Morgunblaðið - 22.04.1997, Page 11

Morgunblaðið - 22.04.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Samningar samþykktir í Kísiliðjunni KJARASAMNINGUR sem undir: ritaður var 14. apríl sl., milli VSÍ fyrir hönd Kísiliðjunnar hf. og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga var tekinn til afgreiðslu og samþykktur með 87,5% atkvæða á starfs- mannafundi um seinustu helgi. Aðalsteinn Baldursson, formað- ur verkalýðsfélags Húsavíkur, sagði að samningurinn byggðist í meginatriðum á þeim kjarasamn- ingum sem gerðir hafa verið að undanförnu. Þá samþykkti iðnverkafólk inn- an Verkalýðsfélags Húsavíkur með öllum greiddum atkvæðum um helgina kjarasamning við atvinnu- rekendur sem gengið var frá á föstudag. Samþykkt í 3. tilraun Þetta var í þriðja skipti sem kjarasamningur var borinn undir atkvæði iðnverkafólks, sem hafði tvívegis fellt gerða samninga. Aðalsteinn sagði samninginn byggjast á þeim samningum sem Landssamband iðnverkafólks hafi gert en til viðbótar hefðu náðst út úr samningnum nokkur atriði sem félagsmenn hefðu verið ósátt- ir við. Var hann ekki reiðubúinn að greina frá hvað í þeim fólst. 15 ára á vínveitingastöðum Rósemd við Ægisíðu ÆGISÍÐAN er vinsælt útivist- arsvæði margra höfuðborg- arbúa, hvort sem þeir vilja stunda þar hjólreiðar á einum örfárra stíga sem afmarkaðir eru sérstaklega til þeirra nota í borginni, leggja til atlögu við aukakílóin með fyrirbæri því sem skokk nefnist, eða einfald- lega anda að sér svölu sjávar- lofti á rólegri gönguför. Þá getur ekki verið síður ljúft að setjast á bekk, kasta mæðinni og virða listina bera við hafið eða mannlífið, einsog þessi vegfarandi sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á fyrir skömmu. VINHU S AEFTIRLITIÐ tilkynnti lögreglu um 15 ára stúlku inni á vínveitingastað við Lækjargötu aðfaranótt laugardags. Seinustu vikur hafa nokkur sambærileg til- vik komið til kasta lögreglu og hafa viðkomandi vínveitingastaðir verið undir eftirliti af þeim sökum, auk þess sem leyfi þeirra til skemmtanahalds með vínveiting- um eru í athugun. Lögreglumenn fóru á vettvang og var stúlkan flutt í unglingaat- hvarfið í miðborginni ásamt fimm öðrum sem höfðu meðal annars fundist á vínveitingastað í Fischer- sundi. Þangað voru stúlkurnar sótt- ar af foreldrum sínum. Lögreglan gerði enn fremur sér- staka leit að unglingum í miðborg- inni aðfaranótt laugardags, en eng- ir fleiri slíkir fundust á svæðinu og er það í samræmi við svipaðar kannanir að undanförnu á aldri gesta í miðbæ um helgar, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Unglingsstúlkur í erlendum skipum „Unglingar hafa lítið sem ekkert safnast saman á miðborgarsvæðinu eða annars staðar að kvöld- og næturlagi undanfarin misseri og er það mjög ánægjuleg þróun,“ segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn. „Sérstaklega ber að þakka það góðum undirtektum unglinganna sjálfra, vilja foreldra til að fylgja eftir ákvæðum um úti- vist svo og ekki síst foreldrafélögum og samtökum foreldra." Ymis önnur tilvik hafa þó komið til kasta lögreglu vegna útivistar barna og unglinga, og þannig hefur það gerst tvívegis með stuttu milli- bili að lögreglan hefur þurft að fara um borð í erlend skip í Reykjavíkur- höfn og flytja þaðan stúlkur undir lögaldri. Þannig barst fyrir skömmu tilkynning til lögreglu um stúlku undir lögaldri í portúgölsku flutn- ingaskipi og þegar hugað var að, kom í ljós að stúlkan, sem er 15 ára gömul, var þar í gleðskap ásamt þremur stúlkum öðrum og voru tvær þeirra einnig of ungar. Þær voru færðar úr skipinu og sóttar af foreldrum. Ómar segir að þetta tilvik og annað sambærilegt nokkrum vikum fyrr sé óvenjulegt. „Við vonum að ferðir ólögráða unglingsstúlkna í erlend skip þar sem víða er haft áfengi um hönd og annað siíkt í leyfi áhafna, séu algjör undantekningatilvik og að ekki gæti neinnar þróunar í þessa venj. Vegna þessara tveggja tilvika með skömmu millibili munum við hins vegar hafa vakandi auga fyrir þess- um vanda og bregðast við með til- hlýðilegum hætti ef fleiri sambærileg dæmi koma upp,“ segir Ómar Smári. Fleiri sækja um félagsleg- ar íbúðir UMSÓKNUM um félagslegar íbúðir hjá Húsnæðisnefnd Reykjavíkur hefur ijölgað umtalsvert frá síðasta ári. Frá 1. ágúst 1996 til 9. apríl í ár bárust 664 umsóknir en 495 á sama tímabili árið áður. Arnaldur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri hjá Húsnæðis- nefnd, segir að ekki hafi verið leitað sérstaklega eftir skýr- ingum á fjölguninni en varpar því fram að fólk virðist hafa meiri trú en áður á að það ráði við sínar fjárfestingar. Jafnframt sé fólk sér betur meðvitandi um greiðslugetu sína en áður og það kunni að leiða til aukinnar ásóknar í félagslegt húsnæði, þar sem lánstími er lengri og vextir lægri en á almennum markaði. VR mótmælir nýju skatta- kerfi ASÍ Hugað að nagla- dekkjanotkun SAMÞYKKT var á fundi sam- bandsstjórnar ASÍ á miðvikudag að breyta aðferð við skattlagningu aðildarfélaga. „Breytingin hlaut víðtækan stuðning, því 80% fund- armanna, eða 58, voru henni með- mæltir og 7 voru á móti en nokkr- ir sátu hjá,“ sagpi Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ. Fulltrúi Versl- unarmannafélags Reykjavíkur lagði fram bókun og mótmælti breytingunni. Segir þar að skattur VR til ASÍ muni hækka um nærri eina og hálfa milljón og jafnframt að það sé einungis á þingi Alþýðu- sambandsins sem ákveða skuli skattupphæð hverju sinni. í greinargerð með hugmyndum forseta ASÍ um breytta tilhögun á skattheimtunni segir að við um- ræður um þau mál á síðasta þingi hafi verið samþykkt að vísa málinu til ákvörðunar á sambandsstjórn- arfundi á liðnu hausti. Var þá kos- in sérstök nefnd til að undirbúa tillögur. Hún varð óstarfhæf eftir að tveir fulltrúar sögðu sig úr henni og hefur síðan í desember verið unnið að tillögum að nýju skatt- kerfi að frumkvæði Grétars Þor- steinssonar forseta ASÍ. Áhrif skattbreytinganna eru misjöfn á landssamböndin, skattur lækkar hjá þeim sumum en hækk- ar hjá öðrum. Þannig lækkar skatt- ur hjá Landssambandi iðnverka- fólks úr 2,4 milljónum króna í 1,9, hjá Samiðn úr 5,2 milljónum í 5, hjá Verkamannasambandinu úr 31 milljón í 28. Hjá Landssambandi ísl. verlunarmanna hækkar skatt- urinn úr 17,2 í 18 milljónir og hjá Rafiðnaðarsambandinu úr 2,1 í 2,2 milljónir króna. Meirihlutavaldi misbeitt í bókun Magnúsar L. Sveinsson- ar fyrir hönd VR segir m.a. að VR muni greiða skatta til ASÍ samkvæmt samþykkt ASÍ þings en ekki samkvæmt nýju tillögunum þó þær verði samþykktar af meiri- hluta sambandsstjórnar sem ekki hafi vald til að ákveða skatta til ASÍ. „Því verður vart trúað að for- ysta ASÍ ætli, í krafti meirihluta- valds, að samþykkja skatta á aðild- arféiög sín, sem brýtur í bága við lög Alþýðusambandsins," segir í bókuninni. LÖGREGLUMENN eru teknir að huga að ákvæði reglna um notkun nagladekkja, en sam- kvæmt þeim má ekki aka um á slíkum búnaði eftir 15. apríl nema aðstæður geri það nauð- synlegt. Ekki hefur verið gripið til sérstakra aðgerða enn á grundvelli ofangreindra reglna, en við því er að búast að svo verði gért innan skamms, samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu. Sektir fyrir að aka um á negldum hjólbörðum eftir þann tíma eru 2.500 kr. fyrir hvern slíkan. Sameining- arkosning úrskurð- uð ógild Jökuldal. Morgunblaðið. KJÖRNEFND sem skipuð var eftir að tvær kærur höfðu borist vegna sameiningarkosninga Jökuldals- hrepps, Hlíðarhrepps og Tungu- hrepps 29. mars síðastliðinn, hefur kveðið upp úrskurð vegna kosning- anna og úrskurðað þær ógildar. Meginefni tveggja kæra frá fjórum einstaklingum í Tunguhreppi, var að kærendurnir töldu að kjörfundur og utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefðu ekki verið auglýst á réttan og á alls ófullnægjandi hátt. Kjörnefnd sem skipuð var Magn- úsi Ingólfssyni, Bernharð Bogasyni hdl., og Jónasi A.Þ. Jónssyni hdl. „telur að við undirbúning og fram- kvæmd atkvæðagreiðslnanna í hreppunum þremur hafi verið brotið gegn ákvæðum 63. gr. kosninga- laga nr. 80/1987 um auglýsingu utankjörfundaratkvæðagreiðslu og jafnframt að atkvæðagreiðslan sjálf hafi ekki verið auglýst með full- nægjandi hætti. Kjörnefndin telur að fallast megi á rök kærenda um að atkvæðagreiðsluna beri að aug- lýsa á landsvísu. Þessir gallar á framkvæmd atkvæðagreiðslnanna verði að teljast til þess fallnir að geta haft áhrif á úrslit þeirra, sér í lagi þegar litið er til úrslita at- kvæðagreiðslunnar í Tunguhreppi. Ber því samkvæmt 36. gr. laga nr. 80/1987 að ógilda atkvæðagreiðsl- urnar í heild sinni“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.