Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 4

Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Viðræður í hnút fyr- ir vestan EKKI hefur verið boðaður nýr fundur í deilu Alþýðusambands Vestfjarða og Vinnuveitendafélags Vestfjarða en verkfall félaga innan ASV hefur nú staðið í rúma viku. Árangurslaus fundur var haldinn í Reykjavík á þriðjudag sem stóð fram yfir miðnætti. Pétur Sigurðsson formaður ASV sagði ekkert nýtt hafa komið frá atvinnurekendum, ekki svar við tilboði sem ASV lagði fram um síðustu helgi. Sáttasemjari verður í sambandi við aðila málsins og boðar til fundar þegar honum sýn- ist tilefni til. Vinnuveitendafélag Vestfjarða sendi frá sér ályktun í gær, þar sem segir að í launatilboði fyrir- tækja þar felist að laun fisk- vinnslufólks, að viðbættum bónus, yrði á bilinu 86-92 þúsund á mán- uði við undirritun samnings og myndi hækka í tveimur áföngum í 93-100 þúsund krónur á samn- ingstímanum. „Það er því forrðaðamönnum fiskvinnslufyrirtækja á Vestfjörð- um með öllu óskiljanlegt að enn skuli vera verkfall sem leiðir til stórtjóns fyrir fólk og fyrirtæki án þess að starfsfólkið hafí fengið tækifæri til að taka afstöðu til sambærilegra kjarasamninga og þeirra sem nú hafa verið sam- þykktir um allt land. Lýst er fullri ábyrgð á hendur forystumanna Alþýðusambands Vestfjarða á þessari alvarlegu stöðu,“ segir í ályktuninni. Heimsmet í fuglamerkingum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. ÓSKAR J. Sigurðsson, vitavörð- ur og veðurathugunarmaður á Stórhöfða í Vestmannaeyjum er heimsmethafi í fuglamerkingum samkvæmt staðfestingu sem gef- in hefur verið út af Heimsmeta- bók Guinness. Óskar sagði að um síðustu ára- mót hefði hann verið búinn að merkja 65.200 fugla síðan hann hóf merkingar árið 1953. Bróð- urpartur þessara fugla væri lundi en einnig hefði hann merkt talsvert af fýl og minna af fjöl- mörgum öðrum fuglategundum. Um helmingur lundans sem Ósk- ar hefur merkt eru pysjur en hinn helmingurinn fullorðinn fugl. Hann segist halda skrá um merkingar sínar og þær fregnir sem hann fær af þeim fuglum sem hann hefur merkt. Flestir þeir fuglar sem Óskar hefur fengið upplýsingar um, eftir að hann merkti þá, hafa náðst í Vestmannaeyjum en einnig hefur hann fengið fregnir af þeim utan úr heimi. Lundi sem hann hefur merkt hefur fundist við Ný- fundnaland og Asoreyjar, um 3.000 kílómetra frá Stórhöfða. Óskar sagði að ekki fyndist mik- ið af lunda annars staðar en í Eyjum því yfir veturinn héldi hann sig djúpt úti í hafi, en pysj- ur á fyrsta ári hefðu fundist við Nýfundnaland. Merkti glóbrysting Óskar sagði að einn af merkilegri fuglum sem hann hafi merkt væri glóbrystingur sem er sjaldséður hér og einnig hefði sér þótt merkilegt er hann fékk fréttir af steindepli sem hafði verið skotinn á Spáni 20 árum eftir að hann merkti hann á Stórhöfða. Óskar segir að fuglamerkingar hafi verið eitt af hans helstu áhugamálum undanfarna áratugi enda allt starfið unnið af áhuga- mennsku. Þetta áhugamál hafi gripið hug hans er hann byijaði á þessu 1953 og áhuginn sé engu minm í dag. Hann hafi í gegnum árin merkt svipað magn áí hvert og enn segist hann merkja miluð á hveiju ári og ætli að halda því áfram meðan hann geti rölt um Stórhöfðann þar sem hann hefur merkt nær allar þær tugþúsundir fugla sem hann hefur merkt gegnum árin. Morgunblaðið/Júlíus Stjómstöð Neyðarlínu vígð SÉRHÖNNUÐ stjórnstöð Neyð- arlínunnar hf. var formlega vígð í gær. Vaktstöð Neyðarlínunnar flutti í lok síðasta árs í húsið, sem er viðbygging Slökkvistöðvar- innar í Reykjavík. Fullkominni tölvutækni er beitt í starfsem- inni, en megintilgangur fyrir- tækisins er að taka móti sím- hringum fólks í neyð eða tilkynn- ingum um slikt, staðsetja hvaðan er hringt, greina vandann og senda neyðarsveitir til aðstoðar. Á myndinni, sem tekin var við vígsluna í gær, eru Bergsveinn Alfonsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, Eiríkur Þorbjörnsson fram- kvæmdastjóri, Helga Jónsdóttir borgarritari, Esther Guðmunds- dóttir stjórnarformaður Neyð- arlínunnar, Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og Jón Viðar Matthíasson varaslökkviliðsstjóri og við tölvuna situr Jónas Helga- son varðstjóri. Kynbótadómar í stóðhestastöðinni Oánægðir með byggingardóma NOKKURRAR óánægju hefur gætt meðal eigenda stóðhesta á stóð- hestastöðinni í Gunnarsholti með byggingardóma sem þeir hafa feng- ið, en undanfama tvo daga hafa hátt í 60 stóðhestar verið leiddir fyrir kynbótadómara og í dag verður árleg vorsýning í stóðhestastöðinni. Meðal þeirra óánægðu er Ástrún Davíðsson frá Húsatóftum á Skeið- um, en hestur sem hún hefur verið með í stóðhestastöðinni í vetur var felldur í byggingardómi. „Ráðunautar hafa fylgst með hon- um og maður er búinn að vera að borga fyrir þetta í þeirri trú að þetta sé ekki algjör bikkja, en svo þegar að dómsdegi kemur, þá kemur bara allt annað í Ijós. Þá spyr maður sjálf- an sig hvað þessir ráðunautar séu að gera og hvers vegna þeir séu ekki búnir að kippa svona hestum út sem ná ekki ættbók. Ég hef ekki hugmynd um skýringar á þessu og maður rekur alveg hreint í rogastans yfir þessum ósköpum. Ég mundi skilja þetta ef maður hefði verið með klárinn héma heima og mætt þama, og aldrei verið búinn að láta líta á hann, en þegar menn eru búnir að hafa hann fyrir augum í allan vetur og búnir að byggingardæma og skoða, þá finnst manni þetta eigin- lega alveg furðuleg vinnubrögð," sagði Ástrún í samtali við Morgun- blaðið. Ari Björn Thorarensen á Selfossi hefur svipaða sögu að segja, en hann hefur verið með hest í stóðhestastöð- inni frá því um áramót. „Maður hefði haldið að hann væri búinn að fara í gegnum þá síu að það hefði átt að vera búið að senda hann heim fyrr en fá ekki geldingar- dóm núna,“ sagði Ari. Ýmsir byggingargallar ekki auðsæir Tveir kynbótadómarar dæmdu stóðhestana að þessu sinni, en það vom þeir Kristinn Hugason, hrossa- ræktarráðunautur Bændasamtak- anna, og Ágúst Sigurðsson, for- stöðumaður hrossaræktarbúsins í Kirkjubæ. Kristinn sagði að eilíf óánægja væri hvað varðar hrossadóma og hún hefði frekar verið að aukast vegna harðari hagsmuna og vaxandi vænt- inga- „Bygging hrossa getur oft venð alveg geysilega miklum breytingum undirorpin og hún getur tekið mikl- um stakkaskiptum frá hausti fram á vor, en ýmsir byggingargallar em ekki auðsæir. Hins vegar held ég að hér hafi ekki verið beitt miklu úrvali gegnum mánuðina og það hefur verið haldið áfram með ýmsa hesta sem síðan standast ekki harð- ar gæðakröfur sem em í hinum eig- inlegu vordómum," sagði Kristinn. i Nissan Almera kostar frá kr. 1.248.000.- ÍH liltJVflr ; HolOflRO** ll*. Fær bætur fyrir mynd í auglýsingu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt Apple-umboðið hf. til að greiða Súsönnu Svavarsdóttur blaðamanni 100 þúsund krónur í bætur, auk málskostnaðar, vegna ólögmætrar birtingar myndar af henni í sjónvarpsauglýsingu um margmiðlunartölvu. Súsanna fór fram á 600 þúsund krónur í bætur. Hún byggði kröfu sína á því, að myndnotkunin stríddi gegn persónurétti hennar, rétti hennar til eigin myndar og rétti hennar til að ráða því hvemig hún birtist alþjóð og í hvaða samhengi. Hún sagði auglýsinguna vega að aflahæfi sínu, því ef hún þyrfti að sæta því, að aðrir notuðu mynd hennar og ímynd án leyfis í auglýs- ingum, rýrði það möguleika hennar til að afla sér tekna með því að koma fram í auglýsingum gegn greiðslu. Apple-umboðið benti á, að auglýst hefði verið svokölluð margmiðl- unartölva, sem m.a. væri hægt að tengja við sjónvarp og því til sönn- unar væru birtar myndir úr sjón- varpi í auglýsingunni. Myndunum brygði fyrir augnablik og til að sjá með vissu hvort andlit Súsönnu væri á meðal þeirra þyrfti að stöðva myndbandið, því umrætt myndskeið varaði í um eina sekúndu. Mynd Súsönnu hafi ekki verið notuð vör- unni til framdráttar og ekki hafi verið brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar með birtingu myndar, sem þegar hafi birst alþjóð í sjónvarpi. Dómarinn, Amgrimur ísberg, sagði að andlitsmynd Súsönnu sæist greinilega í stutta stund á mynd- bandinu, án þess að það væri stöðv- að. Samkvæmt stjórnarskrá ættu allir að njóta friðhelgis einkalífs og fælist í því m.a. að menn réðu því að vissu marki hvar og hvernig myndir af þeim væru birtar. „Hér verður að líta til þess, að þegar einstaklingar koma fram í auglýsingum tengjast þeir viðkom- andi varningi á ákveðinn hátt. Það varðar fólk miklu að ráða því hvaða varningi það tengist og hvar og hvernig auglýsingum er háttað, en svo var ekki í þessu tilviki," sagði dómarinn. I I I I I >

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.