Morgunblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 15 LANDIÐ Könnun á bú- rekstri á Ströndum UM þessar mundir eru bændur í Strandasýslu væntanlega að ljúka við að fylla út spurningalista sem Héraðsnefnd Strandasýslu sendi þeim nýverið. Spurt er um allar hliðar búreksturs og er þess vænst að með þessum hætti fáist skýr heildarmynd af búskap í sýslunni. Hér er um að ræða hluta af víðtækri könnun á möguleikum Strandamanna til að hasla sér völl í lífrænum eða vistvænum búskap. Að könnuninni standa Héraðsnefnd Strandasýslu og at- vinnufulltrúi Vestfjarða með fjár- hagsaðstoð frá Byggðastofnun og Áformi, átaksverkefni Bænda- samtaka íslands. í frétt frá Héraðsnefnd Strandasýslu segir að þar í sýslu séu möguleikar á öðrum búskap en sauðfjárbúskap takmarkaðir ekki síst vegna fjarlægðar frá þéttbýliskjörnum. Þetta þýði jafn- framt að fjarlægðin frá megin- uppistöðum mengunar sé mikil og héraðið ætti því að henta tiltölu- lega vel til að sinna kröfum mark- aðarins um hreinar landbúnað- arafurðir. Sauðfjárrækt á Strönd- um hafi einnig haft lítil kynni af sauðljársjúkdómum og ofbeit sé ekki vandamál. í fljótu bragði virðast á Strönd- um jafnvel möguleikar á að koma upp lífærnu samfélagi (eco-vil- lage) þar sem öll umgengni við náttúruna lyti lögmálum sjálf- bærrar þróunar. Allar þessa þætti sé verið að athuga nú, bæði innan héraðs og með því að safna saman upplýsingum sem gætu nýst bændum við að gera upp hug sinn til þessa möguleika í landbúnaði. Stefnt er að því að vinnu við verkefnið ljúki í sumar með út- gáfu skýrslu sem ætti að nýtast bændum sem handbók. Þar ættu þeir að geta nálgast á einum stað upplýsingar um reglugerðir, vott- unarstofur, lífræn aðföng og bú- hætti, aðgang að sláturhúsum og markaðs- og sölumál auk annarra upplýsinga sem gætu gagnast þeim sem hafa áhuga á að breyta búskaparháttum sínum. Kirkjuskólaböm frá ísafirði heimsóttu Flateyri Flateyri - Fyrir nokkru renndu í hlað fyrir framan Flateyrarkirkju tvær fullar rútur. Hér voru á ferð kirkjuskólabörn frá ísafirði ásamt foreldrum í vorferðalagi kirkjuskól- ans, komin í þeim tilgangi að halda sameiginlegan kirkjuskóla með ung- viðinu á Flateyri. Eftir að hafa komið sér fyrir í kirkjunni tóku bæði börn og foreldr- ar undir í söng og hlýddu á guðs- orð, sem sr. Gunnar Björnsson flutti. Að messu iokinni var boðið upp á hressingu. ÞAU skemmtu sér vel krakkarnir frá ísafirði. Morgunblaðið/Egill Egilsson Morgunblaðið/Davíð Pétursson STOFNENDUM Björgunarsveitarinnar Oks í Borgarfirði var sérstaklega boðið í 30 ára afmælishófið. Björgunar- sveitin Ok 30 ára Grund - Björgunarsveitin Ok í Borgarfirði varð 30 ára í febrúar- mánuði sl. en haldið var upp á afmælið í Logalandi 19. apríl sl. Opið hús var í nýju björgunar- sveitarstöðinni í Reykholti og þar fór fram vígsla hússins sem sr. Geir Waage framkvæmdi. Með tilkomu nýja hússins gjörbreytist aðstaða björgunarsveitarinnar til að halda við og geyma tæki og búnað. Um kvöldið var boðið til mynd- arlegs afinælishófs í Logalandi. Stofnfélögum var sérstaklega boðið og kom góður hópur þeirra sem stofnuðu sveitina fyrir 30 árum en stofnendur voru 48. Af þeim eru nú 9 látnir. Núverandj formaður, Björn Björnsson I Ásbrún í Bæjarsveit setti hófið cn fól síðan Þorvaldi Jónssyni, Brekkukoti, veislustjórn en hann flutti jafnframt ágætan annál sveitarinnar sl. 30 ár. Á þessum 30 árum hafa verið fjórir formenn, fyrstur var Jón Þóris- son, kennari í Reykholti, sem var í forystusveit þeirra sem undir- bjuggu stofnun sveitarinnar. Næstur var Þorvaldur Jónsson, Brekkukoti, siðan Bjarni Áskels- son, sem þá bjó að Laxeyri, og nú Björn Björnsson. AHtígarðínn Garðverkfæri, garðáhöld og fatnaður H Hjólbörur FISKARS 75 Itr. 5.689- g Mosatætarar, 930- H Limgerðisklippur STIGA 360W, 8.950- g Garðslöngur, 25m, 1.332- H Slönguvagnar UNIFLEX, 3.408- B Garðhanskar, herra, 244- H Strákústar m.skafti, TILBOÐ: 671- H Garðhanskar, dömu, 237- 1 Stunguskóflur AKTIV, TILBOÐ: 1.490- 1 Vinnuskyrtur, 1.290- ■ Bílaþv.kústar, 1,5m, TILBOÐ: 3.121- 1 Gallabuxur 2.197- Opið laugardaginn 3. maí frá 10-16 Grandagarði 2, Reykjavík, sími 552-8855, grænt númer 800-6288. SmtriJerðimar BORGA SIG! vöfalt verögildi - margföld ánægja Þótt flestar stóru ferðirnar okkarséu uppseldar í ár og hafi aldrei fengið aðrar eins viðtökur, getur alltaf fallið úr sæti, svo ekki sakar að taka upp símann og spyrja. Auk auglýstu ferðanna erum við með fjölda annarra í gangi um allan heim: Fa til til Austurlanda aghópa um allar trissur, t.d. til Asíu, Afríku og allt il Astralíu, og ummælin eru mjög lofandi, farþegarnir eru í sjöunda himni yfir að fá svo góða þjónustu á jafngóðum kjörum. íglingar í Karíbahafi - sérgrein okkar 50 manna hópur er á förum með vinsælum fararstjóra. Aldrei meira pantað í Karíbahafið, allt fram á mitt næsta ár. Fullt af fólki að halda upp á tyllidaga, afmæli eða í brúðkaupsferðum. G^ottþéttar nýjungar í Karíbahafi - SIGLING + 5 STJÖRNU HÓTEL - sértilboð. Nú er lagið að huga að ferðum haustsins og næsta árs, en þá verða ýmsar spennandi nýjungar, s.s. Suður-Ameríka, Austur-Afríka með KENYA OG TANZANIU o.m.fl. sem stendur uppúr ferðaflórunni hér. BÓKUIMARSTAÐA Á FERÐUM ÁRSIIVS: rí/fnattreisa - umhverfis jörðina á suðurhveli - á 33 dögum - uppseld, en spyrjið um biðlistann! íS^statöfrar Ítalíu 9. ágúst uppseld - en 2 sæti óstaðfest! ^Oöfrar 1001 nætur í Austurlöndum 4. okt., 20 dagar, 2 sæti. laus! Glæsilegasta Austurlandaferð sem nokkru sinni hefur boðist á frábæru verði: KUALA LUMPUR, VIETNAM, „HÖLL GYLLTU HESTANNA", glæsilegasti frí- og hvíldarstaður heimsins, RIVIERA BAY RESORT, MALACCA, „AUSTURLANDA- HRAÐLELSTIN", SINGAPORE og í lokin DUBAI eins og gimsteinn við PERSAFLÓA, LONDON. Austurstræti 17, 4 hæð , 101 ttcykjavik. simi 562 0400, fax 562 6564 FERÐASKRIFSTOFAN IPIVIMA“ HEIMSKLUBBUR INGOLFS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.