Morgunblaðið - 28.01.1997, Side 14

Morgunblaðið - 28.01.1997, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ 19 ára Eyjapeyi hefur rekið verslun í 5 ár Mamma varð að sækja um verslunarleyfið Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson BALDUR afgreiðir einn viðskiptavin sinn í Tölvubæ. BALDUR ásamt móður sinni, Ósk Baldursdóttur, sem varð að sækja um verslunarleyfið fyrir soninn þar sem hann var of ungnr til að fá leyfið. Vestmannaeyjum - Baldur Gísla- son, 19 ára Eyjapeyi, sem á og rekur verslunina Tölvubæ í Eyj- um hefur vakið athygli fyrir drift og áræði í kaupmennsk- unni. Þó að Baldur sé ekki nema 20 ára hefur hann verið í versl- unarrekstri í fimm ár og fyrir tveimur árum tók hann sér frí frá námi í Framhaldsskólanum í Eyjum til að geta sinnt rekstri verslunar sinnar, sem hann hafði rekið með náminu til þess tíma. I samtali við Morgunblaðið sagði Baldur að hann hafi alltaf haft áhuga á hvers kyns viðskipt- um og stefnan hafi alltaf verið að mennta sig á viðskiptasviði. Það hafi þó verið fyrir tilviljun að hann fór að versla. Fyrst hafi það byrjað mjög smátt í herberg- inu hans heima en síðan þróast á skömmum tíma út í að hann var kominn á kaf í verslun og viðskipti. Byrjaði verslunarreksturinn íherberginu sínu Baldur segist hafa verið með ólæknandi tölvudellu frá því hann var smápeyi og hafi verið á kafi í tölvugrúski. Það hafi orðið til þess að hann fór að panta disklinga, leiki og ýmislegt fleira frá verslunum í Reykjavík sem hann seldi síðan öðrum strákum í Eyjum sem voru með sama áhugamál. Sumarið sem Baldur varð 16 ára fékk hann vinnu hjá Tæknibæ í Reykjavík og þegar hann kom aftur heim til Eyja um haustið fór hann að selja vörur frá Tæknibæ í Eyjum. Verslunin var rekin í herbergi Baldurs og þar voru vörurnar innan um skólabækur og annað dót, eins og Baldur orðaði það sjálfur. Sífellt jukust viðskiptin og svo fór að herbergi hans rúm- aði þau ekki lengur og innréttaði hann því aðstöðu fyrir verslunina i kjallaranum í húsi foreldra sinna. Þar jókst starfsemin enn, þó ekki væri um formlega versl- un að ræða, og viðskiptavinum Baldurs fjölgaði jafnt og þétt. Þetta varð til þess að í ársbyijun 1995 leigði hann sér verslunar- húsnæði við Skólaveg í Eyjum og opnaði þar verslunina Tölvubæ. Meðan Baldur rak verslun sína í kjallaranum heima þjá sér var hann einungis með tölvur og hluti tengda tölvunotk- un en þegar hann flutti í verslun- arhúsnæðið á Skólaveginum fjölgaði hann vörutegundum og fór að selja bæði leikföng og gjafavörur með tölvuvörunum. Tók sér frí frá námi til að sinna verslunarrekstrinum í upphafi árs 1996 festi Bald- ur kaup á húsnæði og rekstri raftækjaverslunarinnar Neista við Strandveg og bættust þá raftæki og rafmagnsvörur við þær vörur sem hann var með fyrir í verslun sinni. Tölvubær er nú með stærri verslunum í Eyjum og vöruúrvalið er mjög mikið. Baldur segir að rekstur- inn hafi gengið vel og hann sé bjartsýnn á framhaidið. „Þetta byggist á mikilli vinnu og áhuga fyrir því sem maður er að gera auk þess sem maður þarf auðvit- að að vera útsjónarsamur og áræðinn ef þetta á að ganga upp,“ segir hann. Hann segir að stefnan sé að Ijúka stúdentsprófi í náinni fram- tíð og fara í framhaldsnám. „Ég var hálfnaður með nám til stúd- ents þegar ég tók mér frí frá námi til að sinna rekstrinum því ég gat ekki staðið í að reka þetta með skólanum lengur þar sem umsvifin höfðu aukist það mikið. Ég ætla mér þó að klára stúd- entsprófið þegar ég verð kominn fyrir vind að mestu með verslun- ina og síðan er stefnan að fara í rekstrarhagfræði í framhaldi af því,“ segir Baldur. Fékk ekki verslunarleyfi Baldur sér einn um allan verslunarreksturinn en auk hans starfa tveir aðrir starfs- kraftar í versluninni. Baldur segir að þó að hann hafi verið ungur er hann hóf verslunar- rekstur hafi það ekki háð honum að öðru leyti en því að hann gat ekki fengið verslunarleyfi vegna aldurs. „Þegar ég opnaði Tölvubæ á Skólaveginum var ég kærður því ég var ekki með verslunarleyfi. Ég var ekki orð- inn 18 ára og gat því ekki feng- ið leyfið svo mamma varð að sækja um verslunarleyfið fyrir mig svo að ég gæti haldið rekstr- inum áfrarn." Aðspurður segir Baldur að galdurinn á bak við velgengni hans sé fullkominn áhugi á því sem hann hefur verið að gera. „Maður verður að hafa fullkom- inn áhuga á því sem maður tekur sér fyrir hendur og svo er bara að skella sér af stað og hafa trú á að hlutirnir gangi. Ég byijaði smátt, eignaðist lítinn lager til að byija með og svo vatt það smám saman upp á sig og er orðið að því sem það er í dag.“ Baldur er bjartsýnn á fram- haldið og segir að framtíðar- markmiðið sé að lifa af sam- keppnina og hugsa stærra. Hann telur þó ekki mikla möguleika á að verða stærri á verslunarsvið- inu í Eyjum en tekur ekki fyrir að hann hugsi um hvort mögu- leiki getur verið á að stækka við sig á viðskiptasviðinu á öðrum markaði eða öðru sviði í framtíð- inni. Krækti í bíl í fram- úrakstri Vogum - Árekstur tveggja bíla varð á Reykjanesbraut á Vogastapa á föstudag. Bif- reið sem var í framúrakstri krækti í bifreið sem kom úr gagnstæðri átt og lentu báð- ar bifreiðarnar utan vegar. Ökumaður annarrar bif- reiðarinnar var fluttur á sjúkrahús en ekki mikið slas- aður. Eins og áður segir fóru báðar bifreiðarnar út fyrir veg sömu megin og var önn- ur mæld 50 metra frá vegin- um. Opinn fundur þingmanna Framsóknarflokks á Vesturlandi Tekist á um stóriðju Borgarnesi - Alls sóttu um 60 manns fund sem framsóknarþing- mennirnir Magnús Stefánsson og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra boðuðu til á Mótel Venusi í Hafnarskógi við Borgarfjarðarbrú í síðustu viku. Sérstakur gestur fundarins var Guðmundur Bjarna- son, umhverfís- og landbúnaðarráð- herra. Mest var rætt um umhverfismál og fyrirhugaða staðsetningu álvers á Grundartanga á þessum fundi. Fólk úr Hvalfírði og Kjósinni fjöl- mennti á fundinn og voru flestir þeirra sem til máls tóku á móti stað- setningu álvers í Hvalfirði. Fær I flestan sjó með OSTRIN „Síþreyta og depurð eru erfiðir fylgikvillar sveppa- sýkingar. OSTRIN hjálpar mér, því það gefur aukna orku, úthald og vellíðan." Unnur Þorsteinsdóttir, skrifitofumaður. „65 ára, síungur og vinn 10 tíma á dag, en ég byrja líka hvern dag á OSTRIN.“ Árni Valur Viggósson, símaverkstjóri. Upplýsingar um útsölustaði gefur Gula línan í síma 562 6262 Sendum í póstkröfu Heilsu hornio Skipagötu 6, Akureyri, sími/fax 462 1889. í framsöguerindi sínu sagði Ingi- björg Pálmadóttir að nú um stundir ríkti mun meiri bjartsýni í þjóðfélag- inu en fyrir um ári og taldi hún það stafa aðallega vegna þeirra auknu atvinnutækifæra sem tekist hefði að skapa og þeim stöðugleika sem nú ríkti í þjóðfélaginu. Kvaðst Ingibjörg nýverið hafa verið stödd á Austfjörð- um og þar hefðu margir verið að öfundast yfir þeim atvinnutækifær- um sem álverið kæmi til með að skapa Vestlendingum. Rifjaði Ingi- björg upp að margir þeirra sem hefðu verið á móti byggingu Jám- blendiverksmiðjunnar á Grundart- anga fyrir um 20 árum væru í dag sáttir við þá starfsemi. Kvaðst Ingi- björg sjálf hafa haft miklar efasemd- ir um Járnblendiverksmiðjuna á sín- um tíma. Varað við mengun Hjónin Halldór Jónsson læknir og Dagmar Vala Hjörleifsdóttir dýralæknir frá Móum í Innri Akra- neshreppi vöruðu bæði við mikilli mengun frá væntanlegu álveri á Grundartanga. Halldór taldi væn- legra fyrir Islendinga að fara sér hægt í stóriðjumálum og velja frek- ar lítið mengandi stóriðju frekar en álver. Dagmar Vala rakti fyrir fund- arfólki þær tölur um magn mengun- ar sem gert væri ráð fyrir að kæmi frá um 180 þúsund tonna álveri á ári hverju. Halldór ræddi um breytta stefnu Framsóknarflokks- ins og rifjaði upp orð Ásgeirs Ás- geirssonar fyrrum forseta er hann var sakaður um að hverfa frá stefnu Framsóknarflokksins, þá hafi hann svarað: „Ég villtist ekki frá Fram- sóknarflokknum heldur var það Framsóknarflokkurinn sem villtist frá mér“. Reynir Ásgeirsson, bóndi á Svarf- hóli í Svínadal, óttaðist þau áhrif sem álver hefði á framtíð orlofsbústaða- uppbyggingar í Hvalfirði. Hann kvaðst verða var við mengun frá Járnblendiverksmiðjunni við vissar aðstæður og á það væri ekki bæt- andi. Greindi Reynir frá því að fólk væri byijað að draga pantanir um bændagistingu til baka hjá Eyjólfi, ferðaþjónustubónda að Hlíð í Hval- fjarðarstrandarhreppi, sem væri í um þriggja kílómetra fjarlægð frá fyrirhugðu álveri. Ljóst væri því að ímynd þessa svæðis hefði nú þegar skaðast vegna umræðunnar um fyr- irhugað álver. Framhaldslíf kosningaloforða? Ólafur Magnússon, íbúi í Kjósar- hreppi, varpaði því fram hvort kosn- ingaloforð Framsóknarflokksins ættu framhaldslíf eins og mjólkur- fernurnar eða hvort kjósendum hafí láðst að gá að síðasta söludegi og loforð og stefna Framsóknarflokks- ins hafi því verið best fyrir síðasta kjördag. Skoraði Ólafur á umhverfís- ráðherra að láta fara fram rannsókn á áhrifum væntanlegs álvers á at- vinnustarfsemi og náttúru Hval- fjarðar. Baldur Helgi Benjamínsson, nemandi í búvísindadeild Bænda- skólans á Hvanneyri, las upp úr enskum kynningarbæklingi Mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvikrkjunar sem gefinn var út 1995 og ætlaður erlendum fjár- festum. Sagði Baldur að í þessum bæklingi kæmi ýmislegj, fróðlegt fram. Eins og að Islendingar byðu upp á ódýrustu raforkuna og hrein- ustu náttúruna, ódýrt vinnuafl og síðast en ekki síst „Minimum of „red tape““, sem gæti þýtt að skrif- ræði væri í lágmarki eða að lág- markskröfur væru gerðar í um- hverfismálum. Hófleg stóriðja I framsögu sinni og svörum til fyrirspytjenda sagði Guðmundur Bjarnason, umhverfis- og landbún- aðarráðherra, meðal annars að alla hans tíð á Alþingi, eða um 18 ár, hefðu stjórnvöld verið að leita leiða til þess að selja orku. Hann kvaðst hlynntur hóflegri stóriðju. En hann væri enginn sérstakur áhugamaður um að álver yrði reist í Hvalfirði eða í Eyjafirði. Én sem einn af ráðherr- um í þessari ríkisstjórn væri hann ábyrgur fyrir þeirri atvinnustefnu sem ríkisstjórnin boðaði. Um þátt umhverfisráðuneytisins í staðsetningu og starfrækslu ál- vers, sagði Guðmundur að ráðu- neytið væri umsagnar- og eftirlits- aðili. Farið væri eftir reglum og viðmiðunum sem í gildi væru. Sagði Guðmundur að vegna veðurfars og umhverfisástæðna væru íslensku reglurnar sumar öðruvísi en hjá nágrannaþjóðum. Sagði Guðmund- ur að umhverfisráðuneytið hefði farið að fullu eftir settum reglum varðandi staðsetningu álvers á Grundartanga. Menn gætu hins vegar deilt um hvort reglurnar ættu að vera eitthvað öðruvísi og unnið þá að breytingum á þeim. Um stefnu Framsóknarflokksins varðandi stóriðju vitnaði Guðmundur í umhverfisályktun síðasta flokks- þings Framsóknarflokksins. Þar kæmi fram að flokkurinn vilji að auðlindir landsins séu nýttar með skynsamlegum hætti og samræmis sé leitað milli stóriðju og ferðaþjón- ustu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.