Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 1
176 SÍÐUR B/C/D/E/F
STOFNAÐ 1913
274. TBL. 85. ÁRG.
SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
títilokar
sjálfstæða
Palestínu
BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra
Israels, útilokaði í gær stofnun sjálfstæðs
ríkis Palestínumanna. Netanyahu, sem
kveðst vilja áframhaldandi friðarumleitan-
ir við Palestínumenn, sagði í viðtali við
Bild am Sonntag að Israelsmenn muni
aldrei leyfa stofnun sjálfstæðrar Palestínu,
þar sem þeir geti ekki tekið þá áhættu að
gerð verði árás á þá þaðan. Yasser Arafat,
leiðtogi Palestfnumaima, sem verið hefur
hliðhollur Saddam Hussein Iraksforseta,
hefúr hins vegar sagt að hann hyggist iýsa
yfir stofnun sjáifstæðs ríkis fyrir aldamót.
Fer fram á
opinberar
aftökur
MIKILL meirihluti Verkamamiaflokksins
á breska þinginu hefur gert það að verk-
um að þingmenn flokksins hafa nú meiri
tíma til að sinna öðrum málum en þingmál-
um.
Jim Dowd, einn þingmanna flokksins,
sem leggur áherslu á að halda skrifborði
sínu hreinu, hefur að undanförnu fengið
að finna fyrir því þar sem fimm samstarfs-
menn hans hafa gert sér það að leik að
hella rusli yfir borð hans, segir í Daily
Telegraph. Dowd fannst nóg komið á
fimmtudag er hann kom þrisvar að borð-
inu alsettu öskubökkum, kaffibollum og
pappírsrusli vinnufélaganna sem til að
bæta gráu ofan á svart höfðu sent honum
skilaboð, þar sem hann var á þingfundi,
um að koma og taka til á borðinu sem væri
til skammar.
I reiði sinni hótaði Dowd að leggja fram
tillögu til þingsályktunar á þingi þar sem
fimmmenningamir væm nafngreindir og
þess krafist að þeir yrðu teknir af lífi.
Tóku til
sinna ráða
STARFSMAÐUR gasfyrirtækisins Trans-
co í Bretlandi var tekinn í gíslingu á elli-
heimili í Essex fyrr í vikunni.
Það vora sjö gamlar konur, 78 ára að
aldri að meðaltali, sem í rúmt ár höfðu átt í
útistöðum við gasfyrirtækið, sem vora þar
að verki. Konurnar lokuðu manninn inni á
skrifstofu yfirmanns heimilisins þar til
hann samþykkti að fjarlægja alla gasmæia
í húsinu.
Konumar höfðu fengið gasreikninga,
áminningar og viðvaranir frá fyrirtækinu
þrátt fyrir að heimilið hafi eingöngu notast
við rafmagn síðustu 13 mánuði. Transco
hefúr nú beðið konurnar afsökunar, sent
þeim blóm og ávexti og boðið þeim í ferða-
lög.
Morgunblaðið/EAX
Unnið að framkvæmdum á Nesjavöllum
Loftslagsráðstefnan í Kyoto að hefjast
Ný tillaga um að
sekta brotleg ríki
Kyoto, London. Reuters
ALÞJOÐLEG loftslagsráðstefna þar sem
fjallað verður um það hvernig draga megi úr
gróðurhúsaáhrifum hefst í Japan á mánudag.
Fulltráar 160 þjóða munu taka þátt í ráðstefn-
unni og reyna að komast að bindandi sam-
komulagi um það hvemig draga megi úr losun
koltvísýrings og annarra efna, sem stuðla að
loftslagsbreytingum, út í andrámsloftið.
Mikill ágreiningur er meðal iðnvæddra ríkja
um þau markmið sem reyna á að ná samkomu-
lagi um á ráðstefnunni. Japan hefur sett fram
tillögu um að dregið verði úr losun úrgangs-
efna um 5% á næsta áratug en Evrópusam-
bandið hefur mælt með 15% samdrætti fyrir
árið 2010. Þá hafa leiðtogar Þýskalands, Bras-
ilíu, Suður-Afríku og Singapore gefið út sam-
eiginlega yfirlýsingu þar sem þau hvetja iðn-
vædd ríki til þess að ganga að tillögu Evrópu-
sambandsins um 15% samdrátt.
I yfirlýsingu leiðtoganna er einnig varað við
þvi að ágreiningur milli þjóða geti orðið til
þess að koma í veg fyrir að samkomulag náist
um þýðingarmikla ályktun. Þá mæla þeir með
því að þeim iðnríkjum, sem neiti að ganga að
skilmálum slíkrar ályktunar, verði gert að
greiða sektir sem renni til uppbyggingar um-
hverfismála í þróunarlöndunum.
Kanadastjórn hefur enn ekki tekist að koma
sér saman um afstöðu í málinu. Fulltráar
Kanada héldu því til ráðstefnunnar án skil-
greindrar stefnu en talið er að þeir muni gefa
út yfirlýsingu um afstöðu sína á mánudag.
Bandaríkjastjórn hefur lýst því yfir að hún
muni ekki láta undan þrýstingi og samþykkja
ályktun sem hún sé ekki sátt við, en sam-
kvæmt tillögum hennar mun magn umræddra
efna, sem losað er út í andrúmsloftið, verða
sambærilegt árið 2010 og það var árið 1990.
Ástralíustjórn hyggst auka útblástur og
hefur látið allar áskoranir um annað sem vind
um eyru þjóta. Kínversk stjómvöld, sem fara
fremst í flokki þróunarríkja, hyggjast standa
fast á þeirri afstöðu sinni að þess skuli ekki
krafist af þróunarríkjunum að þau dragi úr
losun úrgangsefna, þar sem þau þurfi svigrám
til að byggja upp iðnað sinn og atvinnulíf.
■ Jörðin hitnar/12
Tékkneska
stjórnin riðar
til falls
Prag. Reuters.
STJÓRN Vaclavs Klaus í Tékklandi riðar nú
tO falls eftir að einn helsti samstarfsflokkur
hans dró sig út úr stjórnarsamstarfinu og
fjórir ráðherrar sögðu af sér.
Josef Lux aðstoðarforsætisráðherra sagði
eftir flokksfund kristilegra demókrata á
fóstudagskvöld að stjórnin nyti ekki lengur
trausts fólksins í landinu og að þar sem hann
geti ekki sætt sig við stöðu mála hafi hann
ákveðið að yfirgefa stjórnina. Hann rýfur þar
með þriggja flokka stjórnarsamstarf sem
stundum hefur verið nefnt tékkneska flauelið
og talið öðrum Austur-Evrópuríkjum til fyrir-
myndar í efnahags- og stjórnmálaumbótum.
Klaus, sem að undanfórnu hefur átt í vök að
verjast innan eigin flokks, lét þó engan bilbug
á sér finna í gær. Hann sagðist reiðubúinn til
að takast á við erfiðleikana og ekki hafa í
hyggju að segja af sér.
Upphaf deilnanna má rekja til þess að upp
komst að viðskiptajöfur hafði stutt flokk hans
um 220.000 Bandaríkjadollara, að andvirði um
einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna,
árið 1995. Klaus heldur því fram að hann hafi
ekki vitað um fjárframlagið.
Vínið og
vinnan
að skilja
VÖRUÞRÓUN VERIÐ LYKILL-
INNAÐ VELGENGNINNI