Morgunblaðið - 22.04.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.04.1997, Qupperneq 1
112 SIÐURB/C 90. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Netanyahu ekki sóttur til saka Itrekar stefnu stjórnaiinnar Jerúsalem, Washington. Reuter. Reuter Duttlungafullt vor ÍSRAELSKA stjórnarandstaðan krafðist þess í gær, að hæstiréttur landsins höfðaði mál á hendur Benj- amin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, vegna spillingar en ríkissak- sóknaraembættið tilkynnti á sunnu- dag, að ekki væru fyrir hendi nægar sannanir gegn honum. Netanyahu flutti ræðu, sem var sjónvarpað, á sunnudagskvöld þar sem hann réðst gegn andstæðingum sínum í stjórn- málum og meðal fjölmiðlamanna og ítrekaði harða stefnu stjórnar sinnar gegn Palestínumönnum. Þingmenn Verkamannaflokksins skoruðu í gær á Netanyahu að segja af sér og sögðu, að hann væri öllu trausti rúinn. Sögðu þeir það vera „mjög óeðlilegt", að hann skyldi sleppa við ákæru eftir að lögreglan hefði lagt til, að hann yrði ákærður. „Afbrotamaður hefði fagnað, for- sætisráðherra hefði sagt af sér og nú verður Netanyahu að ákveða hvort hann er afbrotamaður eða for- sætisráðherra," sagði Yossi Beilin, einn þingmanna Verkamannaflokks- ins, þegar úrskurður ríkissaksókn- ara lá fyrir. Sérfræðingar í lögum telja samt ekki líklegt, að hæstirétt- ur muni taka upp málið gégn Net- anyahu. Kynt undir klofningi í sjónvarpsræðu, sem Netanyahu flutti á sunnudagskvöld, sagði hann, að niðurstaða saksóknara sýndi, að hann væri saklaus en baðst þó afsök- unar á hugsanlegum mistökum varð- andi skipan í embætti ríkissaksókn- ara í janúar. Sagði hann, að fjölmiðl- arnir og stjórnarandstaðan hefðu reynt að nota þetta mál til að steypa stjórninni og fór hörðum orðum um andstæðinga sína. ítrekaði hann stefnu stjórnarinnar hvað varðar byggingu gyðingahverfis í Austur- Jerúsalem, lagði áherslu á „einingu" borgarinnar og að Golanhæðir yrðu varðar. Þótti ræða hans kynda undir klofningnum, sem er á meðal Israela í þessum efnum. SNEMMSPROTTIÐ hveiti gulnar og veslast upp á ökrunum í Aust- ur-Englandi, vorfrost hafa valdið miklum skaða á sykurrófnaekrun- um í Serbíu; á Spáni rigndi í síð- ustu viku í fyrsta sinn í þijá mán- uði og í Frakklandi eru bændur í öngum sínum vegna langvarandi þurrka og frostnótta að auki. I Evrópu finnst mörgum, að ekki sé allt með felldu með veðrið á þessu vori en veðurfræðingar taka þó ekki svo djúpt í árinni. I Frakk- landi voraði óvenju snemma og þrátt fyrir þurrka blómgaðist vín- viðurinn þremur vikum fyrr en í meðalári. Aðfaranótt sl. fimmtu- dags gerði hins vegar hörkufrost í sumum héruðum í Suður-Frakk- landi, aðallega í Cotes-du-Rhone. Michel Rieu, vínræktarbóndi og bæjarstjóri í Suze La Rousse, held- ur hér á frostskemmdum vínviðar- teinungum en talið er, að uppsker- an verði 50 til 80% minni en venju- lega. Ræðið málin við reifa- börnin NÝJAR rannsóknir í Banda- ríkjunum á starfsemi heilans sýna, að fólk getur aukið vits- muni eða vitsmunalegan þroska barna sinna með því að tala við þau. Það má hins veg- ar ekki dragast neitt því að strax á fyrsta árinu mótast hæfileiki barnsins til fijórrar hugsunar síðar á ævinni. Frá þessu segir í frétt í danska blaðinu Berlingske Tid- ende og þar kemur fram, að tala verði við börnin af tilfinn- ingu. Lengi hefur verið vitað, að málþroski barna ræðst af því hve mikið er við þau talað en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er fram á hve málleg sam- skipti eru mikilvæg strax frá upphafi. Er það niðurstaða vís- indamannanna, að sú örvun, sem talið er barninu strax á fyrsta aldursári, móti vits- munalíf þess síðar á ævinni. Forseti Frakklands rýfur þing og boðar til kosninga Vill fá umboð fyrir EMU og niðurskurð Talinn taka mikla áhættu en stjórninni spáð meirihluta áfram París. Reuter. • • Ongþveiti í London SAMGÖNGUR fóru meira og minna úr skorðum í London í gær vegna sprengjuhótana, sem Irski lýðveldisherinn, IRA, er grunaður um. Var fimm jámbrautarstöðvum og þremur millilandaflugvöllum lokað með þeim afleiðingum, að umferð í borginni stöðvaðist næst- um í þrjár klukkustundir. „Það mátti heyra saumnál detta á Traf- algar-torgi,“ sagði einn frétta- manna breska ríkisútvarpsins, BBC, en þaðan og víðar var öllum skipað burt meðan leitað var að sprengjum. Þær fundust engar en talið er, að með þessum aðferðum sé IRA að reyna að neyða bresk stjórnvöld til að veita fulltrúum lýðveldishersins aðild að viðræðun- um um frið á N-írlandi. Myndin var tekin á Trafalgar-torgi. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, leysti í gær upp þingið og boðaði til kosninga 25. maí og 1. júní. Sagði hann, að nauðsynlegt hefði verið að flýta kosningunum til að franskur almenningur fengi tæki- færi til að taka afstöðu til þeirra miklu breytinga, sem vænta mætti á næstu fimm árum, ekki síst mynt- bandalagsins, EMU, og nánari sam- vinnu Evrópusambandsríkjanna. Skoðanakönnun, sem birt var í gær, bendir til, að stjórnin muni tapa allmiklu fylgi en hafa samt áfram öruggan meirihluta. Chirac sagði í 10 mínútna langri ræðu, sem var sjónvarpað beint, að hann hefði talið nauðsynlegt að rjúfa þing og boða til kosninga til að fá samþykki þjóðarinnar við þeim verk- um, sem framundan eru, „að smíða nýja Evrópu, sem metur að verðleik- um framlag allra aðildarríkjanna og getur staðið jafnfætis öðrum stór- veldum". Hvatti hann líka til mikilla umbóta í ríkiskerfinu og sagði, að lækkun ríkisútgjalda væri forsenda skattalækkana. Eins og nú væri komið væru velferðarútgjöldin að sliga þjóðina alla og lömuðu framtak og nýsköpun. Mikil áhætta Að loknu ávarpinu ræddi Chirac við Helmut Kohl, kanslara Þýska- lands, í síma og þótti það táknrænt fyrir nána samvinnu þeirra en þeir hafa gengið harðast fram í því að Evrópusambandsríkin taki upp sam- eiginlegan gjaldmiðil. Stjórnmálaskýrendur segja, að ákvörðun Chiracs sé skiljanleg, hann vilji koma kosningum frá til að geta tekist á við þær óvinsælu aðgerðir, sem óhjákvæmilegar séu. Hann taki hins vegar mikla áhættu með henni, ekki síst vegna þess, að hann sé um leið að biðja kjósendur að taka af- stöðu til Evrópumálanna. Það er hins vegar haft eftir ónefndum heimildarmönnum en nánum forsetanum, að hann ætli sér ekki að segja af sér þótt vinstriflokk- arnir vinni, heldur reyna að deila völdum með þeim. Segja þessar sömu heimildir, að Chirac hafi flýtt kosningum til að koma í veg fyrir, að ýmsir þrýstihópar fengju ráðrúm til að gera aðhaldsaðgerðir stjórnar- innar að engu. „Engilsaxneskur kapitalismi“ Lionel Jospin, leiðtogi jafnaðar- manna, sakaði Chirac um að stefna að „harðneskjulegum, engilsaxnesk- um kapitalisma" og sagði, að hann vildi hafa kosningabaráttuna stutta til að fela mistök stjórnarinnar. Samsteypustjórn mið- og hægri- flokkanna í Frakklandi hefur nú 464 sæti af 577 á þingi en samkvæmt skoðanakönnun, sem dagblaðið Le Figaro birti í gær, munu stjórnar- flokkarnir tapa 150 þingsætum en hafa meirihluta áfram. Ýmsir frammámenn í frönsku efnahagslífi lýstu nokkrum áhyggj- um með ákvörðun Chiracs í gær og kváðust óttast, að tapaði stjórnin kosningum, gæti það haft alvarleg áhrif á þátttöku Frakka i EMU. Reuter AVARPI Jacques Chiracs, forseta Frakklands, var sjón- varpað beint en þar tilkynnti hann, að efnt yrði til kosninga 26. maí og 1. júní. Er það níu mánuðum fyrr en vera átti. ■ Reyntáþolrif/25 Reuter
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.