Morgunblaðið - 28.01.1997, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
h
FRETTIR
Munum
gæta
hagsmuna
íslensk-
unnar
„AÐ ÞVÍ er varðar stefnu gagnvart
evrópskum rannsóknarverkefnum
höfum við lagt áherslu á það við
Evrópusambandið að við munum
gæta hagsmuna íslenskunnar við
nýtingu hinnar nýju upplýsinga-
tækni og mótun stefnu í vísindum
og rannsóknum. Þetta verkefni
verður ekki leyst I eitt skipti fýrir
öll, heldur er viðvarandi fyrir okkur
íslendinga á meðan við tölum tungu
menntamálaráðherra, þegar hann
var inntur eftir afstöðu sinni til sam-
starfsverkefna Evrópuríkja á sviði
tungumálaverkfræði.
í Morgunblaðinu á sunnudag var
viðtal við Heiðar Jón Hannesson og
Þorgeir Sigurðsson, starfsmenn
Skýrr, um stöðu íslenskrar tungu í
upplýsingaþjóðfélaginu. Þar kom
fram, að íslenska er eitt sautján
tungumála í svokallaðri EU-
ROMAP-könnun, þar sem safnað
er á einn stað öllum upplýsingum
um þá sem fást við tungumálaverk-
fræði, hvort sem þeir vinna við tal-
gervla, þýðingarforrit, textalestrar-
forrit, leiðréttingarforrit eða texta-
greiningu._ í viðtalinu kom einnig
fram, að íslendingar þurfí að búa
til gagnagrunna um íslenskt mál,
en þeir Heiðar Jón og Þorgeir telja
að kostnaður við að tryggja fram-
gang íslensku í tölvutækninni geti
numið milljörðum á næstu árum eða
áratugum.
íslensku komið að
„Ríkisstjómin hefur mótað al-
menna stefnu um upplýsingasamfé-
lagið og menntamálaráðuneytið sent
frá sér sérstakt rit, í krafti upplýs-
inga, um stefnu sína. Viðhorfum okk-
ar gagnvart Evrópusambandinu höf-
um við komið á framfæri meðal ann-
ars í bréfum til Edith Cresson, sem
fer með yfirstjóm rannsókna og vís-
indamála I framkvæmdastjóm sam-
bandsins," sagði Bjöm Bjamason.
„Ég hef verið í sambandi við þá
sérfræðinga sem að þessu vinna,
en aðalatriðið er að koma íslensk-
unni að á sem flestum sviðum. Vís-
indafulltrúi ráðuneytisins í Brussel,
Rögnvaldur Ólafsson, hefur unnið
að þessum verkefnum og m.a. að-
stoðað þá sérstaklega, sem unnið
hafa að tungumálaverkfræðinni.
Þannig höfum við lagt þessu lið eft-
ir fremsta megni. Fjárveitingar
byggjast hins vegar ekki á ágiskun-
um um kostnað, heldur sértækum
tillögum um einstök verkefni. Þá
er óljóst hvemig kostnaðarbyrðin
dreifist, en sagt hefur verið að það
sé stundum dýrt að vera íslendingur
og kann það enn að sannast hér.“
Bjöm sagði að mikilvægast væri
að þeir sem sérfræðiþekkingu hefðu
ynnu að málinu áfram.
Dæmt í skattsvikamáli ÞÞÞ á Akranesi
10 mánaða fangelsi og
40 milljóna króna sekt
HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands
dæmdi í gær 66 ára gamlan fram-
kvæmdastjóra og einkaeiganda Bif-
reiðastöðvar Þórðar Þ. Þórðarsonar
á Akranesi sekan um brot á skatta-
lögum og skjalafals og til að sæta
10 mánaða fangelsisvist og til að
greiða 40 milljóna króna sekt í ríkis-
sjóð eða afplána 12 mánaða fangelsi
til viðbótar.
Maðurinn var sakfelldur fýrir eft-
irtalin brot; að hafa vanframtalið
tekjur sínar um a.m.k. 132,1 m.kr.
á skattframtölum áranna og skotið
undan tekjuskatts- og útsvarsstofn-
um sömu ár a.m.k. 28,5 m.kr.; að
hafa frá 1990-1993 lækkað Q'árhæð-
ir á 120 sölureikningum fyrirtækis-
ins um 47,2 m.kr. og notað reikning-
ana þannig til tekjufærslu í bókhaldi
og að hafa á virðisaukaskattskýrsl-
um frá 1990 til 1994 vantalið virðis-
aukastattskylda veltu fyrirtækis
sína um að minnsta kosti 149 millj-
ónir króna og skotið að minnsta
kosti 35,8 milljónum króna undan
virðisaukaskatti.
Meðferð í skattkerfinu
Skattstjóri Vesturlands óskaði í
október 1994 eftir skattrannsókn á
meintum skattalagabrotum fram-
kvæmdastjóra Bifreiðastöðvar Þórð-
ar Þ. Þórðarsonar. Rannsókn skatt-
rannsóknastjóra laut að bókhaldi,
tekjum, tekjuskráningu og tekju-
skráningargögnum varðandi rekstur
fyrirtækisins frá byijun árs til loka
ágústmánaðar 1994. Færðu bók-
haldi vegna rekstraráranna 1989-
1993 var ekki skilað til skattrann-
sóknastjóra en tölulega var niður-
staða rannsóknarinnar sú að vantal-
in skattskyld velta frá janúar 1989
til ágústmánaðr 1994 hefði verið
150,4 m.kr. Vanframtalinn virðis-
aukaskattur frá 1990 til ágúst 1994
36,8 m.kr.
Mál fyrirtækisins hefur farið í
gegnum meðferð í skattkerfínu og
hefur yfírskattanefnd úrskurðað um
153 m.kr. viðbótarveltu til virð-
isaukaskatts fyrir árin 1990 til og
með ágúst 1994.
Játning
Eftir lögreglurannsókn var gefín
út ákæra á hendur framkvæmda-
stjóra og eiganda fyrirtækisins og
málið tekið til meðferðar af fjölskip-
uðum héraðsdómi Vesturlands. Þar
bar maðurinn að hann hefði verið
framkvæmdastjóri og séð um fjár-
málastjórn, úrskrift reikninga og
innheimtu þeirra en bókhald hefði
bókari fært samkvæmt gögnum sem
maðurinn hefði sent honum á 1-2
mánaða fresti.
Framkvæmdastjórinn viður-
kenndi þær sakargiftir sem á hann
voru bornar. Hann kvaðst hafa sent
bókaranum þau gögn sem hann
hefði talið að hann þyrfti með.
Maðurinn kvaðst hafa verið trassi
að halda til haga ýmsum gjalda-
reikningum og ekki sent þá bókar-
anum en bókarinn hafi jafnframt
gert virðisaukaskattskýrslur, skatt-
skýrslur og ársreikninga og kvaðst
maðurinn hafa skrifað undir skýrsl-
umar án þess að lesa þær. Hann
kvaðst hafa fengið gögnin send til
baka. Maðurinn viðurkenndi að hafa
vanframtalið þær íjárhæðir sem
honum var gefið að sök en gat ekki
gefið skýringu á því af hveiju þær
hefðu ekki verið tekjufærðar. Hins
vegar kvað maðurinn ýmis gjöld
vegna rekstrarins ekki koma fram
í skattframtölum hans.
Kerfisbundin brot
í Iangan tíma
Við ákvörðun refsingar hafði
dómurinn í huga að brot mannsins
voru stórfelld, maðurinn sveik um-
talsverðar fjárhæðir úr ríkissjóði,
brotin stóðu yfír í langan tíma, voru
kerfísbundin og unnin með þeim
ásetningi að koma sér hjá að standa
skil á sköttum til ríkisins. Hins veg-
ar verði að líta til þess að ekki verði
fullyrt um raunverulegan hagnað
mannsins af brotum sínum.
Hæfíleg refsing var talin 10 mán-
aða fangelsi en einnig var maðurinn
dæmdur til að greiða 40 m.kr. sekt
til ríkissjóðs og hefur álag það sem
skattayfirvöld lögðu á fyrirtækið
vegna brota mannsins þá verið dreg-
ið frá. Greiði maðurinn ekki sektina
innan 4ra vikna kemur 12 mánaða
fangelsi til viðbótar í stað hennar.
Manninum var einnig gert að greiða
allan sakarkostnað, svo og samtals
500 þús. kr. í saksóknarlaun og
málsvarnarlaun.
37,1 m.kr. I hagnað?
Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdóm-
ari dæmdi í málinu ásamt löggiltu
endurskoðendunum Jóni Þ. Hilmars-
syni og Birki Leóssyni.
Hervör skilaði sératkvæði um
þann hluta ákærunnar sem laut að
tekjuskatti, eignarskatti og útsvari.
Þar kom fram að hún teldi, and-
stætt hinum dómendunum tveimur,
sannað að maðurinn hefði hagnast
um 37,1 m.kr. af brotum sínum á
lögum um tekjuskatt og eignarskatt
og útsvar.
Morgunblaðið/Ásdls
HEIÐURSFÉLAGAR Kvenréttindafélagsins, þær Vigdís Finnbogadóttir, Sigríður Erlendsdóttir og
Björg Einarsdóttir á afmælishátíð félagsins í gær.
Kvenréttindafélag
íslands 90 ára
Þrír
heiðurs-
félagar
ÞRJÁR konur voru gerðar að heið-
ursfélögum í Kvenréttindafélagi ís-
lands á 90 ára afmælishátíð félags-
ins, sem haldin var í Ráðhúsi Reykja-
víkur í gær.
Heiðursfélagarnir þrír eru þær
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum for-
seti íslands, Sigríður Th. Erlends-
dóttir sagnfræðingur og Björg Ein-
arsdóttir rithöfundur.
Á afmælishátíðinni fluttu ávörp
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forset-
afrú, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri og Inga Jóna Þórðar-
dóttir borgarfulltrúi. Sýnd voru atriði
úr dagskrá Listaklúbbs Þjóðleikhúss-
ins, „Konur með penna“, auk þess
sem Sophie Schoonjans lék á hörpu
og Arnbjörg Sigurðardóttir og Berg-
lind María Tómasdóttir fluttu
flautudúetta.
veitmgastaðuiirm
ódvr kostur
•/
íhádeginu
Snitzel
Veitingastadur
Víða illfært
um helgina
STORMUR geisaði yfir vestanvert
landið á sunnudag og á Vestfjörð-
um var ófært víðast hvar, en auk
þess erfið færð á flestum vegum
Norður- og Norðvesturlands. Á
mánudag var hafist handa við að
moka og var gert ráð fyrir því
að fært yrði á flestum vegum
landsins í dag.
Nokkuð erfiðlega gekk að halda
uppi innanlandsflugi hjá Flugleið-
um um helgina. í gær var flogið
til allra áfangastaða Flugleiða.
í dag er búist við sunnan- og
suðvestanstrekkingi og rigningu á
vestanverðu landinu en þurru
veðri austanlands.
Morgunblaðið/Kristinn
ÞESSIR krakkar létu veðrið ekki á sig fá og léku sér alsæl í
snjóruðningum sem höfðu myndast við Bústaðaveg um helgina.
}
I
>
i
i
í
I
I
I
I
I
r
L
l
.
t
P
r
1
j i