Morgunblaðið - 22.04.1997, Page 47

Morgunblaðið - 22.04.1997, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 47 sem aldrei gleymast. Ósnortin nátt- úran þar, tignarlegu fjöllin, fuglalíf- ið, friðsældin, allt hjálpaðist að við að veita manni þá vellíðan sem þreyttir borgarbúar þrá. Svo var nú ekki ónýtt að geta rennt þar fyrir nýgengna sjóbleikju. Mörg sumur fórum við saman í veiðiferðir í Sog- ið, Þverá, Leirvogsá og aðrar ár. Gústa var glæsileg kona og margt til iista lagt. Hún var einstök hús- móðir. Fagurkerar voru þau hjónin bæði og báru heimili þeirra í Reykja- vík og sumarbústaður í Mosfells- sveit glöggt vitni þess, hversu sam- stillt þau voru að fegra umhverfi sitt. Gústa var frábær kokkur og gat framreitt veisiumat án þess að maður hefði á tilfinningunni að hún hefði nokkuð fyrir því haft. Ástmundur átti í mörg ár við erf- iða heilsu að stríða, og hjúkraði Gústa honum heima af mestu ástúð eins lengi og kostur var. Þegar ég lít til baka yfir farinn veg finnst mér Gústa hafa verið kvenskörungur. Hún lét sér fátt fyr- ir bijósti brenna. Gekk jafn ákveðin til verks hvort sem um erfið verk eða létt var að ræða. Gafst aldrei upp við að framkvæma verkin sjálf, ef hún hafði tekið það í sig. Hún hafði mikið skap og stórt hjarta. Eg sendi börnum hennar og tengdabörnum og öðrum ættingjum samúðarkveðjur okkar hér fyrir vest- an haf. Ragnheiður Einarsdóttir. Það er mér bæði ljúft og skylt að fara nokkrum orðum um hana ömmu mína í kveðjuskyni, sem ég er nefnd eftir. Fáir báru nafn sitt með eins mikilli reisn og hún amma Ágústa; hún var hin virðulega og konungboma fram í fingurgóma. Hún er einn sá sterkasti persónu- leiki sem ég hef kynnst. Amma var mjög ákveðin og enginn komst með tærnar þar sem hún hafði hælana hvað varðar röggsemi, alltaf átti hún síðasta orðið. Ekkert var henni óviðkomandi í fjölskyldunni, hún hafði skoðanir á öllum hlutum. Allir þessir eiginieikar hennar komu að góðum notum þegar afi veiktist fyr- ir aldur fram og amma þurfti að taka stjómina í sínar hendur; fátt fór henni betur. Amma var ekki hin dæmigerða amma, í stað síðu gráu fléttnanna kom hárið hrímhvítt og vel lagt og í stað ullarsjalsins kom Diordragtin og rauði varaliturinn. Heilsu ömmu hrakaði ört síðustu ár en reisn sinni og glæsileika héit hún allt til loka. Mikið var ég glöð að vita að varaliturinn og eyrnalokk- arnir voru á sínum stað þegar þú kvaddir; þannig vildir þú hafa það. Elsku amma, í síðsta sinn sem við hittumst kom ég til þín þar sem þú svafst svo falleg í rúminu þínu á Reykjalundi og þá vissi ég innst inni að við myndum ekki sjást aftur í bráð. Þú varst tilbúin að fara í ferðina sem myndi að lokum leiða þig aftur í faðm afa; þar áttir þú heima. Nú verða fagnaðarfundir og ég er illa svikin ef þú heldur ekki eina „elegant“ veisluna í himnasalnum. Já, þær verða mér alltaf ógleyman- legar minningarnar um veislumar hjá ykkar afa á Grenimelnum, þá varst þú í essinu þínu og hrókur alls fagnaðar. Einnig er mér kær sú minning þegar þú heimsóttir mig og manninn minn á Akureyri fyrir nokkrum árum og við áttum saman yndislega, góða daga. Þá átti ég líka von á mínu fyrsta barni, þínu fyrsta iangömmubarni, og ég fann hvað þú varst stolt af mér. Þú nýttir þá líka tímann vel til að gefa mér góð ráð sem komið hafa að góðum not- um. Elsku amma, það verður skrýtið að hafa þig ekki lengur hjá okkur en minning þín lifir í okkur öllum. Hafðu þökk fyrir allt; þú varst ein- stök. Hvað er yndislegra en að sofna inn i vorið vakna aftur í heitum faðmi þínum og sumarið okkar komið enn á ný. Þín, __ Ágústa. Árið var 1960, ég 16 ára og á föstu. Strákurinn sem ég var með og seinna varð eiginmaður minn, vildi endilega kynna mig fyrir fjöl- skyldunni sinni. Fjölskyldan hans var auðvitað mamma hans og pabbi, en ekki síður föðurbróðir hans Ást- mundur og hans kona, Ágústa, sem nú er kvödd. Já, fjölskyldur bræðr- anna, Ástmundar og Sveins, voru sem ein stór fjölskylda í lífi og leik. Að upplifa kærleika þessara bræðra er ómetanleg minning. Staðurinn var Sveinseyri í Mos- fellssveit sem var sumardvalarstaður fjölskyldnanna. Við komum þarna seinni hluta dags, það var snjór yfir öllu en innandyra logaði glatt í arni. Þar sat Ágústa, geislandi giæsileg kona á besta aldri, brosandi og full af krafti. Mér fannst strax mikið til hennar koma. Lífið hafði ekki alltaf brosað við Ágústu. Ung missti hún móður sína og sem nýgift kona þurfti hún að sjá á eftir berklaveikum eiginmanni sínum til langrar dvalar á Vífilsstöð- um. En lífið var henni líka mikið gott. Stærst var þar ástin, ástin þeirra Ástmundar. Þau voru svo innilega ánægð með hvort annað og voru ófeimin við að ieyfa okkur hinum að finna og sjá hvað þau nutu þess innilega að vera saman. Síðast er ég hitti Ágústu var Ást- mundur hennar farinn og hún orðin fullorðin en glæsileg og falleg sem fyrr. Ég trúi því, að nú séu þau samein- uð á_ ný í ást sinni, hjónin Ágústa og Ástmundur, og ég samgleðst þeim af öllu hjarta. Helga Mattína, Grímsey. Við kynntumst Ágústu og Ást- mundi frænda okkar sem börn og ólumst upp við að hafa þau sem fastan punkt í tiiveru okkar. Það var ekki slæmur kostur að geta reitt sig á slíka öðlinga, enda reyndust þau sem klettar er veittu skjól og öryggi, auk sérstakrar kímni þeirra sem yljar enn í dag. Heimili hennar á Grenimei 1 var rausnar- heimili, þekkt fyrir skemmtilegheit og besta mat, sem framreiddur var í borginni. Ágústa var glæsileg kona, örugg í framkomu, fyndin og stjórnsöm. Hún tók á öllum málum af myndar- skap og þoldi illa lágkúru. Hún var mörgum kostum búin og hafði ákveðnar meiningar og væri hún búin að mynda sér skoðun um ákveð- ið mál stóð hún föst á sínu. Það voru ákveðnir hlutir sem pössuðu frú Ágústu og hennar umhverfí og ein- mitt þess vegna var hún svona sér- stök. Á tímum mæddi mikið á Ágústu, bæði sem móður með stórt og gest- risið heimili, móður með veikt barn og móður með sjúkan eiginmann. Allar þessar þrautir leysti Ágústa með prýði og af reisn. En gleðistund- irnar voru líka fjölmargar þvi frú Ágústa var bæði hress og létt í lund og saman voru þau hjón engum lík. Ást og gleði ríkti jafnan hjá þeim og þótt Ástmundur hafi verið með stríðnari mönnum, mátti hann ekk- ert aumt sjá. Það var því engin logn- molla á heimili þeirra og þangað þótti okkur ailtaf gott að koma. Við erum þakklátir fyrir að hafa átt Ágústu að í gegnum lífið. Okkur þótti báðum innilega vænt um hana. Guð blessi minningu frú Ágústu Ágústsdóttur. Guðmundur og Kjartan. Elsku amma mín. „Því með mikilli hryggð og harm'- þrungnu hjarta og mörgum tárum skrifaði ég yður, ekki til að hryggja yður, heldur til þess að þér sæjuð þá miklu elsku, er ég hef til yðar.“ (Úr Biblíunni.) Það er komið vor. Daginn er tek- ið að lengja og allt er í blóma hér í Kaupmannahöfn. Farfuglarnir eru lagðir af stað í sína árlegu ferð norð- ur á bóginn og þú farin í þína hinstu ferð. Þó að ég sé hrygg yfir að sjá þig ekki aftur, er ég glöð í hjarta mínu, því ég veit að vel tekur afi á móti þér. Þú saknaðir hans mikið, en nú eruð þið saman á ný. Minning þín lifir í hjarta mínu. Hvíl í friði. Þín, Snjólaug. Hún er oft nöpur norðangjólan á þorranum í Vesturbænum. Það fékk ég, sveinstauli úr Skjólunum, að finna á leið minni í Verslunarskól- ann. Það sem bjargaði heilsu minni var að komast í skjól og hlýju á Grenimel 1. Þar fann ég svo sannar- lega fyrir hlýju, ekki einungis húsa- hlýju heldur einnig hjartahlýju, hjartahlýju, sem geislaði frá Ágústu alla hennar tíð. Ágústa var einkar fríð kona, atorkusöm, glettin og gamansöm. Þess tíma minnist ég ávailt með ánægju þegar ég var nánast sem heimagangur á heimili hennar, einkum á vormánuðum þeg- ar við Björn vorum þar öllum stund- um við að undirbúa okkur undir próf í Versló. Þá fann ég hversu um- hyggjusöm hún var, þreyttist aldrei á að taka til mat handa okkur og stjana við okkur á alla vegu. Um- burðarlyndi hennar í garð okkar var takmarkalaust. Strákapör og bernskubrek okkar hefðu kallað á reiðilestur á mörgum heimilum, en úr augum Ágústu var aðeins iesin kímni þó svo að munnsvipurinn vildi segja að henni mislíkaði eins og ábyrgðarfullri móður sæmdi. Sömu giettni var að finna hjá Ástmundi, þau voru samtaka í því að hafa gam- an af öllu, það var eins og glettni væri þeirra lífsmottó. Ágústa hafði mikið yndi af sögum, aiitaf hafði hún gaman af að heyra skemmtilegar sögur eða segja frá spaugilegum atvikum. Ég fékk góð- an skammt af gamansögum eitt sinn er við urðum samferða ofan úr Borg- arfirði. Ég var að koma úr veiðiferð úr Grímsá og Ágústa var í heimsókn hjá Ingu, systurdóttur sinni í Lundi og bað um að fá að fljóta með í bæinn. Ég sagði það vera sjálfsagt með einu skilyrði, hún yrði að sjá til þess að ég, dauðuppgefinn maður- inn, sofnaði ekki við stýrið. Skemmtilegri ferðafélaga hef ég ekki haft, hún hélt mér svo sannar- lega vakandi með skemmtilegum sögum sínum og dillandi hlátri. Þó svo að minnið væri farið að gefa sig á síðustu árum, mundi hún svo vel allt það sem hent hafði hana áður fyrr og alltaf var jafn gaman að hitta hana á Reykjalundi og tala um gamla tíma. Álltaf tók hún á móti manni brosandi og alltaf hafði hún jafn gaman af að hlusta á spauglegar sögur og hló þá dillandi hlátri sínum eins og áður fyrr svo innilega að tárin hrundu niður kinn- arnar. Tilvera Ágústu var hluti af mínu lífi, hluti sem nú er horfinn á braut og kemur ekki aftur, lífið verður mér fátækara en ánægjulegar minn- ingar munu lifa. Ég votta börnum + Ástkær bróðir, uppeldisbróðir og mágur, HAFSTEINN JÓNSSON, Rauðalæk 19, Reykjavik, lést á heimili sínu sunnudaginn 13. apríl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug. Sigrún Jónsdóttir, Thorsten Folin, Þorgrímur Jónsson, Guðný Árnadóttir, Bryndís Jónsdóttir, Jón Björnsson, Sigurður V. Sigurjónsson. hennar, afkomendum og tengdafólki mína dýpstu samúð. Björgvin B. Schram. Nú þegar Ágústa hefur kvatt sitt jarðlíf er mér bæði ljúft og skylt að votta henni, fyrir hönd SÍBS og Reykjalundar, virðingu og þökk fyr- ir áratuga langan stuðning og vel- vild. Tengsl Ágústu við SIBS voru af ýmsum rótum runnin, urðu til á sínum tíma af ýmsum ástæðum. M.a. mun hún sjálf hafa fengið sýk- ingu berklakyns innan við fermingu, þó ekki svo að hún þyrfti á hælið, enda fóru þangað á þeim tíma að- eins þeir sem voru mikið berklaveik- ir. Höskuldur bróðir hennar Ágústs- son, síðar meir hitaveituhöfðingi í Mosfellssveit, sem lést 91 árs í nóv- embermánuði sl., veiktist ungur maður af berklum, lá um tíma á Vífilsstöðum og naut þess láns að yfirvinna berklana og komast til góðrar heilsu á ný. Að lokum _má nefna að eiginmaður Ágústu, Ást- mundur Guðmundsson, veiktist einn- ig af berklum skömmu eftir að þau giftust. Þessi upptalning endurspegl- ar í nútímanum hversu grimmur sjúkdómur og útbreiddur berklamir voru á fyrri hluta þessarar aldar. Ástmundur lá á Vífilsstöðum og náði bærilegri heilsu en þó hömluðu berklaafleiðingar nokkuð athafna- semi hans alla tíð. Þetta voru okkur mjög erfiðir tímar, sagði Ágústa mér eitt sinn. Einhvern tíma á árum seinni heimsstyijaldarinnar eignuðust þau Ágústa og Ástmundur land í erfða- festu í Mosfellssveit, á eyri sem hef- ur myndast af framburði Varm- árinnar. Þarna á Eyri byggðu þau sumarhús. Síðar æxlaðist svo tii að SÍBS eignaðist landspildu á sömu slóðum, þar sem rísa skyldi vinnu- heimili fyrir berklasjúklinga, Reykja- lundur. Lágu saman land þeirra og land Reykjalundar. Fyrir nokkrum árum eignaðist SÍBS síðan Eyrina og er þar nú glæsilegt orlofshús fyr- ir skjólstæðinga sambandsins. Reykjalundur hóf starfsemi sína í febrúar 1945 og jók nábýlið enn á tengsl þeirra hjóna við SÍBS og síð- ar engu minna við Reykjalund, enda varð Ástmundur formaður stjórnar Reykjalundar árið 1958 og gegndi formennskunni í 24 ár, allt til ársins 1982. Ástmundur lést árið 1983 og hafði átt við erfið veikindi að_ etja í áratug, dyggilega studdur af Ágústu og börnunum. Ágústa var glæsileg kona útlits og hélt glæsisleik sínum óskertum þótt kröm aldurs og sjúkdóma hvelfdist yfir hana síðustu misserin. En Ágústa var ekki aðeins glæsileg útlits og í framkomu, heldur bar hún af í orðum sínum og gerðum, þétt á velli og þétt í lund. Hér má halda stefinu áfram og segja að hún var þrautgóð á raunastund. Hún var prýðisgóð húsmóðir og var það hlut- verk allt að því heilagt í hennar augum. Um það bar vitni m.a. heim- ili þeirra hjóna á Grenimelnum. Hún var mikil ræktunarkona sem sannast af hinum stórkostlega tijágróðri sem er á Eyri og skýldi áður sumarhúsi þeirra, nú orlofshúsi SÍBS. Börnum Ágústu, tengdabörnum og afkomendum öllum eru hér með sendar hinar innilegustu samúðar- kveðjur. Haukur Þórðarson. + Hjartkær vinur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ANDRI S. JÓNSSON, sem andaðist á Landsspítalanum 14. apríl sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Vigdís Baldvinsdóttir, Guðrún Edda Andradóttir, Sigrún Jóna Andradóttir, Björn Þór Svavarsson, Ásbjörn Andrason, Ásgeir Andrason, Anna Margrét Þorfinnsdóttir og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, KLEMENZ R. GUÐMUNDSSON, verslunarmaður, Þórufelli 18, er látinn. Albert Klemenzson, Svanhvít Sverrisdóttir, Ingibjörg Klemenzdóttir, Hjálmar Jónsson, Vigdís Klemenzdóttir, Friðrik Sigurmundsson, Róbert Klemenzson, Elínborg Guðmundsdóttir, Hörður Hjartarson, og barnabörn. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR KR. JÓNSSON vélstjóri, Lækjarkinn 18, Hafnarfirði, lést á heimili sínu að kvöldi sunnudagsins 20. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Eyþórsdóttir, Ástríður Gunnarsdóttir, Trausti Gunnarsson Sesselja Gunnarsdóttir, Eggert Kristinsson, Ingibjörg Jóna Gunnarsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.