Morgunblaðið - 22.04.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 22.04.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 25 Kosningabaráttan í Bretlandi V angaveltur hafnar irmann Lundúnum. Reuter. ERJUR innan íhaldsflokks Johns Majors forsætisráðherra um áherzl- ur í Evrópumálum blossuðu upp á ný í gær og vöktu upp vangaveltur um að baráttan um eftirmann Maj- ors væri nú þegar hafin í flokknum. Samkvæmt nýjustu skoðankönnun- inni, sem birt var í gær, hefur for- skot Verkamannaflokksins á íhaldsflokkinn heidur dregizt sam- an, úr 19% í 16%. í viðtali í The Times er haft eft- ir Major, að hann telji líklegast að þingmönnum íhaldsflokksins verði í sjálfsvald sett hvort þeir greiði atkvæði með því að Bretland taki þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, eða ekki, hver sem úrslit kosninganna verði. í viðtalinu kveðst Major ennfrem- ur reiðubúinn að láta Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokksins, njóta reynslu sinnar af samninga- viðræðum við aðra leiðtoga Evrópu- sambandsins, skyldi Blair verða forsætisráðherra. Auðkýfingur styrkir ESB-andstæðinga Kastljósið beindist að vandkvæð- um Majors þegar opinber skýrsla, sem birt var í gær, leiddi í ljós að þekktur kaupsýslumaður, Paul Sy- kes, hefði greitt meira en eina millj- ón punda (116 milljónir króna) í kosningasjóði frambjóðenda íhalds- flokksins, sem beijast gegn Evrópu- samrunanum. Sykes greindi frá því, að 231 frambjóðandi hefði tekið tilboði hans um fjárstyrk gegn því að þeir beittu sér gegn stefnu stjórnarinn- ar, sem ennþá héldi möguleikanum á EMU-aðild Bretlands opnum. Tveir af ráðherrunum í ríkis- stjórn Majors, Kenneth Clarke íjár- málaráðherra og Michael Howard innanríkisráðherra, deildu hart um Evrópustefnu stjórnarinnar um helgina. Howard sagði í sjónvarps- viðtali að dagskrá leiðtogafundar ESB-ríkjanna í Amsterdam í júní væri „svo víðtæk, að hún stefnir um eft- Majors Reuter JOHN Major forsætisráð- herra og eiginkonan Norma á kosningafundi í Leeds. tilveru okkar sem þjóðríkis í hættu“. Clarke sagði hins vegar í BBC, að Bretar „ættu ekki að ímynda sér að verið sé að smíða samsæri gegn [þeim]. Ég held ekki að tilvera Bret- lands sem þjóðríkis sé í hættu vegna aðildar landsins að ESB.“ Arftakaslagur Vangaveltur spruttu þegar upp um að einstaka ráðherrar væru að setja sig í stellingar til að sækjast eftir leiðtogasætinu í flokknum, sem myndi fylgja í kjölfar ósigurs hans í kosningunum. Daily Express birti_ í gær lista yfir þá forystumenn Ihaldsflokks- ins, sem blaðið telur líklegasta til að taka við forystunni. Varnarmála- ráðherrann Michael Portillo, sem þekktur er fyrir mjög gagnrýna afstöðu sína til ESB, trónir efstur á listanum, með líkurnar ætlaðar 4:1. Michael Heseltine, varaforsæt- isráðherra, kemur næstur með lík- urnar 6:1. Clarke, mesti „ESB- sinninn" í ríkisstjórninni, var í sjö- unda sæti með líkurnar 16:1. ERLENT Reuter VEGFARENDUR biðu rólegir við King’s Cross-brautarstöðina í gær á meðan leitað var að sprengjum. Algert umferðaröngþveiti í London vegna sprengjuhótana IRA reynir á þolrif bresks almennings London. Reuter. ALGERT umferðaröngþveiti ríkti í rúmar þijár klukkustundir í London og næsta nágrenni, vegna sprengju- hótana, sem talið er að írski lýðveld- isherinn, IRA, hafi staðið á bak við. Fimm járnbrautarstöðvum og þremur stórum flugvöllum var lokað á meðan fjölmennt lið lögreglu leit- aði að sprengjum. Engar slíkar fundust en þeir sem til þekkja segja öngþveitið sem skapaðist hafa verið eitt hið versta sem þeir myndu eftir í London. Breska lögreglan kenndi IRA um sprengjutilræðin en samtökin hafa áður beitt svipuðum aðferðum, nú síðast í Norðaustur-Englandi, þegar 60.000 manns urðu að yfirgefa Grand National-veðreiðaleikvang- inn í Liverpool. Sprengjuhótanir eru öflugt áróðursbragð, sem tengist án efa undirbúningi þingkosning- anna sem verða 1. maí. Með þessu vekur IRA geysilega athygli, með engum tilkostnaði. Vonast samtök- in til þess að með þessu móti missi almenningur og ráðamenn smám saman móðinn og sjái sér ekki ann- að fært en að ganga til samninga um sjálfstæði Norður-írlands. Dag- urinn í gær var líklega valinn vegna þess að það var afmælisdagur Elísa- betar Bretadrottningar. Rýma varð járnbrautarstöðvarn- ar Charing Cross, King’s Cross, Paddington og St. Pancras vegna sprengjuhótunarinnar og Heat- hrow-, Gatwick- og Luton-flugvell- irnir lokuðust um tíma. Götur, sem jafnan eru iðandi af lífi, voru eyði- legar yfir að líta, enginn var á ferð á Trafalgartorgi en víða á hrað- brautum sem liggja til borgarinnar var bíil við bíl og komust menn hvergi. Michael Howard innanríkisráð- herra fordæmdi í gær aðgerðir IRA, sagði þær fyrirlitlegar og í sama streng tók John Major forsætisráð- herra sem sagði að taka yrði hótan- irnar alvarlega. Níu IRA-menn til Englands The Sunday Times sagði frá því í gær að IRA hefði sent þijá hópa vopnaðra manna til Bretlands til að ráðast á stjórnmálamenn. Heim- ildarmenn blaðisins sögðu leyni- þjónustuna hafa varað háttsetta þingmenn og ráðherra íhaidsflokks- ins, fyrrverandi írlandsmálaráð- herra og nána samstarfsmenn Margrethar Thatcher, fyrrum for- sætisráðherra, við þvi að þeir væru hugsanlega á dauðalista IRA. Alls hafa níu IRA-menn horfið frá heimilum sínum á N-írlandi síð- ustu vikur. Segja heimildarmenn innan ieyniþjónustunnar þetta vera dæmigert ferli þegar menn séu í „sérverkefnum" fyrir IRA. Santer til vamar myntbandalagi Brussel. Morgunblaðið. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB), snerist í gær til varnar Efnahags- og myntbandaiagi Evr- ópu (EMU) og evróinu, hinum sam- eiginlega gjaldmiðli þess, í kjölfar vaxandi gagnrýni og efasemda, sér í lagi meðal frambjóðenda íhalds- flokksins í Bretlandi í tengslum við komandi þingkosningar þar í landi. í ræðu sinni á fundi Évrópusam- taka blaðamanna í Amsterdam í gær sagði Santer að ekkert væri athuga- vert við uppbyggilega gagnrýni en þær gagnrýnisraddir sem nú heyrð- ust væru af öðrum toga. „Ég heyri raddir sem virðast staðráðnar í því að gera lítið úr þeim mikla árangri sem við höfum náð og vinna sér inn punkta með því að afskræma lögg- jöf okkar og stofnanir." Vísaði Santer því á bug að evró- ið væri ógnun við fjárhagslegt full- veldi aðildarríkjanna eða að það myndi draga úr hagvexti og at- vinnusköpun innan þeirra. Þvert á móti myndi það færa þeim meiri stöðugleika, aukinn hagvöxt og aukna atvinnu. „Við erum á réttri leið. Verðbólga og vextir eru lágir, ríkishalii fer minnkandi, vaxtarskilyrði fara batnandi og samleitni efnahags- og peningastefnu aðildarrikjanna hef- ur aldrei verið sterkari. Enn og aftur ekki slæmur árang- ur. En hann þaggar ekki niður í dómsdagsspámönnunum. Ég vissi ekki að þeir væru svo margir. Hvað vakir fyrir öllum þeim sem nú velta fyrir sér seinkunum, möguleikanum á breyttum eða hroðvirknislegum skilyrðum fyrir aðild að EMU, og hafa nú uppgötvað, 5 árum eftir gerð Maastricht-sáttmálans, allar þær svonefndu ástæður fyrir því að myntbandalagið geti ekki gengið upp?“ Santer sagðist sannfærður um að evróið yrði að veruleika frá og með ársbyijun 1999. Myntbanda- laginu yrði ekki seinkað, skilyrðun- um yrði ekki breytt né væri nein ástæða til þess. Pólitískur ásetning- ur aðildarríkjanna væri of sterkur til að svo yrði. Þau gerðu sér fylli- lega grein fyrir því að ijármála- markaðirnir fylgdust með hveiju skrefi þeirra í átt að EMU og krafa allra væri sterkur gjaldmiðill. „Við höfum markað stefnu okkar og við erum farin að færast fram á við á nýjan leik. Það er því engin ástæða til að vera með fótinn á bremsunni, þvert á móti er það jafn- vel hættulegt. Verið uppbyggilegir, ekki skaðlegir. Það eru skilboð mín fyrir efasemdarmennina, hvar sem er í Evrópu.“ Van Miert vill banna lágmarks- verð á bókum KAREL van Miert, sem fer með sam- keppnismál í fram- kvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, hyggst skera upp herör gegn samn- ingum útgefenda og bókaverzlana um lágmarksverð á bókum. Að sögn Europe- an Voice skýrði Van Miert frá því á óformleguin fundi menningarmálaráð- herra ríkja Evrópu- sambandsins fyrr í mánuðinum að hann teldi að stuðningsmenn slíkra samninga hefðu ekki fært frarn nein sannfærandi rök fyr- ir því að bóksala ætti að vera undanþegin samkeppnisregl- um, sem banna verðsamráð. Láti van Miert til skarar skríða, er hins vegar næsta víst að hann muni mæta harðri and- stöðu ýmissa aðild- arríkja, þar sem samningar útgef- enda og bóksala um lágmarksverð hafa tíðkazt. Þeirra á meðal eru Þýzka- land, Austurríki, Frakkland, Belgía, Spánn, Portúgal og Holland. Evrópusamtök bóksala hafa varið núverandi fyrirkomulag í þessum ríkjum. „Hann [Van Miert] skilur ekki bóksölu og hefur ekki reynt að skilja hana,“ segir John Hitchin, formaður samtakanna, í samtali við European Voice. Van Miert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.