Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 35
Eirikur og Sigurður Sigurðarson berklalæknir við röntgentmyndalæki frá
Bræðrunum Ormsson.
~ ^
jp1
BRÆÐURNIR Eirfkur og Jón Ormssynir.
að fyrirtækið hefur staðið af sér
allan mótbyr og sér fram á glæsta
framtíð á 75 ára afmælinu ef
marka má veltufjáraukningu und-
anfarinna ára. Veltan var 447
milljónir árið 1993, 796 milljónir
árið 1996 og stefnir í milljarð á
þessu ári. „Ef veltan verður ekki
komin yfir milljarð verður opið á
gamlársdag," segir Andrés B. Sig-
urðsson framkvæmdastjóri léttur í
bragði enda ekki ástæða til annars
en bjartsýni.
Hann segir þrennt einkum
skýra velgengnina á tímabilinu.
„Við tókum við Pioneer, Sharp og
Luxor hljómtækja- og sjónvarps-
umboðunum frá Hljómbæ á síð-
asta ári. Ekki er heldur langt um
liðið frá því að við yfirtókum Skrif-
bæ. Með því fengum við Sharp-
faxtæki, ljósritunarvélar og skrif-
stofuáhöld. Ég nefni því til viðbót-
ar að Becks-bjórinn hefur verið að
sækja á. Hann flytjum við inn og
seljum síðan til ÁTVR og hand-
hafa vínveitingaleyfa,“ segir hann.
Starfsemi á tveimur stöðum
Skúli Karlsson, sonur Karls og
sölustjóri fyrirtækisins, tekur fram
að fyrir utan hljómtækjadeild,
skrifstofutækjadeild og áfengis-
deild séu í fyrirtækinu heimilis-
tækjadeild, röntgendeild, Bosch-
þjónustudeiid, handverkfæradeild,
í hópi rafvirkja
ó sextugsaldri
er hægt að
ganga út ffró því
að 70 til 80%
haffi lært eða
starfað hjá
Bræðrunum
Ormsson
tæknideild, lyftudeild og þunga-
vinnuvéladeild. Uppistaðan í heim-
ilistækjadeild er umboðin AEG,
Tefal og Indesit. I röntgendeild er
hægt að fá öll rafknúin lækninga-
og rannsóknatæki. Fyrirtækið sel-
ur Bosch varahluti í bíla og skip og
eins og í heimilistækjadeildinni er
AEG aðalmerkið í handverkfæra-
deildinni. I tæknideild er fyrst og
fremst boðið upp á raflagnaefni og
búnað fyrir veitustofnanir. Fyrir-
tækið selur, setur upp og veitir alla
þjónustu í sambandi við lyftur og
rúllustiga. Fyrir nokkrum árum hóf
fyrirtækið einnig sölu og þjónustu á
þungavinnuvélum frá O&K.
Vegna vaxandi áherslu á verslun-
arreksturinn flutti fyrirtækið hluta
af starfseminni í nýbygginguna
Lágmúla 8 árið 1990. Nú er þar
verslun, skrifstofur og verkstæði
fyrh’ heimilistæki. Bosch-verkstæði
og verslun er áfram hinum megin
götunnar í Lágmúla 9. Alls eru
starfsmenn iyrirtækisins 55 talsins.
Áhersla á eftirþjánustu
Heildsala hefur smám saman
orðið stæiri liður í starfseminni.
„Við leggjum metnað okkar í að
þjónusta vel þéttriðið net umboðs-
manna um landið allt. Ekki er
heldur allt þar með talið því að við
höfum tekið á okkur flutnings-
kostnað til að hægt sé að bjóða
vöruna á sambærilegu verði alls
staðar á landinu," segir Skúli.
Að lokum leggur Karl áherslu á
eftirþjónustuna. „Við höfum alla
tíð lagt áherslu á að veita góða eft-
irþjónustu. Á lager höfum við verið
með yfir 90% varahluta fyrir ný og
gömul tæki frá okkur. Ef hlutur-
inn er ekki til er brugðist skjótt
við og sent eftir honum til umboðs-
aðilans erlendis."
I tilefni afmælisins verða sér-
stök afmælistilboð í versluninni í
vikunni. Nú um helgina voru 40,30
og 20 ára starfsmenn sérstaklega
heiðraðir af fyrirtækinu.
jTveggja vikna (erð|
14. ffebrúar
51.47
á mann m.v. 4 saman í íbúð á Los Parrales
(2 fullorðnir og 2 böm 2ja-11 ára).
I á mann m.v. 2 saman í íbúð.
71.000 kr.
Innffalið: Ffug, gisting, íslensk fararstjóm, ferð til og trá flugvellf
eriendis og flugvallarskattar.
Góð gisbng í fallegum smáhýsagarði
Sundlaug • Veifingaaðstaða
Flogið með Flugleiðum
3 nætur 11.-14. des.
4nætur 7.-11. des. 26.900 kr.
| Á mann i 2ja manna herbergi
á Hotel Stakis Ingram (á besta stað í bænum!).
I Innifalið: Hug, gisting m/morgunverði og flugvallarskattar.
ðS ? «
“ Umboðsmenn Plústerða:
■±= Kellavfk: Úrval-Útsýn, Hatnargötu 15, s: 421 1356
S Akureyrl: Úrval-Útsýn, Rððhústorgl 3, s: 462 7833
Vestmannaeyjar. Eyjabúð, Strandvegur 60, s: 481 1166 |
22 Akranes: Pésinn, Stlllholtl 18, s: 431 4122
Selfoss: Suðurgarður, Austunregi 22, s: 482 1666
Sauðárkrókur: Vigfús, stjúmsýsluhúsínu, s: 453 6262
Grindavfk: Flakkarinn, Vikurbraut 27, s: 426 8060
FERÐIR
Faxafenl 5 108 Reyklavik
Slml. 568 2277 Fax: 568 2274