Morgunblaðið - 28.01.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.01.1997, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Stórkaupmenn mótmæla nýjum þjónustugjöldum skipafélaganna Umtalsverður kostnaðarauki fyrirtækja FELAG íslenskra stórkaup- mar.na mun á næstu dögum kvarta formlega bæði við Eim- skip og Samskip yfír nýjum þjón- ustugjöldum sem félögin hófu að innheimta af inn- og útflytj- endum um áramótin. Einnig hyggst félagið senda Samkeppn- isstofnun erindi vegna þessa máls. Eimskip lagði um áramótin 460 króna afgreiðslugjald á hverja sendingu í flutningi á stykkjavöru og 980 króna gáma- gjald í innflutningi. Einnig er sérstakt gjald innheimt fyrir að útbúa farmskjöl í útflutningi sem er 880 krónur ef útfyllt fyrir- mæli fýlgja, en ella 1.760 krón- ur. Samskip fylgdu í kjölfarið með því að leggja á 465 króna sambærilegt afgreiðslugjald og 980 króna gámagjald. Stefán Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, segir að útflytj- endur í röðum félagsmanna og erlendir flutningsmiðlarar hafí kvartað yfír þessum nýju gjöld- um við félagið. Þau séu ekki lögð á afmarkaða þjónustu nema gjöldin fyrir farmskírteinin og feli í sér umtalsverðan kostnað- arauka sem skipti einhverjum milljónatugum. Talsverður kostnaður við hveija sendingu Þórður Sverrisson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips, segir að félagið hafi tekið í notkun nýtt gjaldskrár- kerfí fyrir rúmu ári sem kynnt hafí verið rækilega hjá stórkaup- mönnum og iðnrekendum. „Gjaldskrárkerfín eru byggð þannig upp að menn greiða ein- göngu gjald eftir þunga eða rúm- máli. Hins vegar er talsverður kostnaður við hveija sendingu án tillits til magns og þess vegna töldum við eðlilegt að taka upp þjónustugjald fyrir hveija send- ingu. Slíkt gjald er þekkt í mörg- um greinum, bæði hjá trygg- ingafélögum, bönkum og ýmsum öðrum þjónustufyrirtækjum. Þetta gjald settum við á núna í byijun ársins til þess að mæta vaxandi kostnaði við hveija sendingu. Við erum stöðugt að bæta þá þjónustu með aukinni upplýsingagjöf til viðskiptavina. T.d. geta innflytjendur sem það vilja fengið senda á faxi til sín staðfestingu á móttöku vöru í erlendri höfn. Einnig fylgjum við sendingum eftir erlendis þannig að þær nái til hafnar og því þykir okkur eðlilegt að ákveðið fast gjald sé fyrir hveija send- ingu. Samskip hafa fylgt í kjöl- far okkar á ýmsan hátt á liðnum misserum og virðast sömuleiðis hafa fylgt í kjölfarið í þessu efni. í sjálfu sér er það ekkert óvana- legt á sambærilegum mörkuðum að minni aðilinn fylgi þeim stærri eftir við svona breytingar." Algengt erlendis Baldur Guðnason, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Samskipa, bendir á að umboðs- menn skipafélaga erlendis inn- heimti þjónustugjald fyrir póst- burð, fax, síma og aðra slíka þjónustu. „Þetta er algengt í þessum viðskiptum erlendis en hefur ekki tíðkast hér á landi. Kröfur viðskiptavina hafa verið að aukast undanfarin ár um upplýsingar og þjónustu. Allir innflytjendur fá tilkynningu senda á faxi og við tökum á okkur kostnað vegna DHL-send- inga. Hins vegar höfum við ekki treyst okkur til að leggja á slík gjöld einir, en töldum eðlilegt að fylgja í kjölfarið eftir að Eim- skip hóf innheimtu þessara gjalda." Samningur Eimskips og Samskipa um Ameríkuflutninga Samkeppnisyfirvöld taka samninginn til athugunar SAMKEPPNISYFIRVOLD hafa í hyggju að taka til athugunar samn- ing Samskipa við Eimskip um flutn- inga milli íslands og Bandaríkjanna, að sögn Guðmundar Sigurðssonar, forstöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar. Eins og fram kom fyrir helgi hafa Samskip ákveðið að hætta beinum siglingum eigin skips milli íslands og Bandaríkjanna og samið við Eimskip um gámaflutninga á þessari leið. Eftir sem áður munu Samskip þó flytja vörur til Banda- ríkjanna í gegnum Evrópu í sam- starfí við danska skipafélagið Maersk. Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) lýsti í gær yfír áhyggjum vegna sífellt meiri samþjöppunar á íslenska flutningamarkaðnum. í til- kynningu sem félagið sendi frá sér af þessu tilefni er bent á að með samningi Samskipa og Eimskips, sem nú hefur verið tilkynnt um, og yfírtöku Eimskipafélagsins á rekstri skipafélagsins Jökla hf. sé einn og sami aðilinn þar með kom- inn með 100% markaðshlutdeild á siglingaleiðinni milli íslands og Bandaríkjanna. Svo stór markaðs- hlutdeild sé einsdæmi í siglingasög- unni og hljóti að kalla á skoðun samkeppnisyfírvalda. Tækninýjungar skila sér illa FÍS bendir jafnframt á að öllum megi ljóst vera mikilvægi öflugra samgangna á sjó og í lofti fyrir eyríki eins og Island. „Þjóð sem flytur út allar sínar framleiðsluvör- ur og flytur inn flestar nauðsynjar, bæði fjárfestingarvörur og neyslu- vörur, á velmegun sína undir öflugri milliríkjaverslun og þarf að geta treyst á öruggar og hagkvæm- ar samgöngur. Undanfarin ár hefur í krafti sam- keppni náðst veruleg hagræðing í verslun sem skilað hefur neytend- um lækkuðu vöruverði á fjölmörg- um nauðsynjavörum. Þetta hefur m.a. leitt til verulegrar aukningar verslunar erlendra ferðamanna á íslandi, enda má hér finna fyöl- margar vörutegundir sem eru á sambærilegu verði og í nágranna- löndunum eða ódýrari. Um allan heim hafa á undan- förnum árum orðið gífurlegar tækninýjungar í flutningastarf- semi. Mörgum hefur þótt þessi þró- un skiia sér seint og illa hingað til lands. Þróunin hefur m.a. stuðlað að þeim mikla vexti sem verið hef- ur í heimsverslun undanfarin ár. Mikilvægt er að við íslendingar förum ekki á mis við þá þróun. Það er skoðun félagsins að að- eins með öflugri samkeppni á sem flestum sviðum þjóðfélagsins er tryggt að neytendur njóti hag- kvæmustu kjara og að framþróun og tækninýjungar séu eins og þar best gerist. í fréttatilkynningu skipafélag- anna segir að samningurinn sé gerður í því skyni að auka hagræð- ingu á þessari siglingarleið, enda eru tvö skip tekin út af leiðinni. Jafnframt er ljóst að skipafélögin tvö hafa með samningi þessum stofnað með sér samsiglingarkerfí sem leggur þeim ákveðnar skuld- bindingar á herðar gagnvart við- semjendum sínum varðandi san> ráð, kynningu á gjaldskrám o.fl. í ljósi þessa er það von félagsins að ekki líði á löngu að hagræðing þessi skili sér til notenda þjón- ustunnar í formi lægri flutnings- gjalda,“ segir ennfremur. Háskóli íslands Endurmenntunarstofnun Sjávarútvegsfræði - nám með starfi Námið hefst í lok febrúar 1997 og lýkur ári síðar. Skipulagið miðast við að fólk af öllu landinu geti stundað námið samhliða vinnu sinni. Markmiðið er að sameina fræðilega og hagnýta þekkingu á þessu sviði og er leitast við að miðla nýjustu aðferðum, hugmyndum og rannsóknaniðurstöðum eins og þær liggja fyrir hverju sinni. Þátttakendur: Námið er ætlað sérfræðingum og stjómenduin í íslenskum sjávarútvegi. Það hentar bæði þeim sem lokið hafa liáskóla- og tækniskólaprófi, sem og öllum scm hafa góða almenna menntun og starfs- reynslu í íslenskum sjávarútvegi, s.s. framkvæmdastjórum, f)ármálastjórum, framleiðslustjórum, verk- stjórum, útgerðarstjórum, auk starfsmanna opinberra stofnana og hagsmunasamtaka. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Efna- og örverufræði. Fjánnál. Fiskifræði. Fiskiðnaðartækni. Gæðastjórnun og gæðakerfi. Markaðsfræði og utanríkisverslun. Framleiðslustjórnun. Gæðakerfi. Fiskihagfræði. Rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Stefnuinótun og stjórnun. Fyrirkomulag: Alls eru kenndar 300 stundir og er kennt þrjá daga í senn, fimmtudag, fóstudag og laugardag, einu sinni til tvisvar í mánuði (engin kennsla í júlí og ágúst). Námið samsvarar tólf og hálfri einingu í námi á háskólastigi. Hennarar: Agnar Hansson lektor HÍ, Ágúst Einarsson prófessor og alþingismaður, Gísli S. Arason lektor IIÍ, Guðmundur Stefánsson deildarstjóri RF, Gunnar Stefánsson tölvunarfræðingur Hafrannsóknastofnun, Haukur Alfreðsson rekstrarverkfræðingur Nýsi, Jón Freyr Jóhannsson ráðgjafi „Skref í rétta átt", Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur Hafrannsóknastofnun, Páll Jensson prófessor HÍ, Pétur K. Maack prófess- or HÍ, Ragnar Árnason prófessor HÍ og Sigurjón Arason sérfræðingur hjá RF. Stjórn námsins: Valdimar K. Jónsson prófessor, Sigurjón Arason aðstoðarforstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Ágúst Einarsson prófessor. Þátttökugjald: Gjaldið er 190.000 kr. og eru kennslugögn innifalin nema ef kaupa þarf kennslubækur. Greiðslum má dreifa á námstímann, samkvæmt nánara samkomulagi. llmsóknarfrestur er til 10. febrúar. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum, fást hjá: Endurmenntunarstofnun lláskóla íslands Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík Sími: 525-4923- Bréfasími: 524-4080. Netfang: endurm@rhi.hi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.