Morgunblaðið - 04.09.1997, Page 12

Morgunblaðið - 04.09.1997, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞORBJÖRG Stella og Edgar Solheim með drengina Elvar og Hafþór Solheim. Morgunblaðið/RÞB DANMÖRK fyrir stafni, Guðrún með drengina Birgi Má, Baldur, Gunnar Inga og Harald. Leitin að betra lífi LEITIN að betra lífí er helsta ástæða þess að íslenskar fjölskyldur flytja til útlanda og er þá ekki átt við námsfólk. Rúnar Þór Bjömsson hitti að máli þrjár fjölskyldur um borð í ferjunni Norröna á leið til Danmerk- ur, en tvær þeirra voru að flytja búferlum til Noregs og ein til Danmerkur. JÓN Trausti og Vala Kolbrún áttu langa leið fyrir höndum þegar þau voru komin til Esbjerg, því seinna um kvöldið ætluðu þau að ná ferju yfir til Noregs. MARGRA ára erfíðleikar við að koma sér upp húsnæði, langur vinnutími og fáar sameiginlegar frístundir fjölskyld- unnar eru þeir þættir í íslensku þjóðlífí sem fær fólk til að yfírgefa ættingja og vini og flytja til ann- arra landa. Guðrún Haraldsdóttir er 44 ára einstæð móðir úr Reykjavík sem er að flytja til Danmerkur með fjóra drengi á aldrinum 9 til 17 ára. Hún segist vera orðin öryrki í dag af vanefnum og álagi og leitar í félags- legt öryggi og jafnvægi eftir margra ára basl. Hún hefur lifað á barnabótum og barnameðlagi síð- ustu árin ásamt fasteignabraski og hefur keypt 10 íbúðir á 8 árum, gert þær upp og selt að því loknu. í ár minnkuðu svo barnabæturn- ar og barnabótaaukinn um meira en helming ásamt minnkandi endur- greiðslu frá skattinum og hún sá fram á að geta ekki framfleytt sér og drengjunum, en þeir eru alls 5. Eftir að hafa farið til Noregs fyrr á þessu ári til að athuga með að- stæður og möguleika fyrir fjölskyld- una þar, sá hún að þar yrði of dýrt fyrir þau að lifá, og eftir svolitla leit fann hún á alnetinu heimilisfang á búsetufélagi í Hadeslev á Suður- Jótlandi þar sem hún sótti um íbúð. „Finnst ég loksins vera frjáls“ Hún fékk fljótlega tilboð um 112 fm íbúð á um 4 þús. dkr. á mánuði og ákvað að slá til, seldi mest af húsgögnunum og sigldi af stað með fjóra af drengjunum, en einn varð eftir heima vegna skólagöngu. „Það er ótrúlegt að geta bara labbað burtu úr þessu öllu, mér fínnst ég loksins frjáls,“ sagði Guðrún, „en það sem er líka ofarlega í huga mér er þakk- læti fyrir alla þá aðstoð sem ég hef notið hjá fólki í gegnum árin.“ Hún hefur starfað í um 20 ár sem læknamiðill og verið með fyrirbæn- ir, en því ætlar hún að halda áfram í Danmörku. Það kom Guðrúnu einnig á óvart hversu margir hafa beðið hana um heimilisfangið hjá þessu búsetufélagi í Danmörku eft- ir að það spurðist út að hún ætlaði að flytja, en það voru að mestu ein- stæðar mæður. Guðrún sagðist vera bjartsýn á framtíðina og drengirnir væru spenntir fyrir að flytja og þótt ekkert þeirra talaði dönsku þá hlyti það að ganga hjá þeim eins og öðrum. Hjónin Edgar Solheim og Þor- björg Stella Axelsdóttir voru að flytja frá Neskaupstað til Noregs aftur, eftir rúmlega 10 ára búsetu, með tvo yngri drengina, en elsti drengurinn þeirra varð einnig eftir vegna skólagöngu á íslandi. Edgar, sem er að hálfu Norðmaður, hefur verið í útgerð frá því þau fluttu til íslands 1987 og átti fyrst 7 tonna bát og var kominn með 70 tonna bát en þá var kvótinn minnkaður úr 250 tonnum niður í 50 tonn. Það ásamt öðrum erfiðleikum varð til þess að hann varð að minnka við sig og hefur hann síðustu árin ver- ið með minni bát. „Þetta var ekki orðið neitt líf,“ sagði Edgar, „mað- ur þvældist um allt land þar sem kvóta var að hafa, svaf í bátnum og vann eins og skepna og sá aldr- ei fjölskylduna." Seldu einbýlishúsið á hálfvirði Þau ákvaðu því að selja allt, þar á meðal fallegt einbýlishús með öllu, jafnvel þótt ekki fengist nema u.þ.b. helmingur að brunabótamati húss- ins. Edgar fékk vinnu á fiskiskipi í Noregi þar sem tekjumöguleikar eru mjög góðir og eftir um 15 daga túra er 10 daga frí á milli. Hús- næði fengu þau í bænum Aakre- hamn á Karmo sem er eyja á milli Stavanger og Bergen á vestur- strönd Npregs, en þar búa nú þegar um 150 íslendingar að sögn þeirra hjóna. Svo skemmtilega vildi til að þriðja fjölskyldan sem blaðamaður hitti var einnig að flytja á sama stað í Noregi, en það er mótorhjóla- parið Jón Trausti Lúthersson og Vala Kolbrún Hreinsdóttir. Þau bjuggu áður í Breiðholtinu í Reykja- vík, en þar vann Jón Trausti við mótorhjólaviðgerðir og sprautun. „Ég fékk launin bæði seint og illa,“ sagði Jón Trausti, „og það var ekki hægt að lifa á þessum launum". Þau ætla bæði að fara í nám, hann ætlar að byrja á að læra norsku og málmsuðu og fara síðan að vinna en Vala Kolbrún, sem á von á barni, ætlar að sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi í Aakrehamn. Astæða þess að þau fara til Kartno er að faðir Jóns Trausta flutti þangað fyrr á þessu ári og lét vel af aðstæð- um þar svo þau ákváðu að slá til og freista gæfunnar í nýju landi. Fleiri flytja burt en koma FYRSTU sjö mánuði ársins hélst brottflutningur og að- flutningur fólks til landsins nán- ast í hendur. Það voru þó ívið fleiri sem fluttu frá landinu en til þess eða 1.974 en 1.920 manns fluttust til landsins á tímabilinu. Ef eingöngu er litið til ís- lenskra ríkisborgara munar hins vegar talsvert meiru á þeim sem fluttust að og frá landinu. 280 fleiri fluttust frá landinu en til þess. 1.315 ís- lenskir ríkisborgarar fluttust til landsins á tímabilinu, en frá landinu fluttust 1.595. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar fluttu flestir til Norðurlandanna og þaðan komu einnig flestir sem fluttust til landsins. 1.412 manns flutt- ust til Norðurlandanna á þessu timabili. Flestir fluttust til Dan- merkur eða 719 og næstflestir til Noregs eða 407 manns og 196 til Svíþjóðar. Til muna færri fluttust til landsins frá Norðurlöndunum en fluttu til þeirra eða 1.170 manns samanlagt á þessu tíma- bili. Þar af komu flestir frá Danmörku, 569, frá Svíþjóð komu 335 og frá Noregi 207, sem er nær helmingi færra fólk en fluttist þangað á tímabilinu. Ef flutningur íslenskra ríkis- borgara til Norðurlandanna er eingöngu skoðaður kemur fram að 996 fluttust frá Norðurlönd- unum til íslands, en 1.171 fór frá íslandi til að seljast að á einhverju hinna Norðurland- anna. Færri til annarra Evrópulanda Ef litið er til annarra Evrópu- landa en Norðurlandanna flytj- ast til muna færri til þeirra en koma frá þeim á þessu tímabili. 291 flyst til annarra Evrópu- landa en Norðurlandanna og hingað koma 413 manns. Þar af eru þó einungis 152 íslenskir ríkisborgarar, en 252 voru með erlent ríkisfang. Brottflutningur til og að- flutningur fólks frá Ameríku er svipaður. 182 fluttust til Ameríku á tímabilinu og þaðan fluttust 172. 43 flytjast frá Afr- íku og þangað flyijast 15 manns. Frá Asíu koma 107 manns, þar af 88 erlendir ríkisborgarar, og þangað flytjast 44. Þar af eru 39 íslenskir ríkis- borgarar. 3 RANNIS Ferðamálaráð íslands Fyrirlestur um ferðaþjónustu tengda náttúru og auðlindum hafs og vatns Fimmtudaginn 4. september kl. 16.15 mun Yvonne Shields, frá Hafrannsóknastofnun ír- lands, halda fyrirlestur um reynslu íra af þróun ferðaþjónustu tengda náttúru og auðlindum hafs og vatns. Skýrt verður frá stefnumörkun, rannsóknum og þróunarstarfi á þessu sviði. Fyrirlesturinn er haldinn í boði Rannsókn- arráðs íslands, Ferðamálaráðs Islands og Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna (KER) og verður haldinn í fyrirlestrarsal Hótels Loftleiða. Fyrirlesturinn er opinn öllu áhugafólki um ferðaþjónustu. ITTracr1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.