Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 25 VILLIRÍS vex m.a. í öllum Lárensdal og austur um New Brunswick og finnst ennfremur á Nýja-Skotlandi. Þar er myndin tekin í grennd við Amherst. VITINN á Cape North sem Páll telur vera Kjalames Vínlandssagn- anna þar sem Þorvaldur Eiríksson lét reisa brotinn kjöl af skipi sínu. þá sennilega verið við það langa vatn sem segja má að Lárensfljót renni í gegnum áður en það fellur um þrengsli hjá Québecborg. Þegar Þórður Arnason frá Bjarnastöðum í Hvítársíðu sigldi upp eftir Lárens- fljóti suður af Québec á 19. öld líkti hann því við Hvalfjörð að breidd, og það er ekki fráleit samlíking. Því er eðlilegt að menn Leifs köll- uðu það vatn. Nafnið Québec er indíánamál og er sagt merkja þar sem áin þrengist. Á sjókortum sést að úti fyrir Québecborg eru víða miklar grynningar eins og sagan ber með sér. Ef tekið er mark á því að þeir Leifur hafi siglt vestur milli Gaspéskaga og Anticosti er tæplega hægt að finna þær aðstæð- ur sem sagan lýsir við landtökuna fyrr en komið er að Québecborg. Frásögnin af laxinum og stærð hans getur ágætlega staðist. En nú er komið að því atriði sem ekki kemur heim við aðstæður í Québec því að hér segir: Þar var svo góður landskostur, að því er þeim sýndist, að þar mundi engi fénaður fóður þurfa á vetrum. Þar komu engi frost á vetr- um og lítt rénuðu þar grös. Þetta stenst ekki í Québec því að í desember, janúar og febrúar er þar að jafnaði 8-12 stiga frost og úrkoman er allmikil, auðvitað nærri eingöngu snjór. í þessu sambandi er ástæða til að minnast á íslensku húsatóftimar í L’Anse aux Mead- ows á Nýfundnalandi. Birgitta Wallace telur líklegast að þar sé að finna þau hús sem Leifur reisti og lánaði síðan öðrum Vínlandsförum en gaf þau ekki. Þar kemur að vísu ekki til mála að vínviður hafí fund- ist vegna kuldalegs loftslags. Þar er heldur engin skipgeng á og að- stæður að öðru leyti ólíkar þeim sem Grænlendinga saga lýsir. Þar hafa heldur ekki fundist neinar rústir af búðum þeim sem Leifur átti að hafa reist í fyrstu. En ýmislegt styður þó þá skoðun Birgittu Wallace að þarna á Ný- fundnalandi hafi þessi miklu hús verið, enda má ekki taka Vínlands- sögur bókstaflega að öllu leyti. Helst má ímynda sér að Leifsbúðir hafi fyrst verið reistar sem bráða- birgðabústaðir, eins og af sögunni má ráða, þar sem nú er Lárensdai- ur, því að einhvers konar skýli hljóta þeir að hafa haft þar meðan þeir voru að afla sér náttúrugæða, svo sem vínberja og tijáviðar. En svo má hugsa sér að þar hafi þeir ekki byggt húsin miklu, heldur hafi þeir ætlað að sigla heim við svo búið. Þegar komið var að norð- urodda Nýfundnalands hafi verið útséð um að fært yrði að komast lengra um haustið vegna náttmyrk- urs, veðra og hafíss. Þar hafi þeir því búist til vetursetu. Til bygg- ingavinnunnar gátu þeir haft allan októbermánuð því að venjulega er þar frostlaust að mestu í þeim mánuði, hvort sem þeir hafa byggt eitt eða fleiri hús strax um haust- ið. Þar væru þá húsin miklu sem síðan eru kölluð Leifsbúðir í Græn- lendinga sögu. Ef þetta er rétt felur orðalagið „þeim sýndist að þar mundi engi fénaður fóður þurfa á vetrum“ að- eins í sér dóm sem er kveðinn upp um Lárensdal, án þess að Vín- landsfarar hafi nokkru sinni hafst þar við um veturinn. Ályktun þeirra sem Evrópumanna um veturinn var ekki fráleit því að í Lárensdal hafa þeir verið í sumarveðri sem er áþekkt því sem gerist á Englandi eða írlandi. Þar eru vetur oft nærri frostlausir og snjólausir svo að sauðfé er ekki tekið á hús. En sjálf- ir þurftu þeir ekki að hafa áhyggj- ur af fjárfelli því að Leifur hafði ekkert búfé með sér svo að ekki reyndi á hvernig því vegnaði um veturinn. En hvers vegna skyldi Leifur þá ekki hafa viljað hafa vetursetu í Lárensdal? Auk þess sem hann hefur viljað stytta sér leiðina heim næsta vor gat þetta verið öryggis- ráðstöfun. Það er mjög sennilegt að hann hafi orðið var við indíána í Lárensdal um sumarið þó að þess sé ekki getið. Svo mikið er víst að honum þótti vissara að alltaf væri helmingur liðs hans heima við skála. Til þess er sérstaklega tekið í sögunni að Leifur hafi haft skarpa sjón og eftirtekt þegar hann stýrði skipi sínu og sá skipbrotsmennina í skerinu. Því er ekki ólíklegt að hann hafi veitt því athygli þegar hann sigldi gegnum Fagureyjar- sund milli Nýfundnalands og La- bradors á útleiðinni að Nýfundna- landsmegin sást ekki til neinna mannabyggða. Þar gat því verið hyggilegt að bíða vorsins. En Birg- itta Wallace telur einmitt að á þess- um tíma hafi hvorki indíánar né inúítar hafst við á þessum nyrsta tanga Nýfundnalands, eins og áður er getið. Auðvitað er hér um getgátur að ræða, en mjög litlu þyrfti að vera áfátt í sögunni til þess að þær gætu staðist. Þá fengju húsatóft- irnar á Nýfundnalandi eðlilegan sess í Vínlandssögum. Ólíklegra er að Leifur hafi reist húsin sín miklu í Québec, en önnur hafí svo verið byggð í L’Anse aux Meadows. Við vitum með vissu að þar voru mynd- arleg híbýli, svo er uppgötvun Helge Ingstad fyrir að þakka. í kaflanum um siglingafræði fornmanna (sjá bls. 132) er ljallað um þá merkilegu athugun Leifs- manna að í vetursetu þeirra hafi sól haft eyktarstað og dagmálastað í skammdegi og sýnt fram á að þessi athugasemd á við í L’Anse aux Meadows með þeirri nákvæmni sem fremst er hægt að búast við af slíkri mælingu. Þetta er enn ein vísbending um að þar hafi Leifur reist húsin miklu. Vínviður Leifs Síðar verður skýrt frá umsögn landkönnuðarins Cartiers um vín- viðinn við Lárensfljót og í Orleans- eyju árið 1535 (sjá bls. 187-188). Sennilega hefur þar verið um að ræða árbakkaþrúgur og þar eru þær ennþá. Þó að nú á tímum vand- fýsni um mat og drykk séu þær ekki taldar hæfar til átu eða vín- gerðar er ekki með ólíkindum að Leifsmenn hafi gert sér þær að góðu þegar Tyrkir fóstri Leifs hafði fundið vínviðinn. En helst er að skilja að hann hafi verið undir áhrifum áfengis þegar hann kom úr leiðangrinum, eins og segir í þriðja kafla: Leifur fann það brátt að fóstra hans var skapgott ... Hann talaði þá fyrst lengi á þýsku og skaut marga vega augunum og gretti sig. En þeir skildu eigi hvað er hann sagði. Sumum fínnst það lýsa dóm- greindarleysi sögumanns að Tyrkir hafi verið með drykkjulæti eftir að hann fann vínberin. En aðrir telja ekki óhugsandi að tilhugsunin um vínið og minningar tengdar því hafí valdið látbragði hans, einnig ánægja hans að geta glatt Leif vin sinn og húsbónda með þessum tíð- indum. Svo getur líka verið að lýs- ingin á drykkjulátum Tyrkis sé dagsönn, en þau hafi aðeins átt sér stað í annað skipti, eftir að víngerð- in var hafm. Eins þykir sumum ósennileg frásögnin af því að menn hafí höggvið vínvið til skips síns, eins og Leifur sagði: Nú skal hafa tvennar sýslur fram og skal sinn dag hvort, lesa vínber eða höggva vínvið og fella mörkina svo að það verði farmur til skips míns. í þessu þarf þó ekki að felast bein missögn. Sú vínviðartegund sem þarna finnst, Vitis riparia, vefur sig upp eftir háum tijám, til dæmis sykurhlyni, eins og síðar kemur fram. Það var því ekki alger- lega út í hötí að kalla þau háu og ágætu tré vínvið. Berin náðust með því að annan daginn voru trén höggvin, en hinn daginn lesin vín- berin. Það var ekki óhagkvæm verkaskipting. Ekki er eins trúleg sú skoðun sem sumir hafa haldið fram að vínviðurinn sé svo sterkur og sveigjanlegur að greinar, 6-18 mm að þvermáli, mætti nota í stað- inn fyrir grenirætur sem voru hafð- ar til að festa byrðing skips við þverböndin og til annarra nota í skipum. Þessar bindingar þurfti oft að endurnýja í skipunum, samtals 100-150 metra af tágum í hvert sinn, en ónotaður vöndull af þessum grenirótum fannst í L’Anse aux Meadows, eins og síðar verður get- ið. Ef til vill mátti flétta körfur úr vínviðnum. Þá list kunnu Græn- lendingar því að á hinum svokall- aða Bæ undir sandinum í Vestri- byggð á Grænlandi hafa fundist tágakörfur. Þannig gat vínviðurinn orðið nytsöm verslunarvara. Þetta er þó hæpin ágiskun. En það þarf ekki að vera rangt að Leifur hafi geymt vínber yfir veturinn og flutt á eftirbáti til Grænlands, að því tilskildu að ber- in hefðu verið þurrkuð haustið áður og gerðar af þeim rúsínur. Þær voru þekktar strax á dögum Davíðs konungs í ísrael fyrir 3000 árum. í bréfi frá Árna biskupi í Björgvin árið 1308 til Þórðar bisk- ups í Görðum á Grænlandi er sagt að því fylgi nokkrar gjafir, þar á meðal eitt fat með vínbeijum, auk þess sem þar er hermt að 9 árum áður hafi látist Eiríkur konungur sem nefndur var prestahatari. Ekki hafa siglingar þá verið tíðar. Poul Norlund fullyrðir að þetta hafi verið rúsínur og hið sama má þá álykta um vínberin sem Leifur fyllti bát sinn með. Og greinilega hefur Árni biskup vitað að Græn- lendingar kynnu að meta þetta góðgæti. Því hefur verið haldið fram að ólíklegt sé að Vínlandsfarar hafí kunnað til verka við víngerð. Til þess geta þó mjög frumstæðar að- ferðir dugað. Babcock minnir á að í Histoire of Travaile into Virginia sé frá því sagt að á síðari tímum hafí eitt sinn verið búin til 20 gall- on (um 75 lítrar) af víni með því einu móti að kreista vínberin í hendinni. Eftir að hafa staðið í fimm eða sex daga hafi vínið reynst sterkt og áfengt. Adam úr Brimum segir líka beinlínis að úr vínbeijum Vínlands hafi verið gert hið besta vín. Gathorne-Hardy lætur sér meira að segja detta í hug að Tyrk- ir, vinur Leifs og fóstri, hafí fljót- lega gert slíka tilraun, jafnvel hald- ið henni leyndri þar til hann gæddi sér á miðinum eftir nokkra daga og kom góðglaður á móti leitar- mönnum. Um plönturnar í Québec hefur Camille Rousseau skrifað mikla flóru og gerir þar meðal annars grein fyrir villirís, árbakkaþrúgum og smjörhnetutijám. Allar þessar tegundir vaxa talsvert víða í Lár- ensdalnum. Dæmi um það fengum við Baldur að sjá þegar við heim- sóttum starfsmann grasasafns Lavalháskólans, Claude Roy, og fjölskyldu hans. Þar var yndislegt kvöldið, fullt tungl, Júpíter skær á suðurhimni, en kvöldroði þó enn á lofti, og sums staðar kveikt bál í görðum, áin lygn og voldug, en stórum mengaðri en á dögum Leifs. Hjónin voru einstaklega elskuleg, og ung dóttir þeirra notaði tímann til að gera teikningu af Baldri með englavængi. Það fyrsta sem blasti við í garði þeirra voru árbakka- þrúgur sem voru farnar að dökkna en þó ekki fullþroskaðar (28. ágúst 1996). Konan sagðist vita til að fólk hefði notað þær til víngerðar. Við bakkann úti í ánni óx villirís og Claude lofaði að senda okkur þurrkað eintak af honum. Og um leið og hann kvaddi okkur fékk hann Baldur til að teygja sig upp í tré eftir nokkrum smjörhnetum. Þær voru ekki fullþroskaðar, slím- ugar og grænar, en þó í endan- legri stærð, og heima á íslandi áttu þær að taka á sig eðlilegan lit og form og hörku. Svo benti hann yfir ána á stað þar sem hefði verið indíánaþorp. Þar og víðar hefði verið vandalaust fyrir Vínlandsfara að byggja búðir eða varanleg hús á hæfilega þurru og skóglausu svæði. Við gleymum ekki þeim gæðum Vínlands sem voTu kynnt okkur á þessu ágústkvöldi. • Bókartitill er Víniandsgátan og höfundur er Páll Bergþórsson. Mál og menninggefur út. Bókin er um 260 bis. með nnfnaskrá og fjölda mynda og uppdrátta. Til sölu Range Rover 2.5 DSE Bifreiðin er ný, hlaðin aukabúnaði, þ.á.m. fuilkomin Pioneer 5ÍU5AIA hljómflutningstæki og RtyKJAYÍKUR sími 588 8888 leðurinnrétting. Ekinn aðeins 2000 km. Yi utAim mmt - y vmiaih wliii: miBmm okkar sersuid Skemmtisiglingar vikulega á nýjustu glæsiskipum heimsins, CARNIVAL - IMAGINATION, DESTINY O.FL. Fljótandi hallir færa þig milli blómskreyttra eyja undir hitabeltissól þar sem golan gælir við þig og ekkert mun skorta. DOMINIKANA - hvíldardvöl á fegurstu eyjunni með drifhvítar pálmastrendur, hálft fæði eða allt innifalið, matur, drykkir, skemmtanir. RIO MERENGE - nýjasta trompið, 5 stjömu glæsistaður, eða CAPELLA BEACH RESORT, afar vinsælt. Brottför vikulega. Bestu kjör. Flug 2 fyrir 1. Gistisamningar á hálfvirði. Sérverð í nóv. til des. Pantið núna! THAILAND - ný ímynd, það besta á bestu stöðum á besta verði, allt árið fyrir einstaklinga, félög, klúbba, vinnuhópa o.s.frv. Hópferð með fararstjóra 15. jan. ‘98. Frábært verð! FERÐASKRIFSTOFAN EMMá? SÉRFARGJÖLD til Asíu, Ástralíu, Afríku, Suður-Ameríku. Munið að betri ferðirnar eru oft ódýrari og ánægjulegri. Austurstrætl 17 4 hæð 101 Reyklav[k Reynslan mælir meö ferðum Heimsklúbbsins. slml 56 20 400, fax 562 6564 HEIMSKLUBBUR INGOLFS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.