Morgunblaðið - 28.01.1997, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 28.01.1997, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1997 47 BREF TIL BLAÐSINS Bréf til Markúsar Möllers Frá Jónasi H. Haralz: KÆRI Markús. Mér er ánægja að senda þér nokkur svör við athugasemd þinni, sem birtist í Morgunblaðinu 14. þ.m. Hún er dæmi um þá málefna- legu umræðu, sem ég vildi hrinda af stað með bréfi mínu til Morgun- blaðsins fyrr í mánuðinum. Ég er síður en svo þeirrar skoð- unar, að ekki megi koma á veiði- gjaldi vegna þess að slíkt myndi brjóta í bága við markaðskerfið. Það er mikilvægt hlutverk ríkisins að búa markaðinum ramma, sem geri starfsemi hans sem hag- kvæmasta, og þá getur gjaldtaka komið til greina_ undir vissum kringumstæðum. Ég hefi hins veg- ar ekki sannfærst um að aðrar leiðir til stjórnunar fiskveiða en þær sem farnar hafa verið hér á landi séu framkvæmanlegar eða geti skilað sama árangri til vernd- ar fiskstofnum og til hagkvæmni í rekstri. Mér virðist ekki árenni- legt að framkvæma róttækar breytingar nema í þeim felist aug- ljósir yfirburðir, og hver getur fullyrt að betri samstaða geti orð- ið um nýtt kerfi en hefur orðið um það núverandi. Öðru máli gegnir um endurbætur, sem náð geta til kerfisins sjálfs sem og þeirrar tekjuskiptingar sem það hefur leitt af sér, - endurbætur, sem unnt er að framkvæma í áföngum á grundvelli fenginnar reypslu. Ég held fast við þá skoðun, að réttlætissjónarmið hafi að nokkru legið til grundvallar núverandi kerfí, þegar því var komið á. Eng- inn hagnaður var þá af fiskveiðum. Gjaldtaka hefði því verið greiðsla vegna hagsbóta, sem ekki skiluðu sér fyrr en eftir mörg ár og eng- inn vissi hveijar myndu verða. Grundvöllur var heldur ekki fyrir almennri sölu kvóta á þessum tíma vegna óvissu um magn veiðiheim- ilda og um árangur af hinu nýja kerfi. Þegar frá leið tóku þeir út- gerðarmenn að kaupa kvóta, sem sáu fram á árangur hagræðingar, og andvirði sölunnar kom þeim útgerðarmönnum til góða, sem að öðrum kosti hefðu ekki verið fúsir til að hætta útgerð. Þetta hefur reynst mikilvæg leið til aukinnar hagkvæmni. Það er umfram allt hagsmuna- mál íslensku þjóðarinnar að físk- stofnar séu verndaðir og hag- kvæmni gætt í fiskveiðum. Það eru einnig hagsmunir hennar að til verði öflug útgerðarfyrirtæki, stór og smá, sem geti sinnt tækni- þróun og afurðasölu og haslað sér völl á nýjum vettvangi. Undanfar- ið hefur miðað vel í þessa átt og árangurinn komið í ljós jafnt í útgerðinni sem í almennum efna- hagsbata. Þessi árangur hefur náðst á grundvelli kerfis, sem full- trúar þjóðarinnar á Alþingi komu sér saman um. Er ekki hyggilegra að byggja enn á þeim grunni - með skynsamlegum endurbótum - frekar en að leggja í umbyltingu, sem menn vita ekki glöggt í hveiju er fólgin né hvaða ávinning kann að bera í skauti. Með bestu kveðjum. JÓNAS H. HARALZ, fv. bankastjóri. Bréftil ritstjóra Morgim- blaðsins Frá Jónasi H. Haralz: ÞEGAR ég skrifaði bréf mitt til ykk- ar fyrr í þessum mánuði, vakti það fyrir mér að hvetja til málefnalegrar umræðu. Athugasemd Markúsar Möllers sem birt var í Morgunblaðinu 14. þ.m. er af þeim toga spunnin, einsog ég fjalla um í bréfí til Markús- ar. Mér þykir hins vegar leitt, að ritstjórn Morgunblaðsins skuli hafa gengið allt aðra götu í forystugrein blaðsins þann 12. þ.m. Þar er ekki minnst einu orði á annað höfuðatriði bréfs míns, sem snerti verndun fisk- stofna og hagkvæmni fiskveiða. Um hitt atriði bréfsins, þau réttlætissjón- armið sem égtel hafa legið til grund- vallar núverandi kvótakerfí, er ekki fjallað með rökum heldur með upp- hrópunum. Sem betur fer þarf þessi afstaða blaðsins ekki að koma að sök, ef framhald getur orðið á um- ræðum í þeim anda sem athugasemd Markúsar Möllers ber með sér. JÓNAS H. HARALZ, fv. bankastjóri. Aths. ritstj. I forystugrein Morgunblaðsins hinn 12. janúar sl. var fjallað með rökum um þau sjónarmið, sem Jónas H. Haralz lýsti í umræddu bréfí. Af ein- hveijum ástæðum kýs Jónas H. Har- alz að svara þeim ekki með mótrökum heldur ásökunum á hendur Morgun- blaðinu um „upphrópanir". Slíkar ásakanir líkjast fremur málflutningi talsmanna LÍÚ heldur en þeirri mál- efnalegu þátttöku í opinberum um- ræðum, sem fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Islands hefur hingað til verið þekktur fyrir. Um nauðsyn á vemdun fískistofna standa engar deilur á Islandi en þeim mun meiri um þá réttlætiskröfu að staðið sé í raun við lagaákvæði þess efnis. að auðiindin sé þjóðareign. Fleiri menga en reykingafólk Frá Eyju Pálínu: FÁEINAR línur til þín, Edda Júl- íusdóttir sem skrifaðir í Mbl. 21.1. sl. Þetta var mjög góð grein hjá þér og tímabær um tóbakshatur og fordóma. Þeir sem ekki reykja geta verið ánægðir með sinn hlut, þar sem bannað er orðið að reykja í öllum eða flestum opinberum stöðum. Fólk sem reykir verður því að sætta sig við að standa utandyra, þetta er fullgott fyrir ykkur svörtu börn Evu (ég vitna í þín orð) að vera úti í allskonar veðri og púa ykkar sígarettur. Nú spyr ég ykkur, sem ekki reykið, hafíð þið engan löst sem þið þurf- ið að laga eða losa ykkur við, eða erum það bara við svörtu börn Evu sem erum annarsflokks manneskj- ur, samkvæmt ykkar áliti? Flest ykkar eigið nú örugglega bifreið. Hafið þið nokkuð gert ykkur grein fyrir því hvað bifreið sem sett er í gang og er ekið um bæinn meng- ar loftið? Þetta er nokkuð sem lít- ið er talað um, það eru bara svörtu börnin Evu sem eitra loftið. Nú legg ég til að þið sem ekki reykið og viljið hreinsa loftið og forða sjálfum ykkur og börnum frá eitrun takið upp heilbrigðari samgönguleiðir, leggið bílnum, gangið, hlaupið eða þið fjölskyldu- fólk getið ekið hvert öðru í hjólbör- um. Við reykingafólk erum búin að sætta okkur við boð og bönn. Nú leggið þið eitthvað af mörkum og látið okkur svo í friði. EYJA PÁLÍNA, Háteigsvegi 15, Reykjavík. %oó€n/^\^ Brúðhjón Allur borðbiínaðui Glæsileg gjafavara Briiðarhjdna lislar ^Óa//'A\\Á VERSLUNIN Lnugnvegi 52, s. 562 4244. Vissir þú... að hér á landi er starfandi vandaður sálarrannsóknarskóli? Ll Vissir bú að hérlendis er starfræktur vandaður sálarrannsóknarskóli eitt kvöld í viku eða eitt laugardagseftirmiðdegi í viku sem venjulegt fólk á öllum aldri sækir til að fræðast um flestöll dulræn mál og líkurnar á lín eftir dauðann? D Og vissir þú að í þennan skóla, sem komið var á fót fyrir þremur árum síðan, nafa yfir 500 ánægðir nemendur sótt fræðslu um flestar hliðar miðilssambanda við framliðna, um hvað álfar og huldufólk eru, hvað berdreymi og mismunandi næmi einstaklinga er, sem og fjöldamörgu rannsóknirnar sem framkvæmdar hafa verið á þessum merkilegu hlutum í ctag en alltof fáir vita yfirleitt um? □ Og vissir þú að sálarrannsóknir Vesturlanda eru líklcga ein af örfáum ef ekki eina fræðilega og vísindalega leiðin sem svarar mörgum ef ekki flestum grundvallarspurningum okkar í dag um mögulegan sem og líklegan tilgang lífsins hér í heimi, sem venjulegt fólk langar alltaf að vita meira um? Ef þú vissir það ekki, þd er svo sannarlega kominn timi til að lyfta sér upp eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku í skóla sem hefur hófleg skólagjöld ogjrœðast um flestar hliðarþessara mólo. Hvað ratmverulega sé mest og bestyitað d hnettinum um þessi mdl í dag. Hringdu ogfdðu aluir ndtiari upplýsingar um skemmtilegusta skólann t htenum i dag. Svarað er i síma skólans olla daga kl 14 til 19. Kynningarfundur er í skólanum í kvöld ki 20.30. Allir velkomnir. Sálarrannsóknarskólinn mest spennandl skólinn í bænum- Vegmúla 2, símar 561 9015 og 588 6050. T[É Q R NMEIlKBfflR IiETia A N roiíLttKAli l HASKQLABlÓl FIMMTUDAGINN 30. JANÍÍAR KL. 20.00 Petrí Sakarí hljómsveitarstjóri Snorrí Sigfús Birgisson einleikari EfiussLrú Jean Sibelius: Snorrí Sigfús Birgisson: Johonnes Brohms: Óveðrið Píanókonsert Sinfónía nr. 4 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói við Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASAIA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN 0 *Banana ‘ROAT W” Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% Útsala Útsalan í fullum gangi Efni frá kr. 100. Mikið úrval. ífik Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, )W( FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333 25.jan.-t0.feb. Rýnuim fyrir nÝjum tækjum Allt að 60% afsl. Fisléttir raðgreiðslusamningar e m Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 588 0500 • fax 588 0504

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.