Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 37

Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 37 1. MAÍ in að starfsmenn hennar mæltust til þess að fá að útvarpa söng skáldsins í kvöldfréttatíma. Halldór og frú Auður taka okkur opnum örmum. Við göngum til stofu. Halldór er spurður um Maístjörnuna: „Það kom fyrst í einhveijum fyrsta maí bæklingi eða hefti. Og ég man ekkert hvernig þeir fenguð það, sjálfur hef ég afhent einhvetj- um manni það, sem var við þetta tímarit, sem ég þekkti, því ég var að fara vestur á land. Og ég sá ekki þetta kvæði, því það hefur víst verið um það talað það kæmi kannski í Þjóð- viljanum eða einhverju radikölu blaði. En það lenti þarna í þessu 1. maí blaði. Ég man bara ekkert eftir neinu í sambandi við það nema ef vera skyldi það að ég settist niður og orti það í einhverri góðri stemningu, þetta var held ég um hávorið." Tókstu þátt í göngum? „Nei, nei, nei, nei. Fór aldrei í göngu. Nennti aldrei að ganga. En ég var oft tilsýndar svona, stóð með hópum sem voru annað hvort af forvitni eða að gjalda jákvæði sitt við göngunni. Ég man eftir því, stundum. Sá hópinn fara hjá. Erlendur í Unuhúsi var svo góður að organ- isera, allra manna bestur, það stóð allt heima sem hann setti á svið, það var hugsað og stóð heima og var til góðs fyrir þann málstað sem það átti við og stundum var góður. Það var þá áður en eiginlega alvaran byijaði í pólitík- inni, nokkuð fyrir stríð. Hvað var það löngu fyrir stríð?“ Þetta var árin ’35, 6 og 7, sem það er virk- ast. En nú ætla ég að þakka þér fyrir að hafa tekið á móti okkur og biðja þig að lesa ljóðið. „Já, já, já. Það get ég, það get ég. Það ætti ég að geta sem auðveldlegast. Ég bara kann ekki staf í því nema þetta. Ha, ha. Ég held ég hafi ekki séð það, en ég kannast við það.“ Ég hafði nú bókina með ... „Já, það er alveg ágætt. Heyrðu, hvaða bók er það?“ Það er Heimsljós. „Já, hef ég sett hana inn í það?“ Já... „Jaá sko, það er nefnilega það, heyrðu bíddu við, kvæðið heitir ímynd frelsisins. Jahá. Það var sungið undir einhveiju slagara-lagi, ég man ekki hvað það var.“ Hann hefur gert lag við það, hann Jón Asgeirsson. „Gerði hann lag við það?“ Já, hann gerði lag við þetta. En það hefur kannski verið sungið undir einhveiju öðru lagi áður, að þú hafír gert þetta undir einhveiju lagi. Heldurðu það? „Já.“ (Raular): „Það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjömu, eina stjömu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. Kannastu ekki við þetta lag?“ Ja, ég er nú með í huganum lagið sem sungið hefur verið, ég er undir áhrifum þess, lagsins sem Jón Ásgeirsson gerði við þetta ljóð. „Jáhá. Það er allt öðru vísi, það er allt öðru vísi.“ Það kannski ber ákveðinn keim eða blæ af því, en má ég biðja þig um að halda áfram. „Það kann ég ekki.“ (Raular) „Það em erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt, hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér, það er allt sem ég hef. Og svo áfram þá síðustu?" Já, þakka þér fyrir. „Það er gaman að læra þetta aftur, langt að baki tímanum. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns. 0g á morgun skín maísól, það er maísólin hans. Það er maísólin okkar, okkar einingarbands, fyrir þér ber ég fána, þessa framtíðarlands. Þetta hefur maður nú ekki verið lengi að yrkja! Ég vissi það, ég fór annað um kvöldið, annað hvort rétt á eftir, einhveijum skilaði ég þessu sem hafði blaðið, sem gaf út blaðið, maíblaðið. Og svo fórum við upp á Akranes, ég held það hafi verið, getur það hafa verið Vilmundur Jónsson, og Þórhallur sonur hans.“ Laxness og Vilmundur „Já, við fórum upp á Akranes, eða upp í Borgarnes, ég man ekki, nema leiðin lá alla leið til Vestfjarðakjálkans. Ég var með hjá Vilmundi, ég fékk oft að vera með mönnum svona, sem að voru eitthvað að rannsaka svona, eða þekktu eitthvert landslag vel sem að mér lék hugur á og nú þekkti Vilmundur alla Vestfirði út og inn og ég var að basla eitthvað við skáldsöguna um skáldið, Ljósvík- inginn, og það gerðist allt þama vestur frá svoleiðis að það var erfitt að gera það án þess að hafa séð staðinn og kynnt sér svona verksummerki bókarinnar. Og við vorum þarna töluvert Iangan tíma á þessu ferðalagi, og alltaf gangandi, og Þórhallur var með, við vorum þrír, og mig minnir að við höfum haft hund með.“ Og hvaðan var hann? „Ja, nú man ég ekki, nú man ég ekki hvar við, það veltist svona í mér einhvern veginn að það hafi verið hundur með . . . og við fórum geysilega langan spássigang. Við fórum í margar sveitir og margar sýslur og ég var ákaflega intresseraður fyrir þessu öllu því ég var búinn að ímynda mér að það væri einmitt þetta hérað sem að væri í umræðu vegna sögupersónunnar sem ég var búinn að velja, það var hann, skáldið, já.“ Ég þarf nú ekki að segja þér hvað ég er þakklátur fyrir þetta ... Halldór Laxness hefir oft lýst því hve hann naut góðs af því að eiga athvarf hjá Vilmundi Jónssyni, lækni, fyrirgreiðslu hans og vináttu. Það vekur þvi undmn að lesa kafla í ritsafni Vilmundar þar sem hann fer niðrandi orðum um stíl Halldórs, og hæðist að ýmsu í ritverki hans. Dæmi: „Hann hrifsar til sín orð og orða- sambönd héðan og þaðan og stillir þessu út í ritverkum sínum. En þessir útstillingar standa venjulega ekki í neinu lífrænu sam- hengi við umhverfi sitt og hreppa stundum þær meðferðir að vera notaðir í skökkum merkingum, hvorttveggja vegna þess, að þeir eru rapseri, sammenskrab, en ekki lifandi vísindanna stundum -, þegar hann sá, að í tveimur sætum hlið við hlið á sama bekk sátu piltur úr Öræfunum, að vísu myndarlegur og vel af guði gefinn, eins og mörg íslenzk ung- menni eru hvarvetna, sem betur fer, og strák- ur úr Mosfellssveitinni, sem þá var þegar orð- inn þjóðkunnur rithöfundur. Þessi strákur var Halldór Kiljan Laxness." Útvarpið og útgjöldin En víkjum nú aftur að þætti Ríkisútvarps- ins, og útgjalda þess vegna dagskrárefnis. Er þar frá því að segja að í samtali við kaffiborð húsfrú Auðar, er Halldór hafði lokið frásögn sinni og söng, kom í ljós að Bjarni bifreiðastjóri okkar hafði sungið lag Jóns Ás- geirssonar tónskálds við ljóð Halldórs í Rangæingakórnum, sem þá starfaði af miklum krafti. Við þau tíðindi var talið tilefni til þess að fá aftur í bollann og njóta frekari frásagn- ar Bjarna um það er Maístjarnan blikaði á himni yfir Eyjafjöllum við söng Rangæinga, þar sem áður glampaði á skildi í Rauðuskrið- um og söguhetjur renndu sér fótskriðu. Hinn 13. maí barst mér bréf frá starfs- mannastjóra. Það var svohijóðandi: „Heill og sæll. Meðf. er ljósrit af reikn. frá BSR fyrir ferð að Gljúfrasteini og til baka. Reikn. fór tii fram- kvæmdastjóra til uppáskriftar, en óskað er frekari skýringa á því hversvegna leigubíll var tekinn (en ekki farið á bíl tæknideildar) og gjaldið fer yfir tvö þúsund kr., því ferð að Gljúfrasteini kostar milli 5-600 kr. Bið þig gefa skýringar beint til (nafn framkvæmda- stjóra). Með kveðju." Hér var sannarlega verið á varðbergi um útgjöld Ríkisútvarpsins. Seinastt apríl O, hve lótt er þitt skóhljóð og- hve lengi eg lieið þín, það er vorhret á glugga, dapurt vindurinn hvín, en eg sá eina stjörnu, eina stjörnu, sem skín, og nit loks ertu komin, þú ert komin til mín. Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, eg hef ekkert að bjóða —• ekki ögn sem eg gef, nema von mína og- líf mitt, hvort eg vaki eða sef, þetta eitt, sem þú gafst mér, það er allt, sem eg hef. En í kvöld lýkur vetri hins vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einingarbands, Fyrir þér ber eg fána okkar íramtíðaflands. LJÓÐIÐ eins og það birtist í Rauða fánanum. gróður, sem dafnað hefir innra með höfundin- um og samlagast sálarlífi hans eins og mælt mál. Hann skrifar íslensku eins og útlending- ar, sem hefur lært málið á bók. Þetta mun nú Hvítasunnusöfnuðinum þykja seigur biti.“ Hér er átt við ákafa aðdáendur skáldsins, sem Þórbergur kallaði Hvítasunnusöfnuðinn. Piltar úr Oræfum og Mosfellssveit Hallbjörn Halldórsson prentmeistari var sveitungi Halldórs úr Mosfellssveitinni, frá Bringum. Hann var af Bergsætt, frændi Gísla Magnússonar latínuskólakennara, þess sem nefndi Jesú frá Nasaret Jón Smyril frá Brauð- húsum. Hallbjörn var fluggáfaður. Vel lesinn í heimsbókmenntum og áhugamaður um stjórnmál. Hann hafði hökutopp eins og Trot- sky. „Hallbjörn fær klaka í toppinn" var kveð- ið í Speglinum. í ritgerðasafni Hallbjamar er prentuð hugvekja er hann birti árið 1929. Þá hefir hann hlýtt á háskólafyrirlestur Sigurðar Nordals um íslenskar bókmenntir og vonir, sem séu bundnar endurreisn og vakningu. Nordal lýsti uppeldisáhrifum mikilfenglegrar náttúru með hrikalegri fegurð hennar og ótömdum öflum á ungar mannssálir „og hann tók til dæmis og samanburðar pilt úr Öræfun- um og strák úr Mosfellssveitinni og sýndi hversu jöklar og sandar, fárviðri og hættur, vegleysur og vatnaföll stæla sálarkrafta pilts- ins úr Öræfunum og þroska vit hans og karl- mennsku, en strákurinn úr Mosfellssveitinni verður sofandi sauður fyrir áhrif brúa og veg, lögbundinnar umferðar og bifreiðaskrölts og svo nágrennisins við hina syndum spilltu Ba- býlon Islands, Reykjavík, þar sem engin hætta stælir vitsmunina, því að strákurinn úr Mos- fellssveitinni veit, að bifreiðunum má ekki aka ofan á hann. Erindið var, eins og vant er, sannlegt og fagurt, en einhveijum, sem á hlustaði, fannst undarlegt, hversu veruleikan- um gæti stundum skotið skökkum við sannir.d- in - ekki aðeins heilagrar kirkju heldur líka SKREYTING á forsíðu Rauða fánans frá 1. maí 1936 þar sem frumdrög Maístjörnunnar birtust. Af reikningsyfirliti stofnunarinnar má þó sjá að útgjöld til kynningar á lapþunnum og nauðaómerkilegum útvarps- og sjónvarpsþátt- um nema milljónum króna. Þá ber að geta þess að framlag íslendinga til söngvakeppni sjónvarpsstöðva á sl. ári þegar Sjúbídúa var sent sem lag íslands kostaði nær 8 milljónir króna. Enda var flogið með bakraddir frá Kyrrahafsströnd til þess að púa við söng yngis- meyjarinnar og hnykkja mjöðmunum í takt við tónaflóðið. Bíllinn sem sótti söng Nóbels- skáldsins kostaði tvöþúsundeitthundraðátta- tíuogfimmkrónur. Hvílíkt bruðl!!! Sjúbidúa ekki nema 8 milljónir. Ákvörðun yfirmanna var sjálfsagt tekin í sparnaðarskyni. Nú hætti Maístjarnan að hljóma í anddyri Ríkisútvarpsins við Efsta- leiti. En það þurfti nú líka að spara til þess að hægt væri að fullnægja óhroðanum og kýla á í innkaupum á engilsaxneskum popp- söngvum auk þess sem ekki mátti Iáta deigan síga í sjálfshyggjuauglýsingum og brambolti dagskrárgerðar um nýju fötin keisarans. Á þeim degi væri skylt að minnast liðinna atburða, nema staðar við leiðarsteina og vörð- ur og hyggja jafnframt að framtíð. Ýmsar sjónvarpsstöðvar hafa gert forkunnar góða þætti sögulegs efnis. Diseoverystöðin hefir t.d. kvikmyndað þátt um Custer, herforingjann bandaríska sem barðist við Indíána. Myndin var byggð á viðtölum og frásögnum afkom- enda beggja stríðandi fylkinga, vettvangs- myndum af orrustusvæði og teikningum, auk ijósmynda og blaðafrásagna. Með þessum hætti lifnuðu atburðir og stóðu ljóslifandi fyr- ir augum áhorfenda. Ég hafði lengi unnið að söfr.un ljósmynda af fyrstu kröfugöngu verka- lýðsfélaga í Reykjavík. Það var árið 1923. Gísli Ólafsson bakari, bróðir Siguijóns mynd- höggvara, en faðir Erlings leikara, hafði látið mér í té allmargar myndir er hann tók af göngunni, en hann fylgdi henni eftir um götur Reykjavíkur. Mér hafði tekist að nafngreina nærfellt eitthundrað göngumenn en Morgun- blaðið sagði á sínum tíma að 40-50 manns hefðu tekið þátt í göngunni. Kvað blaðið það lýsa þroska reykvískra verkamanna að taka ekki þátt í slíku apaspili. Erlingur skrifaði Sjónvarpinu bréf og bauðst til þess að gera sjónvarpsþátt um fyrstu gönguna. Yrði hann byggður á viðtölum við allmarga sem enn væru til frásagnar og hefðu tekið þátt í göngunni og svo mætti hafa ljós- myndirnar til skýringar auk blaðafrásagna, fundargerða og ýmissa gagna. Nú vildi svo vel til að afi dagskrárstjóra sjónvarpsins Svein- björn Sigurjónsson magister, tengdafaðir Baldvins Tryggvasonar sparisjóðsstjóra hafði þýtt alþjóðasöng verkalýðsins, Intemation- alinn, en hann var kostgangari i mötuneyti sem tengdamóðir séra Bjarna Jónssonar dóm- kirkjuprests hafði í Lækjargötu á sinni tíð. Hún var langamma Guðrúnar Ágústsdóttur borgarfulltrúa. Meðal göngumanna sem sjást á myndunum mátti sjá Inga Backman, tengda- föður Birgis ísleifs Gunnarssonar, en afa Gunnars Jóhanns borgarfulltrúa. Þá voru til frásagnar sem þátttakendur Sólveig Eyjólfs- dóttir, kona Eysteins ráðherra Jónssonar, Guðmundur Daðason, afabróðir Ingólfs Mar- geirssonar, auk fjölda annarra, sem fúsir voru til frásagnar. Sveinbjörn I. Baldvinsson dag- skrárstjóri spurði í bréfi til Erlings: Eru til kvikmyndir af göngunni? Séu þær ekki til þá hefir Sjónvarpið ekki áhuga. Sjónvarpsmenn hafa greinilega ekki haft spurnir af þáttar- gerð Discovery. Á sama tíma er sólundað milljónum í gerð kvikmynda um sérvitringa og öfugugga, auk þess sem heilir flokkar með hestburði af tólum og tækjum elta rokksöngv- ara og þeysast um með æsihraða í Austur- landahraðlestinni eða Brennerskarði. Engin hugmynd svo fáránleg að hún finni ekki náð fyrir augum Sjónvarpsins ef hún sýnir of- beldi, húsbruna, höfuðhögg, spítalavink og spörk. En að eyða hálftíma eða klukkustund í heimildarmynd um fyrstu kröfugöngu sem farin var. Það kemur ei til greina að mati þessara háu herra. Nú vill svo til að umrædd kröfuganga er mjög áhugavert efni, mér liggur við að segja spennandi frá sögulegu og persónulegu sjónar- miði. Breska skáldið W.H. Auden sem hingað kom árið 1938 ásamt félaga sínum nafngreindi nokkra Reykvíkinga sem hann veitti athygli og þótti frásagnarverðir. Óla Maggadon og Odd Sigurgeirsson. Þeir tóku báðir þátt í kröfugöngunni. Ólafur Halldórsson frá Síðumúlaveggjum, bróðir Daníels þess er sendi Halldóri Laxness dollaraávisun, farareyri til Vesturheims, tók þátt í göngunni. Hann ánafnaði húseign sína, Stöðlakot við Bókhlöðustíg, Slysavarnafélag- inu. Einar Sigurðsson frá Holtahólum, faðir Guðjóns knattspyrnudómara, fulltrúa Eim- skipafélagsins og formanns Víkings, prýðir gönguna með kurteislegri nærveru sinni. Hall- dór Laxness getur hans í bók sinni Grikklands- árinu. Einar Magnússon rektor Menntaskólans segist hafa komið inn í gönguna á Kárastíg. Jón Steingrímsson, er seinna varð sýslumaður í Borgarnesi, var í göngunni, einnig Magnús V. Jóhannesson, tengdafaðir Jóhanns Ágústs- sonar bankastjóra. Sigurður Guðmundsson ráðsmaður Dagsbrúnar, tengdafaðir Þorbjörns Guðmundssonar ritstjórnarfulltrúa Morgun- blaðsins, sést greinilega á tveimur myndum, Jóhann Jeremias, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Ólafsfírði, var einn hinn fremsti. Pálmi Ólafsson heiðursfélagi ÍA tók þátt í öllum göngum meðan hann lifði. Ávallt klædd- ur í nankinsjakka og með derhúfu. Hvar er sagnfræðiáhugi þessara manna? Eiga þeir engan metnað um varðveislu menn- ingarverðmæta? Svo er talað um að Reykjavík verði menningarborg. Ekki einu sinni almenn- ingssalerni á Ingólfstorgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.