Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Rússar taka frumkvæðið í deilu SÞ og Iraka
Komnir á
kortíð á ný
Rússar unnu
sigur er þeim |y
aka til að
diplómatískan
tókst að fá ír-
heimila á ný
*
vopnaeftirlit á vegum Sameinuðu þjóðanna. Asgeir
Sverrisson segir frá frumkvæði Jevgenís Prímakovs
og þeim hugmyndum sem að baki búa.
Reuters
JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, kemur til Genfar 19. þessa
mánaðar þar sem hann hitti kollega sína frá Bandaríkjunum, Frakklandi og
Bretlandi um miðja nótt. Á fundi þessum var kynnt samkomulag það sem Prím-
akov hafði náð við Saddam Hussein um framkvæmd vopnaeftirlits í írak.
SJÖ ára bið Jevgenís Prímakovs er á
enda. Rússneski utanríkisráðherrann
getur nú fagnað því að loks hefur
Rússum tekist að láta til sín taka á ný
á alþjóðavettvangi. Með því að ná samkomulagi
við Iraka í deilunni um vopnaeftirlit Sameinuðu
þjóðanna hefur Prímakov tekist að koma Rúss-
um aftur á kortið í Mið- Austurlöndum og kom-
ið þeim skilaboðum á framfæri að taka beri
fullt tillit til Rússa og sérstöðu þeirra. Prímakov
hefur unnið diplómatískan sigur með því að
nýta til fullnustu færin sem gáfust.
Lengi hefur verið ljóst að Jevgeníj Prímakov
á erfítt með að líða að Rússar séu hundsaðir
þegar um er að ræða mikilvægar ákvarðanir á
alþjóðavettvangi. Þetta hefur á hinn bóginn
verið hlutskipti Rússa allt frá því Sovétríkin
sálugu voru í andarslitrunum. Rússar komu
raunar nærri friðarviðræðum í fyrrum Júgó-
slavíu vegna sérstakra tengsla sinna við Serba
og þeim hefur að mestu verið eftirlátið að reyna
að stilla til friðar í gömlu sovétlýðveldunum
enda verður það seint talið sérlega eftirsóknar-
vert verkefni.
En á vettvangi alþjóðastjómmála hefur for-
ustuhlutverkið verið í höndum eina risaveldis-
ins, Bandaríkjanna, sem Rússar eru enn öldung-
is háðir hvað aðstoð og aðgang að alþjóðlegum
fjármálastofnunum varðar. Rússar hafa enga
burði haft til að rísa gegn ofurafli Bandaríkja-
manna og þeim hafa einungis boðist léttvæg
aukahlutverk þá sjaldan bein þörf hefur verið
talin á kröftum þeirra.
Reyndar hafa rússneskir ráðamenn löngum
virst prýðilega sáttir við þessa stöðu. Margir
þeirra hafa enda talið það forgangsverkefni að
endurreisa efnahaginn. Aðrir hafa verið önnum
kafnir við að nýta sér upplausnina í ábataskyni
og tekið þátt í þeirri glæpsamlegu tilfærslu á
fjármunum sem átt hefur sér stað í landinu í
nafni „umbóta". En Jevgeníj Prímakov hefur
aldrei verið þessarar hyggju.
Yfírlýsingar Prímakovs hafa löngum hljómað
sem bergmál úr kalda stríðinu. Hann hefur oft-
lega varað við yfírburðastöðu Bandaríkjamanna
og lýst þeirri skoðun sinni að þörf sé á „mörg-
um pólum“ í alþjóðastjórnmálum samtímans.
Hann hefur og rætt um að Rússar eigi að njóta
þeirrar stöðu sem þeim sæmi sem evró-asískt
stórveldi. Prímakov hefur gengið lengst í yfírlýs-
ingum rússneskra ráðamanna hvað stækkun
Atlantshafsbandalagsins (NATO) til austurs
varðar, sem hann segir vera stærstu mistök
eftirstríðsáranna. En þótt Prímakov virðist um
margt vera maður aftan úr fomeskju sovét-
tímans hefur þess jafnan verið gætt í rússnesk-
um utanríkismálum að gera ekkert það sem
spillt gæti stórlega samskiptunum við Bandarík-
in. í þeim efnum hefur ákveðið jafnvægi ríkt á
síðustu weimur árum eða svo enda er Prímakov
fyrst og fremst raunsæismaður.
Sendimaður Gorbatsjovs
Prímakov komst fyrst í sviðsljós alþjóðlegra
fjölmiðla fyrir tæpum sjö árum er hann fór sem
sérlegur sendimaður Míkhaíls Gorbatsjovs, þá-
verandi sovétleiðtoga, til íraks til að freista
þess að fá gísla leysta úr haldi og koma í veg
fyrir stórstríð við Persaflóa. Margoft vom
kynntar nýjar friðarhugmyndir í nafni Prím-
akovs, raunar allt fram á síðustu
stundu þegar loftárásir banda-
manna vora að heflast en írakar
reyndust ekki tilbúnir til að fallast
á tillögur hans. Saddam Hussein
hundsaði málflutning Prímakovs og
nýtti sér milligönguna í þeim tilgangi einum
að vinna tíma. A vesturlöndum álitu menn þess-
ar tilraunir dæmdar til að mistakast og margir
fóru ekki leynt með að þeir töldu Prímakov ein-
ungis vera til trafala enda mikið uppgjör og
vopnaskak í sjónmáli.
Prímakov, sem er 68 ára, hefur tengi haft
sérstök tengsl við þennan heimshluta. Hann er
arabískumælandi og hóf feril sinn sem sérfræð-
ingur í málefnum Mið-Austurlanda. Hann starf-
aði sem fréttaritari fyrir dagblaðið Pravda í
Mið-Austurlöndum en í Rússlandi hefur löngum
verið fullyrt að þá hafi hann starfað sem njósn-
ari fyrir sovétstjómina. Síðar stjómaði Prím-
akov rannsóknarmiðstöð einni á sviði alþjóð-
legra efnahagsmála og kynntist í því starfi
Míkhaíl Gorbatsjov, sem síðar ákvað að nýta
sér sérþekkingu hans og sambönd til að freista
þess að afstýra stríði við Persaflóa.
Eftir hran Sovétríkjanna var Prím-
akov skipaður yfírmaður leyniþjón-
ustunnar, arftaka KGB. í janúar í fyrra
um það leyti sem Borís Jeltsín hóf
baráttu sína fyrir endurkjöri þótti for-
setanum við hæfi að fá slíkan mann
til liðs við sig til að breyta þeirri ímynd að
hann væri of hallur undir vesturlönd. Þetta
þótti nauðsynlegt á þeim tíma þar eð staða
kommúnista í rússneskum stjómmálum var
sterk. Andrei Kozyrev utanríkisráðherra var
gert að taka pokann sinn enda bæði vinsæll
og virtur á vesturlöndum. Eftir að Prímakov
var fluttur inn í utanríkisráðuneytið í Moskvu
tóku að berast þaðan prýðilega fornar yfírlýsing-
ar, sem oftar en ekki féllu í góðan jarðveg.
Jafnframt leitaði Prímakov leiða til að auka á
ný hlut Rússa á alþjóðavettvangi.
Óvænt tækifæri
Tækifærið kom snögglega nú fyrr í mánuðin-
um. Bandaríkjamenn gerðu sér ljóst að banda-
menn þeirra bæði í Evrópu og arabaheiminum
væra ekki tilbúnir að fallast skilyrðislaust á að
írakar yrðu beittir hervaldi til að knýja þá til
að heimila á ný vopnaeftirlit á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Því varð al-
gjörlega nauðsynlegt að leita sem
fyrst friðsamlegrar lausnar til að
tryggja að eftirlitið kæmist aftur á.
Bandaríkjamenn reyndust af þeim
sökum tilbúnir til að kyngja því að Rússar hefðu
framkvæði í málinu.
Prímakov fékk hinn gamla kunningja sinn
Saddam Hussein íraksforseta til að heimila
eftirlitið á ný gegn heldur óljósum loforðum um
að Rússar myndu beita sér á alþjóðavettvangi
fyrir því að mildaðar yrðu refsiaðgerðir Samein-
uðu þjóðanna. Hann kallaði utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands til
fundar við sig í Genf og naut þess sýnilega að
vera í sviðsljósinu og í aðalhlutverki í þokka-
bót. „Þessu samkomulagi hafa Rússar náð, án
þess að ofbeldisverk hafí verið framin, án þess
að vopnum hafí verið beitt," tók hann skýrlega
fram er hann hélt frá Genf og duldist engum
að sneiðin var ætluð Bandaríkjamönnum, sem
safnað höfðu saman miklum liðsafla, reyndist
nauðsynlegt að beija Saddam til hlýðni.
Ekki er fyllilega ljóst hver era efnisatriði
samkomulags Rússa og íraka. Upphaflega var
það kynnt á þann veg að Rússar hefðu aðeins
heitið að beita sér fyrir því að slakað yrði á
viðskiptaþvingunum þeim sem Irakar hafa sætt
allt frá því Flóastríðinu lauk. Eftirgjöf íraka
hefði verið algjör þar eð engum tilslökunum
hefði verið heitið í nafni Bandaríkjanna eða
Sameinuðu þjóðanna.
Nú á síðustu dögum hefur því verið haldið
fram að samkomulagið hafí verið víðtækara
m.a. að Rússar hafí tryggt sér svigrúm til að
hafa áhrif á samsetningu eftirlitshópa Samein-
uðu þjóðanna í írak en Saddam Hussein hafði
kvartað undan því að þar væra Bandaríkjamenn
algjörlega ráðandi. Þessar sögusagnir hafa kall-
að fram háværa gagnrýni úr röðum áhrifamik-
illa hægri manna í Bandaríkjunum sem telja
að Clinton forseti hafí sýnt of mikla linkind í
þessu máli. Ljóst virðist að forsetinn er nú kom-
inn í vörn og að vænta má viðbragða af hans
hálfu.
Hið skilyrðislausa samstarf á enda
Framkvæði Rússa í deilunni við íraka mark-
ar eitt og sér engin þáttaskil. Þess er ekki að
vænta að breytingar hafí orðið á þeirri grann-
hugsun í utanríkisstefnunni að forðast beri bein-
ar deilur við Bandaríkin. Hins vegar hefur Prím-
akov nú komið þeim skilaboðum á framfæri að
dagar hins skilyrðislausa samstarfs við Banda-
ríkin, sem ýmsir lögðu að jöfnu við undirlægju-
hátt, séu liðnir. Þetta kemur ekki á óvart. Jelts-
ín forseti lýsti yfír því í Kína fyrir skemmstu
að ekkert eitt ríki mætti „vera ráðandi í heimin-
um“ og átti þá augljóslega við Bandaríkin.
Forsetinn hefur einnig hvatt til þess að Rússar,
Þjóðveijar og Frakkar myndi nýjan „pólitískan
þríhyming" í því augnamiði að gera Evrópu
óháða Bandaríkjunum.
Að auki höfðu margir sérfræðingar bent á
að Rússar myndu ekki sýna sama samstarfs-
vilja og áður eftir að stækkun NATO til aust-
urs hefði verið ákveðin. í því samhengi má vísa
til þeirrar viðleitni Rússa á síðustu vikum á
bæta samskiptin við íraka og írana en þessi
tvö ríki era helstu fjandmenn Bandaríkjanna í
þessum heimshluta.
Deila Sameinuðu þjóðanna og íraka hefur
gefið Rússum tækifæri til að minna á sig og
sérstöðu sína. Prímakov vann listilega úr þeim
spilum sem hann hafði á hendi. Hann and-
mælti ákveðið hótunum Clintons forseta um að
valdi yrði beitt en hélt fast i þá kröfu Samein-
uðu þjóðanna að Bandaríkjamenn tækju þátt í
eftirlitsstarfinu. Um leið tók hann undir sjónar-
mið íraka, kynnti þau rækilega og hét að vinna
að því að slakað yrði á viðskiptabanninu. Með
því móti bætti hann hins vegar líkumar á því
að Rússar fengju greiddar gamlar
skuldir frá í tíð Sovétríkjanna en gisk-
að hefur verið á að írakar skuldi þeim
allt að tíu milljarða Bandaríkjadotlara.
Það era fleiri en Saddam Hussein sem
hafa hag af því að viðskiptaþvingun-
um verði aflétt.
Rússar hafa nú sýnt að þeir era aftur tilbún-
ir að láta til sín taka á alþjóðavettvangi. Deilan
við íraka er á hinn bóginn ekki úr sögunni og
vera kann að Jevgeníj Prímakov þurfí innan
tíðar að sanna snilli sína á ný reynist Saddam
Hussein ætla að hundsa gerða samninga.
Nýtti til fulln-
ustu færin
sem gáfust
Er fyrst og
fremst raun-
sæismaður
Kohl og Jeltsín funda
Rætt um þrig-gja
þjóða bandalag
Bonn. Reuters.
HELMUT Kohl, kanslari Þýska-
lands, mun ræða hugmyndir Borís
Jeltsíns Rússlandsforseta um
bandalag Þýskalands, Rússlands
og Frakklands, á fundi Kohls og
Jeltsíns í Rússlandi í dag, sunnu-
dag. Jeltsín vonast til þess að slíkt
bandalag verði mótvægi við Atl-
antshafsbandalagið, NATO, en
þýskir stjórnmálasérfræðingar spá
því að Kohl sé ekki reiðubúinn að
ganga svo tangt án samþykkis
Bandaríkjanna.
Jeltsín kynnti hugmynd sína í
október er hann sótti þing Evrópu-
ráðsins í Strassborg. Kom hún á
óvart og þótti ýmsum að forsetinn
hefði farið helst til geyst í málið
og að hann hefði átt að ráðfæra
sig við stjórnvöld í Þýskalandi og
Frakklandi.
Viðræður Jeltsíns og Kohls verða
óformlegar og segja stjórnmála-
fræðingar að aðalefni fundarins
verði án efa hvernig hrinda megi
hugmyndum Jeltsíns í framkvæmd.
Búast þeir við því að Kohl muni
ekki samþykkja að bandalag Þjóð-
veija, Rússa og Frakka taki
ákvarðanir í öryggismálum án þess
að Bandaríkjamenn eigi aðild að
slíku, ólíkt Frökkum, sem hafi ekk-
ert á móti því að Bandaríkin séu
skilin út undan.
Stríðsfangar
leituðujarð-
sprengna
ÞÝSKIR stríðsfangar í Noregi vora
látnir leita að jarðsprengjum og
ganga að því búnu yfir hreinsuðu
svæðin til að kanna hvort einhveijar
sprengjur væra eftir. Hundrað fanga
létu lífið eða særðust við sprengjuleit-
ina, að því er segir i Morgenbladet.
í blaðinu er vitnað í litla frétt sem
það birti haustið 1945. Þar segir að
1,5 milljónir jarðsprengna hafí verið
eyðilagðar og að landið sé laust við
jarðsprengjur, nema ákveðin svæði í
Austur-Finnmörku. 5.000 Þjóðveijar
eyðilögðu jarðsprengjumar undir eft-
irliti, 184 létu lífið og 252 særðust.
Flestir létu lífíð er þeir vora látnir
ganga öxl við öxl yfír sprengjusvæðin.
Politiken hefur birt greinar um
svipaðar aðgerðir í Danmörku og ef-
ast danskir sagnfræðingar ekki um
að satt og rétt sé sagt frá.
>
>
t
I
I
'i
I