldbindinga að hag- ur þeirra fór að dafna og þeir urðu einhvers virði sem lífeyrissjóðir. Með vexti sjóðanna dró mjög úr þeim mismun sem var á lífeyristryggingu opinberra starfsmanna og annarra launþega. Síðasti áfanginn í að minnka það bil var það að greiða iðgjald af öllum launum. Eftir þá breytingu má segja að ekki sé veru- Tafla IV Taka lífeyris frá 65 ára aldri: Lífeyrissjóður verslunarmanna LSR Taka lífeyris frá 68 ára aldri: Lífeyrissjóður verslunannanna LSR Taka lífeyris frá 70 ára aldri: Lífeyrissjóður verslunarmanna LSR 83.657 kr./mán 93.839 kr./mán upp í 101.129 við 80 ár 114.505 kr./mán 95.254 kr./mán upp í 109.556 við 80 ár 137.281 kr./mán 109.571 kr./mán upp í 115.174 við 80 ár legur munur á ellilífeyrisréttindum sjóðfélaganna, þó önnur réttindi, þ.e. makaréttur og örorkulífeyris- réttur sé misjafn. ; Hér að framan var gerð grein fyrir ellilífeyrisrétti LSR eins og þau eru nú. Fróðlegt er að bera þau i réttindi saman við það sem gerist ■ hjá öðrum sjóðum. Slíkt er ekki auðgert en hér á eftir er tekið dæmi af manni með dæmigerð laun hjá j ríkinu og metið hver lífeyrir hans I yrði í hvoru tilviki um sig ætti hann þess kost að velja á milli þess að vera í LSR eða í Lífeyrissjóði versl- I unarmanna. í samanburðinum er miðað er j reiknað með að byijunarlaun í dag- vinnu séu tæplega 75.000 kr. sem hækki í tæplega 106.800 á starfs- tímanum. Áuk einstaklingsbundnu og starfstengdu hækkananna er ; reiknað með að laun hækki um 0,5% j á hveiju ári umfram verðlagsbreyt- ; ingar og verði dagvinnulaun því 133 ' - 137 þús. kr. við starfslok, eftir ■ ( því hvenær taka lífeyris hefst. Mið- ] að er við að til viðbótar við dag- vinnulaun séu aðrar launagreiðslur j i 50%, sem er svipað og verið hefur , að jafnaði hjá ríkinu mörg undanfar- \ j in ár. i Gert er ráð fyrir að iðgjöld til LV séu 10% af heildarlaunum, þ.e. 4% frá launþega og 6% frá launagreið- anda. Iðgjöld til LSR eru reiknuð 10% af dagvinnulaunum í 32 ár, þar af 4% frá launþega. Réttindi eru reiknuð eftir reglum hvors sjóðs um sig. Stig hjá LV gefur 1,8% viðmið- unarlauna og hjá LSR reiknast rétt- indin 2% lokalauna í dagvinnu fyrir hvert ár að 32 en 1% eftir það þar til rétti til töku á lífeyri er náð og 2% á ári eftir það sé starfi haldið áfram. Miðað er við starfsmann, sem hefur starf við upphaf 25 ald- ursárs og er lífeyrisrétturinn reikn- aður miðaða við þijá kosti fyrir töku ’ lífeyris, þ.e. að taka lífeyris verði við 65 ára aldur, 68 ára aldur eðá i? 70 ára aldur. / Sé lífeyrir reiknaður samkvæmt | þessum forsendum verður niður- \ staðan eins og sjá má í Töflu IV. Fyrir þennan mann eru lífeyris- réttindi hjá LSR nokkru hærri en hjá LV sé miðað við 65 ára aldur en við 68 ára aldur og við 70 ára aldur snýst dæmið við. Þegar tillit er tekið til þess að meðalaldur þeirra sem fara á lífeyri hjá LSR er um 68 ára má reikna með að í reynd séu ellilífeyrisréttindin sem LSR veitir að jafnaði eitthvað minni en SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.