Morgunblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1997 53 3. Fréttamenn ættu að leggja sig fram um að taka ekki aðeins viðtöl við karla, þegar þeir fjalla um póli- tísk málefni. 4. Veita ætti árleg verðlaun til fjölmiðla, sem sýna óhlutdrægni í umfjöllun um konur og karla í stjómmálum. Samstarfsnet og kvennaráð Rætt var um nauðsyn þess að koma á samskiptaneti kvenna í stjómmálum, bæði í einstökum löndum og í heimshlutum. Einnig að eldri og reyndari konur í stjóm- málum væru öðrum fyrirmynd, miðluðu reynslu og hvettu aðrar konur til þátttöku. Miklu þótti skipta, að þingkonur legðu saman krafta sína þvert á flokksbönd til að tryggja, að stefnumörkun á öll- um sviðum taki tillit til sjónarmiða kvenna. Lagt var til, að þjóðþing skipuðu sérstakar nefndir um rétt- indi kvenna, og að sérhvert ríki setti á laggimar ráðgjafanefnd fólks af mörgum sviðum, sem hefði eftirlit með því, að jafnan væri tek- ið tillit til hagsmuna kvenna í öllum málum og á öllum sviðum. Einnig var bent á nauðsyn þess, að þjóð- þing styddu við bakið á stofnunum og samtökum kvenna. Þátttakendur voru hvattir til að koma efni ráðstefnunnar rækilega til skila á heimaslóðum, og vonandi ýtir ofangreint við þeim, sem telja að hugarfarsbreyting komi af sjálfu sér. Meginniðurstaðan var sú, að nútíma lýðræðisríki gæti ekki sætt sig við neitt minna en jafnræði kvenna og karla í stjórnmálum, þar sem mismunandi reynsla kynjanna nýttist til jafns. Hér væri sjálft lýð- ræðið í húfi. Höfundur er þingkona KvennaJistans. sjóð sókna og kirkjubyggingasjóði einstakra sveitarfélaga. Þó að reglur um kirkjubygging- ar hafi litið dagsins ljós árið 1995, virðist svo vera, að enn þann dag í dag, séu forsvarsmenn tiltekinna safnaða að ganga fram af jafn miklu ábyrgðarleysi og lýst var hér að framan. í sumum tilvikum er einnig um það að ræða, að menn horfíst ekki í augu við þann alvar- lega vanda sem þeir standa frammi fyrir, vegna rangra ákvarðana í upphafi vega. Enginn virðist held- ur vera dreginn til ábyrgðar í svo alvarlegum málum sem hér um ræðir, vegna þess að sóknar- nefndarfólk, sem lögum sam- kvæmt ber ábyrgð á fjármálum safnaðanna, og vígðir þjónar sem vissulega axla einnig sína ábyrgð, koma og fara, og þess eru ófá dæmi að t.a.m. þeir sóknarnefnd- armenn sem stóðu að „röngum" ákvörðunum á sínum tíma, hafi fljótlega horfið úr sóknarnefndum og látið öðrum eftir að sitja uppi með vandamálið. Enginn opinber aðili hefur í raun skorist í leikinn, hvorki geistleg né veraldleg yfirvöld. Sá sem þetta ritar hefur ekki sannfæringu fyrir því að það frum- varp sem nú er til meðferðar á Alþingi, og á að stuðla að auknu sjálfstæði þjóðkirkjunnar, komi í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Vítin eru til að varast þau og ég leyfi mér að beina því til háttvirtra alþingismanna, að þeir komi því þannig fyrir, að það fólk sem velst til starfa og ábyrgðar í kirkjunni, lúti lögum og reglum sem komi í veg fyrir að unnt sé að stefna fjár- málum einstakra safnaða í gjald- þrot. Það er ekki trúverðug kirkja sem heldur svo á málum sem hér hefur verið lýst og á við um of marga söfnuði innan íslensku þjóð- kirkjunnar. Það er stór spurning hvort sú kirkja sem er að falast eftir auknu sjálfsforræði og sjálf- stæði, sé í stakk búin til að rísa undir þeirri ábyrgð sem slíku fylg- ir. í Guðs friði. '** INNLENT Ný veiði- vöruverslun í Keflavík Keflavík - Verslunin Veiðislóð var opnuð í Hólmgarði í Keflavík fyrir skömmu. Eins og nafnið ber með sér eru þar seldar allskyns vörur til veiða og útivistar. Auk þess er fjölbreytt vöruúrval fyrir hesta og gæludýraeigendur í versluninni. Að versluninni standa tveir ung- ir menn, þeir Vignir Skúlason og Páll Guðmundsson, sem báðir hafa stundað veiðar og útivist. Þeir fé- lagar sögðust vera bjartsýnir á reksturinn enda væri Veiðislóð eina verslunin á Suðumesjum á sínu sviði. Morgunblaðið/Gísli Blöndal PÁLL Guðmundsson annar eigandi Veiðivonar í nýju versluninni. Kynning á morgun kl. 13-18 Snyrtivöruverslun G r í m s b æ V/ Bústaðarveg 10% kynningar- afsláttur og veglegur kaupauki Zancaster Ný blóma- búðá Akranesi Akranes - Ný blómaverslun hef- ur verið opnuð á Akranesi, hún heitir Mánablóm og er við kirkjuna í bænum. Eigandinn, Jón Sverrisson, er menntaður í blómaskreytingum og hefur starfað í blómaverslun- um, bæði í Noregi og Þýskalandi. Mánablóm leggur aðaláherslu á blóm og skreytingar við ýmis tækifæri, svo sem brúðkaup, fermingar, afmæli, útfarir og fleira Verslunin er opin virka daga frá klukkan 13 til 18, laugardaga frá klukkan 10 til 16 og sunnudaga frá klukkan 13 til 16. JÓN Sverrisson eigandi blómaverslunarinnar Mána- blóm á Akranesi. \2 Beint gufflug i rd iv«i idvík til Genfar og frá Akureyri til Zurich bkkur er sönn ánægja að geta boðið beint flug í Alpana á hagstæðu verði jafnt norðan heiða sem sunnan. Ótal ferðamöguleikar eru í boði, meðal annars flug og bíll, viku lestarferð um Sviss eða bara flug þangað sem leiðir liggja til allra átta. Verö á fluginu er 29.400 og eru þá allir skattar innifaldir Fyrsta flug til Keflavíkur er aðfaranótt 28. júní og frá Akureyri aðfaranótt 29. júní. Síðasta heimflug til Keflavíkur er 15. ágúst og til Akureyrar 16. júní. Leitið nánari upplýsinga hjá m utanlandsdeild okkar fm.I Guðmundur Jónasson hf. Sími 5111515 - Borgartúni 34 r STYRKJUM ÆSKUNA í AÐ „NÁ TÖKUM Á TILVERUNNI“ Munið túlipanana Merki Lions seld fyrstu helgina í maí. ISLAND OSIA-OG SMJÖRSALAN SE SJÖVÁlSDALMENNAR Vímulaus æska - foreldrasamtök v Höfundur er sóknarprestur í Hjallaprestakalli í Kópavogi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.