Morgunblaðið - 28.01.1997, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
DÓMNEFNDARMENN kynna valið á Dorrit Willumsen sem handhafa bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs; Jóhann Hjálmarsson, Mary-Ann Bácksbacka, Preben Meulengracht-
Sorensen og Ann Marie Mai.
Dorrit Willumsen
hlýtur Bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs
Svefnleysi
söguefnisins hélt
henni vakandi
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
DANSKA skáldkonan Dorrit Will-
umsen hlaut Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs í gær fyrir
skáldsögu sína Bang. En roman
om Herman Bang. I greinargerð
dómnefndar um bókina segir:
„Skáldsaga Dorrit Willumsens um
Herman Bang er endurnýjun á
ævisögunni sem bókmenntagrein.
Með skerpu máls og fegurð þess
lyftir hún í hæðir efninu um til-
vist listamannsins í samtímanum
með því að gæða hið sérstæða og
einstaklingsbundna almennri
merkingu."
Verðlaunabókin fjallar um
danska rithöfundinn, leikarann,
leikstjórann og blaðamanninn Her-
man Bang sem fæddist árið 1857
en var myrtur árið 1912 í lestar-
klefa, eins og sagan segir. Að sögn
Prebens Meulengracht-Sorensen,
sem var annar tveggja fulltrúa
Dana í dómnefnd, hefur bókinni
verið tekið mjög vel í Danmörku og
í Skandinavíu allri. „Hún hefur hlot-
ið mjög góða dóma gagnrýnenda
sem hefur þótt hún einkar skemmti-
leg aflestrar þótt hún segi vissulega
sorglega ævisögu Bangs.“
Ellefu góðar bækur
lagðar fram
Dómnefndarmenn sögðu að-
spurðir að valið á milli framlagðra
bóka hefði verið erfítt eins og allt-
af. „Það voru ellefu góðar bækur
lagðar fram og var atkvæða-
greiðslan jöfn,“ sagði Mary-Ann
Bácksbacka frá Finnlandi sem var
formaður nefndarinnar. Þetta er
í sjötta sinn sem Danir hljóta verð-
launin.
Verðlaunin, sem eru 350.000
danskar krónur, verða afhent í
Osló 3. mars næstkomandi í
tengslum við menningarráðstefnu
Norðurlandaráðs.
Vali nefndarinnar á verðlauna-
hafa er þannig háttað að fyrst eru
greidd atkvæði um allar framlagð-
ar bækur en þar mega nefndar-
menn ekki greiða bók frá sínu landi
atkvæði. í annarri umferð er svo
kosið á milli þeirra þriggja bóka
sem hlutu flest atkvæðin í fyrstu
umferð og þannig skorið úr um
það hver hlýtur verðlaunin. í síð-
ari umferð mega nefndarmenn
greiða löndum sínum atkvæði.
Fulltrúar íslendinga í dóm-
nefndinni voru Jóhann Hjáimars-
son skáld og Sigurður A. Magnús-
son skáld.
Þess má geta að Dorrit Willum-
sen kemur til íslands 15. mars
næstkomandi og verða verk henn-
ar kynnt í Norræna húsinu í til-
efni þess.
DORRIT Willumsen handhafi
bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs í ár, er þekktur og
verðlaunaður rithöfundur í
lieimalandi sínu Danmörku. Hún
er fædd 1940, gaf fyrst út smá-
sögur 1965, en vakti fyrst veru-
lega eftirtekt með skáldsögunni
Marie, sem kom út 1983 og fjall-
ar um líf og störf Madame Tuss-
auds, sem fræg varð fyrir vax-
myndir sínar. Verðlaunabók
Willumsen nú fjallar einnig um
fræga persónu, rithöfundinn
Hermann Bang, sem Willumsen
segist hafa hrifist af þegar í
menntaskóla. Og
Willumsen á sér
fleiri uppáhalds-
höfunda, því í
samtali við Morg-
unblaðið lýsir hún
hrifningu sinni á
verkum Steinunn-
ar Sigurðardótt-
ur.
Rithöfundurinn
Hermann Bang
hefur heillað Will-
umsen síðan hún
las verk hans í
menntaskóla.
„Þegar ég las
verk hans þá
fannst mér að enginn skrifaði
annað eins mál og hann,“ segir
hún. „Sögupersónur hans lifðu
sínu eigin lífi í þögn sinni. Þær
virtust ekki flæktar í sögu rit-
höfundarins, heldur var það sem
fyrir þær kom eins og lífið sjálft,
eins og eitthvað óskipulegt, en
ekki eins og uppfinning höfund-
arins. En svo heillaði það mig
líka að hann fór ótroðnar slóðir
og var umdeildur maður á sínum
tíma.“
Þó mál Bangs hafi heillað
Willumsen svo mjög olli það
henni þó engum erfiðleikum að
finna bókinni sitt eigið mál.
„Það fyrsta sem ég finn, þegar
ég skrifa bók er málið. Það
mál, sem mér finnst hæfa henni
og hver bók hefur sitt eigið
mál. Það var erfiðara með bók-
inni um Madame Tussaud, því
hún var ekki dönsk.“
Dómnefndin segir í umsögn
sinni um verðlaunabók Willum-
sen að með henni hafi hún end-
urnýjað skáldsagnagreinina,
sem hún skrifi í, sögulegar
skáldsögur. Þegar þessi fullyrð-
ing er borin undir Willumsen
hlær hún mjúklega í símann og
segist enn ekki hafa séð um-
sögnina, því hún hafi setið við
símann í allan dag. „En ég hef
ekki rannsakað ævi Bangs
minna heldur en ef ég hefði
skrifað ævisögu hans, enda var
það ætlunin í fyrstu. I þau 4-5
ár, sem ég hafði bókina I takinu
var það ekki mitt eigið svefn-
leysi, sem hélt
mér vakandi,
heldur hans.“
Dorrit Willum-
sen gleðst yfir
verðlaununum því
þau gefi sér
vinnufrið og tæki-
færi til að ferðast.
Og hún veit hvert
hana langar að
fara. Hún hyggur
á Japansferð, „því
það er svo heill-
andi land, þar sem
fara saman hefðir
og nútíminn. Það
er opið, en einnig
torvelt að ná til þess og svo er
allt svo fallegt þar.“ En nú er
það undirbúningur undir næstu
bók, sem á hug hennar allan,
en sú bók er nútimasaga.
Það er þó skemur þar til hún
fer til íslands en Japan, því það
var þegar ákveðið að hún heim-
sækti Island og læsi upp í Nor-
ræna húsinu 15. mars. Aðspurð
um íslenskar bókmenntir segist
hún þekkja verk Steinunnar Sig-
urðardóttur og hafa lesið allt
sem þýtt hafi verið eftir hana á
dönsku og sænsku. „Steinunn
er frábær stílisti og hefur gott
skopskyn og ég kann vel að
meta bæði bækumar hennar og
hana sjálfa“, segir hinn glaði
verðlaunahafi, sem virðist ekk-
ert þreytt á símtölum, þó það
sé komið undir kvöldmatarleyti
og hún hafi setið við símann
alveg frá því að tilkynningin um
verðlaunin barst í gærmorgun.
Dorrit
Willumsen
Bók sem dómnefnd verðlaunanna telur „endurnýjun ævisögulegrar bókmenntagreinar“
Útlagi annars
staðar en í listinni
Herman Bang var einn af sérstæðustu rithöfundum
Dana, en líka blaðamaður, leikarí og leikstjóri.
Jóliann Hjálmarsson fjallar um verðlaunaskáldsögu
Dorríts Willumsens um Bang en hún er talin besta
verk hennar til þessa.
DORRIT Willumsen (f. 1940) er með-
al þeirra dönsku rithöfunda sem
eru í framvarðarsveit kynslóðar
sinnar og hún hefur fengið margar viður-
kenningar í heimalandinu, m.a. Stóru verð-
laun Dönsku akademíunnar, Gagnrýnenda-
verðlaunin, Gullna lárviðinn og verðlaun
kennd við Herman Bang. Bækur eftir hana
hafa áður verið tilnefndar til Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs og nú kom röð-
in að henni fyrir árið 1997.
Upphaflega ætlaði Dorrit Willumsen að
skrifa ævisögu Bangs, en tók þá ákvörðun
að gera honum skil í skáldsögu. Ur varð
sú bók sem dómnefnd verðlaunanna telur
„endurnýjun ævisögulegrar bókmennta-
greinar". Norrænir gagnrýnendur hafa lýst
skáldsögunni Bang sem hátindi á ritferli
Willumsens og er þá mikið sagt því að hún
er bæði kunn og dáð.
Herman Bang (1857-1912) ertilvalið
söguefni, afar litrík persóna sem
náði því að hneyksla landa sína
og fleiri þjóðir með bókum sínum, blaða-
skrifum og ekki síst hegðun. Bang var
spjátrungur, samkynhneigt veisluljón og
lifði hátt. Honum var ekki vært heima fyr-
ir og reyndar ekki erlendis heldur, bann-
færður fyrir bækur sínar, hrakinn land úr
iandi, ofsóttur af yfírvöldum, kóngum og
keisurum síns tíma. Hann var alls staðar
útlagi nema í skáldskapnum og listinni þar
sem hann átti heima.
Bang hefst í jámbrautarklefa í Banda-
ríkjunum 1912, en þar endaði rithöfundur-
inn ævi sína. Til Bandaríkjanna var hann
kominn til að lesa úr verkum sínum. Bang
var ekki einungis einn af þekktustu rithöf-
undum síns tíma á Norðurlöndum. Hann
var afburða blaðamaður, leikari og leik-
stjóri og vann marga sigra heima og erlend-
is. Ósigrar einkalífsins vom þá fleiri. Sum-
ar skáldsagna hans vom hafnar til skýj-
anna, aðrar rifnar niður. Það kom sér til
dæmis illa fyrir þennan fmmkvöðul impres-
sjónismans að fá þá Brandesbræður, raun-
sæispostulana Georg og Edvard, upp á
móti sér.
Bang var prestssonur. Það setti mark á
hann að faðirinn var geðveikur og móðirin
veiktist og lést ung. Bang skar sig snemma
úr. Ljóst var fljótlega að hann var öðra
vísi en aðrir drengir, hneigðir hans og gáf-
ur beindust í aðrar áttir en flestra. í skáld-
sögu Willumsens er lögð áhersla á að sýna
listamanninn í íjandsamlegu samfélagi,
erfíða tilvist skapandi og viðkvæms manns.
Listin er honum allt og hann er sjálfum
sér trúr og beygir sig ekki fyrir neinum. I
fýsnum sínum og óreglu er stoltið honum
leiðarljós.
Dorrit Willumsen skrifar meistaralega
og læsilega um hið vandmeðfama
efni. Stíllinn er yfírvegaður, næst-
um hljóðlátur. Hún styðst við heimildir sem
hún hefur viðað að sér lengi, en aðferðin
er skáldsagnahöfundarins. Bang verður
ljóslifandi í þessari sorglegu sögu. Willum-
sen tekst að gera lesandann hliðhollan
honum og skilja hann.
Það er vissulega rétt sem lesa má í grein-
argerð dómnefndar að Willumsen tekst að
„gæða hið sérstæða og einstaklingsbundna
almennri merkingu“. Því má kannski bæta
við að án einstaklinga sem fara aðrar leið-
ir en hefðbundnar myndi heimurinn farast
úr leiðindum og það er skylda okkar að
leggja þá ekki í einelti eða níðast á þeim.
í bókmenntunum er varla til verri draugur
en stöðnun.