Morgunblaðið - 28.01.1997, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
TÓMAS
SIG URÞÓRSSON
+ Tómas Sigur-
þórsson fæddist
í Hlíðarendakoti í
Fljótshlíð 23. októ-
ber 1906. Hann lést
á Sjúkrahúsi Suður-
lands 18. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
Tómasar voru Sig-
urþór Ólafsson,
bóndi og hrepps-
nefndaroddviti í
Kollabæ, Fljótshlíð,
^ f. 7.júlíl870íMúla-
koti í Fljótshlíð, d.
6. apríl 1955, og Sig-
ríður Tómasdóttir,
f. 7. maí 1884 á Járngerðarstöð-
um í Grindavík.d. 5. febrúar
1966.
Tómas var næstelstur átta
systkina. Eftirlifandi er Stefania
Jórunn, f. 1917. Þau sem fallin
eru frá voru: Sveinn, f. 1904,
Ólafur, f. 1908, Erlendur, f.
1911, Margrét, f. 1913, Ingi-
björg, f. 1915, og Guðrún, f.
1917.
Tómas kvæntist 24. maí 1930
Sigríði Lilju Jónsdóttur, f. 2.
október 1907 í Reykjavík, d. 18.
apríl 1984. Þau eignuðust þijá
syni sem allir lifa föður sinn.
Þeir eru: 1) Guðjón, f. 16. mars
1931, starfsmannastjóri hjá
Landsvirkjun, eiginkona hans
er Kristín ísleifs-
dóttir og eiga þau
fjögur börn og þijú
barnabörn. 2) Sig-
urþór, f. 29. ágúst
1935, bygginga-
verkfræðingur,
lengst af erlendis,
eiginkona hans er
Ruth Ragnarsdóttir
og eiga þau þijú
börn og fjögur
barnabörn. 3) Tóm-
as, f. 19. október
1944, bygginga-
verkfræðingur hjá
ístak hf., eiginkona
hans er Guðrún Elín Kaaber og
eiga þau eitt barn.
Tómas ólst upp í Fljótshlíð-
inni, fyrstu árin í Hlíðarenda-
koti, síðar í Kollabæ. Hann flutt-
ist til Reykjavíkur 1928, þar sem
hann starfaði síðan sem verka-
maður, lengst af hjá Reykjavík-
urborg. Hann var ötulll stuðn-
ingsmaður Verkamannafélags-
ins Dagsbrúnar. Hann sat i
stjórn þess um árabil og var
útnefndur heiðursfélagi þess
1986. Seinustu árin dvaldist
hann á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli.
Útför Tómasar verður gerð
frá kirkju Óháða safnaðarins við
Háteigsveg í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Þeir hafa aldrei verið margir heið-
ursfélagar Dagsbrúnar. Dagsbrún
hefur verið ákaflega spör á það að
gera menn að heiðursfélögum. Á 80
ára afmæli Dagsbrúnar voru fímm
félagsmenn heiðraðir með gullmerki
félagsins og þar með gerðir að heið-
ursfélögum. Þetta voru allt val-
menni. Einn þeirra var Tómas Sigur-
þórsson sem borinn verður til grafar
Islenskur efniviður
Islenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró.
KAtÚN
Olt'UI
Áralöng reynsla.
Leitið
upplýsinga.
ai S. HELGAS0N HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677
A TILBOÐI
TIL ALLT AÐ 36 MÁNADA
LEGSTEINAK
10-30% afsláttur
ef pantað er
í febrúar.
15% afsláttur
af skrauti.
Granít
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707
í dag frá kirkju Óháða safnaðarins.
En það að fá heiðursmerki Dags-
brúnar er ekki aðeins að hafa verið
fullgildur félagsmaður Dagsbrúnar
ákveðinn tíma, heldur það að hafa
verið félaginu til sóma og vinna
Dagsbrún heilladijúgt starf.
Strax 17 ára gamall fór Tómas
Sigurþórsson á vertíð til Vestmanna-
eyja og var þar nokkrar vertíðir og
í Grindavík. En þeir fóru títt á ver-
tíð til Vestmannaeyja Rangæingar í
þá daga.
Árið 1928 flyst hann til Reykjavík-
ur og gengur í Dagsbrún sama ár.
Þá vann hann við að steypa upp
Landakotskirkju. Hann vann mikið í
byggingavinnu, t.d. við byggingu
Landakotsspítala og fleiri byggingar
enda eftirsóttur í alla slíka vinnu
vegna frábærs dugnaðar og hæfni.
Þó mátti hann þola á tíma kreppunn-
ar að vera atvinnulaus og vera í at-
vinnubótavinnu. Það held ég að hafi
verið Tómasi þungbært, því í látleysi
sínu og hógværð var hann maður
stoltur. Skömmu eftir stríðslok hóf
hann vinnu hjá Reykjavíkurborg í
verklegum framkvæmdum. Sú vinna
hans var m.a. fólgin í því að leggja
vandasamar skólplagnir, múra
brunna, steypa gangstéttarbrúnir
o.fl. Þetta mundi sumum kannske
ekki þykja merkilegt í dag, en Gústaf
heitinn Pálsson borgarverkfræðingur
sagði mér að til fárra manna hefði
hann oftar leitað um vandasöm ráð
en til Tómasar. Gústaf margbauð
honum verkstjórastarf, en Tómas
kaus að vera áfram Dagsbrúnarmað-
ur. Það var lán Dagsbrúnar.
Óbilandi áhugi hans á öllum verk-
legum framkvæmdum og hvemig
staðið var að verki hreif Gústaf borg-
arverkfræðing og hann skildi hve
margt og mikið bjó í Tómasi. T.d.
vildi Tómas við upphaf verks sjá allar
teikningar og stundum lagði hann til
breytingar á þeim og þá til bóta.
Tómas var grannur maður og
rösklega meðlamaður á hæð og hann
var þvílíkur afkastamaður til vinnu
að undrun sætti. En hann hlífði sér
aldrei og var því oft lúinn að dags-
verki loknu. Hann var kjörinn í stjórn
Dagsbrúnar 1952 og sat í henni til
1970 eða þar til hann baðst undan
endurkjöri. Hann var einnig um ára-
bil aðaltrúnaðarmaður Dagsbrúnar
hjá Reykjavíkurborg. Á stjómarfund-
um var hann mjög hógvær og talaði
lítið, en þegar hann lagði eitthvað til
málanna var hlustað. Að kynnast
þessum stjómarmönnum var lær-
dómsríkt og ógleymanlegt, t.d. að
heyra þá rabba saman Tómas, Vil-
hjálm Þorsteinsson og Tryggva Em-
ilsson vom háskólar mínir.
Mér er minnisstætt að á einum
stjómarfundi lagði Eðvarð Sigurðs-
son fram tillögu mjög flókna, eitt-
hvað um vfsitölu og lækkun landbún-
aðarverðs. Voru um þetta mjög skipt-
ar skoðanir. Þá sagði Tómas: „Við
skulum ganga að þessu.“ Þá var
hann búinn að reikna þetta út í hug-
anum, jafnslungið og það var og kom
með nákvæmar íölur. Ég þurfti tvo
daga til sama skilnings. Tómas fór
17 ára til vers, hefði hann farið til
náms sem hæfni hans stóð til hefðu
verkfræðingar fengið góðan mann í
sínar raðir, en Dagsbrún hefði misst
góðan liðsmann.
Árið 1965 veiktist Eðvarð Sigurðs-
son hastarlega í miðjum samningum
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík • Sími 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tílefni.
Gjafavörur.
og við vorum búnir að skipta með
okkur verkum. Þetta var að nætur-
lagi og útilokað að komast yfír þetta.
Ég gekk að Tómasi og sagði: „Nú
tekur þú að þér samningana við
Reykjavíkurborg og gengur frá
þeim.“ Tómas bar við greindarleysi
og þekkingarskorti, ég tilkynnti
samninganefnd Reykj avíkurborgar
að Tómas væri samningamaður
Dagsbrúnar. Nokkrum klukkustund-
um síðar Iágu fyrir undirritaðir
samningar, mun betri en ég hafði
nokkra von um. Þetta kom fram í
fjölmörgum atriðum samningsins.
Samningamenn Reykjavíkurborgar
kvörtuðu undan hvað ég hefði sent
hæfan mann á þá. Svona var Tóm-
as, talaði yfirleitt aldrei á fundum,
sem hann sótti þó vel og lét lítið á
sér bera, en við sem þekktum hann
og nutum greindar hans og kunnáttu
vorum honum þakklátir, en það var
vonlaust að reyna að fá hann til að
taka að sér stærri forystustörf.
Tómas gat verið fastur fyrir.
Bankarnir fengu þá hugljómun að
allt kaup yrði að greiðast í ávísunum
og enginn fengi lán nema viðkom-
andi ætti ávísanareikning í bankan-
um. Tómas harðneitaði því við stjóm
Dagsbrúnar að leyft yrði að borga út
í ávísunum hjá Reykjavíkurborg. Það
ætti að hafa í heiðri lög sem Skúli
Thoroddsen kom í gegn á Alþingi.
En samkvæmt þeim lögum átti að
borga laun út í peningum og síst
ætti Dagbsrún að bijóta þessi lög.
Auk þess væru bönkum lokað kl. 15
og verkamenn í skítugum vinnufötum
ættu ekki greiðan aðgang niður í bæ
að fá skipt ávísunum. Auk þess væri
ávísun ekki peningar.
Fenginn var þekktur lögfræðipró-
fessor til að skera úr deilunni, niður-
staða hans var þessi: „Ávísun er
ekki peningar heldur ávísun á pen-
inga.“ Engu að síður var leyft að
borga út í ávísun. Tómas neitaði alla
tíð að taka á móti launum sínum í
ávísun, fyrst fékk hann greitt í pen-
ingum, síðar var honum ekið í bíl frá
vinnu niður í banka til að leysa út
ávísunina í vinnutíma. Svar hans við
þessari framkomu var: „Þið getið þá
rekið mig!“ Hann lifði alla tíð í hóf-
semd og sparsemi.
Tómas Sigurþórsson hætti störf-
um 70 ára, konu sína missti hann
árið 1984 og þá varð hann mjög ein-
mana, þetta var mikill missir. Síð-
ustu árin dvaldi hann á Elliheimilinu
Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Hann fór
þangað glaður og leið þar mjög vel
og fékk góða umönnun. Þar hafði
hann Fljótshlíðina fögru, Rangárvell-
ina og útsýni til Vestmannaeyja.
Ég hitti Tómas oft eftir að hann
hætti að vinna og sagði við hann að
mikið ætti Dagsbrún Guðjóni syni
hans, starfsmannastjóra Landsvirkj-
unar, margt að þakka. Hann hefði
beitt sér fyrir að það væri gjörbreytt-
ur aðbúnaður á hálendinu hjá virkj-
unarmönnum. Tómas sagði: „Jæja,“
en augun ljómuðu, verkalýðshyggjan
var enn ósvikin.
Við Dagsbrúnarmenn kveðjum
þennan góða félaga okkar. Og í dag
verður hann lagður til grafar við
hlið konu sinnar sem hann unni.
Guðm. J. Guðmundsson,
fv. formaður Dagsbrúnar.
í dag er afi minn, Tómas Sigur-
þórsson, borinn til grafar. Hann og
amma skipuðu stóran sess í mínu
lífí og á ég mikið af minningum
tengdar þeim. Ég minnist þess sér-
staklega þegar afi og amma komu í
sunnudagskaffi í Alftamýrina tii
mömmu og pabba. Þá hafði amma
það fyrir vana að líta yfir herbergið
mitt til að sjá hvort ég væri ekki
búin að taka til. Amma skoðaði í
skúffurnar og var glöð að sjá þegar
ég hafði raðað öllu snyrtilega. Þetta
gefur góða mynd af þeim hjónum,
snyrtimennska og góðvild þeirra var
einstök. Amma dó árið 1984 og eftir
það bjó afí einn í Skipholtinu eða
þangað til hann flutti á dvalarheimil-
ið Kirkjuhvol árið 1993. Árið 1994
flutti ég og Óðinn í íbúðina þeirra í
Skipholtinu, allir þeirra munir, hús-
gögn og íbúðin öll ber merki um
hversu vel var farið með hvern þann
hlut sem þau áttu. I Skipholtinu eign-
uðumst við góða nágranna, þá sömu
og afí og amma höfðu átt um ára-
bil. Frá þeim höfum við fengið að
heyra margar góðar sögur um þau
hjónin og þá sérstaklega um dugnað
afa, varðandi allt sem hann tók sér
fýrir hendur.
Elsku afí, ég er ekki viss um að
þú hafir gert þér fulla grein fyrir
því hvað þú hjálpaðir okkur mikið
með því að leyfa okkur að búa á
heimili þínu. Þú gerðir okkur kleift
að ljúka námi, ásamt því að gefa
dóttur okkar yndislegt heimili, þar
sem hún steig sín fyrstu skref.
Þess vegna langar okkur til að
kveðja þig með þessum fáu orðum
og þakka þér fyrir allt sem þú gerð-
ir fyrir okkur.
Kristín, Óðinn og Arna Björk.
Laugardaginn 18. þ.m. lést. á
Sjúkrahúsinu á Selfossi Tómas Sig-
urþórsson verkamaður, níræður að
aldri. Með Tómasi er látinn einn af
forystumönnum verkamanna í
Reykjavík um áratuga skeið, verka-
maður í sannastri og jákvæðastri
merkingu þess orðs, einn þeirra sem
gaf þessu starfsheiti reisn og gildi.
Tómas var Rangæingur og af
traustum bændaættum og bar með
sér manngildi og menningu sveit-
anna frá aldamótunum þegar íslend-
ingar voru að vaxa upp úr fátækt
og vonleysi og finna að þjóðin gat
horft til framtíðar með meiri von,
meiri reisn og meiri menntun en
kynslóðir þær sem á undan voru
gengnar. Hér verður ævi og starf
Tómasar ekki rakið, enda aðrir til
þess hæfari. Þess skal aðeins getið
að meginluta starfævi sinnar var
hann verkamaður í Reykjavík og
lengst af mun hann hafa starfað hjá
Reykjavíkurbæ og síðar -borg og var
trúnaðarmaður verkamanna hjá
borginni um áratuga skeið.
Tómas átti sæti í stjórn Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar um ára-
bil og þótti þar bæði ráðagóður og
ráðhollur. Ég minnist þess að ein-
hveiju sinni á sjöunda áratugnum
þegar Búrfellsvirkjun var í byggingu
að ég þurfti að fara þangað til að
leysa úr einhveijum deilum sem
höfðu orðið milli verkamanna og
verktakans og svo réðst að Tómas
slóst í förina til að finna Guðjón son
sinn og fjölskyldu hans en þá starf-
aði Guðjón hjá verktakanum, sem
byggði virkjunina. Ég ræddi þau
vandamál sem biðu mín austur frá
við Eðvarð Sigurðsson, sem þá var
formaður Dagsbrúnar og Verka-
mannasambandsins og í því samtali
barst í tal að Tómas yrði mér sam-
ferða og sagði Eðvarð þá að ég
væri ekki einn á ferð úr því að Tóm-
as væri með. Þar myndi ég áreiðan-
lega eiga góðan ráðgjafa ef á þyrfti
að halda.
Tómas var einn þess fjölda verka-
fólks sem fætt var um og eftir síð-
ustu aldamót og var hámenntað þó
að skólaganga væri í lágmarki miðað
við það sem nú er. Kom þar bæði
til mjög mikil almenn greind, rétt-
sýni, hæfíleikinn til að greina alltaf
það frá sem mestu máli skipti en
láta hitt mæta afgangi og mjög sterk
siðferðisvitund. Mér kom Tómas í
hug er ég eitt sinn átti orðastað við
einn af prófessorunum við Háskóla
íslands og talið barst að því að á
námsárunum hefði hann stundað
verkamannavinnu að sumrinu svo
sem títt var, og hafði hann orð á hve
margir verkamannanna hefðu verið
í raun hámenntaðir og fullfærir um
að taka þátt í umræðum um íjölda
mála með þeim hætti sem hvaða
háskóli sem væri hefði verið full-
sæmdur af. Slíkur var Tómas Sigur-
þórsson.
Heim að sækja voru Tómas og
hans ágæta kona, Sigríður, sem látin
er fyrir allmörgum árum, einstakir
höfðingjar og alúðin og hlýjan sem
réð ríkjum á því heimili ógleymanleg.
Að hafa átt þau hjón að vinum er
meiri fjársjóður en mælt verði með
neinum mælitækjum, það er fjársjóð-
ur sem mölur og ryð fá ekki grand-
að. Hver sem þess varð aðnjótandi
hlýtur að verða betri maður eftir.
Fyrir órofa vináttu þeirra Tómasar
og Sigríðar erum við hjónin ákaflega
þakklát og mjög hamingjusöm að
hafa átt þess kost að njóta hennar.
Við kveðjum svo kæran vin, þökk-
um fyrir allar yndislegu stundirnar
og sendum sonum Tómasar og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þórir Daníelsson.