Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
\
P
»
ANNA SIGRIÐUR
ALBERTSDÓTTIR
+ Anna Sigríður
Albertsdóttir
fæddist í Reykjavík
hinn 16. maí 1920.
Hún lést á Landspít-
alanum 22. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jónína Jóns-
dóttir, f. 14.10.
1890, d. 9.2. 1970,
og Albert Sigurðs-
son, f. 14.5. 1882,
d. 25.2. 1951. Þau
voru bæði ættuð af
Snæfellsnesi. Anna
átti fjögur systkini.
Elstur var Jón, f. 20.2. 1916,
d. 7.4. 1972; Unnur, f. 17.8.
1917, d. 10.2. 1996; Magnea, f.
1.3. 1924; og Svanhildur Bára,
f. 2.8. 1927.
Anna var tvígift. Fyrri eigin-
maður hennar var Walter T.
Ágústsson, f. 7.10. 1926, d. 6.2.
1952. Þau eignuðust tvö börn.
Þau eru: 1) Jónína Elísabet, f.
18.11. 1947. Hún giftist Derek
N. Firth en þau slitu samvistum.
Þeirra börn eru Richard og
Annabelle, sambýlismaður
hennar er Richard Smith. Synir
þeirra eru James og Christoph-
er. Þau eru búsett í Englandi.
2) Ágúst Magnús, f. 9.3. 1950.
Hann giftist Lilju Þórarinsdótt-
ur, f. 7.8. 1950 en
þau slitu samvist-
um. Börn þeirra eru
Anna María, Elísa-
bet Ósk og Tryggvi
Þór, sambýliskona
hans er Svandís Rós
Þuríðardóttir.
Hennar börn eru
Rebekka Ósk og
Tómas Ernir. Ágúst
eignaðist son með
Birnu Óskarsdótt-
ur, Óskar. Núver-
andi sambýliskona
Ágústs er Jóhanna
Fjóla Kristjánsdótt-
ir, f. 4.9. 1960. Hennar dóttir
er Vera Kristborg Stefánsdótt-
ir. Börn Ágústs og Jóhönnu eru
Valdís Theódóra og Ágúst Jó-
hann. Þau eru búsett á Kjalar-
nesi.
Síðari eiginmaður Önnu var
Tryggvi Eyjólfsson, f. 2.3. 1932.
Þau slitu samvistum. Þeirra
sonur er Walter, f. 31.7. 1956.
Hann er giftur Ölmu Ólafsdótt-
ur, f. 13.5. 1959. Börn þeirra
eru Gína Júlía, Sara Rós og
Lena Dögg. Þau eru búsett í
Svíþjóð.
Utför Önnu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík á morgun,
mánudaginn 1. desember, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
>
En á dauðans nótt sér vonin stjðrnuglit
og hlustandi kærleikur heyrir vængjaþyt.
(R.G.Ingersoll)
Anna var fædd í hjarta Reykja-
víkur, í Kirkjustræti, sannkallað
Reykjavíkurbarn, og þótti alla tíð
vænt um miðbæinn.
Uppvaxtarárin voru henni hug-
leikin, enda er svo oft um ár bernsk-
unnar. Ekki eru nema fáir mánuðir
síðan hún tók sér ferð á hendur,
meira af vilja en mætti, til að líta
bernskuslóðirnar augum í hinsta
sinn, að skoða húsið þar sem hún
fæddist, hverfið þar sem hún sleit
barnsskónum og geymdi hennar
fyrstu minningar. Þessi dagur var
henni eftirminnilegur og veitti
henni mikla ánægju.
Anna hafði létta lund, leiftrandi
kímni og glaðværð sem hjálpaði
henni á erfiðum stundum. Hún var
ákaflega hugguleg kona á yngri
árum, smekkleg í klæðaburði og
unni fallegum hlutum, enda bar
heimili hennar þess merki. Hún var
fljóthuga, fyndin og orðheppin með
afbrigðum. Það var ævinlega gott
að sækja Önnu heim, hún tók alltaf
vel á móti okkur.
Hún var bókhneigð, og hafði
yndi af ljóðum. Davíð Stefánsson
og Tómas Guðmundsson voru henn-
ar eftirlætisskáld. Hún ólst upp á
heimili þar sem lestur og ljóð voru
í hávegum höfð. Móðir okkar var
mikill ljóðaunnandi og kenndi okkur
systrunum að meta og skilja list
skáldanna.
Anna fór ekki varhluta af erfið-
leikum lífsins í sínum margvíslegu
myndum. Hún varð ekkja ung, og
stóð ein uppi með tvö lítil börn.
Hún giftist aftur nokkrum árum
síðar og eignaðist þriðja barnið. Þá
varð hún fyrir því áfalli að veikast
af berklum og þurfti að dveljast
mánuðum saman á Vífilsstöðum.
Það var ekki átakalaust að fara frá
þremur litlum börnum og koma
þeim fyrir hjá öðrum. Hún náði sér
+
Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tendamóðir
og amma,
ELSA JÓHANNESDÓTTIR,
Rauðagerði 70,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 1. desember ki. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem
vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög.
Hilmar Magnússon,
Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, Jón F. Egilsson,
Örn Hilmarsson, Margrét Aðalsteinsdóttir,
Sævar Hilmarsson, Hrund Sigurhansdóttir
og barnabörn.
+
Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýhug víð andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR G. SIGURÐSSONAR
prentara,
Blönduhlíð 16.
Sérstakar þakkir færum við sr. Braga Skúla-
syni og starfsfólki á deild 11E, Landspítal-
anum, fyrir ómetanlega aðstoð á erfiðum tímum
María J. Guðmundsdóttir,
Guðmundur Breiðfjörð,
Vigdfs María Sigurðardóttir, Sören Svensson,
Margrét S. Sigurðardóttir, Kjartan Bjarnason
og barnabörn.
þó að fullu og var heilsuhraust
lengst framan af ævi. Þau hjónin
slitu síðar samvistir.
Anna átti barnaláni að fagna.
Öll eru börnin hin mannvænlegustu
og hafa verið móður sinni góð og
hjálpsöm. Tvö þeirra búa erlendis
og hafði hún mikla ánægju af því
að heimsækja þau, og barnabörnin,
meðan hún hafði heilsu til.
Æviskeið Önnu systur okkar er
á enda runnið. Síðustu árin voru
henni erfið vegna veikinda, og má
því segja að dauðinn hafi verið líkn
í lokin. En „hvað er það að deyja,
annað en standa nakinn í blænum
og hverfa inn í sólskinið." (Tagore)
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofí rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Elsku Jonny, Ágúst og Wolli, við
sendum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Magnea og Bára.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld,
eg kem eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og rifínn skjöld,
brpju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.
(Bólu-Hjálmar)
Þessi vísa var Önnu mjög kær
eins og reyndar öll ljóð Bólu Hjálm-
ars, kunni hún þau mörg og riijaði
þau upp á góðum stundum. Einnig
dáði hún mjög Skáld-Rósu og ég
held að hún hafi kunnað flest henn-
ar ljóð. Eiginlega talaði hún um
Rósu eins og sína kærustu vinkonu.
ígrundaði hún mjög allt hennar líf
og sorgir. Mátti hún aldrei heyra
neinn deila á líf Rósu. Kynni okkar
Önnu eru orðin æði löng. Það mun
hafa verið árið 1959 sem við hitt-
umst fyrst í Álfheimum 48. Anna
var þá á besta aldri, dökkhærð og
glæsileg kona. Hún heilsaði mér og
kynnti sig og sagðist vera ná-
grannakona mín, en við bjuggum
hvor á sinni hæðinni. Hún brosti
til mín og ég fann að hún vildi eiga
mig að vini. Okkur varð sannarlega
vel til vina og áttum saman margar
ánægjustundir.
Anna var á margan hátt einstök
kona. Hún var góðum gáfum gædd,
bókhneigð og var ávallt miðpunktur
í selskap. Vinsældir hennar voru
ekki síst að þakka góðum frásagn-
arhæfileikum og glaðlegu viðmóti.
Hún gat t.d. brugðið fyrir sig kabar-
ett-söng í svipuðum dúr og Hall-
björg Bjarnadóttir. Hún kryddaði
jafnan mál sitt með tilvitnunum í
fræg skáldverk bæði í bundnu og
óbundnu máli. Sjálf var hún góður
hagyrðingur og skiptumst við
gjaman á kveðlingum. Anna var
einnig mikill mannþekkjari og
kærði sig ekki um alla. Eftir að við
fluttum hvor í sitt bæjarhverfið
minnkuðu samskipti okkar. Þó slitn-
aði aldrei vinskapur okkar.
Hún sagði mér margt frá sínum
högum og æskudögum. Eitt atvik
sem hún sagði mér frá er mér sér-
staklega minnisstætt. Á fermingar-
ári Önnu bjó fjölskylda hennar á
Bergþórugötu 16. Bjó fleira fólk í
húsinu, þar á meðal gömul hjón.
Þegar Anna fermdist var þeim boð-
ið í kaffi ásamt fjölskyldu hennar.
Gamli maðurinn kom einn því konan
hans var rúmföst. Sagði hann þeim
þá draum sem hann dreymdi á brúð-
kaupsnótt sinni. Draumurinn var
svona: Honum fannst hann sitja
uppi á mæni hússins sem þau sváfu
í og er hann að vinda tvíband.
Liggja þræðimir hvor sínum megin
við mæninn. Hann þykist vita að
þetta sé lífsþráður þeirra hjóna sem
hann er að vinda. Vindur hann nú
lengi og er kominn með stóran
hnykil. Allt í einu eru báðir endarn-
ir búnir jafn snemma. Þannig var
draumurinn. Gamli maðurinn taldi
að draumurinn merkti það að þau
hjónin ættu eftir að látast af slys-
förum saman. Hins vegar fannst
honum það nú ólíklegt þar sem
konan hans væri orðin rúmföst og
kæmist ekkert lengur út. Þessi
draumur rættist, því þremur ámm
seinna brann húsið á Bergþómgötu
16 og þessi hjón brunnu inni. Þessi
örlagaríki atburður fannst Önnu
áhrifaríkur og geymdi í minni sínu.
Anna varð snemma fyrir þungri
sorg er hún missti fyrri mann sinn,
Walter, í hörmulegu slysi, frá tveim-
ur ungum börnum þeirra. Hygg ég
að sá atburður hafi alla tíð sett
mark sitt á hana og orðið örlaga-
valdur að hennar veikleika sem ef
til vill var ekki minnst valdur að
því að síðara hjónaband hennar fór
út um þúfur.
Þegar ég varð fyrir minni fyrstu
stóm sorg, er ég missti ástkæra
systur mína, vom ekki margir sem
ég gat hugsað mér að hafa í návist
minni. Anna var eina manneskjan
sem ég gat hugsað mér að fá í heim-
sókn. Kom hún til mín og sat hjá
mér heilan dag. Var mér mikill
styrkur að nærvem hennar. Hún var
laus við alla væmni en sönn og nota-
leg. Við töluðum oft saman um
drauma okkar. Hún var sjálf
draumspök og draumar hennar rætt-
ust oft. Fyrir mörgum ámm dreymdi
hana að hún stæði við glugga og
var að bíða þess að Walter eiginmað-
ur hennar kæmi að sækja sig. Sér
hún hann koma á hvítum hesti en
annar maður er með honum. Taldi
Anna sig ferðbúna en hann sagði:
„Nei, ekki núna. Ég kem á elleftu
stundu að sækja þig.“
Síðustu árin vom henni sérstak-
lega erfið. Ekki síst fyrir það að
+
Innilegar þakkir til allra, sem á einn eða annan
hátt sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR EYJU PÉTURSDÓTTUR,
Eiríksgötu 21.
Sigurður Guðmundsson, Áslaug Benediktsdóttir,
Sigríður Birna Guðmundsdóttir, Guðbjartur Vilhelmsson
og barnabörn.
+
Þökkum vinarhug og samúð við andlát og
útför
GUÐNÝJAR GUÐJÓNSDÓTTUR.
Dóra Jónsdóttir, Ólafía Aradóttir,
Sigurður Sigurðsson, Kristinn Jón Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
börn hennar öll voru búsett í fjar-
lægð. Hún fór oft í heimsóknir til
barna sinna meðan heilsan leyfði.
Heimsótti hún Jónínu til Englands
og gafst henni kostur á að kynnast
hennar börnum og sjá böm Anna-
belle. Einnig fór Anna nokkmm
sinnum að heimsækja Walter í Sví-
þjóð. Ágúst var að sjálfsögðu nær-
tækast að heimsækja, þar sem hann
bjó alltaf hér á landi. Anna mat
allt sitt fólk að verðleikum. Var hún
óspör á að segja sögur af öllum
bamabörnunum sem hún dáði mjög.
í hennar augum var vart annað
eins fólk til. Bára og Magnea syst-
ur hennar voru henni alltaf einstak-
lega hjálplegar og reyndust henni
ákaflega vel.
Ágúst sonur hennar fluttist fyrir
nokkru í bæinn og var það henni
til mikillar gleði og var hann henni
alltaf hjálplegur. Síðustu stundirnar
sat hann við sjúkrabeð hennar og
hélt í hönd hennar þar til yfir lauk.
Sagði hann mér að hann hefði orð-
ið berlega var við að þau voru ekki
ein. Walter hefur að öllum líkindum
verið kominn til að sækja hana.
Sannarlega á elleftu stundu, því
vinkona mín var orðin mjög illa
farin , sárþjáð af beinþynningu í
baki og fótum og heilsa hennar öll
á niðurleið.
Fyrir mörgum áram bað hún mig
um að skrifa um sig minningar-
grein þegar hún væri öll. Eitt sinn
sagði hún: Stefanía, stattu við heit-
ið, sem þú gafst mér forðum. Er
mitt endar ævistig, þá minnstu mín
með nokkrum orðum.
Ég svaraði að bragði:
Ef þú hverfur, Anna mín,
á undan mér með gjaldið.
Ég mun gjaman minnast þín
og veifa yfír tjaldið.
Þá mun lokið okkar ljóðakæti,
ljósin okkar dvína.
Aldrei verður fyllt þitt auða sæti,
en drottinn tekur sína.
Þar breyskar sálir brosa móti sólu,
meinin verða heil, sem vindar kólu.
í ástvinanna faðmi færðu að búa
og englar guðs um eilífð að þér hlúa.
Á elleftu stundu er brottför þín
hafin eins og segir í draumnum.
Nú er rétti tíminn upprunninn.
Kveðja frá mér og fjölskyldu
minni.
Stefanía Ragnheiður
Pálsdóttir.
Elsku tengdamamma. Nú ertu
farin frá okkur á annað tilverustig
og eftir situr söknuður en jafnframt
ljúfar minningar. Minningar um
konu sem hélt sinni reisn og sínum
kjarki, þrátt fyrir á margan hátt
erfiða lífsgöngu.
Þegar ég kynntist þér fyrst fyrir
rúmum sjö árum, var heilsan farin
að bila og fór sífellt versnandi eftir
það. Þú áttir orðið mjög erfitt með
gang og sjónin var orðin léleg. En
engu að síður var alltaf stutt í glað-
værðina og glensið. Þú hafðir alla
tíð næmt auga fyrir þvi skoplega í
tilverunni og átti það jafnt við um
sjálfa þig sem aðra. Hnyttin tilsvör
og tilvitnanir voru eitt af þínum
aðalsmerkjum. Og gjafmildari
manneskju var erfitt að finna. Með-
an að heilsan leyfði skemmtirðu þér
við að fara í Kolaportið og versla.
Ekki í eigin þágu, heldur til að
gefa börnum og barnabörnum.
Marga styttuna varstu búin að gefa
ömmustelpunum þínum sem hugga
sig við að núna sé elsku amma í
blokkinni hjá Guði og Walter afa
og sé ekki lengur illt í bakinu sínu
og fótunum. Þú varst mikil fjöl-
skyldumanneskja og stolt af þínu
fólki. Og þegar að litill ömmustrák-
ur bættist við í hópinn í haust,
gladdist þú innilega. Ég veit að þú
munt halda áfram að líta til með
honum, sem og okkur hinum.
Elsku duglega, hugrakka tengdó
mln. Þar sem ég sit hérna í „ömmu-
herbergi", eins og við kölluðum
það, og hripa þessar línur, vil ég
þakka þér fyrir allt sem þú kenndir
mér og gafst. Megi góður Guð
blessa minningu þína.
Jóhanna.