Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 52

Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ + AÐSENDAR GREIIMAR Lýðræðið sjálft í húfi ingu að hafa skikkanlegt hlutfall kvenna). 6. Stuðla ætti að stofnun sjóða til þess að fjármagna kosningabar- áttu kvenna. Síðari grein ÞAÐ VAR stórkostleg reynsla að sitja ráðstefnu Alþjóða þing- mannasambandsins um samstarf kvenna og karla í stjórnmálum, sem haldin var í Nýju-Delhi fyrr á þessu ári. í heila fjóra daga ræddu 140 þingmenn fram og aftur hinar ýmsu leiðir að því markmiði að efla og tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í stjórnmálum. Þar vöfð- ust ekki fyrir mönnum efasemdir um nauðsyn þess að ná þessu mark- miði, og enginn spurði um tilgang þess, heldur aðeins hvernig og hvað þyrfti að gera. Þannig var þessi ráðstefna nánast samfelld hátíð fyrir kvennalistakonu ofan af ís- landi, sem oft hefur verið harla döpur yfir skilningsleysi landans. Hér bólar ekki á vilja valdhafa til stefnumörkunar og aðgerða í því skyni að rétta af hallann á jafnrétt- isskálunum. ræðuefni á ráðstefn- unni og tók mikið rúm, þegar skipt var í um- ræðuhópa eftir heims- svæðum. Undirrituð notaði tækifærið og lýsti þeirri skoðun, að þjálfun til stjórnmála- starfa væri körlum ekkert síður nauðsyn- leg en konum. Hins vegar þyrftu konur sér- staka hvatningu og stuðning umfram karla, það þyrfti að efla trú þeirra á eigin hæfileika og fæmi. En umfram allt ætti ekki að kenna þeim að gera Kristín Halldórsdóttir Þjálfun og hvatning Menntun kvenna og þjálfun til stjórnmálastarfa var sérstakt um- allt eins og körlum er tamt, heldur hvetja þær til að vera eins og þeim sjálfum er eiginlegt. Kynin haga sér á margan hátt ólíkt, og konur eiga ekki að þurfa að breyta sjálfum sér til að verða gjaldgengar í stjórn- málaheiminum. Helstu niðurstöður umræðunnar voru, að stjórnmálaflokkum og þjóðþingum bæri að taka til höndum Þráðlaus Telia Handy heimilissími á frábœru verði. Léttur o þœgilegur 10 númera skammvalsminni 72 klst. rafhlaða í biðstöðu innbyggt loftnet Endurval PÓSTUR OG SÍMI HF Söludeild Ármúla 27, sfmi 550 7800 http://www.simi.is/simabunadur/simabunadur/ Söludeild Kringlunni, símí 550 6690 • Þjónustumiðstöðin i Kirkjustræti, sími 800 7000 og á póst- og símstöðvum um land allt. FlCStð víngerdarefni Nú loksins far^verð og gæði samai Eitt af vinsælustu víngerðarefnum á Norðurlöndum er nú komiðtil íslands.\ Verðdaemi: Rósavín 1.700 • Hvítvín 1.700 * Vermouth 1.900 Ath. 30 flöskur «rem%i lögn Höfurtueinnig víngexöarefm fyrir rauðvín, sérrí-crg púrtvín. ílSeridUfn í póstkröfu Vínstofan I ai inarnQct/oni CTT ^ Laugarnesvegi 52, sími 533 1888, FAX, 5 í þessum efnum, en einnig gegndu háskól- ar, óháðar stofnanir og samtök grundvallar- hlutverki. Sýnt þótti, að leggja bæri áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Bæði kynin þyrftu á fræðslu og þjálfun að halda, og bæði kynin þyrftu að miðla henni. 2. Fræðslan ætti að beinast að starfsemi ríkisstjórna, uppbygg- ingu lýðræðis, hlut- verki stjómmálaflokka og samskiptum kynj- anna, það þyrfti að þjálfa fólk í tjáskiptum, skipulagn- Meginniðurstaðan Stj órnmálakonur og fjölmiðlar var, segir Kristín Halldórsdóttir, að þörf væn a gagngern viðhorfsbreytingu. ingu kosningabaráttu, störfum með sjálfboðaliðum, íjölmiðlum og óop- inberum stofnunum og samtökum. 3. Mikilvægt væri að kenna fóiki að lesa fjárlagafrumvörp og skilja hina ýmsu iiði þess til að komast að raun um, að hvaða marki þau taki mið af þörfum kvenna. 4. Námskeið ættu að miðla heimspeki mannréttinda og baráttu gegn fastmótaðri hlutverkaskipt- ingu kynjanna, og tengja þyrfti þessi atriði áherslum í stjórnmálum og lagasetningu. Konur og kosningafé Einn hluti ráðstefnunnar fjallaði um leiðir til að fjármagna kosninga- baráttu kvenna. Miklar kröfur voru á lofti um að lækka þyrfti svimandi háan kostnað við kosningabaráttu, en slíkt mundi jafna stöðu kynj- anna, þar sem konur hefðu almennt iakari aðgang að ijármagni en karl- ar. E.t.v. grípa fijálshyggjumenn andann á lofti við tilhugsunina um eftirfarandi hugmyndir til úrbóta, sem fram komu í umræðunum: 1. Stjórnmálaflokkar ættu að hafa það sem grundvallarregiu, að konur skipuðu a.m.k. þriðjung sæta á framboðslistum og fengju þriðj- ung heildarfjármagns kosningabar- áttunnar. 2. Stjórnmálaflokkar og alþjóð- legar ijármálastofnanir, s.s. Alþjóða- bankinn, ættu að koma á fót sérstök- um sjóðum, sem veittu styrki eða vaxtalaus lán til kvenna, sem bjóða sig fram, eða til að endurgreiða kostnað við kosningabaráttu þeirra. 3. Almennt ætti að gilda sú regla, að kosningabarátta væri kostuð af almannafé, a.m.k. að hluta. 4. Þar sem stjórnmálaflokkar eru styrktir með almannafé ætti að koma á hvetjandi kerfi, þ.e.a.s. að upphæð framlags til hvers flokks réðist af hlutfalli kvenna í framboði og/eða þingsætum á hans vegum. 5. í styrkjum til þingflokka ætti að gera ráð fyrir aukagreiðslum, sem tækju mið af hlutfalli kvenna í þingflokknum (þ.e.a.s. að það borgaði sig í orðsins fyllstu merk- Enginn stjórnmálamaður, hvort sem er kvenkyns eða karlkyns, get- ur leítt hjá sér áhrifamátt ijölmiðl- anna. Imynd stjórnmálakvenna í fjölmiðlum var því eitt af umræðu- efnum ráðstefnunnar og reyndar ekki í fyrsta sinn, því Alþjóða þing- mannasambandið hefur talsvert rætt og ályktað um þetta efni. Mér fannst það mjög fróðlegt, ekki síst í ljósi þess að við höfum reynt að taka á þessu efni hér heima við lít- inn fögnuð ijölmiðla, sem finna enga ábyrgð í eigin garði, heldur segjast aðeins endurspegla þjóðfé- lagið eins og það er. Meginniðurstaða umræðunnar var sú, að þörf væri á gagngerri viðhorfsbreytingu til þess að sú ímynd, sem fjölmiðlar gefa af kon- um í stjórnmálum, takmarkist ekki aðeins við ímynd þeirra sem konur, heldur sem fullgildir þátttakendur í stjórnmálum. Ef íjölmiðlum væri það ljóst, að ijölgun kvenna í stjórn- málum styrkir lýðræðið, þá ættu þeir að leitast við að koma þeim skilaboðum á framfæri með öllum ráðum, þar sem þeir gegna mikil- vægu hlutverki í framgangi lýðræð- isins. Eftirfarandi tillögur komu fram um aðgerðir til úrbóta: 1. Þjóðþing og stjórnmálaflokk- ar ættu að skipuleggja opna fundi og ráðstefnur um ímynd stjórn- málakvenna í fjölmiðlum. 2. Valdhafar ættu að bæta upp- lýsingastefnu sína þannig að meiri gaumur sé gefinn að félagslegu misvægi karla og kvenna og réttari mynd sé gefin af stjórnmálakonum. Um ábyrgð o g aðhald innan þjóðkirkjunnar UM ÞESSAR mund- ir hefur hið háa Al- þingi til umfjöllunar frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfs- hætti þjóðkirkjunnar. Tilgangur frumvarps- ins er að auka á sjálf- stæði og sjálfsforræði íslensku þjóðkirkjunn- ar og draga skýrar lín- ur í samskiptum ríkis- valds og kirkju. Vonandi þjónar þessi málatilbúnaður þeim tilgangi sem kirkjan hefur í heimin- um, að auka veg og áhrif fagnaðarerindis- Kristján Einar Þorvarðarson ins um Drottinn Jesú Krist í lífi fólks. Við skyldum ætla að það yrði kirkjunni til hagræðis og hjálpar að hafa á sinni könnu skipan mála um það hvernig hún hyggst skipu- leggja starf sitt og nýta sem best þann mannafla og fjármuni sem hún hefur úr að spila á hverjum tíma. I veigamiklum atriðum hefur kirkjan raunar haft mjög mikið sjálf- stæði og á það m.a. við um það íjármagn sem hún hefur til ráð- stöfunar í formi sókn- argjalda og tekna. Með lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987 varð á mikil breyting til batnaðar í Qárhagslegu tilliti, en þá var kirkjunni tryggður sá tekjustofn sem hún hefur að mestu ieyti búið við síðan. í stuttu máli varð afleiðingin sú að undan- farin 10 ár hafa þeir sem ábyrgð bera á starfsemi kirkjusóknanna, sóknarnefndir og vígðir þjónar, getað gert áætlanir og tekið ákvarðanir um framkvæmdir og fjárfestingar, á þann veg að sjá Þeir sem voru „bjartsýnastir“ í kirkjulegum fjárfest- ingum, segir Kristján Einar Þorvarðarson, annara létu söfnuðinn taka á sig tugmillj óna fj árskuldbindingar. Novell Netware 4.11 netstjóm N á m s k e i ð 24 klst. 35.990 stgr 24 klst. 35.990 stgr Tölvu- og verkfræðiþjónustan sm Grensásvegi 16 • 108 Reykjavík • sími 568 8090 mætti fyrir hvenær kostun eða fjármögnun yrði lokið. Eftir langvarandi fjársvelti og óvissu um skil á því fjármagni sem kirkjunni bar, áður en umrædd löggjöf varð að veruleika árið 1987, þótti mönnum að upp væri runnin ný og betri tíð með blóm í haga. Þó að ekki væri það að bytja, að forsvarsmenn safnaðanna væru íjárfestingaglaðir, þá voru arki- tektar og orgelsmiðir hvaðanæva að kailaðir til og í mörgum tilvikum voru teknar stórhuga ákvarðanir. Eins og gengur og gerist voru mismikil hyggindi og forsjá að baki mjög afdrifaríkum ákvörðun- um sem teknar voru. Þeir sem voru hvað „bjartsýnastir" og ákaf- astir í kirkjulegum ijárfestingum, hikuðu ekki við að láta söfnuðina, sem þeir voru kosnir til ábyrgðar fyrir, taka á sig tugmilljóna og jafnvel hundraða milljóna fjár- skuldbindingar. Engar reglur voru þá til um það hvernig standa bæri að svo þýðingarmiklum ákvörðun- um og sumir virtust ana út í botn- laust fenið, án þess að tekið væri í taumana. Menn virtust ætla að láta sameiginlega sjóði kirkjunnar borga það sem út af stæði, eins og Kirkjubyggingasjóð, Jöfnunar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.