Morgunblaðið - 22.04.1997, Side 50
. 50 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997
MINIUINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
FANNAR ÞORLÁKUR
SVERRISSON
+ Fannar Þorlák-
ur Sverrisson
fæddist í Reykjavík
29. nóvember 1968.
hann lést af slysför-
um 5. apríl síðast-
iiðinn. Foreldrar
hans eru Sverrir
Theodór Þorláks-
son matreiðslu-
meistari, f. 2.6.
1933, og Krisljana
Guðmundsdóttir, f.
7.3. 1939. Systkini
hans eru Margrét,
f. 22.11. 1961, og
Þórarinn Gunnar,
f. 23.8. 1973. Fannar var
ókvæntur og barnlaus.
Fannar lauk svif-
flugprófi 15 ára að
aldri, einkaflug-
mannsprófi 18 ára
og atvinnuflug-
mannsprófi frá
Bandaríkjunum 22
ára. Hann hafði
einnig lagt stund á
nám í listflugi er-
iendis. Fannar
starfaði sem fram-
leiðslustjóri hjá
Polyto-plastgerð.
Utför Fannars
fer fram frá Vídal-
ínskirkju í
Garðabæ í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Kveðja frá ömmu
Á kveftjustund er margs að minnast
og margt að þakka, allt sem var
en orðin eru fá sem finnast
þó fylli hjartað minningar.
Eg man þín bernsku brosin hlýju
þá bjarmi sólar lék um hár
ungan dreng í örmum mínum,
æskumann með von og þrár.
.T
Reyndi öllum gott að gera
góðvild ríkti í þinni sál,
bakhjarl þinna vina vera
vanda leysa og bæta mál.
Trútt var hjarta og trygg var hönd
traust og sterk þín vinabönd.
Frá jarðvist til eilífðar örstutt er skref
vor alvaldur harmana sefi.
í bænimar mynd þína og minningu vef,
miskunnsemd drottinn þér gefí.
Þú ljósið sem hjá okkur lýsti um stund
uns leiddu þig örlög á skaparans fund.
(Höf. Sigurunn Konráðsdóttir.)
Um jökla vafðist júnínóttin blá,
úr jörðu spruttu silfurtærar lindir.
Við áttum vor sem aldrei líður hjá
og elda sína bak við höfín kyndir.
(Davíð Stefánsson)
Elsku vinurinn minn, brátt kem-
ur hin bláa júnínótt með sínar silf-
urtæru lindir. En þá ert þú geng-
inn inn í eilífðarvorið sem aldrei
líður hjá frekar en okkar fornu
vor. Og þótt óravíddir himins og
hafs séu milli okkar munu þau vor
^kynda elda sína og ylja mér um
ókomna tíð. Þau urðu fjögur vorin
okkar saman áður en leiðir skildi.
Vor full af gleði og ást, hamingju
og hlátri. Því ef það var einhvers
staðar kátína og sprell þá var það
kringum þig. Þú varst svo stríðinn
að áður en ég kynntist þér nánar
fannst mér þú óþolandi. Við gátum
hlegið okkur máttlaus að hinu og
þessu í fari annarra, allt í góðlát-
legu gríni, eins og þegar þú upp-
nefndir mömmu þína og ömmu eða
kallaðir mig Svínku. Þú umvafðir
mig með gælunöfnum eins og Kisa
og Snoppa...
í fjögur ár gerðum við allt sam-
an, vöknuðum og sofnuðum sam-
x an, grétum og hlógum, spjölluðum
og rifumst, því bæði vorum við
skapmikil. Þú gast þagað í nokkra
daga og ég þagði líka, þangað til
þér þótti nóg komið og þú sagðir
lausnarorðin: Selja mín, þú ert
ágæt. Við fórum í endalausa
göngutúra því þú elskaðir náttúr-
una, að ég nú ekki tali um bíltúr-
ana, bæði langa og stutta. í gamni
og alvöru ræddum við um framtíð-
ina, um börnin okkar sem áttu að
heita Fannar og Selja af því okkur
þóttu nöfnin okkar svo falleg. Eða
-að þú vildir læra að dansa svo þú
gætir dansað við mig í brúðkaup-
inu okkar ef ég vildi einhvern tíma
giftast þér. Stundum spiluðum við
kleppara, tveggjamannakapal og
lönguvitleysu heilu næturnar og
læddumst svo heim til mömmu á
Sunnuflötina um miðjar nætur og
fengum okkur snarl. Hjá þér jafn-
aðist ekkert á við vöfflurnar henn-
ar mömmu og oft var hún búin
að undirbúa komu litlu næturmús-
anna þegar þær gægðust inn.
Eg elti þig upp um fjöll og firn-
indi þegar þú fórst á veiðar, þótt
mér þættu þær ógeðslegar. Ég elti
þig líka upp í heiðloftin blá því það
varð mér fljótlega ljóst að sá sem
ekki fyndi unað i að svífa um him-
insins bláu boga ætti litla samleið
með þér. Marga stundina svifum
við saman í þögninni með eilífðina
framundan, himinhvelfinguna yfir
okkur og úfin hraunin og dimmblá
fjöllin undir. Þær tilfinningar sem
hrærast í bijóstum manns á slíkri
stundu skilur enginn nema sá sem
reynt hefur. Þú reyndir líka árang-
urslaust að kenna mér að fljúga
þótt öðrum tækist það ágætlega.
Þér þótti of vænt um mig sögðu
þeir, þú skyldir hættur flugsins og
mundir aldrei þora að sleppa mér
einni. í vélflugunum tylltum við
niður tá vítt og breitt um landið,
skoðuðum Garðabæinn, hraunið og
bæjarlækinn okkar úr lofti eða
brugðum okkur austur að Höfða
þar sem amma og allt hennar fólk
átti rætur sínar.
Við lögðum ekki bara ísland
undir okkur. Saman fórum við til
Bandaríkjanna þar sem þú varst í
flugnámi og í sumarleyfunum
heimsóttum við hin og þessi lönd.
Við vorum bæði spennufíklar eins
og sést á því að í einni ferðinni
fórum við á hverjum degi aftur og
aftur í rússíbanann í tívoliinu.
En ef til vill standa þær upp úr
hversdagsstundimar óteljandi þeg-
ar við gerðum alls ekki neitt nema
vera saman og vera til. Það var
gott að vera í Hlíðarbyggðinni þar
sem foreldrar þínir dekruðu við
okkur, þótt þú kæmir þér ekki að
því að kynna mig fyrir þeim þótt
við værum komin í formlega sam-
búð, og þau byggju í sama húsi
Ég varð sjálf að taka af skarið,
lalla upp og segja: Komið þið sæl,
ég heiti Selja Dís og er kærastan
hans Fannars!
En umhyggja þín var óendanleg,
þú keyrðir mig og sóttir, þú hringd-
ir hvenær sem færi gafst. Við
skruppum í mat til pabba þíns í
Tæknigarði, þú skaust heim úr
vinnunni í kaffisopa þótt stundin
væri stutt eða leist inn til mín í
vinnuna. Eftir að ég fór að fljúga
hjá Atlanta skrifaðir þú mér á
hveijum degi: „Elsku Selja við
Teddi (bangsinn sem þú gafst
mér) söknum þín, við viljum að þú
komir heim. Það er enginn til að
gefa okkur að borða. Ég vildi óska
að þú værir hér.“ Þú sem varst í
eðli þínu lokaður opnaðir þín innstu
hjartans djúp í bréfunum.
En um leið og þú umvafðir mig
og elskaðir varst þú eigingjarn á
mig, nokkuð sem stundum varð
erfitt. En sjálfsagt, má segja það
sama um mig, þvi þótt mér þætti
þú óþolandi stríðnistöffari áður en
ég kynntist þér gerði ég mér ljóst
að ég var ekkert ein um að þykja
þú bæði glæsilegur og skemmtileg-
ur. Þú varst alltaf umsvermaður,
enda hrókur alls fagnaðar hvar
sem þú komst, og húmoristi fram
í fingurgóma. Hvergi naust þú þín
heldur eins vel og í hópi svifflugfé-
laganna, þið skilduð hver annan
og töluðuð sama mál. Og oft
skemmtum við okkur saman í þeim
góða hópi.
En nú ert þú horfinn úr hópnum,
horfinn þeim, horfinn foreldrum
þínum og ættingjum, horfinn
vinunum, horfinn mér, horflnn inn
í eilífðarvorið „sem elda sína bak
við höfin kyndir". Þar svífur þú
um loftin blá og horfir niður til
okkar hinna meðan júnínóttin vefst
um jöklaná og tár okkar renna
saman í silfurtærar lindir. Vinurinn
minn, ég þakka þér árin okkar
saman og bið góðan guð að styrkja
alla ástvini þína.
Þú yarst minn vetrareldur.
Þú varst mín hvíta lilja,
bæn af minum bænum
og brot af mínum vilja.
Við elskuðum hvort annað
en urðum þó að skilja.
(Davíð Stefánsson)
Þín,
Selja Dís.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgr. J. Hallgrímsson)
„Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag,“ segir Tómas Guðmunds-
son þegar hann veltir fyrir sér lífs-
hlaupi manna og er það vel til fund-
ið. í fyrstu virðist svo ofureðlilegt
að menn deyi, því ekkert líf er án
dauða og enginn dauði án lifs.
Þessum staðreyndum fær enginn
breytt. En þrátt fyrir þessa vitn-
eskju verðum við, sem eftir lifum,
alltaf jafn undrandi þegar dauðinn
knýr dyra hjá vinum og ættingjum.
Fregninni um andlátið fylgir sárs-
auki og harmur.
Það eru svo óteljandi minningar
sem sækja á hugann þegar ég
hugsa um Fannar, vin minn, sem
lést langt um aldur fram hinn 5.
apríl sl. Útgeislun hans var mikil
og heillandi hláturinn, brosið og
hlýleg framkoman er það sem ég
skynja svo sterkt núna er ég minn-
ist hans. Ég þakka guði fyrir að
hafa gefið okkur þá dýrmætu sam-
verustund sem við áttum saman
er við hittumst sama sólarhring
og hann yfirgaf þetta jarðlíf og
mun ég ávallt geyma hana i hjarta
mínu.
Við ræddum um heima og
geima, rifjuðum upp öll gömlu
skólaárin og allt það sem hann,
ég og Danni höfðum brallað saman
í gegnum tíðina og hlógum mikið
að. Einnig ræddum við um framtíð-
ina og við vorum strax farin að
hlakka til að hitta alla skólafélag-
ana þegar við yrðum þrítug. Því
miður gat Fannar ekki verið með
okkur á síðustu endurfundum okk-
ar 1993, þar sem hann var erlend-
is, og var hann mjög leiður yfir
því. En það er öruggt að hann
verður í huga okkar allra þegar
að því kemur.
Fannar átti mörg áhugamál,
vildi taka þátt í öllu, prófa allt, en
flugið skipaði þó langveglegastan
sess í huga hans. Drifkrafturinn
var óþijótandi og gerði hann allt
vel sem hann tók sér fyrir hendur.
Er það mál reyndustu manna að
hann hafl verið afskaplega fær
flugmaður. Þakklæti mínu fyrir að
fá að njóta svo margra góðra sam-
verustunda með Fannari allt frá
barnæsku verður best lýst með
ljóði Margrétar Jónsdóttur:
Ég þakka alit frá okkar fyrstu kynnum,
það yrði margt ef telja skyldi það.
I lífsins bók það lifír samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu hvíta stóra hjarta
þá helgu tryggð og vináttunnar Ijós
er gerir jafnan dimma daga bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
Elsku Sverrir, Kristjana, Mar-
grét og Þórarinn, megi algóður guð
halda í hendur ykkar á þessari
sorgarstundu, umvefja ykkur ijósi
og kærleika í þessum sára missi
og gefa ykkur styrk.
Ruth Örnólfsdóttir.
Veistu, ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum
gott geta,
geði skaltu við hann
blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Hávamál.)
Laugardaginn 5. apríl fengum
við þær hörmulegu fréttir að Fann-
ar vinur okkar væri dáinn. Hann-
hafði lent í hræðilegu flugslysi
skammt frá heimili okkar fyrr um
daginn. Þegar ungur maður í
blóma lífsins fellur frá koma upp
margar spurningar, spurningar
sem aldrei fást svör við. Það er
af ótal mörgu að taka þegar hugur-
inn leitar til baka því saman áttum
við margar góðar stundir, stundir
sem aldrei gleymast. En nú er stórt
skarð höggvið í hóp traustra vina
og er okkur þakklæti efst í huga,
þakklæti fyrir að hafa átt svo góð-
an vin. Það er okkar sem eftir
stöndum að halda uppi minningu
um góðan dreng.
Við kveðjum þig með virðingu,
vertu sæll, kæri vinur.
Orri og Rósa Björg.
Kæri vinur, aldrei hefði mig órað
fyrir því að þú færir svona snemma
inn í eilífðina og aldrei mun ég
skilja af hveiju ég var ekki með
þér í vélinni eins og við vorum
búnir að skipuleggja í morgunkaff-
inu á laugardaginn 5. apríl. Þú
varst glaður eins og ávallt og fórst
nákvæmlega yfir þær æfingar sem
við ætluðum að gera enda var þér
öryggið mjög ofarlega í huga. Ég
mun seint gleyma hversu góð tök
þú hafðir á þeim vélflugum og
ekki síður svifflugum sem þú
flaugst, alltaf fannst mér flugvélin
vera hluti af þér og ég fann alltaf
þetta öryggi stafa frá þér. Uppi í
loftinu varstu hluti af elementun-
um. I huga mínum renna endur-
minningarnar um þig og þína
miklu persónutöfra, fyrir þér var
ekkert sem heitir kynslóðaskipti,
þínir nánu vinir voru á öllum aldri,
ég er þakklátur fyrir þau ár sem
þú gafst mér sem vinur og starfs-
maður, ég mun sakna allra okkar
stunda, en geymi dýrmætan fjár-
sjóð innra með mér. Ég er þakklát-
ur fyrir allar gleði-, kátínu- og
ekki síður prakkaraskapsstundirn-
ar sem við vorum svo samtaka í,
en ofar öllu er sú vissa og vakning
sem við upplifðum saman í leit er
snerti trúmál.
Elsku Kittý, Sverrir og Margrét
og aðrir aðstandendur og vinir,
megi æðri máttur styrkja ykkur í
ykkar djúpu sorg en gleymið ekki
þeirri staðreynd að neikvæðar
minningar eru ekki til um þennan
góða dreng sem var gleðigjafi hvar
sem hann kom og fór. Blessuð sé
minning þín.
Gunnar.
Kæri Fannar. Okkur langar að
kveðja þig með fáeinum orðum,
þegar þú hefur flogið þitt hinsta
flug í þessari jarðvist. í flestum
vinahópum er einn einstaklingur
sem hefur orku og kraft umfram
aðra, geislar frá sér og drífur aðra
með sér. Þú varst slíkur maður.
Þú bjóst yfir innri krafti og bjart-
sýni sem smitaði frá sér og þú
hvattir okkur hina til verka, hjálp-
samur og drífandi.
Þegar við byijuðum að fljúga
svifflug fyrir 15-20 árum varst þú
lítill polli sem komst með Sverri
pabba þínum upp á Sandskeið. Þú
sast með skófíu úti í sandi og
mokaðir meðan pabbi var að fljúga
og fékkst síðan að fara í flug. Það
var snemma ljóst að þú hafðir
fengið flugbakteríuna að erfðum
frá pabba þínum sem hefur verið
virkasti kennari Svifflugfélagsins
í gegnum tíðina. Þú varðst fljótlega
mjög fær og fórst að fljúga einn
um leið og aldur leyfði. Síðan höf-
um við stundað svifflugið saman,
tekið þátt í starfseminni á Sand-
skeiði, reynt okkur við að fljúga
hærra, lengra og hraðar. Þú lést
ekki þar við sitja, lærðir vélflug
og stundaðir listflug bæði á svif-
flugu og vélflugu. Þú stundaðir
flugið af kappi og náðir mikilli
færni. Það var ekki laust við að
við öfunduðum þig þegar þú
flaugst listflug með tilheyrandi
lykkjum og veltum af öryggi og
yfirvegun. Nemendur munu minn-
ast þín sem framúrskarandi kenn-
ara sem varst alltaf boðinn og
búinn að miðla þeim af þekkingu
þinni og færni.
Þú var allra manna glaðlyndast-
ur og mjög skemmtilegur félagi.
Stríðnisglampinn í augunum var
aldrei langt undan. En gamanið
var alltaf græskulaust og beindist
ekki síður að sjálfum þér en öðr-
um. A síðari árum kepptum við
allir í svifflugi. Þótt keppt væri af
einurð og kappi var alltaf stutt í
léttleikann og grínið. Þú varst öðr-
um fremri í að færa ýmiss atvik í
skemmtilegan búning sem er
ómissandi hluti af góðum félags-
skap. Þegar þú vannst einn af
dögunum á síðasta íslandsmóti en
náðir ekki alla leið til baka og
þurftir að lenda í kartöflugarði
rétt við flugvöllinn gerðir þú sjálf-
ur mest grín að þessu. Þessi létt-
leiki í og utan keppni gerði félags-
skapinn ógleymanlegan.
Við hittum þig síðast á fundi
fyrir mánuði. Þú varst kátur að
vanda, stutt í sumarið og þú ætlað-
ir að fljúga mikið, bæði hér heima
og svo ætlaðirðu að fara til Pól-
lands að svífa. Þú lifðir fyrir flug-
ið, það var líf þitt og yndi.
Brotthvarf ykkar Þorgeirs er
okkur svifflugmönnum mikið áfall.
Þið hafið verið burðarásar í starf-
seminni undanfarin ár. í raðir okk-
ar hefur verið höggvið stórt skarð
sem erfitt verður að fylla. En við
vitum að hvorugur ykkar óskar
þess að svifflugið leggist í lægð.
Við munum halda minningu ykkar
á lofti með öflugu svifflugstarfi.
Kannski fljúgið þið með okkur í
sumar, hver veit.
Kæri vinur, við söknum þín sárt
en erum þess vissir að glaðværð
þín nýtur sín nú á öðrum stað. Þar
getur þú án efa stundað eitthvað
sem samsvarar svifflugi en með
meira rennigildi en þekkist hérna
megin. Eða ertu kannski alveg laus
við hlekki efnisins og svífur sjálf-
ur, fijáls og engum háður?
Kæru Sverrir, Kittý, Margrét og
Þórarinn. Við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur í sorg
ykkar. Megi minningamar um góð-
an dreng vera ykkur huggun.
Magnús Ingi Óskarsson
og Steinþór Skúlason.
„Hæ, strákar, það eru komnar
hérna stelpur, þær ætla að fá að
fljúga." Þetta var um verslunar-
mannahelgi fyrir sjö árum. Stelp-
urnar sem um var rætt voru vinkon-
ur sem höfðu, að áeggjan vina,
ákveðið að prófa svifflug á Sand-
skeiði. Ég var þarna komin vegna
þess að mér fannst það þjóðráð til
að losna við flughræðslu en ída
vinkona mín vegna þess að hana
hafði dreymt um að læra flug. Það
var eins og við manninn mælt að
við vorum teknar fram fyrir þá sem
áttu skráð flug og drifnar í loftið.
Kennarinn sem sat aftur í var
liðlega tvítugur maður, Fannar
Sverrisson. Hann fullvissaði mig um
að ég hefði ekkert að óttast og
þetta fyrsta flug verður ógleyman-
legt. Eftir reynsluflugin hvatti
Fannar okkur vinkonurnar eindreg-
ið til að koma aftur sem fyrst, helst
ættum við að drífa okkur í sóló um
haustið. Það sem eftir var sumars
og langt fram á haust vorum við
flesta daga á Sandskeiði og flugum
ef veður ieyfði, annars var setið
yfir kaffibolla í Harðarskála eða
farið í bæinn. Fannar var alltaf