Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 61

Morgunblaðið - 01.05.1997, Page 61
morgunblaðið FIMMTUDAGUR1. MAÍ '1997 61 1.MAI Úr ávarpi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar Krefjumst lífskjarajöfnun- ar en höfnum frjálshyggju Allt er þegar þreiutt earl Við bjóðum 3 glæsileg tilboð frá Esteé Lauder föstudag og laugardag \ A6^ varalitur lipzone 3 ml alls kr. 1.465 XV ■llíí kr°* Á undanfömum árum hafa hér á landi setið að völdum ríkisstjórnir sem öðrum fremur hafa sótt að efna- hag hins almenna launþega og alveg sérstaklega þeim sem lægstu launin hafa. Þessara ríkisstjóma verður þó lengi minnst sem merkisbera ójafn- aðar og einkavinavæðingar, er leitt hefur af sér meira atvinnuleysi en áður hefur þekkst frá því að lýðveldi var stofnað hér á landi. Eins og við mátti búast olli sann- gjörn krafa verkalýðsfélaganna um 70 þús. króna lágmarkslaun miklu uppistandi hjá stjórnvöldum og við- brögð forsætisráðherra voru öll á þann veg að ætla hefði mátt að hann væri sérlegur fulltrúi atvinnu- rekendavaldsins í landinu og þeirra aðal málpípa en ekki fulltrúi þjóðar- innar í heild. Krafan um verulega hækkun Ávarp frá Alþjóðasamtökum fijálsra verkalýðsfélaga Afl sem taka verður tillit til 1. maí 1997: Alþjóðleg verkalýðs- hreyfing í sókn SIÐASTLIÐIÐ ár hefur alþjóðleg verkalýðshreyfing sýnt að hún er afl sem taka verður tillit til á vettvangi alþjóðlegra stjómmála og viðskipta. Alþjóðasamtök frjálsra verkalýðs- félaga (ICFTU) gerðu alvarlegar athugasemdir við það í maí 1996 að tíu ára börn vom látin sauma fótbolta með merki alþjóðlegra íþróttasamtaka. FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, ákvað í kjöl- farið að setja siðareglur um fram- leiðslu íþróttavara sem unnar eru í nafni FIFA. Þúsundir fulltrúa frá öflugustu verkalýðssamtökum heims söfnuð- ust saman á 16. heimsráðstefnu stéttarfélaga í Brussel í júní 1996 til að móta stefnu hreyfingarinnar í minnkandi heimi. Gerðar vom áætl- anir um nýtt, straumlínulagaðra og öflugra baráttutæki launafólks til að bera réttindi okkar inn í nýja öld. Verkalýðshreyfingin sýndi styrk sinn í Singapore í desember 1996 þegar valdamesta aðilanum á sviði heimsviðskipta, Alþjóðaviðskipta- stofnuninni, var gert að hlýða á rök launafólks fyrir því að ákvæði um félagsleg réttindi ætti heima í við- skiptasamningum. I Suður-Kóreu fundu verkalýðsfé- lög fyrir áhrifum alþjóðavæðingar- innar í byijun ársins þegar ríkis- stjórnin reyndi að draga enn úr rétt- indum launafólks. Með stuðningi al- þjóðlegu verkalýðshreyfingarinnar fyllti verkafólk götur í helstu borg- um landsins og neyddi ríkisstjórnina til _að breyta áætlunum sínum. í Kólumbíu tókust verkalýðsfélög á við ríkisstjórn sem boðaði róttæka uppstokkun atvinnulífsins án nokk- urs tillits til launafólks. Sigur vannst þegar stjórnin féllst á kröfur um launahækkanir og endurskipulagn- ingu á einkavæðingaráætlunum. Alþjóðleg samstaða launafólks skilaði þeim árangri í Swazilandi að verkalýðsleiðtogar sem börðust fyrir lýðræði og umbótum og höfðu sætt ofsóknum og fangelsunum fyrir vik- ið. voru látnir lausir án ákæru. í Ekvador sagði forseti landsins af sér í kjölfar allsheijarverkfalla sem verkalýðsreyfingin efndi vegna þess að forsetinn hafði boðað gífurlegar verðhækkanir á lífsnauðsynjum. En óréttlætið er því miður enn víða við lýði. Mucktar Pakpahan, leiðtogi fijálsrar verkalýðshreyfing- ar í Indónesíu, er enn fyrir rétti vegna upploginna sakargifta sem eru liður í tilraunum stjórnvalda til að gera út af við sjálfstæða verka- lýðshreyfingu. I Evrópu hafa verkalýðsfélög end- urskoðað starfsaðferðir sínar í ljósi aukinnar alþjóðavæðingar. Renault reyndi að loka verksmiðjum sínum í Evrópu án lögbundins og samnings- bundins samráðs en alþjóðlega verkalýðshreyfmgin hefur brugðist hart við og franskir verkamenn beij- ast nú við hlið félaga sinna í Belgíu gegn lokunum. Barátta hreyfmgarinnar á liðnu ári hefur einkennst af alþjóðlegri samstöðu og á þeirri reynslu verður að byggja til framtíðar í baráttunni fyrir fijálsari heimi og réttindum launafólks. 1. maí er alþjóðlegt tákn um bar- áttu verkalýðsfélaga fyrir brauði, friði og frelsi. Baráttan byggist á sigrunum sem vinnast, en einnig fórnunum sem færðar eru. Hún byggist á hugrekki og umfram allt bræðralagi og samstöðu verkafólks og stéttarfélaga um heim allan. lægstu launa náði þó fram að ganga í nýgerðum kjarasamningum, því samkomulag náðist um að frá 1. janúar 1998 skuli lægstu laun sem greidd eru 18 ára og eldri, ekki vera undir 70 þús. krónum á mán- uði en voru áður innan við 50 þús. Reynslan af nýafstaðinni kjara- baráttu sýnir að það er baráttuhug- ur í fólkinu, en nokkuð skorti á að samstaða næðist innan verkalýðs- hreyfingarinnar um skipulag og baráttuaðferðir. Við skulum læra af þessu, efla samstöðuna og mæta tvíefldir til leiks þegar núgildandi samningur rennur út, því hann er einungis fyrsta skrefið til að minnka það mikla launamisrétti sem hér hefur myndast síðustu árin. Það sem stjórnvöld lögðu fram til lausnar kjaradeilunni var eins og lít- ið sýnishom af afstöðu þeirra til al- mennings í landinu. í tillögum um lækkun tekjuskatts er hlutur þeirra, sem lægri launin hafa gerður marg- falt minni en þeirra sem betur mega sín ljárhagslega. Hafi stjómvöld skömm fyrir. Ríkisstjómin hefur lítið gert til að minnka atvinnuleysið sem ríkt hefur hérlendis ámm saman, annað en auglýsa ísland sem eitt mesta lág- launaland í V-Evrópu. Hún lætur hins vegar átölaust þegar íslensk fiskútflutningsfyrirtæki reisa verk- smiðjur erlendis til að fullvinna þar íslenskan sjávarafla og flytja þangað hundmð atvinnutækifæra. Verka- lýðsfélögin í Hafnarfirði mótmæla þessari sérhagsmunapólitík sem stríðir á móti hagsmunum flestra landsmanna. Nú krefst fólkið þess að fá eðli- lega hlutdeild í vaxandi hagsæld og gróða sem hvarvegna á sér stað í þjóðfélaginu. Aukist ekki kaupmátt- ur almennra launa á yfirstandandi samningstímabili þá mun ófriðar- ástand skapast á vinnumarkaðinum. Við kreíjumst lífskjarajöfnunar en höfnum þeirri fijálshyggju sem ein- kennir núverandi stjórnarhætti. H A Ráðgjafi frá Esteé Lauder verður í Hygeu Austurstræti föstudag og laugardag. dnyrtivöruverdLun Austurstrœti 16, sími 511 4511 Laugavegi 25, sími 511 4533 Kringlunni, sími 533 4533 ESTEE LAUDER Viíbu verSa rexkiau/S í /sumarí /tafcJerS viS rejkingum Umsjón: Dagmar Jónsdóttir, hjúkrunarfræðíngur Hópmeðferð og afeitrun í einn mánuð Líkamsþjálfun 3x í viku Lokaðir hópar með eigin þjálfara Faxafeni 14 • Sími 568 9915 Wonderland 100% bómull Hvers vegna Wonderland? - Vegna þess að Wonderland hágæða dýnur laga sig fullkomlega að líkamanum. Þær eru hannaðar á grundvelli lífeðlisfræðilegrar þekkingar, og er notað aðeins besta hráefni sem til er á markaðnum, jafnvel þótt það sé eilítiö dýrara. • Vegna þess að rammadýnurnar frá Wonderland eru þannig gerðar (aftakanlegt ákvæði) að þeim má snúa við og nýta dýnuna báðum megin. þannig er hægt að dreifa álaginu og auka endinguna verulega. Vegna þess að í Wonderland dýnurnar eru einungis notuð hráefni sem ekki valda ofnæmi. - Vegna þess að Wonderland dýnurnar eru framleiddar með aðferð sem er varin einkaleyfi (Europa-patent), en sú aðferð felur m.a. í sér að fjaðrir og bólsturefni eru steypt saman í eina heild. Með þessu móti fæst dýna sem er mjög þægileg að liggja á og veitir fullkomna aðlögun og stuðning við líkamann. dýnunni eru engin laus lög sem geta jengið til - og engin hætta er á að jaðrirnar losni eða núist saman og brotni. i Vegna þess aö VUonderiand veitir þér lifstidarábyrgö gegn fjaórabroti og S ara beiiíiarábyrgB. Góðan daginn! Ómenguð vellíðan Líkaminn losar sig við um hálfan annan lítra af svita yfir nóttina. Ennfremur setjast húðagnir og ryk í rúmdýnuna og þar með er rykmaurum, sem geta valdið ofnæmi, tryggt gott viðurværi. Samt hefur fram að þessu verið nánast útilokað að þvo rúmdýnur. Poka- fjaðrir s Lausnin: Á nýju Wonderland- dýnunum er slitsterkt 100% bómullarákvæði, bæði á yfirdýnu og á rúmdýnunni sjálfri. Áklæðið er auðvelt að losa af og þvo í þvottavél við 60 gráður. (Rykmaurinn drepst við 58 gráður). Með þessu móti er einfalt að tryggja fullkomið hreinlæti. . V V- | ,..V;ÝV < Náttúru- latex Þvottur við 60° LFK i»43 ptyr Vv |iÚ V6jUí VW ii0 t>íi*gíj{ur) þegar nderlami. - GóðanóU- o|p Skeifunni 6, Reykjavík, sími 568 7733 fax 568 7740

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.