Morgunblaðið - 22.04.1997, Side 17

Morgunblaðið - 22.04.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 17 LÍFEYRIR LANDSMAIMNA Séreignasjóðirnir bjóða félögum sínum aö kaupa sérstakar tryggingar lagar hefðu lent í vanda vegna þess að inneign þeirra var upp urin of fljótt. Bergsteinn kvaðst telja það af- leita hugmynd að breyta lögum á þann veg, að allir verði skyldaðir til að greiða til sameignarsjóða. „Við viljum sameina Lífeyrissjóð tæknifræðinga og Lífeyrissjóð arki- tekta og höfum sent fjármálaráðu- neytinu reglugerð slíks sameinaðs sjóðs til samþykktar. Hún miðast við að hluti iðgjalds renni í sameign- arsjóð, til að tryggja mönnum ævi- lífeyri, en hluti gæti runnið til myndunar séreignar. Með þessu móti yrði komið í veg fyrir að menn þyrftu að treysta á almannatrygg- ingar með ellilífeyri, yrði séreign þeirra upp urin eftir 10, 15 eða 20 ár. Það væri jafnvel hægt að miða við að menn greiði nóg í sameignar- sjóðinn til að fá það háan ellilífeyri að tekjutrygging almannatrygg- inga falli niður, en það sem umfram er myndi séreign. Núna virðist hins vegar lausn ríkisins felast í að banna séreignasjóðum að starfa." 11 þúsund manns greiða í sjóði verðbréfafyrirtækja ' ' éreignasjóðir verð- bréfafyrirtækjanna eru fullgildir lífeyr- issjóðir, því sjálf- stæðir atvinnurek- endur og ýmsir sem standa utan stéttarfélaga geta ráð- stafað 10% af heildarlaunum til þessara sjóða, miðað við núgildandi lög. Sjóðir þessir eiga það sameigin- legt að bjóða með þessu móti upp á reglubundinn sparnað, sem mynd- ar séreign sjóðsfélaga. Reglur þeirra um útborgun séreignarinnar eru nánast eins, þ.e. miðað er við að sjóðsfélagi geti byijað að taka út 60 ára og inneign sé greitt út á skemmst tíu árum. Þannig eru regl- ur séreignasjóða stéttarfélaga og séreignasjóða verðbréfafyrirtækja nánast hinar sömu varðandi mynd- un séreignar, en reglur sjóða verð- bréfafyrirtækja kveða ekki á um skyldu sjóðsfélaga til að kaupa tryggingar eins og örorkutrygg- ingu. Ýmsir tryggingakostir eru þó í boði. Um ellefu þúsund manns greiddu í lífeyrissjóði verðbréfafyrirtækj- anna um síðustu áramót. Stærstur sjóðanna er Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem rekinn er af Fjárvangi. Um síðustu áramót voru 3,6 milljarðar í sjóðnum og félagar voru 3.410. Líkt og aðrir séreignasjóðir verð- bréfafyrirtækja býður hann bæði upp á fulla aðild, þ.e. að sjóðsfélag- ar greiði sín lögboðnu 10% í sjóð- inn, og aukaaðild, en þá geta menn greitt umfram 10%, sem þeir greiða þá e.t.v. í samtryggingarsjóði. Frjálsi lífeyrissjóðurinn býður sjóðsfélögum sérkjör á líf- og heilsutryggingum. Almennur lífeyrissjóður VÍB (ALVÍB) er rekinn af Verðbréfa- markaði íslandsbanka. Um síðustu áramót var eign sjóðsfélaga um 2,4 milljarðar. Það á við um ALVÍB og aðra séreignasjóði að vöxtur hans hefur verið örastur síðustu misseri. Þannig má nefna, að í árslok 1995 var eign sjóðsfélaga samtals 1,3 milljarðar og þeir voru 2.220 tals- ins, en í lok síðasta árs voru þeir 4.811 og sjóðurinn fjölmennastur séreignasjóða. Reglur um útborgun úr ALVÍB eru mjög á sömu lund og hjá Fijálsa lífeyrissjóðnum, þ.e. miðað er við útborgun á skemmst tíu árum, sér- eignin erfist o.s.frv. Ef sjóðsfélagi óskar þess spyrðir ALVÍB lífeyris- tryggingar hjá Sameinaða líftrygg- ingarfélaginu við séreignasjóðinn. Ef sá kostur er valinn sér ALVÍB um að greiða tryggingariðgjaldið. Með þessum hætti geta sjóðsfélagar keypt sér líftryggingu, afkomu- og iðgjaldstryggingu, sjúkra- og slysa- tryggingu og jafnframt tryggt sér ævilífeyri, t.d. eftir að inneign í ALVÍB er upp urin. Nánar verður vikið að tryggingaþætti séreigna- sjóðanna síðar. íslenski lífeyrissjóðurinn er rek- inn af Landsbréfum og eign 1.436 sjóðsfélaga í lok síðasta árs var 775 milljónir. Enn skal bent á, til sam- anburðar um öran vöxt þessara sjóða, að í árslok 1994 voru sjóðsfé- lagar 518, í árslok 1995 1.093 og nú 1.436 eins og áður sagði. Sömu grundvallarreglur gilda hjá íslenska lífeyrissjóðnum og öðrum séreigna- sjóðum, inneign er greidd út í fyrsta lagi við 60 ára aldur og skemmst á 10 árum. íslenski lífeyrissjóðurinn býður sjóðsfélögum upp á að kaupa líf- tryggingu, sjúkra- og slysatrygg- ingu og lífeyristryggingu með ið- gjöldum sínum í sjóðinn. Lífeyrissjóðurinn Eining er rekinn af Kaupþingi og er líkt og aðrir séreignasjóðir fullgildur lífeyrissjóð- ur. Eining býður sjóðsfélögum tryggingavemd í samvinnu við Al- þjóða líftryggingarfélagið, þ.e. vegna örorkulífeyris, makalífeyris og bamalífeyris. Nú eiga 988 manns aðild að sjóðnum og eign þeirra í árslok 1996 var 436 milljónir. Séreignalífeyrissjóði Búnaðar- banka íslands var komið á laggirn- ar nýlega og reglugerð hans stað- fest af fjármálaráðuneytinu 17. jan- úar sl. Starfsemi hans er því rétt að hefjast, en reglugerð hans er mjög á sömu lund og annarra sér- eignasjóða. Fjármunir séreignasjóðanna eru notaðir til kaupa á ýmsum skulda- bréfum og hlutabréfum, til að tryggja stöðu þeirra. Meirihluti eigna sjóðanna em skuldabréf með ríkisábyrgð og þeim næst koma skuldabréf fjármálastofnana, sveit- arfélaga og fyrirtækja, hlutabréf og hlutir í erlendum verðbréfasjóð- um. Eign sjóðsfélaga er því tryggð á svipaðan hátt og eign sjóðsfélaga í sameignarsjóðunum. Sem dæmi um þá inneign, sem myndast í séreignasjóðunum, má nefna mann sem greiðir 10 þúsund krónur á mánuði í 30 ár og ákveð- ur að taka lífeyrinn út á 20 árum. Ef 6% raunávöxtun næst á tímabil- inu fær hann tæpar 69 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Ef raun- ávöxtun er 4% verða mánaðarlegar greiðslur rúmt 41 þúsund. Greiði þessi sami maður 15 þúsund krónur á mánuði í 30 ár og raunávöxtun er 6% fær hann um 122 þúsund á mánuði í 15 ár eða rúm 103 þúsund á mánuði í 20 ár. Annað dæmi er af manni sem greiðir 15 þúsund krónur á mánuði í séreignasjóð í 40 ár, frá 25 til 65 ára aldurs, en byijar þá að taka séreign sína út. Áætluð raunávöxtun sjóðsins er 4% og hann á þá tæplega 17,5 milljónir til ráðstöfunar. Ef hann tekur eign sína út á 15 árum fær hann um 130 þúsund krónur á mánuði í lífeyri. Ef raunávöxtun sjóðsins er 5% fær hann tæpar 175 þúsund krónur á mánuði í fimmtán ár, ef hún er 6% verða mánaðarleg- ar greiðslur tæpar 240 þúsund krón- ur og þær ná tæpum 330 þúsund krónum sé raunávöxtun 7%. Veikari tryggingaþáttur Aðild að séreignasjóðum veitir ekki rétt til örorkulífeyris, makalíf- eyris og barnalífeyris í þeim skiln- ingi sem almennir lífeyrissjóðir veita og veikari tryggingaþáttur séreignasjóðanna í samanburði við samtryggingarsjóði hefur verið til- efni til gagnrýni. Líkt og hjá séreignasjóðum stétt- arfélaga, eins og Lífeyrissjóði tæknifræðinga, erfíst inneign sjóðs- félaga í lífeyrissjóðum verðbréfa- fyrirtækja til eftirlifandi maka og barna og er greidd út á skemmst tíu árum, en lífeyrissjóðir verð- bréfafyrirtækjanna miða útgreiðsl- ur við 18 ára aldur barna, en ekki 20 ára eins og tæknifræðingar. Þar sem inneign getur verið rýr, hafi sjóðsfélagi aðeins greitt í skamman tíma til sjóðsins, þá þýðir þetta að maki og börn geta borið skarðan hlut frá borði, miðað við ef iðgjald hefði runnið í almennan samtryggingarsjóð og verið fram- reiknað til 67 ára aldurs sjóðsfé- laga. Til að koma til móts við sjóðsfé- laga, sem vilja tryggja hag fjöl- skyldu sinnar betur, bjóða séreigna- sjóðir ýmiss konar tryggingar. Ef sjóðsfélagi ákveður t.d. að kaupa líftryggingu, þá gildir hið sama og á tryggingamarkaði almennt, að honum er í sjálfsvald sett fýrir hve háa fjárhæð hann tryggir sig. Séreignasjóðir hafa hvatt sjóðs- félaga sína til að kaupa tryggingar, sem veita þeim rétt umfram inneign í sjóðunum og bjóða þeim afslátt af iðgjöldum. Sjóðimir benda á, að hagstæðara sé að greiða tryggingar af óskattlagðri séreign en af ráð- stöfunartekjum. Þeir sem telja skylduaðild að líf- eyrissjóðum nauðsynlega til að allir búi í haginn fyrir eftirlaunaárin telja að sama skapi ekki nóg að gert, þegar sjóðsfélögum séreigna- sjóða er sjálfum gert að taka ákvarðanir um að kaupa sér ýmis konar tryggingarvernd. Láti menn undir höfuð leggjast að kaupa tryggingar bjóða séreignasjóðir ein- göngu upp á reglubundinn spamað, sem kemur ekki í stað trygginga- verndar sameignarsjóða, en reynist hins vegar vel sem viðbót. Þá ber að hafa í huga, að semji launþegi um að lífeyrisiðgjald umfram 10% skylduiðgjaldið renni í séreignasjóð, þá er slíkur sparnaður hagkvæmari en annar reglubundinn sparnaður að því leyti, að ekki er tekinn tekju- skattur af iðgjaldinu, en að öðrum kosti leggja menn fyrir af tekjum eftir skatt. Þær hugmyndir hafa verið reifað- ar að bjóða sjóðsfélögum séreigna- sjóða að breyta hluta eða allri inn- eign sinni í lífeyrisgreiðslur til ævi- loka. í viðtali við Morgunblaðið I febrúar sl. sagði Gunnar Baldvins- son, forstöðumaður VÍB, að slíkt væri í bígerð hjá ALVÍB. Til dæm- is mætti hugsa sér að 25-50% af inneign rynni til að tryggja lífeyris- greiðslur til æviloka, en menn yrðu að afsala sér réttindum til erfða af þessum hluta inneignarinnar. Ýmsar tryggingar í boði Sem dæmi um þær tryggingar, sem séreignasjóðirnir bjóða, má nefna tryggingar stærstu sjóð- anna5 Frjálsa lífeyrissjóðsins og ALVIB. Fijálsi lífeyrissjóðurinn selur líf-, heilsu-, slysa- og sjúkratrygg- ingu. Sjóðurinn býður lágmark 20% afslátt af iðgjöldum til sjóðsfé- laga. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar hjá Fjárvangi nýtir æ stærri hluti sjóðsfélaga sér trygg- ingatilboð. Hann segir hins vegar mjög misjafnt hvað henti hverjum og einum, því margir séu t.d. þeg- ar með ýmsar tryggingar á vegum vinnuveitenda sinna. Ungt fólk líf- tryggi sig fyrir hærri upphæð en eldra fólk, en dragi svo úr líftrygg- ingarfjárhæð eftir því sem inneign verður meiri og skuldir heimilisins minnka. Að sama skapi kaupir yngra fólk hærri sjúkra- og örorku- tryggingu. Guðlaugur Þór nefnir dæmi af þrítugum sjóðsfélaga, sem kaupir heilsutryggingu sem veitir honum rétt á 100 þúsund krónum á mán- uði, örorkutryggingu sem kveður á um 9 milljón króna greiðslu og 5 milljón króna líftryggingu. „Iðgjald þessa manns er um 4.500-5.000 krónur á mánuði. Fólk, sem ákveð- ur að leggja 10 eða 15 þúsund krón- ur í séreignasjóð, bætir upphæð tryggingaiðgjalda iðulega þar ofan á.“ Fijálsi lífeyrissjóðurinn hyggst bjóða upp á ellilífeyristryggingu fyrr en seinna, að sögn Guðlaugs Þórs. ALVÍB selur líftryggingu, af- komu- og iðgjaldstryggingu sem tryggir mánaðarlegar tekjur og áframhaldandi greiðslu í lífeyrissjóð til 65 ára aldurs ef starfs- ^ Lazy-boy 3ja sætameð skemli báðum megin kostar frá kr. 110.990,- Margar gerðir og ákl.litir. Einnig fæst hann líka 2ja sæta. Það jafnast enginn sófi á við Lazy-boy sjónvarps- sófann. Komdu og skoðaðu þessa frábæru sófa jb strax í dag. -Næg bílastæði og heitt á könnunni. Lazy-boy 2ja sæta með skammel og ruggu í báðumendum, borði og 2 skúffum frá kr. 140.590, Margir áklæðalitir. Opnunartimi fram a haust Má til Fi. 9-18 Fö. 9-19 5% staögreiðsluafslattur eða góð greiðslukjör til margra mánaða. umí4fm HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöfði 20 °*'n' °rtnn V/SA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.