Morgunblaðið - 04.09.1997, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 47
FÓLK í FRÉTTUM
Stutt
Demi lifði endinn af
Anne Bancroft segir
konur ekki eiga
neitt erindi í stríð.
►Ridley Scott, leiksljóri
„G.I. Jane“, sem er að-
sóknarmesta kvikmynd i
Bandaríkjunum um þess-
ar mundir, vildi upphaf-
lega að myndin hefði
annan endi. Þá átti Jane,
sem leikin er af Demi
Moore, að deyja. Anne
Bancroft fannst einnig
sá endir ákjósanlegastur.
„Mér fannst hann mjög
góður,“ segir hún. „Kon-
ur eiga ekkert erindi í
stríð. Ég vil raunar
ganga lengra og segja
að karlar eiga heldur
ekkert erindi í stríð.“
Taylor
aftur á
hvíta
► Elizabeth Taylor,
sem er aðjafna sig
eftir heilauppskurð,
hefur verið boðið að-
alhlutverk í nýrri
kvikmynd. Gerðist
það eftir yfirlýsingu
Taylor þess efnis að
hún væri tilbúin að
leika á ný ef freist-
andi tilboð bærist.
Myndin kemur til
með að fjalla um
konu sem endur-
heimtir lífsgleðina
eftir að vinátta tekst
með henni og þras-
gjörnum manni sem
verður á vegi henn-
ar. Hafa bæði Rod
Steiger og Tony
Curtis sýnt áhuga á
því hlutverki.
í lagi að
vera
öðruvísi
► Nicolas Cage
hafði börn í huga
þegar hann tók að
sér aðalhlutverkið í
kvikmynd Tims
Burtons um Súper-
man. „Eg hreifst af
hugmyndinni um að
leika Súperman
vegna þess að hann
er þekktur af börn-
um um allan heim.
Þá fæ ég tækifæri
til að koma því áleið-
is að það er í lagi
að vera öðruvísi,"
segir hann í nýlegu
viðtali við Los
Angeles Times.
ELIZABETH Taylor í myndinni „Sudd-
enly Last Summer" frá árinu 1959.
Haustvörurnar frá Brandtex
eru komnar.
Verðdæmi:
Buxur frá kr. 1.690.
Jakkar frá kr. 6.900.
Pils frá kr. 2.900.
Blússur frá kr. 2.800.
Sendum í póstkröfu.
Nýbýlavegi, s. 5544433.
yí"' ..
Edda Björgvinsdóttir
NO KAME ondlil órskis
NO NAME
■ —COSMETICS ■■ ■■ ■■
Snyrtivörukynning
á morgun frá kl. 14-18. Frí kynningarförðun.
Sautján, Laugavegi.
MYNDBÖND
Kennari
í klípu
Fjör á fjölbraut
(High School High)
Gamanmynd
★ '/2
Framleiðendur: David Zucker, Rob-
ert LoCash, Gil Netter. Leikstjóri:
Hart Bochner. Handritshöfundar:
David Zucker, Robert LoCash, Pat
Proft. Kvikmyndataka: Vernon
Layton. Tónlist: Ira Newborn. Aðal-
hlutverk: John Lovitz, Tia Carrere,
Louise Fletcher, Mekhi Phifer. 91
mín. Bandaríkin. Skífan. 1997. Út-
gáfudagur: 6. ágúst. Myndin er
leyfð til sýninga fyrir alla aldurs-
hópa.
ZAZ hópurinn, sem stendur fyrir
Jerry Zucker, Jim Abrahams og
David Zucker, var fyrir nokkrum
árum einn fersk-
asti blær sem
gamanmyndir
höfðu kynnst
lengi. Myndir
eins og „The
Kentucky Fried
Movie“, sem
gerði grín að
vestrænni menn-
ingu, og „Air-
plane!“, sem
gerði útaf við flugslysamyndir, eru
af mörgum taldar einar af fyndn-
ustu gamanmyndum 8. og 9. ára-
tugarins. En brandararnir urðu
snemma mjög þreyttir og myndir,
sem byggjast á sömu hlátursform-
úlu, eins og „Spy Hard“ vekja frek-
ar upp ógleðitilfinningu en hlátur.
Einn úr ZAZ-hópnum tekur þátt í
gerð myndarinnar Fjör á fjölbraut,
en það er David Zucker. Jim og
Jerry hafa báðir snúið sér að alvar-
legri myndum, Jim gerði hina
ágætu „First do no Harm“ og Jerry
hefur gert myndir á borð við
„Ghost“ og „First Knight“, en
David virðist vera sá eini af hópnum
sem á eftir að þroskast.
Fjör á fjölbraut gerir óspart
grín að myndum eins og „Stand and
Deliver“ og „Dangerous Minds“, en
nær sjaldan að kitla hláturtaugarn-
ar. Það leynast nokkur atriði, sem
hægt er að brosa að og Jon Lovitz
er ekki eins óþolandi og hann oft
vill verða. Aðrir leikarar standa sig
flestir illa og þá sérstaklega Tia
Carrere, sem virðist ekki hafa neina
hugmynd hvað felst í orðinu gaman-
leikur. Louise Fletcher, sem fer með
hlutverk illkvendisins hefur ekki
leikið vel síðan hún fékk Óskarinn
fyrir illkvendið í „One Flew over the
Cuckoo’s Nest“. Leikstjórinn Hart
Bochner hefur staðið sig miklu bet-
ur sem leikari en leikstjóri, en hann
hefur leikið í myndum á borð við
„Apartment Zero“ og „Breaking
Away“. Fjör á fjölbraut er óttaleg
vitleysa, en þeir sem gaman hafa
af slíkum myndum ættu að athuga
hana, aðrir ættu að halda sig fjarri.
Ottó Geir Borg
Háskóli íslands
Viðskipta- og hagfræðideild
GERMANIA
Dr. Gerhard Stoltenberg
fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands
„THE CONCEPT OF SOCIAL MARKET
ECONOMY AND THE ACHIEVEMENT OF
PROFESSOR LUDWIG ERHARD“
Fyrirlestur í Háskóla fslands, Odda
fímmtudaginn 4. september kl. 15.30
I fyrirlestrinum mun Dr. Stoltenberg fjalla um inntak og
meginhugmyndir hins félagslega markaðskerfis og sögulegt
hlutverk Ludwig Erhard, sem kallaður var faðir þýska
efnahagsundursins. Prófessor Ludwig Erhard var
efnahagsmálaráðherra V-Þýskalands 1949-1963 og seinna
kanslari. Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu hans.
Fyrirlesturinn er öllum opinn
AG, FOSTUDAG OG LAUGARDAG
VINNU-
YRTUR
90,
tií 1980,-
DRESS
MANN
,562-9730. Fax S62-973I
VANTAR ÞIG VOG
SOEHNLE Pakkavogir 20 kg - 50 kg -100 kg
EINFALDAR OG ÓDÝRAR
Verð frá kr. 35.949
Einnig allar stærðir iðnaðarvoga
Hagstætt verð
Leitið upplýsinga
ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF
SUNDABORG3 SÍMI5684800 FAX5685056
HR1SV1
V -