Morgunblaðið - 22.04.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.04.1997, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Borgfirzkar raddir TONLIST Scltjarnarncskirkja KÓRTÓNLEIKAR Ýmis kórlög o.fl. Sigurlaug Eðvalds- dóttir, fiðla; Clive Pollard, píanó; Samkór Mýramanna undir stjóm Dagrúnar Hjartardótfur. Laugar- daginn 19. apríl kl. 16. HINN SEXTÁN ára gamli Sam- kór Mýramanna hefur að vitund undirritaðs ekki dillað hlustum höf- uðborgarbúa áður nema einu sinni fyrr í vetur á skemmtikvöldi á Hót- el íslandi. E.t.v. á kórinn þó eftir að gerast tíðkomulli, þegar leiðin undir Hvalfjörð kemst í gagnið. Kórfélagar, sem nú hyggja á söng- för suður til Þýzkalands, þurftu samt ekki að kvarta undan tómlæti nýliðið laugardagssíðdegi, því Sel- tjarnarneskirkja var þétt skipuð áhugasömum tónleikagestum. Efnisskráin var fjölbreytt og ekki sliguð af þeirri metnaðarbólgnu óskhyggju sem stundum kemur áhugamannakórum til að reisa sér hurðarás um öxl, heldur við hæfi söngfélaga og aðgengileg fyrir flesta áheyrendur. Fyrir hlé mátti heyra Faðmlög og freyðandi vín (Winkler), Þetta er yndisleg jörð (Douglas; einsöngvari Steinunn Pálsdóttir), Vögguvísu að vetri (Tove Knutsen), Hamingjudaga Svantes (Benny Andersen; ein- söngvari Þorkell Guðbrandsson), Vikivaka (Valgeir Guðjónsson; ein- söngvarar Ágúst Sumarliðason og Þorkell Guðbrandsson), Vorvísu (Oddgeir Kristjánsson), Gamla vísu um vorið (Gunnsteinn Ólafsson), Þú ert aldrei einn á ferð (úr söng- leiknum Carousel e. R. Rodgers) og Til eru fræ (úr Sígaunaljóðum Sarasates), þar sem Sigurlaug Eð- valdsdóttir lék þokkafullan einleik með kórnum á fiðlu. Eftir hlé voru tekin fyrir Veizlu- kórinn úr Lucia di Lammermoor (Donizetti), Funiculi, funicula (Denza; eins. Úlfar Guðbrandsson), Tonight úr West Side Story e. Bern- stein, Ástarkveðja Elgars í útsetn- ingu kórstjórans, Þýtur í skógum úr Finlandiu e. Sibelius, Lagasyrpa úr Meyjaskemmu Schuberts í úts. Þuríðar Pálsdóttur, Næturljóð (Pla- isir d’Amour) e. séra Martini, og að lokum tveir óperukórar eftir Jón Ásgeirsson, Fyrirlátið mér úr Galdra-Lofti og Lokakór úr Þryms- kviðu, flest flutt við lipran píanó- undirleik Clives Pollards. Þónokkur kraftur var í kórnum, og athygli vakti, að hann virtist síður þjakaður af þeirri karlaradda- þurrð sem háir svo mörgum hér- lendum samkórum. A.m.k. heyrðist vel í tenórnum, stöku sinnum jafn- vel fullvel, enda hressilega i gefið og á köflum á kostnað hljómgæða. Mátti annars heyra, að stjórnandan- um hafði lánazt að ná nokkuð góð- um kórsamhljómi, og var margt ágætilega mótað. Upp úr tiltölulega heildstæðri söngskrá heyrðist manni fyrir hlé helzt standa lög eins og Faðmlög og freyðandi vín, Vikivaki og Þú ert aldrei einn á ferð, og eftir hlé Veizlukórinn, Tonight, Þýtur í skógum (mjög fallega formað af stjórnandanum), Meyjaskemmu- lögin og hinn kraftmikli Lokakór úr Þrymskviðu. Undirtektir tón- leikagesta voru hlýjar og rausnar- Iegar. Ríkarður Ö. Pálsson LÍFEYRISSJÓÐIIR VERZLUNARMANNA HEFUR ÞÚ FENGIÐ IÐGJALDAYFIRLITIÐ? Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tíma- bilinu 1. september 1996 til 28. febrúar 1997. Ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina desember 1996 til febrúar 1997 vanti á yfirlitið. Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum þínum í Lífeyrissjóð verzlunar- manna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsamlegast hafið samband við innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. júní. nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt réttindi glatast: ELLILÍFEYRIR - ÖRORKULÍFEYRIR - MAKALÍFEYRIR - BARNALÍFEYRIR j _________________________________ _______________________________ j I GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS! I í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu I launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda Itil viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tíma- marka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi iífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. -------------------------------------------------------------------- : SKRIFSTOFA SJÓÐSINS ER OPIN FRÁ KL. 9.00 - 17.00. HÚSI VERSLUNARINNAR, 4. HÆÐ, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 581 4033, FAX 568 5092. HEIMASÍÐA: HTTP://WWW.SKIMA.IS/LIFVER. DAÐI Guðbjörnsson við eitt verka sinna. Lind litanna MYNPLIST Listhúsið Fold VATNSLITIR Daði Guðbjörnsson. Opið virka daga frá 10-18. Laugardaga frá 10-17. Sunnudaga frá 14-17. Til 27. aprfl. Aðgangur ókeypis. MÁLARINN Daði Guðbjörnsson lætur ekki deigan síga um sérstakt myndmál sitt, sem hann lagði útaf í árdaga. Er hér óvenju staðfastur af íslenzkum myndlistarmanni að vera, þótt mjög færist í vöxt nú um stundir að þaulkanna eitt afmarkað myndefni. Ber í flestum tilvikum vott um hugrekki, því einangraðir eyjarskeggjar vilja framar öðru upp- stokkun og eitthvað spánnýtt frá hendi listamanna sinna í hvert sinn sem þeir troða upp á opinberum vettvangi. Og ekki er ýkja Iangt síð- an viðhorfin voru sömuíeiðis í fullu gildi þjá núlistamönnum tímanna, sem snéru jafnharðan baki við fyrri verkum sínum sbr. stefnuskrá mód- ernismans „í listum liggur engin leið til baka“. En allt úreldist og ekkert verður eins fljótt gamalt og vígorð og til- búnar staðlaðar núlistir. Menn virðast gleyma því, að ekk- ert er nýtt undir sólinni, jafnvel ekki ofurtæknin, því hún er sótt í dýra- og jurtaríkið, líkt og að galdur flugs- ins var árþúsunda gömul lumma Sýning Æju framlengd SÝNING Æju (Þóreyjar Magn- úsdóttur) í forkirkju Bústaða- kirkju verður framlengd um viku eða til 28. apríl. Nýtt - símahaldari Þetta er ný uppfinning, ein af fjórtán merkilegum uppfinningum sem ég hef gert. Ég hef fundið upp bílasímahaldara sem heldur GSM símanum uppvið eyraö svo bílstjórinn geti haft báöar hendur frjálsar við aksturinn meðan hann talar í símann. Mikiö öryggis- atriði. Verð 17.000. Björgvin Ómar Ólafsson, sími 588 6716. náttúrunnar áður en maðurinn hóf sig á loft. Hins vegar er grasið alltaf jafn nýtt og ferskt á vorin og áþekkur er galdur listarinnar, að það sem fram er borið hafi yfir sér safa og vaxtarmagn, veki lífræn viðbrögð líkt og allt sem vex úr fijórri gróður- mold. Að minni hyggju er Daði að leitast við að höndla þennan fersk- leika í myndum sínum og til að nálg- ast hann hefur listamaðurinn ein- beitt sér að vatnslitunum undanfarin misseri og er framkvæmdin í Fold afrakstur þeirra átaka. Á sýningunni eru 30 myndir að meðtöldum tveim í glugga og bera þær allar handbragði Daða greini- legt vitni. Það er svo samruni skýr- leika í formi birtu og mýktar sem telja verður sterkustu hlið lista- mannsins er svo er komið. Dæmi um skýrleika er myndin „Ljóðgræn- an“ (5) sem byggist á skipulagðri miðju kringum stórt hjarta en mjúkri umgerð loftræns skreytis, boga og hringtákna. Afar óþvinguð og fín vinnubrögð eru í myndunum „Gulari ský“ (10) og „Gullið í penslinum" (11) og kórónast svo í „Landslagslof- gjörð“ (24), sem ber að auki í sér ástþrungna kímni. Víki ég svo aftur að loftræna mjúka og hringmyndaða skreytinu, sem myndar iðulega um- gjörð um ákveðinn kjarna, er um afar þróuð vinnubrögð að ræða og oftar en ekki gætu þau ein og sér staðið undir mjög iifandi og sértæk- um myndheildum. Bragi Ásgeirsson Eistneskt leikhúslíf ULEV Aaloe, leikhúsmaður frá Eistlandi, mun halda fyrirlestur á sænsku í Norræna húsinu, þriðju- daginn 22. apríl kl. 17.00. I fyrirlestrinum fjallar hann um eistneskt leikhús og sýnir mynd- bandsupptökur. Aaloe hefur lagt gjörva hönd á margt í eistnesku menningarlífi. Hann er leiklistar- stjóri leikhúss í Párnu, þar sem oft eru sýnd norræn leikrit, og forstöðumaður leiklistarsjóðsins í Tallinn, hefur einnig starfað sem deildarstjóri í menningarmálaráðu- neyti Eistlands og fór þar með leik- húsmál, auk þess sem hann hefur unnið fyrir útvarp, fengist við bókaútgáfu og veitt eistnesku bók- menntakynningarstofunni for- stöðu. Éger meistarinn Þá hefur hann þýtt leikrit úr sænsku, m.a. eftir Strindberg, Per Olov Enquist og Hrafnhildi Guð- mundsdóttur Hagalín, en leikrit hennar Eg er meistarinn var sýnt í Eistlandi í þýðingu hans. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og allir eru velkomnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.