Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 11 Birtist sem margir veikindadagar FÁTÍTT virðist að menn hafi bjór eða léttvín um hönd á vinnustöðum hér eins og þykir jafnvel sjálfsagt í mörgum grannlöndum, einkum með mat. Flestir íslendingar tengja sem fyrr alla áfengisnotkun við helgar eða stórhátíðir. Helst er það ungt fólk og þeir sem verið hafa langdvöl- um erlendis sem tileinka sér aðra siði. Áfengisvandi á vinnustöðum virðist fyrst og fremst birtast þannig menn eru oft veikir eða illa fyrirkall- aðir. Misnotkunin sjálf er að mestu bundin við skemmtistaði og heimili, að sögn talsmanna fyrirtækjanna. Andrés Magnússon sálfræðingur annast ýmisleg starfsmannamál hjá Pósti og síma hf. en þar hefur hann unnið í sex ár. Um 2.400 manns starfa hjá fyrirtækinu á öllu landinu og meðal þeirra mála sem Andrés fæst við eru vandræði vegna ofnotk- unar áfengis. Hann segir fyrirtækið hafa þá stefnu að styðja starfsmenn ef þeir hafi óskað eftir hjálp fagaðila vegna áfengisvanda. Hafa menn þá haldið fullum launum meðan meðferð hefm- staðið yfír ef fyrirtækið hefur metið það svo að það vildi halda viðkom- andi manni í vinnu. Kostnaður við sjálfa meðferðina er hins vegar greiddur af ríkinu enda er hún skil- greind sem sjúkrahúsvistun. Yflrleitt ekki mikil leynd Andrés segir að sem betur fer hafi bjórinn ekki skapað þá hættu sem menn hafi séð fyrir sér. „Það er ekki lenska í íslenskum fyrirtækjum að neyta áfengis á vinnustað, ekki venja að fara á krá eftir að vinnu lýkur. Sú hefð hefur ekki orðið til hér. Notkun- in er frekar bundin við helgar og skemmtanir eins og gerist í samfé- laginu.“ Hann segir að yfirleitt sé ekki mikil leynd yfir því þegar fólk fari í með- ferð, hlutirnir séu nú orðið nefndir sínum réttu nöfnum og ekki reynt að dylja hvað verið sé að gera. Sér virð- ist þetta einnig vera reyndin úti á landi, jafnvel á fámennum stöðum. Afstaðan hafi verið að breytast en fyrir suma sé það vissulega mikið mál að viðurkenna vandann opinskátt. „Mér virðist að mikil breyting hafi einnig orðið á afstöðu ráðamanna fyrirtækja, þeir vilja nú fremur taka á málunum. Því má ekki gleyma að starfsmenn gera nú orðið meiri kröf- ur til sjálfra sín um að standa sig í vinnu. Á vinnustaðnum ganga málin nú meira út á samhjálp og liðsheild, unnið er að sameiginlegu markmiði. Það má kannski segja að þetta sé ný lína í starfsmannastefnu. Tækniþró- un hefur líka aukið samskipti starfs- manna innbyrðis, breytt vinnuum- hverfinu og kröfur samfélagsins um góða þjónustu hafa aukist." Algengast sé að hann frétti um vandamál vegna áfengisdi-ykkju starfsmanns hjá félögum hans eða yfirmönnum. Áhersla sé lögð á fyrir- byggjandi aðgerðir og stuðning en ekki beitt hótunum um brottrekstur. Ef um síendurtekin vandræði, lélegt vinnuframlag og mætingu eða annað þess háttar væri að ræða kæmi slíkt til greina. Metið í hverju tilviki Hjördís Ásberg, starfsmannastjóri hjá Eimskip undanfarin fimm ár, sagði að hjá fyrirtækinu giltu ekki sérstakar, útgefnar reglur um við- brögð við áfengissýki, málið væri metið í hverju tilviki. Talið væri heppilegra að hafa reglurnar ekki ritaðar vegna þess að upp gætu kom- ið mál sem væru undantekningar og þyrfti að bregðast sérstaklega við. „Við höfum haft þá óskrifuðu reglu að í flestum tilvikum borgum við starfsmanni laun þegar hann fer í meðferð í fyrsta sinn. Það er bannað að koma undir áhrifum áfengis í vinnuna og brot geta valdið fyrir- varalausri brottvikningu en við höf- um reynt að vera mannleg og skoða vel hvert mál. En reglurnar eru samt nokkuð stífar til að veita mönn- um aðhald til að farið sé af alvöru í meðferð." Hjördís sagði að yfirleitt væri vandamálið miklar fjarvistir frá vinnu vegna ofnotkunar áfengis, síð- ur að fólk mætti drukkið í vinnu. Aldrei sæjust dæmi um að fólk væri að drekka t.d. bjór á vinnu- staðnum, efiaust væri þó eitthvað um slíkt á skipunum en virtist ekki vera vandamál þar enda strangt tekið á agabrotum. Oft hefur farið það orð af farmönnum að þeir væru vín- hneigðari en margir aðrir en hún sagðist ekki vita til þess að sú væri raunin núna. Hún sagðist halda að tíðni áfengismisnotkunar væri nokk- uð svipuð í hinum ýmsu deildum hjá Eimskip og reyndar hefði verið afar lítið um mál af þessu tagi. Ef til vill hefði það farið leynt áð- ur. Fólk réði því auðvitað sjálft hvort það segði öðrum frá því að það hefði leitað meðferðar en vildi í vaxandi mæli ræða málin fyrir opnum tjöld- um, teldi það betra. Auk þess gæti verið erfitt að útskýra allt að sex vikna fjarvistir án þess að segja sannleikann. Aðstoð vinnufélaga Með hreinskilni væri einnig auð- veldara að fá aðstoð og skilning vinnufélaga og þá ekki síst þeirra sem hafa sjálfir hafa lent í sams kon- ar vanda. Þá viti þeir ástæðuna fyrir því að viðkomandi vilji skyndilega ekki lengur taka þátt í ýmsum veisluhöldum og kráarferðum, þrýst- ingurinn hverfi. Magnús Ólafsson, starfsmanna- stjóri hjó Hagkaupi, segir lítið um vandamál vegna áfengisneyslu starfsmanna og nær óþekkt að fólk neyti víns á vinnustaðnum sjálfum. Sé vilji til að hafa viðkomandi áfram í starfi séu greidd laun fyrir a.m.k. hluta tímans sem fer í meðferð. „Það eru engar fastar reglur um þessi mál, þetta er mjög persónu- bundið og matsatriði hverju sinni en auðvitað hvetjum við fólk til að fara í meðferð ef vandinn er mikill." Hann segir að horft sé til þess hve lengi starfsmaðurinn hafi verið hjá fyrir- tækinu og fleiri atriða. Margir séu hins vegar aðeins skamma stund í starfi og þá sé ekki eytt jafnmiklum tíma og ella í að kryfja málið. Mjög strangt sé tekið á því ef fólk neyti áfengis í vinnu, það fái kannski eina viðvörun en dugi hún ekki sé brottrekstur næsta skref. Finnist áfengislykt af mönnum eins og vili gerast um eða eftir helgar taki yfir- menn á hverjum stað á málinu. Veitt sé tiltal og umræddum starfsmanni sagt að fara heim. Um níu þúsund manns vinna hjá Reykjavíkurborg og hafa borgaryfir- völd gefið út sérstakan bækling um vímuefnavandann og stefnuna gagn- vart starfsfólkinu. Fá eitt tækifæri Jón Kristjánsson starfsmanna- stjóri sagði að sérstakur trúnaðar- maður veitti ráðgjöf í þessum málum og trúnaðarlæknir tæki einnig á þeim. „Við gáfum út reglur um þessi mál í fyrra en fram til þess tíma höfðum við um langt skeið framfylgt sömu reglum. Við höfum verið með námskeið handa öllum stjómendum núna um þessi vandamál. Menn eru sér kannski frekar meðvitandi um vandann núna og ef til vOl koma fleiri upp á yfirborðið án þess að hægt sé að fullyrða að vandinn sé meiri en hann var. Hann hefði getað verið dulinn." Ef óskað er eftir meðferð er farið með málið í samræmi við veikinda- reglur með samþykki starfsmanns þótt fyrh’ liggi hæstaréttardómur um að ofnotkun áfengis sé ekki veik- indi í skilningi vinnuréttar. Starfs- maðurinn heldur þá launum í sam- ræmi við reglur um veikindi hjá við- komandi stéttarfélagi. En menn fá þetta eina tækifæri. Afengisneysía í nokkrum Evrópulöndum 1980-95 Lítrar af hreinum vínanda á hvern íbúa 15 8 7 6 5 4 3 2---------------------------|------------- 1--------—------------------—-----—-------; 0 —, —,......+—t—,—,...,.,—,—,—,—, ,. 1980 '81 ’82 ’83 ’84 ’85 ’86 ’87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 Frakkland Þýskaland Danmörk Ítalía Bretland Finnland Svíþjóð Noregur ísland „Ffllinn í stofunniu KRISTJÁN Jónsson fjallaskáld drakk sig í hel aðeins 27 ára gamall. Talið er að Tryggvi Gunnarsson hafi tekið myndina skömmmu fyrir dauða skáldsins vorið 1869. FÓLK yppti öxlum, eyddi talinu eða sagði stórkarlalega brandara, afstaðan til drykkjuskapar var oft tvíbent og er enn hjá mörgum. „Hann er fjári blautur en þolir heil ósköp, mætir alltaf í vinnuna eins og herforingi." Gömul hefð er fyrir því í landinu að afsaka drykkjuskap skálda og listamanna og sjómenn þóttu hafa leyfi til að skvetta úr klaufunum í landlegu. Heimilisbölið sem fylgdi ofdrykkju var falið og reynt að halda andlitinu út á við eftir bestu getu. Eitt af verkefnum á meðferðarstofnunum er nú að sinna aðstandendum sem oft bíða mikið tjón af ofdrykkju eins úr fjölskyldunni. Erfiðastur er skaðinn sem börn geta orðið fyrir af íífengissýki foreldra og öryggisleysinu sem því fylgir. Vandinn er oft umlukiim þögn, erlendis hafa sérfræðingar nefnt fyrirbærið „filinn í stofuimi". Allir á heimilinu vita af vandanum, hann er jafh fyrirferðarmikill og fíll sem hefur hlassað sér á gólfið innan um húsgögnin - en enginn má miimast á hann. Islendingar voru verr staddir í þessum efnum fyrr á öldum. Áfengisneysla, mæld í lítrum á hvern mann, er nú mun minni en fyrir 200 árum og sama er að segja um mörg önnur vestræn lönd. Brennivínið var þá svo hræódýrt að jafnvel fátæklingar gátu drekkt sorgum sínum og ekki má gleyma húskuldanum og störfunum sem flest voru kalsöm að vetrarlagi. Menn drukku sér til hita. Embættismenn voru oft drukknir árum saman og heimildir geta um presta sem dóu brennivínsdauða í predikunarstólnum. FYRR á þessu ári gáfu Samtök áhugafólks um áfengis- og vímu- efnavandann, SÁA, út bækling um hóflega áfengisneyslu og hættu- mörk. Þai’ er hófdrykkja skilgreind svo að karlar á aldrinum 20-65 ára megi drekka mest tvo áfenga drykki (sjússa), alls 24 grömm af hreinu áfengi eða sex sentilítra af sterku áfengi á borð við gin eða viskí, á dag. Aldrei megi drekka meira en fimm drykki á dag. Konur og karlar eldri en 65 ára megi að- eins fá sér einn drykk á dag og fólk undir 18 ára aldri eigi alls ekki að nota áfengi. Oft hefur verið deilt um leið- irnar sem feta beri í baráttunni gegn áfengissýki, alkóhóiisma. íslendingar urðu fyrstir allra Evrópuþjóða til að setja lög um áfengisbann snemma á öldinni en bannið var síðan afnumið á fjórða áratugnum. Ljóst var að þótt eitthvað drægi úr of- drykkju á bannárunum var mikið um brugg og smygl. Og vii’ðing fyrir lögum minnkar þegar brotin eru jafn almenn og reyndin varð í þessu tilfelli. Vandi að skilgreina Starf meðferðarstofnana hér á landi sem annars staðar byggist á þeirri grundvallai-reglu að algert bindindi sé eina lausnin fyrir þá sem ekki hafa neina stjórn á notk- uninni, eru forfallnir. Hins vegar er ljóst að vandasamt getur verið að skilgreina nákvæm- lega mörkin milli þeirra sem eru beinlínis sjúkir og hinna sem þyrftu að hafa meira taumhald á sér. Hjá SÁA eru menn á því að þetta sé þó vel hægt og meðferðar- fulltrúum og læknum beri skylda til að leiðbeina þeim sem vilja að- eins hafa stjórn á notkuninni, ekk- ert síður en sjúklingum. í grein í bandaríska tímaritinu U.S. News & World Report fyrir skömmu var því varpað fram að þótt allmargir séu, ef til vill af Hóf o g hættu- mörk SÉ vín notað í hófi getur það jafnvel verið heilsusamlegt, einkum rauðvín, að sögn lækna. erfðafræðOegum orsökum, dæmdir til að beita þessu róttæka ráði, bindindi, til að ná stjórn á lífi sínu séu hinir mun fleiri sem eigi við nokkum vanda að stríða en þurfi einfaldlega að temja sér meiri hóf- semd. Er átt við þá sem drekka ekki mikið að jafnaði og fá ekki frá- hvarfseinkenni þótt þeir hætti að drekka en finnst samt að áfengið hafi of mikil völd og geri þeim stundum skráveifu. Skoðanir af þessu tagi eru hins vegar barðar niður með öllum ráð- um í Bandaríkjunum, segir í tíma- ritinu. Langflestir þarlendir lækn- ar og aðrir sem sinna áfengissjúk- iingum vilji ekki heyra á þær minnst. Séu rökin fyrst og fremst þau að um sé að ræða sjálfsblekk- ingu þegar fólk haldi að það geti „náð tökum“ á drykkjunni. ,AUfr áfengissjúklingar vilja drekka í hófi,“ er haft eftir Douglas Talbott, lækni og formanni banda- rískra samtaka um vímuefnalækn- ingai’. „90% þeirra hafa reynt það. Þetta styrkir aðeins afneitun sjúk- lingsins á vandanum.“ Ódýrari lausnir Áfengismisnotkun hefur minnk- að verulega í Bandaríkjunum frá 1980 og neyslan minnkað um 15% í heild. Beinn peningalegur kostnað- ur af misnotkun vestra er samt talinn vera um 100 milljarðar dollara árlega. Oft hefur miklu verið kostað til við starfsþjálf- un og því mikið í húfí í fyrfr- tækjum ef starfsfólk missir fót- festuna. Margh- atvinnurek- endur vestra eru nú sagðir vilja kanna aðrar leiðir en langa og oft dýra meðhöndlun á stofnun til að draga úr mis- notkun starfsmanna sinna. Auk þess finnist þeim ekki meðferð- in bera nægilegan árangur. Greinarhöfundur U.S. News & World Repört segir frá bandarísk- um samtökum þeirra sem vilja temja sér hófdrykkju í stað algers bindindis. Talsmenn þeirra benda á að raunverulegir ofdrykkjumenn séu tiltölulega lítið brot af þjóðinni. Þeir séu yfirleitt ekki jafn virkir og hinir sem ekki teljist sjúkir en drekki einum of mikið. Slys, vinnutap, heilsuleysi og margs konar heimilisböl og félags- legt tjón vegna áfengis sé aðallega af völdum hinna síðarnefndu en þeir vilji yfirleitt ekki gerast alger- ir bindindismenn. Þess vegna sé bráðnauðsynlegt að leggja ekki alla áhersluna á sjúklingana heldur einnig á hina sem þurfi fremur góð og skynsam- leg ráð en umfangsmikla læknis- meðhöndlun. Ofuráhersla á bind- indi sem einu lausnina geti haft öf- ug áhrif; aftrað fólki frá því að leita faglegrar aðstoðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.