Morgunblaðið - 28.01.1997, Síða 35

Morgunblaðið - 28.01.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 35 800 milljóna króna sparnað- ur ÁTVR? SKRIF nokkurra starfsmanna Verslunar- ráðs og Samtaka iðn- aðarins um málefni ÁTVR hafa birst á síð- um dagblaða undan- farna daga. Síðust í röð þessara skrifa er grein lögfræðings Verslunar- ráðsins sem birtist í Morgunblaðinu 21. jan- úar. Greinin fjallar, sem hinar fyrri, um phag- kvæmni rekstrar ÁTVR um leið og rekstur einkaaðila er hafinn til skýjanna. Lögfræðing- urinn hefur að sjálf- sögðu fullan rétt á að hafa sína skoðun á mál- um ÁTVR og hagkvæmni einka- reksturs. Það er því ekki skoðun lög- fræðingsins sem veldur því að undir- ÁTVR greiðir allan hagnað sinn til ríkis- sjóðs og 32 mkr. betur. Þór Oddgeirssoii spyr hvort aðrir innflytjendur áfengis sætti sig við slíka skattlagningu. ritaður telur sig knúinn til að stinga niður penna, heldur röksemdir og tölulegar upplýsingar sem koma fram í greininni. Skoðanir greinarhöfunda um hag- kvæmni einkareksturs eru mjög þær sömu og talsmenn Verslunarráðs hafa endurtekið í skrifum sínum um málefni ÁTVR. Það eru hins vegar tvö atriði í grein lögfræðingsins sem mig langar að fjalla um. Hið fyrra er greiðsla skatta til ríkissjóðs og hið síðara meðaltalsálagning ÁTVR á áfengissölu. Skattar - greiðslur í ríkissjóð í grein lögfræðingsins segir: „I þessu sambandi er í fyrsta lagi nauð- synlegt að hafa í huga að ÁTVR greiðir hvorki tekju- og eignarskatt né sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Þetta þýðir hugs- anlega um 800 milljóna króna sparn- að fyrir fyrirtækið á ári.“ Starfs míns vegna tel ég mig þekkja nokkuð sæmilega til rekstrar og efnahags ÁTVR. Ég verð þó því miður að viðurkenna að ég botna hvorki upp né niður í fyrrgreindri til- vitnun. Þeim, sem taka að sér að skrifa um málefni ÁTVR, hlýtur að vera það ljóst, að nær allur hagnaður ÁTVR hefur verið greiddur beint til ríkissjóðs. Skiptir þá í sjálfu sér ekki máli hvort við köllum þessar greiðslur ÁTVR skatt, arð eða eitthvað annað. í fjárlögum fyrir árið 1997 er gert ráð fyrir að hagnaður verði 2.273 milljónir kr. Skil ÁTVR til ríkissjóðs samkvæmt sömu fjárlögum eru 2.305 milljónir kr. ÁTVR er þannig gert að skila í ríkissjóð 32 milljónum kr. umfram hagnað. Mér er ekki ljóst hvemig hugleiðingar um 800 millj- óna kr. árlegan spamað ÁTVR, vegna þess að verslunin greiði ekki tekjuskatt, falla að þessum saman- burði. Tekjuskattur hlutafélaga er þó ekki nema 33% af hagnaði, en ÁTVR greiðir allan hagnað til ríkis- sjóðs og 32 milljónum kr. betur. Spyija má hvort aðrir innflytjendur áfengis sættu sig við slíka skattlagn- ingu. Alagning - kostnaðarverð I kjöifar afnáms einkaréttar ÁTVR á innflutningi áfengis voru sett lög um áfengisgjald. Gjaldskyld- an tekur til allra sem flytja inn eða framleiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu. Gjald af innfluttu áfengi skal greitt við tollaf- greiðslu þess. Veittur er gjaldfrestur við inn- flutning í allt að tvær vikur. ÁTVR nýtur engra sérkjara við greiðslu gjaldsins og situr þar við sama borð og aðrir innflytjendur. Þegar ÁTVR kaupir áfengi til verslana sinna af innlendum innflytj- endum, er áfengisgjald- ið innifalið í verðtilboði án sérstakrar aðgrein- ingar. Það er því vand- séð hvað rangt er við það að telja áfeng- isgjald hluta af því kostnaðarverði áfengis sem álagning er reiknuð af. Þau rök í grein lögfræðingsins að áfengis- gjald geti ekki talist álagningarstofn vegna þess að það renni til ríkissjóðs verða að teljast harla léttvæg. Spyija má Verslunarráðið að því hvernig umbjóðendur þeirra sem stunda áfengisinnflutning reikna út álagn- ingu sína ef áfengisgjaldið er ekki talið gilt sem álagningarstofn. Fyrir nokkrum ámm greiddi ÁTVR landsútvar eins og þó nokkur fyrirtæki í höndum einkaaðila. Þess vegna var gerð sú krafa að ársreikn- ingur fyrirtækisins væri gerður á sambærilegan hátt og ársreikningar annarra fyrirtækja í landinu. Þó landsútvar félli niður fyrir nokkram áram hefur ársreikningur verið sam- inn og endurskoðaður eftir sömu reglum og markaðurinn býr við. í upplýsingum sem ársreikningurinn gefur sést, svo ekki verður um villst, að meðaltalsálagning ÁTVR af áfengissölu er mjög nálægt 10,5%. Tilvitnun lögfræðingsins í ótil- greind gögn frá fjármálaráðuneyt- inu, sem segi að núverandi álagning ÁTVR sé sambærileg við 40-55% álagningu ef áfengisgjaldið væri ekki inn í kostnaðarverðinu, kemur þess- ari umræðu um meðaltalsálagningu ekkert við. Sem fyrr segir tel ég sjálfsagt að menn láti skoðanir sínar í ljósi og era þá málefni ÁTVR ekki undanskilin. Mér fínnst hins vegar líka sjálfsagt að þau rök sem menn færa til stuðn- inp málflutningi sínum séu að minnsta kosti í kallfæri við sannleik- ann. Höfundur er aðstoðarforstjóri ÁTVR. DRÁTTAR- BEISLI Eigum fyrirliggjandi dráttarbeisli í flestar gerðir bifreiða. Rafmagnstengi einnig fáanleg. Nánari upplýsingar fást hjá sölu- mönnum okkar í síma 588 2550. BílavörubúÖin FJÖÐRIN ífararbroddi SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 Þór Oddgeirsson Meira um pínukvótann ÝMSIR hafa orðið til þess, að þakka mér skrifin um pínukvót- ann. Nafnið þykir passa vel. Hinn snjalli fiskifræðingur Jón Kristjánsson á heiður- inn af því. Skrif hans hér í blaði 8. þ.m. á bls. C7 og Fiskifrétt- um 10. þ.m. bls. 8 eru mjög athyglisverð og hefur verið stuðst við sumt af því í þessari grein minni. Orðið pínukvóti hefur a.m.k. þrjár merkingar. í fyrsta lagi vísar það til pínu íslensku þjóðarinnar að verða að þola pínukvótann, í öðru lagi þá pínu margra útgerðarmanna að verða að standa undir honum og loks í þriðja lagi hve skelfilega lítill pínukvóti Þorsteins Pálssonar er. Aðrir hafa talið, að eigi sé gerð nægileg grein fyrir undirlægju- hætti ráðherrans t.d. hafi NAFO. (Fiskveiðistofnun Norður-Atlants- hafs), aðeins óskað því, að hver veiðiþjóð skerði veiði skipa sinna um 10%, en sjávarútvegsráðherra hafi lagst alveg flatur fyrir NAFO í algjöru tilgangsleysi með 70% skurði á fiskkvóta íslensku veiði- skipanna, til ófyrirséðs tjóns ís- lensku þjóðarinnar. í skrifum sínum fjallar fiski- fræðingurinn af mikilli þekkingu um pennaglöp sjávarútvegsráð- herrans. Kjarni þeirra er fordæm- ing á afstöðu sérfræð- inga á Hafró, þegar þar er fullyrt, að end- urskoðun á pínukvót- anum á Flæmska hattinum fyrir árið 1997, kæmi ekki til greina, þrátt fyrir að engar haldbærar fiskifræðilegar tölur liggi að baki pínukvót- anum. Þá bendir fiski- fræðingurinn líka á, að stærð rækjustofns- ins á Flæmska hattin- um sé sennilega meiri en haldið var á NAFO- fundinym í september sl. og að nýliðun í hann sé betri en menn héldu. Einnig að vafa- samt sé, að sjálf veiðin verki veru- lega á stofnstærð sjávardýra, þar Fiskifræðingnum finnst vinnubrögð Hafró, segir Gunnlaugur Þórðar- son, skorta vísindalegt yfirbragð. hafi klak, veðrátta og hafstraumar svo og veiði annarra sjávardýra miklu meiri áhrif. Merkileg er ábendingin um, að skammlíf rækja lifir að verulegu leyti á eigin af- kvæmum. Þá var frétt hér í blaði um hor- aðan þorsk, sem veiðst hefur á Breiðafirði og sýnir að þar þarf Gunnlaugur Þórðarson að veiða meira. Bændur við Mý- vatn vita, að ef of lítið er veitt, verður fiskurinn magur og vart ætur. Þá berast fréttir um mok- veiði á grunnsævinu allt í kringum landið, en vanhugsaðar skorður koma í veg fyrir að aflinn sé nýtt- ur að fullu. Það hlýtur að vekja furðu sannra vísindamanna, sem jafnan eru gagnrýnir hver á annars störf, að innan þess „Hæstaréttar“, sem Hafró er í sjávarútvegsmálum, að aldrei birtast frá þeim starfsmönn- um aðrar skoðanir en þær sem stofnunin lætur frá sér fara. Eng- in gagnrýni á jafn hæpnar niður- stöður og þar með tillögur þeirrar stofnunar. Líkt og er t.d. með sér- atkvæði dómara í Hæstarétti ís- lands. Aðal lögfræðinnar er sú gagnrýni, sem á sér stað innan hennar. Ljóst er að fiskifræðingnum finnst vinnubrögð í Hafró skorta vísindalegt yfirbragð, t.d. bendir hann á að umræddir ráðgjafar sjávarútvegsráðherrans séu á villi- götum í kvótamálum og það sé fjarstæða, er þeir halda því fram, að veiðistýring sjávarútvegsráð- herrans á Flæmska hattinum sé nútímaleg. Aftur á móti sé veiði- stýring í stað framseljanlegs og skammtaðs kvóta á veiðiskip. Spilling hlýtur að fylgja slíkri út- hlutun. Það er mikið umhugsunarefni fyrir íslensku þjóðina, að sjávarút- vegsráðherra skuli í skjóli hinnar nýju löggjafar um úthafsveiði hafa komið sér upp eins konar Matador- spili um pínukvótann á Flæmska hattinum, þar sem ráðherrann fær einn að úthluta óhemju verðmæt- um; án efa fyrst og fremst í hend- ur stórútgerðarinnar. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Lífræn ab-mjólk er í meginatriðum lík ab-mjólkinni, sem á undanförnum árum hefur notið fádæma vinsælda. Mjólkin sem notuð er í Lífræna ab-mjólk er framleidd eftir reglum um lífrænan landbúnað og við vinnslu hennar em notaðar lífrænar aðferðir. Mjólkin er ófitusprengd og sýrð með ab-gerlum (Lactobacillus acidophilus og Bifidobacterium bifidum). Mjólkurbú Flóamanna hefur fengið vottun Túns ehf. og er fyrst mjólkurbúa til að hefja framleiðslu á lífrænni mjólkurvöru fyrir almennan markað. Enn sem komið er hafa aðeins örfáir bændur fengið vottun til framleiðslu á lífrænni mjólk og því verður til að byrja með aðeins framleitt takmarkað magn af Lífrænni ab-mjólk. Eftirspurn ræður miklu um hvernig þessi nýsköpun í matvælaframleiðslu þróast, en hjá nágrannaþjóðum okkar hafa þessir framleiðsluhættir rutt sér æ meira til rúms á undanförnum árum. riti e.j Jaw v’- ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.