Morgunblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 Sá minnsti fæst auðvitað þar sem úrvalið er hvað mest MORGUNBLAÐIÐ Allt sem þú þarft til aö nýta farsímatækni nútimans færbu hjá okkur. ÍT«fym » assm tMtvm #m,- i radiomidun Grandagarði 9 • 101 Reykjavik • Slmi 511 1010 • http://www.radiamidun.is LISTIR Yiiimnniðluii Reykjavíkurborgar Styrkir frá Reykjavfloirborg vegna sumarstarfa skólanema Sumarið 1997 mun Reykjavíkurborg líkt og s.l. sumar styrkja fyrirtæki og stoftianir í Reykjavík til að ráða til sín skólanema, einkum á aldrinum 17 og 18 ára. Einnig gefst bændum kostur á að sækja um styrk. Markmiðið með styrkveitingunum er að gefa reykvískum skólanemum kost á meiri fjölbreytni í vali á sumarvinnu, efla tengsl þeirra við atvinnulífið og Ijölga starfstilboðum fyrir þennan aldurshóp. Gert er ráð fyrir að styrkurinn verði 3/4 af heildarlaunakostnaði, þó aldrei hærri en 14.000 kr. á viku og greiðist eftir á gegn framvísun launaseða. Um er að ræða allt að 100 störf. Miðað er við 7 klst. vinnudag og reiknað með sjö til átta vikna ráðningartíma. Skilyrði fyrir ofangreindum styrk er að atvinnurekendur sýni fram á að án tilkomu hans hefði ekki verið ráðið í starflð. Væntanlegur starfsmaður skal vera á skrá hjá Vinnumiðlun skólafólks/Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar, sem hefur milligöngu um ráðningarnar. Styrkumsóknir sendist til Ragnheiðar Kristiansen, Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar, Engjateigi 11, 105 Reykjavík, sími 588 2580, fyrir 15. maí n.k. á eyðublöðum sem þar fást. Sparistellið MYNDLIST Hafnarborg POSTULÍNSMÁLUN Tyift listamanna. Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 19. maí. Aðgangur 200 krónur. ÓVENJULEG sýning hefur ver- ið sett upp í báðum aðalsölum Hafnarborgar, hvort tveggja hvað inntak og framsetningu snertir. Um er að ræða eins konar vett- vangskönnun á hugmyndum myndlistarmanna til postulíns og borðbúnaðar. Tólf listamenn eru hér virkjaðir af Jóni Proppe sýningarstjóra Hafnarborgar; Elínrós Eyjólfs- dóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hulda Hákon, Jón Óskar Haf- steinsson, Kristján Guðmundsson, Kristján Steingrímur, Ólöf Nordal, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ráð- hildur Ingadóttir, Steingrímur Eyfjörð, Tumi Magnússon og Vignir Jóhannson. Dálítið furðuleg blanda, svo maður áttar sig vart hvort um gaman eða alvöru er að ræða fyrr en í ljós kemur, að Elínrós er eins konar guðmóðir sýningarinnar, eins og það heitir. Er þá trúlega átt við að hún hafi leiðbeint hinum í tækni postulínsmálunar með hlið- sjón af tveggja áratuga reynslu í faginu. Hér á landi er ekki til nein hefð í gerð postulíns og því síður hefur verið um skipulagða postulínsmál- un að ræða, enda kemst maður fljótlega að því, að sjálft postulín- ið sem málað er á er af erlendum uppruna. Það væri með sanni gott verk, ef verið væri að kynna postulín og sögu þess, eins og jafnvel mætti ætla af formála hinnar vel- hönnuðu sýningarskrár, því að ekta postulín er afar dýrmætt og með helstu djásnum allra listiðnað- arsafna í heiminum. Fágætir og listfengnir gripir með því verð- mætasta á sviði hagnýtra hluta, bæði vegna hönnunarinnar og hins sögulega gildis vinnsluferlisins og myndefnisins. Eins og fleira verðmætt í list- inni er postulínið upprunnið í Aust- ur-Asíu, nánar tiltekið Kína, og á sér mjög langa og hægfara sögu. Hreint og ekta bláhvítt postulín kom fram á tímabili Sung-ættar- innar á elleftu öld, jafnframt einn- ig fflabeinshvít vara. Postulín er leirefni, undirflokkur keramikur, og nefnt eftir hinum harða slétta marmarahvita glerungi, var upp- runalega notað sem eins konar snigilformaður gjaldmiðill. Vegna sérkenna sinna og litarraftsins fékk það viðurnefnið „porcellana“ (grís) á Ítalíu og er álitið að Marco Polo hafi fyrstur notað það. Postu- lín er í eðli sínu alfínasta tegund leirmuna og hefur millimetraþykk- an gljáandi glerung, sem er svo harður að stáloddur bítur ekki á honum, þolir bæði sýrur og hita. Þótt rétt sé að eftirgerðir ákveð- ins myndefnis væru algengar á yfirborði brúkshluta skal ekki litið fram hjá því hve mikið augnayndi þær gátu verið, og að baki frum- myndanna voru iðulega miklir og hugmyndaríkir meistarar. VIGNIR Jóhannson „Ættleidda stellið“. oo * oá LANCOME H Y G E A - nýr útsölustaður Kynning föstudag og laugardag Allir sem líta inn fá gjöf frá lancöme Tilboðsöskjur:* 6 gerðir af öskjum með 4 hlutum á 1.250-1.950 kr. Kaupaukar:* 3 hlutir og taska fylgja með 50 ml kremum. 5 hlutir |s|á mynd - verðmœti 3.500 kr.) og taska fylgja þegar keyptir eru 2 hlutir þar af eitt 50 ml krem • Á meðan birgðir endast. H Y G E A jnyrtivöruverjlun Sjdlfval meí fullri þjinustu Laugavegi 23, slmi 511 4533 Það vill gleymast að frummyndir á fjöldaframleidda brúkshluti komu ekki fljótandi á fjöl og ei heldur formgerð þeirra. Einnig að sumir munir voru gerðir í tak- mörkuðu upplagi líkt og grafík og svo hafa listamenn málað beint á postulín eftir því sem andinn blés þeim í bijóst, og tíðkast enn í dag. Postulínið var og er þannig notað í aðskiljanlegustu hluti fjöldaframleiðslu, en einnig sem glerungur eða undirlag listaverka og er um að ræða svo merkilegt listform að sérsöfn finnast, svo sem í Sérves, Frakklandi; „Muse- um National de Céramique“. Borðbúnaður úr postulíni er þannig afmarkað svið, en í ljósi hins merkilega efnaferlis og löngu þróunar, að ekki sé talað um önn- ur gildi, er eðlilegt að um verð- mæti sé að ræða, sparivöru, spari- stell. Mikilvægt er einnig, að fyrir sérstaka eiginleika sína hlutleysir það öll efni sem koma nálægt því, þannig er upprunalegasta náttúru- bragðið af öllu matarkyns, hörðu sem mjúku undir tönn, sem í post- ulínsílát rata. Vilji menn þannig ósvikið kaffi- bragð skilar postulínsbollinn því fullkomlega. Sóttkveikjur lifa og dafna einnegin ekki í postulínsílát- um á sama hátt og tré, plasti eða pappa. Eins og allt vermætt, varð postulín stöðutákn, og víðast helgidómur á heimilum og ber ekki að snúa upp á grín og gaman né síður grunnhygginn öfugsnúinn þátt sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Ekta og meistaralega unnið postu- lín er einfaldlega hagnýtt augna- konfekt hvaðan sem það kemur, og sé það frá Sung-tímabilinu, Meissen eða Sérves eru menn með beinhörð verðmæti, Igildi gulls og eðal- steina milli hand- anna. Annað mál er, að yfirþyrm- andi flóð lítil- sigldra muna er á markaðnum ekki síður en annars varn- ings, til að mynda lélegra myndverka. Sýningin í Hafnar- borg verður að teljast eins konar flipp inn á svið postulínsmál- unar, með hugmyndafræðina á oddinum, sem auðvitað getur verið fullgilt ferli eins og fram kemur í framlagi einstakra. Þó er það áber- andi að sjálft efnið yfirgnæfir í flestum tilvikum útfærsluna í lát- lausri fegurð sinni. Tæknilega séð hefur Elínrós eðlilega vinninginn um óaðfinnanlega útfærslu á mjög heimilislegum skreytigrunni, en Tumi Magnússon á hinum hug- myndafræðilega. Hann dregur jafnframt skemmtilega fram eðli, gildi og blæbrigði glerungsins. Helgi Friðjónsson er mjög trúr list sinni og framlag hans sennilega það augnagaman sem helst dregur skoðandann að því. Hrafnastell Ólafar Nordal hefur einnig ákveð- ið aðdráttarafl fyrir þjóðlega skír- skotun í hugmyndafræðilegum búningi, einnig diskar Guðjóns Bjarnasonar fyrir hráleika sem stingur I augu. Punktar Vignis Jóhannsonar á mávastellið falla og vel að skreyti og formi þess. Að undanskildum Steingrími Eyfjörð, skila aðrir sérkennum sín- um naumast jafn áþreifanlega til skoðandans kannski vegna þess að minna en skyldi verður úr þess- um litlu hlutum í hinu mikla rými sem veikir framlag einstakra. Það er vel þess virði að nálgast þessa sérstæðu framkvæmd og dvelja um stund við hugarsmíði núlistamanna á hið ævafoma og merkilega efni. Bragi Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.