Morgunblaðið - 22.04.1997, Side 44

Morgunblaðið - 22.04.1997, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Mikil arðsemi af fjár- festingum í gæðaeftirliti Á UNDANFÖRNUM árum hef- ur mikil þróun átt sér stað í gæða- eftirliti með framleiðsluvörum, sér- staklega í matvælaiðnaði. Þrátt fyrir þessar breytingar eru enn margir kostir til aukinnar hagræð- ingar með bættu gæðaeftirliti ónýttir. Þó sum fyrirtæki herði gæðaeftirlitið til að bæta sam- keppnisstöðuna, eru þeir enn alltof margir sem líta á fjárfestingu í bættu gæðaeftirliti sem illa nauð- syn sem þeir fullnægja einungis vegna utanaðkomandi þrýstings frá löggjafanum eða kaupendum. Þar sem arðsemi íjárfestinga í gæðaeftirliti í matvælafyrirtækj- um er í flestum tilfellum mjög mikil og fullkomlega samkeppnis- hæf við aðra ijárfestingarkosti, væri mun eðlilegra að frumkvæðið kæmi frá fyrirtækjunum sjálfum. Tilgangur nýrra laga og reglu- gerða í matvælaiðnaði er að draga úr áhættu, en helstu áhættuþætt- irnir eru hitastig, hreinlæti og gerlamengun. Gæðastjórnun snýst hins vegar um meira en að upp- fylla kröfur löggjafans, sem eru lágmarkskröfur. Neytendur verða stöðugt kröfuharðari og upplýstari og leita í þá vöru sem uppfyllir best kröfur þeirra. Vörugæði gegna því stöðugt mikilvægara hlutverki í samkeppninni. Bætt eftirlit Einna mikiivægast er að hafa gott eftirlit með hitastigi. Gerlar fjölga sér mjög hratt þegar hiti fer yfir ákveðin mörk, geymslutíminn styttist, gæði vörunnar versna og nýtingin minnkar. Það er því ekki að ástæðulausu að gerðar séu mikl- ar kröfur um eftirlit með hitastigi. Með bættu eftirliti eykst aðhald, kaupend- ur verða öraggari um að varan verði ekki fyrir skemmdum vegna rangrar hita- meðhöndlunar hjá sjálfvirkri viðvörun. í nýlegri reglugerð Evrópu er flutnings- aðiium beiniínis gert skylt að vera með sjálf- virkan hitaskráningar- búnað í öllum flutn- ingatækjum sem flytja matvæli og geyma skrár um hitaskráning- una í a.m.k. 1 ár. Hraðvirk mæling Mesta hættan á gerlamengun er úr umhverfinu og er því þýð- ingarmikið að allt vinnsluumhverfi sé vel þrifið áður en framleiðsla hefst. Til að nálgast þetta mark- mið eru gerðar hreinlætisáætlanir og árangur þrifanna metinn með sjónmati. Ennfremur eru öðru hveiju framkvæmdar mælingar á þrifnaðinum, oftast með svokölluð- um Rodac-skálum. Hvorug þessara aðferða er nógu góð og kemur ekki í veg fyrir að framleiðsla fari fram við ófullnægjandi skilyrði. Sjónmat er ekki áreiðanlegt og þar sem niðurstöður mælinga með Rodac-skálum liggja ekki fyrir fyrr en einum og hálfum sólahring eft- ir að mælingin er framkvæmd, nýtast þær einungis sem sögulegar upplýsingar um þróun ástands. Með nýrri tækni sem mælir ATP (Adenosine Tri Phosphat), er hægt að fá upplýsingar um hreinlæti á innan við einni mínútu. Mæling á ATP gefur betri upp- lýsingar um þrifin en Rodac-skálar þar sem hún mælir ekki ein- ungis gerlana, heldur einnig önnur lífræn óhreinindi sem þarf að þrífa og eru góð gróðrarstía fyrir ör- verar sem kunna að. berast í umhverfið síðar. Þessi aðferð opnar möguleika á allt öðrum og mun mark- vissari vinnuaðferðum en áður þar sem hægt er að þrífa betur þá staði sem ekki stand- ast kröfur um hrein- læti áður en framleiðsla hefst. Þessi aðferð opnar ennfremur möguleika á að stýra þrifunum markvissar og jafnvel að spara notkun hreinsiefna, en þau eru til- tölulega stór kostnaðarliður í rekstri frirtækja í matvælaiðnaði. Til að tryggja að nægjanlega vel sé þrifið er tilhneiging til að nota ríflegt magn af hreinsiefnum ef ekki er mögulegt að mæla þrifnað- inn á markvissan og áreiðanlegan hátt tímanlega. Orverur Gerlar geta borist í matvæli með hráefnum, úr umhverfinu, eða með krossmengun frá öðrum matvælum. Sumar örverur eru hættulausar, en aðrar geta valdið alvarlegum veikindum eða jafnvel verið lífshættulegar. Fyrir utan heilsutjón getur fjárhagslegt tjón framleiðanda, einkum ef um merkjavöru er að ræða, orðið gíf- urlegt og jafnvel eyðilagt heila _ Gunnar Oskarsson markaði. Til að koma í veg fyrir óhöpp, er leitast við að senda vör- ur ekki á markað fyrr en upplýs- ingar um gerlainnihald liggja fyr- ir. Algengt er að mæling á gerla- fjölda með hefðbundnum aðferð- um taki 5 daga, en getur tekið allt upp í 10 daga að öllu meðt- öldu, t.d. á gerileyddum vörum (G vörum). Ef geymslutími er mjög stuttur er ekki svigrúm til að bíða eftir niðurstöðum og varan send á markaði í þeirri von um að hún sé í lagi. Þegar geymslutíminn er nægjanlega langur liggja mikil verðmæti í fullunnum vörum sem bíða á lager þar til mæliniðurstöð- ur liggja fyrir. Birgðakostnaður verður hár, m.a. vegna húsnæðis- kostnaðar og Qármagnskostnað- ar. Geymslutíminn, sem í sumum tilfellum er ekki Iangur fyrir, styttist, varan tapar ferskleika og aukin hætta er á að endurkalla þurfi vörur sem ekki reynist unnt Fyrirtæki með öflugt gæðaeftirlit, seg’ir Gunnar Oskarsson, eru betur búin undir aukna samkeppni. að selja fyrir síðasta söludag. Þetta á sérstaklega við um vörur með stuttan geymslutíma og þeg- ar dreifing tekur langan tíma, t.d. þegar færð á vegum er slæm. Með tilkomu nýrrar tækni er mögulegt að mæla heildargerlafjölda á mun skemmri tíma, eða allt frá nokkr- um mínútum til tveggja sólar- hringa. Ennfremur eru komnar aðferðir til að mæla einstaka ör- verur eins og Salmonellu, Salmon- ellu Enteritidis og Listeríu á 1 sólahring og E-coli 0157 og fleiri örverur á tveimur til þremur sólar- hringum. Þessar nýju aðferðir geta dregið úr líkum á óhöppum og minnkað kostnað við birgða- hald. Gott gæðaeftirlit Arðsemi fjárfestinga í búnaði, þjálfun og aðstöðu til að bæta gæðaeftirlitið getur verið verulega mikið og jafnvel mun meiri en margra annarra •íjárfestingar- kosta. Sem dæmi má nefna, að í úttekt sem hið virta ráðgjafafyrir- tæki Arthur D. Little gerði nýlega á hagkvæmni fjárfestingar í nýrri tækni til að efla gæðaeftilit, reyndist arðsemin vera 216% og endurgreiðslutími fjárfestingar- innar einungis 8 mánuðir. Að teknu tilliti til áætlaðs kostnaðar við að kalla inn gallaðar vörur jókst arðsemin í 360%. Ávinning- urinn fólst í minni birgðahalds- kostnaði, minni íjármagnskostn- aði vegna minna lagerhalds, en nýja aðferðin leiddi til 80% minnk- unar á lager af vörum sem bíða þess að fara í dreifingu og 39% lækkun kostnaðar við mælingarn- ar sjálfar. Samskonar úttekt fyrir meðalstórt íslenskt fyrirtæki sýndi að arðsemin væri 86% og endurgreiðslutíminn eitt og hálft ár. Það ætti því ekki að þurfa utan- aðkomandi þrýsting til að flýta fyrir íjárfestingu í bættu gæðaeft- irliti. Hvatningin ætti að koma frá fyrirtækjunum sjálfum til að auka arðsemina og efla samkeppnisstöð- una. Til að svo megi verða er nauð- synlegt að fjárfestingu í gæðaeftir- liti sé skipaður jafnhár sess og aðrir fjárfestingarkostir og að sem flestir sem koma að endanlegri ákvörðun sýni málunum áhuga frá upphafi. Auk mikillar arðsemi, eru fyrirtæki með öflugt gæðaeftirlit mun betur búin undir aukna sam- keppni innanlands og erlendis frá, en hún á vafalítið eftir að aukast rnikið á næstu árum. Höfundur er hagfræðingur og framkvæmdastjóri FTC framleiðslutækni. ÞESSI spurning kom upp í hugann þegar ég las í Degi-Tímanum 26. mars sl. (á baksíðu blaðs 1) að fyrirhugað væri að byggja yfir skautasvellin á Akur- eyri og í Reykjavík. í Reykjavík hefur verið samþykkt að veita 160 milljónum króna til verksins en á Akureyri er verið að semja við Akureyrarbæ vegna kostnaðar _upp á 44 milljónir. Ég er ekki að setja mig upp á móti þessum fram- kvæmdum, enda myndi ég örugglega nýta mér þá aðstöðu sem fengist, þar eð ég hef gaman af að fara á skauta, en skyldu þessi tvö bæjarfélög vera tilbúin að leggja svipaða upphæð til byggingar tón- leikahúss? íslendingar eru stoltir og vilja gera hlutina vel. Þetta á líka við um tónlistariðkun. Útlendingar eru undrandi á því hve margir iðka tón- list hér á landi og hve tónlistarskól- ar eru hér stórir og öflugir. Þegar kemur hins vegar að húsnæði til að flytja tónlist er annað uppi á teningn- um. Hér á landi eru starfandi tvær sinfón- íuhljómsveitir, Sinfón- íuhljómsveit íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Sú fyrri æfir og heldur reglu- lega tónleika í bíóhúsi, Háskólabíói, en hin síð- ari æfir, ja, þar sem pláss er hveiju sinni eða velvilji fyrir hendi og tónleikar eru oftast haldnir í íþróttahúsum eða kirkjum. Til að halda tónleika í íþróttahúsi þarf að gera miklar breytingar sem eru bæði kostnaða- samar og tímafrekar. Að breyta íþróttahúsi í tónleikasal... Síðastliðið miðvikudagskvöld, 26. mars, hélt Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands ásamt 150 manna kór stór- tónleika á Akureyri. Flutt var hið Vonandi verður tón- leikahús á Akureyri staðreynd en ekki draumur. Jóhann Baldvinsson skorar á yfirvöld að leggja málefninu lið! fræga og vinsæla Carmina Burana eftir Carl Orff en auk þess fjögur verk eftir rússnesk tónskáld. Til að gera þessa tónleika mögulega þurfti að breyta íþróttaskemmunni á Ak- ureyri í tónleikasal nokkrum dögum fyrir tónleika og kaupa upp íþrótta- tímana sem áttu að vera þessa daga. Mig langar að lýsa stuttlega aðstöðunni sem þarf að búa til fyr- ir svona tónleika: í fyrsta lagi þarf að teppaleggja gólf „Skemmunnar" með teppum sem fengin eru að láni héðan og þaðan, mismunandi að lit o.s.frv. Síðan þarf að útbúa senu eða pall fyrir alla flytjendur, alls rúmlega 200 manns. Þessi sena er búin til úr 7-800 plastfiskikössum sem fengnir eru að láni frá Útgerðarfé- lagi Akureyringa. Kössunum er rað- að þannig að myndist nokkrir stall- ar sem henta kór og hljómsveit. Ofan á kassana er raðað spónaplöt- um sem fengnar eru að láni hjá fyrirtæki hér í bæ og loks er lagt teppi þar ofan á, en það er líka fengið að láni. Já, til að minnka kostnaðinn er allt fengið að láni og þá þýðir ekki að vera að saga af plötum eða negla þær niður eða klippa teppin til. Eigandinn verður að fá sína vöru óskemmda til baka. Þá er nú búið að koma hljóm- sveitinni og kórnum fyrir og þá eru áheyrendur eftir. Fyrir þá eru fengnir að láni nokkur hundruð stól- ar (í þessu tilfelli u.þ.b. 8-900) víða að úr bænum sem fluttir eru í „Skemmuna“ einum til tveim dög- um fyrir tónleika. Nú geta tónleik- arnir hafist! Þegar tónleikum er lokið hefst síðan leikurinn á ný, en þá þarf að koma öllu til skila því íþróttahúsið þarf að komast í notkun sem slíkt sem fyrst. Tónleikarnir Nú er að segja frá því hvernig tónleikarnir tókust. Rúmum hálf- tíma fyrir tónleika var þó nokkuð komið af fólki og fyrr en varði var „Skemman" full af eftirvæntingar- fullum áheyrendum. Af undirtekt- um áheyrenda var augljóst að fólki líkaði tónleikarnir vel. Umgjörðin var þó óneitanlega nokkuð undarleg fyrir augað, t.d. hékk körfuboltanet yfir miðri hljómsveit. Fyrir eyru bar einnig torkennileg aukahljóð, eins konar glamur, t.d. ef leikið var ákveðið á bassatrommuna og einnig tók loftræstikerfi hússins til sinna ráða með miklum hávaða í miðju Carmina Burana. Að vísu var loft- ræstiuppákoman nokkuð spaugileg því einmitt þá var verið að lýsa raunum svans nokkurs sem verið var að steikja á eldi! Klárum dæmið! Vinnan við að byggja upp og rífa niður „tónleikahús" (eins og t.d. í þessu tilfelli) er mjög mikil og gremjulegt að horfa uppá að eftir hveija tónleika skuli þurfa að Qar- lægja „tónleikahúsið". Ég er þess fullviss að ef allur sá kostnaður og vinna sem lögð hefur verið fram í gegnum árin við að búa til svona tónleikahús, væri lögð saman og bætt við hana 44 milljónum (í Reykjavík 160 milljónum) væri á báðum stöðum til hin ágætustu tón- leikahús sem ailir gætu verið stoltir af. Mér finnst sannarlega tími til kominn að nú þegar verði í alvöru ráðist í að byggja aðstöðu fyrir tón- leika á Akureyri og að tími stóla- flutninga, fiskikassasenubygging- ar, teppalagningar og reddinga á síðustu stundu heyri sögunni til. Ég skora á stjórnmálamenn og bæjarstjórnarmenn að leggja þessu máli lið! Þegar þessi mál hafa verið rædd er oft bent á að ekki hafi komið fram neinar fastmótaðar tillögur um hvernig að þessum málum mætti standa. Mín skoðun er að hægt væri að breyta „Skemmunni" í ágætis tónleikahús fyrir svipaða upphæð og rætt er um að yfirbygg- ing skautasvells kosti. Að sunnan- verðu gæti verið upphækkuð sena en áheyrendasæti væru á hallandi gólfi upp að svölum sem eru að norðan. Úndir hallandi gólfinu gæti verið snyrtiaðstaða, geymslur og fleira. Aðalinngangur fyrir áheyr- endur, miðasala og annað því tengt, yrði að norðan en að vestan yrði byggð viðbygging fyrir starfsfólk, tónlistarflytjendur og hljóðfæri, t.d. hinn nýja konsertflygil sem keyptur hefur verið til Akureyrar. Frá þess- ari viðbyggingu yrði gengið inn á sviðið. Ég hef nú lýst skoðunum mínum og vona að nú fari umræðan um tónleikahús af stað í alvöru. Tón- leikahús sem þetta myndi nýtast mjög mörgum, hvort heldur þeim sem flytja „klassíska" tónlist eða dægurtónlist. Þá gætu farið þarna fram stórir fundir, ráðstefnur og jafnvel leiksýningar. Orð eru til alls fyrst en síðan þarf að fylgja málum eftir og framkvæma. Ég vona að fleiri láti skoðun sína í ljós og að fyrr en síðar verði tónleikahús á Ákureyri staðreynd en ekki draum- ur. Höfundur er organisti og kórstjóri við Glcrárkirkju á Akurcyri. Byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir 'OT9©<3 byggingaplatan erfyrir veggi, loft og gólf byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi 'iIÍD®sX§ byggingaplatan er hægt að nota úti sem inni 'ÍÆEÍ2X2' byggingaplatan er umhvorfisvæn NíDCsísXS' byggingapiatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. ÞÞ &co Leitiö frekari upplýsinga Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚIA 29 • S: S53 8640 & 568 6100 Hvað hafa verið byggð mörg tónleikahús á Islandi? Jóhann Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.