Morgunblaðið - 28.01.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 39 f
ANNA
GUÐJÓNSDÓTTIR
+ Anna Guðjóns-
dóttir fæddist á
ísafirði 22. janúar
1914. Hún lést 21.
janúar sl. á Öldrun-
ardeild Landspítal-
ans Hátúni lOb.
Foreldrar hennar
voru Sigríður Hall-
dórsdóttir, f. á
ísafirði 6. septem-
ber 1868 d. 17. des-
ember 1957 og Guð-
jón Magnússon, f. á
Hellissandi 5. apríl
1868 d. 12. febrúar
1955. Anna og tví-
burabróðir hennar Páll voru
yngst 12 barna þeirra hjóna.
Hin voru Halldóra Mikkalína
f. 26. maí 1895, Þórdís f. 29.
september 1897, Ottó f. 1. nóv-
ember 1900, Áslaug f. 15. sept-
ember 1902, Vilhjálmur f. 13.
október 1905, Karolína Magnea
f. 16. april 1907, Halldór f. 4.
ágúst 1908, Guðjón f. 16. janúar
1910, Sigríður f. 8. febrúar
1912, þau eru nú öll látinn. Auk
þess ólu þau upp tvö barnabörn
sín Friðrik Ottóson
f. 20. október 1921
látinn og Karl Vil-
helmsson f. 22. ág-
úst 1931. Anna gift-
ist 6. júní 1936
Karli Bjarnasyni f.
á ísafirði 13. des-
ember 1913 d. 30.
nóvember 1987.
Þau bjuggu á
ísafirði til ársins
1953 er þau fluttu
til Reykjavíkur.
Anna og Karl eign-
uðust sex börn. Þau
eru: Geirlaug f. 1.
okt. 1936 gift Herði Sófussyni,
Guðjón Bjarni f. 18. ágúst 1938,
Dagný f. 3. júní 1941 gift Erling
Bang, Auðunn f. 20. apríl 1943
kvæntur Fríði Jónsdóttur, Sig-
urður f. 23. apríl 1944 kvæntur
Hallfríði Jónsdóttur og Anna
f. 18. ágúst 1949 gift Erlendi
Erlendssyni.
Útför Ónnu verður gerð frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 28.
janúar og hefst athöfnin kl.
13.30.
Anna Guðjónsdóttir var af góðu
og dugmiklu fólki komin. Sigríður
móðir hennar var mild, traust og
stýrði barnmörgu heimili af hóg-
værð og háttvísi sem henni var í
blóð borin. Guðjón faðir hennar var
dugnaðarforkur, skapmaður en þó
hlýr og geðþekkur.
Allt það besta af eðliskostum
foreldranna var ríkt í lífsstarfí og
skapferli Önnu. Hún ólst upp á fjöl-
mennu heimili við þröngan húsa-
kost eins og það var hjá flestum á
þeim tíma. Systkinin fóru öll ung
að heiman til hinna ýmsu starfa.
Anna var ekki eftirbátur þeirra að
því leyti að komung að árum fór
hún að vinna almenna vinnu eins
og unglingar þeirra tíma þurftu að
gera.
Skólagangan var ekki löng, enda
voru þeir fáir sem höfðu tækifæri
til langrar skólagöngu því fátækt
var þar viða mikil. En þrátt fyrir
þetta gekk Anna í annars konar
skóla, sem kenndi henni svo margt
og hún naut síðar á lífsleiðinni, sá
skóli var skóli lífsins.
Anna giftist 1936 Karli bróður
mínum, sem lést fyrir rúmum 9
árum. Þeim varð 6 barna auðið sem
öll lifa foreldra sína. Heimili þeirra
var á ísafirði og þar fæddust öll
bömin. Á árinu 1953 fluttist fjöl-
skyldan til Reykjavíkur. Þegar Karl
lést var heimili þeirra við Tjamar-
ból en eftir lát hans hélt Anna heim-
ili með elsta syni sínum, Guðjóni
Bjama, sem hún bar sérstaka um-
hyggju fyrir.
En skjótt bregður sól sumri. í
júlí 1992 veikist hún alvarlega og
var 11. ágúst það ár lögð inn á
Öldrunardeild Landspítalans við
Hátún lOb og þar var hún í hálft
fimmta ár. Heilsu hennar hrakaði
mjög bæði líkamlega og andlega
og þar lést hún einum degi fyrir
83 ára afmæli sitt.
Anna Guðjónsdóttir var fyrir-
myndarhúsmóðir, hljóðlát og nær-
færin. Hún stjómaði heimilinu með
hægð en hélt uppi góðum aga. Hún
fylgdist vel með því sem var að
gerast í kringum hana og hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum, en lét aldrei niðrandi orð
falla um fólk. Hún var einstök eigin-
kona og móðir sem bar mikla um-
hyggju fyrir bömum sínum og
skyldmennum. Bömin hennar
sýndu henni mikla elsku og um-
hyggju og ekki síst í veikindum
hennar. Slík ræktarsemi ber með
sér að það er mikið gott í slíkum
börnum.
Nú hefur Anna blessunin fengið
hvíldina, það var gott eins og komið
var. Hún kvaddi síðust sinna mörgu
systkina. Hún lifði lengst maka
systkina minna, sem einnig eru lát-
in. Það gerist margt á langri ævi.
Það eru liðin meira en 40 ár frá
því Anna, Karl og börnin fluttust
frá ísafirði en aldrei rofna tengslin
við æskustöðvamar því með sanni
má segja að „römm er sú taug er
rekka dregur föðurtúna til“. Ég er
þess fullviss að hún hugsaði oft til
sinna æskustöðva. ísafjörður, fjöll-
in, dalimir og Pollurinn verða alltaf
samofin minningu þeirra sem þar
áttu heima og þótti vænt um þennan
stað.
Fyrir mörgum ámm eignuðust
Anna, Karl og flest bama þeirra
land og hús í Hattardal í Álftafirði.
Þangað fóru þau hvert sumar meðan
bæði lifðu. Þar áttu þau sólskins-
stundir í þessum fagra dal, skógiv-
öxnum. Þar var oft beijað vel. Ljós
minninganna er mikils virði. Með
komandi sumri og hækkandi sól
veit ég og trúi að þau hjónin líti
yfir Hattardalinn fagra með bros á
vör.
Með Önnu mágkonu minni, er
horfin mikilhæf kona sem gaf starfs-
þrek sitt og umhyggju manni sínum,
bömum og bamabömum. Hún var
ljúf, mikil mannkostakona og um-
fram allt kona sem gaf frá sér hlýju
og hamingju.
Við Kristín biðjjum Guð að blessa
minningu hennar og halda sinni
vemdarhendi yfir öllum þeim sem
voru henni kærir.
Matthías Bjamason.
Elsku amma mín, nú hefur þú
loksins fengið hvíldina eftir langa
sjúkralegu. Allir segja mér að vera
sterk því að nú líði þér vel en þó að
ég viti það er missirinn svo sár. Ég
heimsótti þig á sunnudeginum og
þá varst þú svo glöð að sjá mig og
hélst í höndina á mér og varst að
segja mér svo mikið, bara að við
hefðum getað talað saman. Næsta
dag varst þú orðin svo veik og við
systumar komum og kvöddum þig,
það var svo erfitt en þá gast þú
sagt mér að ég væri orðin stór
stelpa.
Ég trúi að nú séuð þið afi aftur
saman og Lísa mín trítlandi á eftir
ykkur, og hjarta mitt segir mér að
nú séuð þið ánægð.
Minningamar streyma upp í huga
minn, aldrei man ég eftir því að
hafa séð þig reiða, ég man reyndar
eftir einu atviki í Hattardal þegar
Kristín systir veiddi hagamús og
ákvað að baða hana og gefa henni
að borða. Ég var send inn að ná í
sápu og vatn. Þú horfðir á mig og
spurðir hvað við ætluðum að gera
við þetta, ég reyndi að ljúga en þar
sem ég er hinn versti lygari sást þú
strax að eitthvað var bogið við þessa
sögu, en sagðir ekkert, en þegar ég
kom inn að ná í ost varð ég að segja
þér hvað við væmm að gera. Þú
varst alltaf svo hrædd við mýs og
því varst þú alls ekki kát að heyra
að við væmm að baða eina úti í kofa.
Þegar þið komuð til ísafjarðar í
heimsókn vomm við systumar og
Lísa alltaf boðnar með í Hattardal.
Það vom góðir tímar og mun ég
seint gleyma þeim dögum. Amma,
þú varst heimsins besti kokkur og
því getur enginn neitað. Alltaf þegar
við vomm að koma suður var hringt
vestur og spurt hvað súpu eða graut
ég vildi í eftirrétt. í Sæviðarsundinu
ræktaðir þú jarðarber í garðinum
og þegar við komum í heimsókn
fómm við systurnar og afi aðeins
að líta á þau, þú varst ekkert allt
of hrifin af því en þú skammaðir
bara afa. Þið afi emð fyrirmynd
mín, þó efa ég að ég verði nokkurn
tíma eins góður kokkur og þú, það
verður í besta falli „næstum því eins
gott og hjá Ömmu“ eins og við segj-
um vanalega.
Elsku amma mín, nú kveð ég þig
í síðasta sinn og því vil ég að þú
vitir að ég elska þig og afa af öllu
mínu hjarta og ég veit að þið vakið
yfír mér, ykkar er sárt saknað. Að
lokum vil ég fara með bænina sem
þið afi kennduð okkur systmnum
þegar við vomm litlar.
Nú legg ég augun aftur
6, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Hvíl í friði.
Þín dótturdóttir,
Sigrún Edda.
Það er svo margt sem rennur í
gegnum huga minn þegar ég hugsa
til hennar ömmu minnar, sem nú
hefur fengið hvíldina. Við systumar
eigum svo margar dásamlegar
minningar um sumrin í Hattardal,
þar sem hún dekraði við okkur og
Lísu okkar. Ég man að mamma
sendi Lísu í sveitina svo að hún
grenntist við útiveru og hlaup, en
Lísa bætti heldur á sig. Þegar
mamma fór að kanna hvað ylli sagði
amma að Lísa hefði ekki viljað
morgunnmatinn fyrr en hún hellti
ijóma og sykri út á hringina, svo
var hádegismaturinn brytjaður og
stappaður fyrir hana, þá var það
miðdagskaffí, kvöldmatur og að
lokum vel útilátinn skammtur af
kökum með kvöldkaffinu og Lísa
blómstraði vel. Það var enginn í
megrun sem var í fæði hjá ömmu.
Beijaferðir voru ömmu alltaf hin
besta skemmtun og í einni slíkri
sem við fórum í eftir að afí var
fallinn frá, fór hún um allt fjall og
tíndi ber, allt í einu sá hún stór og
góð ber uppi á kletti og í ákafanum
klifraði hún til að ná í berin en
hugði ekki að sér og allt í einu
hékk amma utan í klettinum og það
eina sem mér datt í hug var að
gerast stóll og þannig gat hún stað-
ið á bakinu á mér og við leystum
vandann. Hún var fljót að jafna sig
og vildi halda áfram að fylla fötuna.
Amma mín var mér vinkona og
hjá henni leið mér vel. Við fórum
saman í búðina og spjölluðum sam-
an og hún hlustaði á alla mína
draumóra. Nú kveð ég hana með
sorg í hjarta en einnig gleði, því
nú hefur hún fengið hvíld eftir svo
löng og erfið veikindi og ég trúi
að þau hafi hafi nú sameinast aftur.
Hvíl í friði.
Kristín Anna.
TÖ44Um flD OPUÍ flD IJfl OIH
ÍMIDWUA
IIÓTÍL ÍOK
fitUÚODflhl • (ííí
Upplýsingar i s: 551 1247
Sonur minn, PÉTUR BJARNASON,
lést á heimili sínu Röstánga f Svíþjóð, 6. janúar sl.
Útförin hefur farið fram.
Hjördís Pétursdóttir og vandamenn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
VALGERÐUR ÓLAFÍA ÞÓRARINSDÓTTIR,
lést að kvöldi 24. janúar á Elliheimilinu Grund.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURBJÖRG ÞÓRARIIMSDÓTTIR (EBBÝ),
lést á heimili sínu Háagerði 31 þann 27. janúar.
Ragnar Bjarnason,
Dfana Ragnars, Þorsteinn Kárason,
Sigurbjörg Laufey Þorsteinsdóttir, Eyþór Guðmundsson,
Ragna Huldrún Þorsteinsdóttir, Andri Lindbergsson
og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar,
SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Hverfisgötu 92A,
Reykjavfk,
lést á Hvíta bandinu, öldrunardeild, aðfaranótt 26. janúar.
Guðbjörg Helgadóttir Olsen,
Hafdfs H. Helgadóttir,
Kristfn Helgadóttir,
Hulda Elvý Helgadóttir,
Ómar Þór Helgason,
Helgi Helgason.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
KRISTJÁN ÖRN MAGNÚSSON,
Hvolsvegi 28,
Hvolsvelli,
lést á Landspftalanum mánudaginn
27. janúar.
•Erla Jónsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUÐNÝ BRIEM HARALDSDÓTTIR,
Háteigsvegi 16,
Reykjavfk,
lést aðfaranótt laugardagsins 25. jan-
úar. Jarðarförin fer fram frá Bústaða-
kirkju fimmtudaginn 30. janúar
kl. 10.30.
Haraldur Konráðsson, Magnús B. Haraldsson,
Björg Hulda Konráðsdóttir, Gestur Ó. Sigurðsson,
Guðný B. Gestsdóttir, Sigurður M. Gestsson,
Edgar Konráð Gapunay.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN RAGNA VALGEIRSDÓTTIR,
Miðtúni 48,
Reykjavfk,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
sunnudaginn 26. janúar.
Hjörtur Guðjónsson,
Þórveig Hjartardóttir,
Pólína H. Hjartardóttir,
Valgeir G. Hjartarson,
Guðjón Hjartarson,
Kristján M. Hjartarson,
Signý I. Hjartardóttir,
Hjörtur R. Hjartarson,
Sveinbjörn Benediktsson,
Grótar Sigurðarson,
Valdís Harðardóttir,
Kristjana Jensdóttir,
Ingibjörg Höskuldsdóttir,
Nanna Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.